Morgunblaðið - 05.05.2000, Side 71
' MÓktíUNBLAÐÍÐ
FÖSTÚDAGUR 5.' MÁÍ 2ÖÓ0
BREF TIL BLAÐSINS
*
1
Persónufrelsið
mörgum myndum
Frá Hákoni H. Kristjónssyni:
EINHVERNTÍMANN í svartasta
skammdeginu í vetur fékk ég þá
flugu í höfuðið að gaman væri nú að
eiga mynd af krökkunum í gamla,
góða D-bekknum í Gamla barnaskól-
anum. Ég labbaði mig því niður á
1’ryggvagötu og síðan inn í Borgar-
tún og spurðist fyrir í ljósmynda-
söfnunum sem þar eru hvort ekki
væru til bekkjarmyndir úr Miðbæj-
arbarnaskólanum frá árunum kring-
um 1938 og hvort ekki væri hægt að
fletta í gegnum ljósmyndasöfnin hjá
þeim og leita. Nei, hvorugur staður-
inn hafði haft mannskap eða peninga
til að vinna skipulega við myndasöfn-
in og einnig var mér sagt að ekki
væri hægt að leyfa hverjum sem
væri að skoða myndasöfnin, en mér
var bent á að um fleiri myndasöfn
væri að ræða þar sem ég gæti spurst
fyrir um þetta. Ég hafði á orði að nú
væri hver síðastur að finna fólk sem
líkindi væru til að gæti þekkt ein-
hverjar manneskjur á þessum gömlu
myndum. Margir væru dánir og aðr-
ir sjóndaprir eða ruglaðm og því væri
þeim varlega treystandi. Af ein-
hverjum óskiljanlegum ástæðum
missti ég áhugann á þessu enda
mundi ég, eftir á að hyggja, ekki til
að hópmynd hefði nokkurntíma verið
tekin af D-bekknum mínum. Af lestri
blaða undanfarið sé ég líka að það er
hinn mesti misskilningur minn að
nokkur fróðleikur sé fyrir komandi
kynslóðh- að vitað sé, hvaða fólk er á
gömlum myndum og það er auðvitað
hin mesta frekja og dónaskapur
gagnvart grandalausum að hnýsast
með þessu móti inn í einkamál lát-
inna og lifandi. Þessvegna skulum
við gæta þessa menningararfs okkar
á þann hátt (til þess að enginn móðg-
ist), að sem fæstir sjái hann. Birta
hann alls ekki fyrr en öruggt er að
allir séu dauðir og grafnir sem
mögulegt er að áætla að geti þekkt
fólkið á myndunum. Það er því hið
versta mál að birta þessir myndir á
Netinu eins og einhver vildi. Enda
yrði sú myndbirting öll í skötulíki. Ja
hérna, þetta má nú æra óstöðugan.
Maður skyldi aldrei ofmeta persónu-
frelsið eða vanmeta persónufrelsið
eða hvernig á að segja þetta.
Annað mál skylt: Þeir sem fara
niður á Lækjartorg, hvort sem er að
nóttu eða degi, og hvort sem þeir
fara í siðsamlegum tilgangi eða til að
djöflast þar, eiga auðvitað allir jafna
heimtingu á að myndum úr eftirlits-
myndavélunum sem þar eru, sé eytt
með reglulegu millibili. Og sá sem er
á móti því að þessar myndavélar séu
þama ætlar sér örugglega að af-
þakka það að lögreglan noti mynd-
irnar úr þeim myndavélum til að
finna þann sem á hann (alsaklausan)
kynni að hafa ráðist, ef hann fyrir
einskæra, mjög ósennilega tilviljun
lenti í því að upp á hann væri abbast
þarna í Kvosinni. En auðvitað verður
að ítreka enn og aftur að mjög litlar
líkur era til að á slíkan mann yrði
ráðist í miðbænum.
Meira um sama mál: Sama er um
þá sem notfært hafa sér sinn prívat
og persónulega einkarétt til að vera
ekki með í gagnagrunninum marg-
fræga hans Kára. Sá er örugglega
svo stór persóna í sniðum, að honum
dettur ekki í hug að láta læknast af
hugsanlegum meðfæddum eða áunn-
um kvillum sínum fyrir tilstuðlan
tækni eða þekkingar sem byggist á
vitneskju, sem safnað hefur verið í
gagnagrunninn. Oft sparar leiður
sem ljúfum var ætlað. En auðvitað er
þessum hópi ekki hættara við að
veikjast en öðrum.
Það nýjasta í bransanum er DNA-
bankinn, sem settur er til höfuðs
þjóðlegum og alþjóðlegum glæpon-
um. Auðvitað eiga krimmarnir ásamt
öllu öðru góðu fólki heimtingu á að
öllum upplýsingum um þá sé eytt
innan tiltekins tíma svo ekki verði
hægt að tengja þá í nýjum málum við
eldri mál, ef þeir voru ekki sakfelldir
þá. Ég sé hins vegar möguleika á að
allt venjulegt fólk vilji vera skráð í
þennan upplýsingabanka til að fyrir-
byggja að böndin berist að þeim og
þeir verði ekki fyrir óþarfa umstangi
af hálfu lögreglu, ef upp koma mál
sem það að öðrum kosti gæti hugsan-
lega tengst.
HÁKON H. KRISTJÓNSSON,
Hverfisgötu 16a, Reykjavík.
SJALFSDALEIÐSLA
MEIRA SJALFSORYGGI
Námskeið/einkatímar, sími 694 5494
Næsta námskeið hefst 9. maí
Með dáleiðslu getur þú sigrast á kvíða og
ójafnvægi og aukið getu þína og jákvæða
uppbyggingu á öllum sviðum.
Hringdu núna
Leiðbeinandi: Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslufræðingur
Gömlu dansarnir
í Hreyfilshúsinu í kvöld
kl 22.00—02.00.
Félag harmonikuunnenda
Ný sending
Buxur - Pils - Jokkar - Toppar
Sundbolir - Inniskór
Amerískar
Verðdæmi
Queen: Verð áður kr. Jf02.'|5tT
Nú kr. 87.000
Alþjóðasamtök Chiropractora mæla með
King Koil heilsudýnunum.
Skipholti 35 • Sími: 588-1955
Hverfisgötu 50 O Sími 551 5222
Hættu að raka á þér fótleggina!
Notaðu One Touch háreyðingarkrem! Sársaukalaus ogfljótleg
aðferð sem skýrir vinsældir One Touch á Íslandi 112 ár.
1
'VT\
.JSíLí
ON€@
TOUCH
Svo einfalt er það
Rúllið kreminu yfir hársvæðið og strjúkið
það síðan afmeð rökum þvottaklút.
(Sjá leiðbeiningar.)
Húðin verður mjúk,
ekki hrjúf!
One Touch
er ofnæmisprófað
Margra ára reynsla segir sína sögu!
Fæst t apótekum og stórmörkuðum.
Sensitive
.fyfir
viðkvæma
húð
Regular
jrir
veni
<egul
fyrit
&a
Bikini
Mr
svæði
STOFNAÐ
VínHússins) Er gfrillvíniá tilkúið !
»v
Víngerðarversíunin Jín!
Opiá: Mán.-Fös.: 10:00-18:30 • Lau.U:00-14:00
*
Armúla 23 -108 Reykjavík - Sími: 533 3070 - Fax: 533 3071 Gæðavara á góáu verði
Líttu við, skoðaðu úrvalið og fáðu faglega ráðgjöf!
PAVOURIT^ PagJeg fjónusta - Frábær vara
'vne-
Fremstir síáan 1959
M