Morgunblaðið - 05.05.2000, Qupperneq 63
MORGUNBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 5. MAÍ 2000 G3'»
GREINARGERÐ
Morgunblaðið/RAX
fær landbúnaðarráðherra marghátt-
aðar heimildir. Ef ekki fæst fjár-
magn til nauðsynlegra girðinga
verða bændur ekki látnir gjalda þess,
vottunaraðili verður að sækja lögg-
ildingu til ráðherra og ráðherra skip-
ar úrskurðarnefnd um ágreinings-
mál.
Ljóst er að hin margvíslegu hlut-
verk landbúnaðarráðherra sem hon-
um eru falin við framkvæmd
landnýtingarþáttar gæðastjórnunar-
innar fara ekki saman og má því telja
að honum sé framselt of mikið vald.
Tilgangur
gæðastýringar
I frumvarpinu er kveðið á um að
beingreiðslur til sauðfjárbænda skuli
á fimm síðari árum samningsins
lækka um 22,5%. Skerðingarfénu á
svo að úthluta aftur á grundvelli
gæðastýiingarinnar. Petta er henn-
ar hlutverk. Menn skyldu ætla að
með gæðastýringunni væri fundin
leið til að vernda landið þar sem sár-
ast kann að brenna. Svo er þó aldeilis
ekki því nýtingu landsins eru ekki
sett nein sérstök takmörk með gæða-
stýringunni. Fræðilega má finna rök
fyrir því að þessi beiting gæðastýr-
ingarinnar verki í þveröfuga átt. Með
skerðingu beingreiðsla án þess að
annað komi á móti þrengist hagur
þeirra sem fyrir verða. Fremur en að
skerða kost heimilishaldsins mun
verða leitast við að draga úr aðföng-
um til reksturs þeirra búa sem gæða-
stýringin lækkar um 22,5% af tekjum
sínum, þ.e. þeirra beingreiðsla sem
þeir áttu rétt til áður. Landið verður
að gefa meh-a og álag á það eykst.
Þótt einkennilegt megi virðast hef-
ur þó gleymst við þá samningsgerð
sem hér er verið að lögleiða að borg-
arar eiga að búa við réttaröryggi og
það gildir jafnt um sauðfjárbændur
sem aðra og hvort heldur sem þeir
eða störf þeirra kunna að vera gæða-
stýringunni þókanleg eða ekki. En
grundvallaratriði er að tilurð gæða-
stýiingarinnar er ekki lögákveðin og
fullkbmlega má draga í efa að fram-
kvæmd hennar standist stjórnarskrá
íslenska lýðveldisins, þar sem svo er
fyrirmælt að allir skuli vera jafnir að
lögum. Hér er því eindregið lagt til
við landbúnaðarnefnd Alþingis að úr
verði bætt og þá á grundvelli eftir-
farandi tillagna.
Breytingartillögur
í kjölfar samnings um framleiðslu
sauðfjárafurða sem gerður var árið
1995 voru lögtekin ákvæði í IX. kafla
laga nr. 99/1993, um framleiðslu,
verðlagningu og sölu á búvörum, til
staðfestingar á samningnum. Nú
hefur verið gerður nýr samningur
sama efnis og hefur landbúnaðarráð-
herra lagt fram frumvarp til breyt-
ingar á IX. kafla laga nr. 99/1993 til
samræmis við hann.
I 37. gr. núgildandi laga segir ein-
faldlega: „Frá og með 1. janúar 1996
verður beingreiðslumark sauðfjár-
afurða 1.480 millj. kr. á almanaksári
og skiptist hlutfallslega eins milli
lögbýla og heildargreiðslumark
sauðfjár verðlagsárið 1995/1996
gerði. Þá segir í 1. mgr. 39. gr. lag-
anna: „Beingreiðsla greiðist úr ríkis-
sjóði til handhafa í samræmi við
greiðslumark lögbýlisins eins og það
er á hverjum tíma. Beingreiðsla skal
vera 3.734 kr. á hvert ærgildi á ári.“
Réttur bónda til beingreiðslu sam-
kvæmt núgildandi lögum er því skýr
og ótvíræður og tekur einungis mið
af þvi ef greiðslumark flyst milli lög-
býla skv. þröngum heimildum í 4.
mgr. 38. gr. laganna eða ákvörðunar
ráðheiTa um árlegt ásetningshlutfall
eða of mikið beitarálag. Þessi ákvæði
munu að mestu vera óbreytt og eru
því ekki gerð að sérstöku umtalsefni
hér.
I frumvarpi því sem landbúnaðar-
ráðherra hefur lagt fram í þingskjali
nr. 855 er gert ráð fyrir því að
beingreiðslur til rétthafa í samræmi
við greiðslumark lögbýlis verði 1.740
milljónir kr. á ári og skiptist fyrst í
stað hlutfallslega milli framleiðenda,
eins og beingreiðslur gera á þessu
ári, en taki síðan breytingum til sam-
ræmis við uppkaup ríkisins og einnig
frá árinu 2003 til samræmis við
álagsgreiðslur á gæðastýrða fram-
leiðslu sem getið er um í nýgerðum
sauðfjársamningi.
I 5. gr. frv. er lagt til að að bein-
greiðslumarkið verði 1.740 millj. kr.
á ári en taki mið af framsali greiðslu-
mai-ks, uppkaupum ríkisssjóðs og
skilyrði um gæðastýrða framleiðslu.
17. gr. frv. er lagt til að 1. mgr. 39. gr.
orðist þannig:
„Beingreiðslur greiðast úr ríkis-
sjóði til handhafa í samræmi við
greiðslumark lögbýlis eins og það er
á hverjum tíma. Beingreiðslur skulu
vera 4.399 kr. á hvert ærgildi á ár-
unum 2001 og 2002 en lækka árlega
eftir það miðað við framangreinda
fjárhæð sem hér segir: Árið 2003 um
12,5%, árið 2004 um 15%, árið 2005
um 17,5%, árið 2006 um 20% og árið
2007 um 22,5%.“
Ákvæðið felur þannig í sér skerð-
ingu á beingreiðslum úr ríkissjóði en
á undanfömum árum hafa þær num-
ið fastri greiðslu. Ljóst er að bein-
greiðsla á hvert ærgildi verður 22,5%
minni árið 2007 en hún var árið 2002
ef löggjafinn samþykkir þetta
ákvæði.
Þá kemur til sögunnar 9. gr. frv.
sem breytir 41. gr. laganna. Þar seg-
ir: „Sauðfjárframleiðendur sem á ár-
unum 2003-2007 uppfylla skilyrði um
gæðastýrða framleiðslu samkvæmt
reglum sem landbúnaðarráðherra
setur í reglugerð eiga rétt til sér-
stakra álagsgreiðslna úr ríkissjóði.
Álagsgreiðslur skulu greiddar af
uppkaupaálagi, sbr. 5. mgr. 38. gr„
og af þeim fjármunum sem bein-
greiðslur lækka um skv. 1. mgr. 39.
gr. Álagsgreiðslur skulu greiddar
fyrir tiltekna gæðaflokka dilkakjöts
samkvæmt ákvörðun landbúnaðar-
ráðherra að fengnum tillögum fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga.
Álagsgreiðslur geta að hámarki
numið 100 kr. á hvert kg dilkakjöts.“
Þannig gerir frumvarpið ráð fyrir
því að tekjur sauðfjárbænda séu
skertar verulega með ákvörðun
löggjafans en jafnframt gefur lög-
gjafinn sauðfjárbændum óljósa von
um að þeir geti aukið tekjur sínar
eitthvað með því að „uppfylla skilyrði
um gæðastýrða framleiðslu sam-
kvæmt reglum sem landbúnaðarráð-
herra setur í reglugerð". Víðtæka
reglugerðarheimild til handa land-
búnaðaiTáðherra er svo að finna í 10.
gr. frv.
Það er umhugsunar- og áhyggju-
efni að löggjafanum skuli ætlað að
skerða tekjur sauðfjárbænda með
svo íþyngjandi og afdráttarlausum
hætti sem 7. gr. frv. kveður á um en
um leið er honum ætlað að framselja
allar ákvörðanir um hvaða skilyrði
þessir sömu bændur þurfa að upp-
fylla til þess að geta aukið tekjur sín-
ar skv. 9. gr. fi-v. Ljóst er að sauðfjár-
samningurinn byggist á tveimur
viljayfirlýsingum frá 11. mars sl. um
gæðastýrða sauðfjárrækt og um mat
á landnýtingu vegna gæðastýringar-
þáttar í samningi um framleiðslu
sauðfjárafurða. Ekkert er fast í
hendi um útfærslu gæðastýringar-
innar og framkvæmd verkefnisins
hefur ekki hafist.
Þrátt fyrir að sérstök áætlun um
uppbyggingu gæðastýringar í sauð-
fjárrækt liggi til grundvallar getur
löggjafinn ekki byggt á svo veikum
grunni við mismunun milli sauðfjár-
bænda. Til þess eru ekki enn for-
sendur og lög verða að vera þannig
úr garði gerð að þau séu skýr og ótví-
ræð, sérstaklega þegar um íþyngj-
andi ákvarðanir er að ræða.
Því er lagt til að frumvarpinu verði
breytt á þann veg að:
1. Úr 1. málsl. efnismgr. 9. gr. falli
brott orðin „ samkvæmt reglum sem
landbúnaðarráðherra setur í reglu-
gerð“ og jafnframt að 3. málsl. efnis-
mgr. falli brott, en hann er svohljóð-
andi: „Álagsgreiðslur skulu greiddar
fyrir tiltekna gæðaflokka dilkakjöts
samkvæmt ákvörðun landbúnaðar-
ráðherra að fengnum tillögum fram-
kvæmdanefndar búvörusamninga."
2.10. gr. frv. falli brott.
3. Við frv. bætist ákvæði til bráða-
birgða, svohljóðandi:
Landbúnaðarráðherra leggur fyr-
ir Alþingi eigi síðar en 1. mars 2002
frumvarp til breytingar á IX. kafla
laganna með nánari ákvæðum um
greiðslumark lögbýla, beingreiðslur,
framkvæmd og tilhögun þeirra, frá-
vik frá ásetningshlutfalli, jöfnunar-
greiðslur, álagsgreiðslur, kaup ríkis-
sjóðs á greiðslumarki, aðilaskipti að
greiðslumarki o.fl.
Með samþykkt þessara breyting-
artillagna tryggir löggjafinn sauð-
fjárbændum það réttaröryggi að
framkvæmd gæðastýringar, og þær
ákvarðanir sem af henni leiða, verði
ákveðin í lögum í stað þess að fram-
selja þá ákvörðun framkvæmdavald-
inu. Úm greiðslur úr ríkissjóði er að
ræða sem hafa verið lögákveðnar
hingað til. Því hlýtur löggjafinn að
hugsa sig tvisvar um áður en hann
framselur vald sitt á þann hátt sem
fyrirliggjandi finmvarp landbúnað-
arráðherra gerir ráð fyrir. En auk
þessa myndi af þessum breytingum
leiða að óvissa um lagalega stöðu
þessara mála væri ekki lengur fyrir
hendi, öll vinna við undirbúning og
framgang þeirra yrði skilvirkari og
nákvæmari og það sem orkar tví-
mælis í þessu frumvarpi óbreyttu
myndi ekki lengui- valda áhyggjum
meðal sauðfjárbænda.
Landbúnaðamefnd Alþingis em
færðar þakkir fyrir að hafa sent
Framleiðnisjóði landbúnaðarins
þetta mál til umsagnar. Með því hef-
ur undirritaður, sem skilar hér sér-
áliti, átt þess kost að koma þeim mik-
ilvægu tillögum á framfæri við
nefndina sem að framan em greind-
ar.
Með góðum kveðjum og ósk um
velgengni í störfum.
DfCLCOS
P A 8 I S
hrífandi
heimur!
fegurð, slökun
og uppbygging
Decleor-snyrtivöruKnan er leið-
andi merki á heilsusetrum og
SPA-stöðum um allan heim.
Hún hefur slakandi áhrif, er
örvandi, nærandi, grennandi,
vatnslosandi og byggir upp
húðina á sérstakan hátt vegna
þess að hún er unnin beint úr
náttúrunni.
Nú er um að gera að grípa tækifærið og
gera það sem við köllum GÓÐ KAUP!
föstud. 9-18
laugard. 10-17
Sunnud. 13-17
TSfmi581-2275 m 560-5375» Fax 568-5275
.tokuvD
$%&*****'
0Á\- "
Hja okkureru
Visa- og
Euroraösamningar
ávisun á stadgreidslu
Armúla 8 - 108 Reykjavik
Kynning verður á Decleor-
snyrtivörullnunni þriðjudaginn
2. maí til föstudagsins 5. mal I
Planet Esju, Suðurlandsbraut 2
(Hótel Esju), annari hæð, milli
kl. 20.00 og 22.00.
Þeir sem koma á kynninguna
geta fengið frlan prufutlma á
Planet Esju. Athugið að sllkan
tima verður að panta hjá
ráðgjafa.
t-
ICELAND
Umboós- og heildverslun
Hótel Esju • Suóurfandsbraut 2 • Sími: 588 1700
>
GULLNA HIIÐIÐ- piaOO 295