Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 57

Morgunblaðið - 05.05.2000, Síða 57
GIGAJamOHOM MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR QOOSIAM 3 aiJOAGUTRÖ'í JdJ. FOSTUDAGUR 5. MAI 2000 57 KIRKJUSTARF + Guðrún Péturs- dóttir fæddist í Reykjavík 28. októ- ber 1928. Hún lést á líknardeild Land- spítalans 22. apríl síðastliðinn og fór útför hennar fram frá Dómkirkjunni 28. apríl. Að loknu stúdents- prófi frá MR 1948 tók- um við átta bekkjar- systur þá ákvörðun að stofna saumaklúbb, svo góð tengsl milli okkar gætu haldist áfram. Ein úr þessum hópi var Guðrún Péturs- dóttir, sem ávallt var kölluð Lillý og nú hefur verið kvödd hinstu kveðju. Margar góðar minningar koma upp í hugann frá þessum árum, þegar við komum saman ýmist á heimilum okkar eða við hin ýmsu tækifæri. Svo fór að þetta samband okkar rofnaði um árabil, þar sem sumar leituðu út fyrir landsteinana til frek- ara náms, ýmist með mökum sínum eða einar. En áður en leiðir skildi héldum við allar til ljósmyndara, og stóð Lillý fyrir þeirri ákvörðun, en hún átti föðurbróður sem bar þann virðulega titil að vera konunglegur hirðljósmyndari, og þótti okkur auð- vitað mikið til þess koma. Ég hefi varðveitt vel þessa hálfrar aldar gömlu stækkuðu ljósmynd og í mín- um huga er hún í dag mikið ger- semi. Þarna erum við allar ungar að árum, brosmildar og sjálfsagt með þá ósk í huga að lífið framundan verði okkur gjöfult og gott. Nú hefur sú fyrsta úr hópnum á myndinni kvatt þessa jarðvist og er hennar sárt saknað og jafn- framt minnst með virð- ingu og þakklæti fyrir góð kynni liðinna ára. Lillý var sérstæður persónuleiki, grandvör til orðs og æðis, gjörvuleg í fasi og ávallt svo glæsileg til fara að eftir var tekið. Að eðlisfari var hún dul og bar því ekki til- finningar sínar á torg. Sem dæmi um það var það ósk hennar að hljótt væri um þau veikindi sem steðjuðu að henni og voru henni svo þungbær að lokum. Aðeins hennar nánustu var kunnugt um líðan henn- ar. Á yngri árum starfaði Lillý lengi hjá ríkisféhirði, frænku sinni, fyrst í sumarfríum á menntaskólaárunum og síðar sem gjaldkeri ríkisféhirðis og öðru hvoru staðgengill hans. Hún giftist valinkunnum manni, Guðmundi Rafni Guðmundssyni, málarameistara, og eignuðust þau þrjú mannvænleg börn, eina dóttur og tvo syni. Síðar á ævinni lagði hún stund á tækniteiknun og starfaði hjá gatna- málastjóra Reykjavíkurborgar um nokkurra ára skeið en síðasta starf hennar utan heimilisins var hjá lyfj- anefnd og lyfjaeftirliti ríkisins. Fyrir nokkrum árum tók gamli saumaklúbburinn upp þráðinn á nýjan leik og hittumst við stöllurnar nú öðru hvoru. En þegar einn hlekk- ur í keðjunni brestur snögglega ger- ir söknuður óneitanlega vart við sig og skilningur eykst á því, hversu mikils virði samverustundirnar með æskufélögum eru og hve nauðsyn- legt sé að styrkja þau bönd sem tengst hafa á unglingsárunum. Með það í huga og í minningu kærrar skólasystur vonast ég til að við hinar ræktum vináttuna áfram á komandi árum. Ég sendi f.h. klúbbsins okkar eig- inmanni, fjölskyldunni og öðrum nánum ættingjum innilegar samúð- arkveðjur vegna fráfalls Guðrúnar Pétursdóttur. Blessuð sé minning hennar. Guðrún Kristinsdóttir. Skilafrest- ur minn- ingar- greina EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útför er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: í sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fostudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftir að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur þurft að fresta birtingu greina, enda þótt þær berist innan hins tiltekna skilafrests. GUÐRUN PÉTURSDÓTTIR Safnadarstarf Langholtskirkja. Kyirðar- og bænastund í kirkjunni kl. 12. Orgel- leikur, sálmasöngui’. Fyrirbænarefn- um má koma til sóknarpresta og djákna. Kærleiksmáltíð, súpa, salat og brauð eftir helgistundina. Laugameskirkja. Morgunbænir kl. 6.45-7.05 Mömmumorgunn kl. 10. KafSspjall íyrir mæður, góð upplifun fyrirböm. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús í Strandbergi laugardagsmorgna. Trú og mannlíf, biblíulestur og kyrrðar- stund. Ffladelfía. Unglingasamkoma kl. 20.30. Allir hjartanlega velkomnir. Hjálpræðisherinn. Kl. 20 gospel- samkoma. Gospelkórinn frá Jelöy- lýðháskólanum syngur undir stjóm Tone Ödegaard. Aðgangur ókeypis, allir hjartanlega velkomnir. Boðunarkirkjan, Hlíðarsmára 9. Samkomur alla laugardaga kl. 11. All- ir hjartanlega velkomnir. Á morgun er Steinþór Þórðarson með prédikun og Ragnheiður Ólafsdóttir Laufdal með biblíufræðslu. Bama- og ungl- ingadeildir á laugardögum. Súpa og brauð eftir samkomuna. Landakirkja Vestinannaeyjum. Kl. 12.30 Litlir lærisveinar, eldri deild. KI. 13.15 Litlir lærisveinar, yngri deild. Hofskirkja á Skaga. Kirkjuskóli kl. 14. Víkurprestakall í Mýrdal. skólinn í Mýrdal er með samverur á laugardagsmorgnum kl. 11.15 í Vík- urskóla. Frelsið, kristileg miðstöð. Bæna- stund kl. 20 og Gen X, frábær kvöld fyrir unga fólkið kl. 21. Sjöundadags aðventistar á fslandi: Aðventkirkjan, Ingólfsstræti: Bibl- íufræðsla kl. 10.15. Guðsþjónusta kl. 11.15. Umsjón Líknarfélagið Alfa. Ræðumaður Aðalbjörg Magnúsdótt- ir. Safhaðarheimili aðventista, Blika- braut 2, Keflavík: Biblíufræðsla kL^, 10.15. Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla eftir guðsþjónustu. Ræðu- maður Jón Hjörleifur Jónsson. Safnaðarheimili aðventista, Gagn- heiði 40, Selfossi: Biblíufræðsla kl. 10. Guðsþjónusta kl. 11. Ræðumaður Eric Guðmundsson. Aðventídrltjan, Brekastíg 17, Vest- mannaeyjum: Biblíufræðsla kl. 10. Loftsalurinn, Hólshrauni 3, Hafh- arfirði: Guðsþjónusta kl. 11. Biblíu- fræðsla að guðsþjónustu lokinni. Ræðumaður Björgvin Snorrason. Bylting i Fjölnota byggingaplatan sem allir hafa beðið eftir! VIR0C byggingaplatan er fyrir veggi, loft og gólf. VIR0C byggingaplatan er eldþolin, vatnsþolin, höggþolin, frostþolin og hljóðeinangrandi. VIR0C byggingaplatan er umhverfisvæn. VIR0C byggingaplatan er platan sem verkfræðingurinn getur fyrirskrifað nánast blint. Staðalstærð: 1200x3000x12 mm. Aðrar þykktir: 8,10,16,19, 22, 25, 32 & 37 mm. Mesta lengd: 305 cm. Mesta breidd: 125 cm Viroc utanhússklæðning PP &CO Leltið upplýsinga Þ.ÞORGRÍMSSON & CO ÁRMÚLA 29 S: 5S3 8640 & 568 6100 AUGLÝSIN Hraunborgir Orlofshús sjómannasamtakanna í Gríms- nesi verða leigð frá og með föstudeginum 26. maí 2000. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Verðandi, Vestmannaeyjum. Vélstjórafélag Vestmannaeyja. Starfsmannafélag Reykjalundar. Sjómannafélag Reykjavíkur. Sjómannafélag Hafnarfjarðar. Starfsmannafélög Hrafnistu Reykjavík og Hafnarfirði. Happdrætti DAS. Sjómannafélag Akraness. Sjómanna- og verkalýðsfélag Miðnes- hrepps. Sjómanna- og vélstjórafélag Grindavíkur. Verkalýðs- og sjómannafélag Gerðahrepps. Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur. Skipstjóra- og stýrimannafélagið Kári, Hafnarfirði. Til frambjóðenda í forseta- kosningum 24. júní 2000 Yfirkjörstjórn Austurlandskjördæmis kemur saman til fundar í sýsluskrifstofunni á Seyðis- firði, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði, þriðjudag- inn 16. maí 2000 kl. 16.00 til að gefa vottorð um meðmælendurforsetaframboða skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjörforseta Islands. Skila má listunum á fundinum eða senda þá til undirritaðs. Seyðisfirði, 3.maí 2000. F.h. yfirkjörstjórnar, Austurlandskjördæmis Lárus Bjarnason, Bjólfsgötu 7, 710 Seyðisfirði. Til væntanlegra frambjóðenda í forsetakosning- um 24. júní 2000 Yfirkjörstjórn Suðurlandskjördæmis kemur saman til fundar í dómsal Héraðsdóms Suðurlands, Austurvegi 4, 2. hæð, Selfossi, fimmtudaginn 18. maí kl. 11.00 til að gefa vottorð um meðmæ- lendur forsetaframboða, skv. 4. gr. laga nr. 36/1945 um framboð og kjör til for- seta (slands. Þess er óskað að frambjóðendur, ef unnt er, skiii meðmælendalistum með nöfn- um meðmælenda af Suðurlandi til und- irritaðs, sýsluskrifstofunni í Vestmanna- eyjum, Heiðarvegi 15, Vestmannaeyjum, mánudaginn 15. maí svo unnt sé að undirbúa vottorðsgjöf yfirkjörstjórnar. Vestmannaeyjum, 3. maí 2000. F.h. yfirkjörstjórnar Suðurlandskjördæmis, Karl Gauti Hjaltason. Lokun Dyrhólaeyjar Ákveðið hefur verið að verða við óskum ábúenda um að loka Dyrhólaey fyrir almennri umferð vegna nytja á æðarvarpi. Lokunin gildir á tímabilinu 1. maí til 25. júní 2000. Náttúruvernd ríkisins G A TIL SOLU Ódýrt — ódýrt Lagerútsala Leikföng, gjafavörur, sportskór. Opið frá kl. 13.00—18.00 föstudaginn 5.5. og frá kl. 11.00 — 16.00 laugardaginn 6.5. Skútuvogi 13 (við hliðina á Bónus). Asgrímsmálverk Til sölu undurfagurt stemmningsmál- verk eftir Ásgrím Jónsson. Upplýsingar í síma 561 8155. SMAAUGLYSINGAR FELAGSLIF I.O.O.F. 1 = ISIBBS'/zsg.i* Frá Guðspeki- félaginu Ipgólfsstræti 22 Askriftarsími Ganglera er 896-2070 Á mánudag, 8. maí, kl. 21 er Lótusfundur. Óskar Guðmunds- son sýnir myndband með Sig- valda Hjálmarssyni. Starfsemi félagsin er öllum opin. I.O.O.F. 12 = 181558/2 = 9.0. V' Smidjuvegi 5, Kópavogi Samkoma kl. 20.00. Læknar Guð í dag? Erna Eyjólfsdóttir prédikar. Allir hjartanlega velkomnir. www.vegurinn.is.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.