Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Þekkingardagur haldinn í fyrsta sinn AÐALFUNDUR Félags viðskipta- fræðinga og hagfræðinga (FVH) var haldinn síðastliðinn föstudag og að loknum hefðbundnum aðalfund- arstörfum flutti Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Verðbréfaþings íslands hf. (VÞÍ), erindi um nýjar áherslur í starfsemi Verðbréfa- þings. Sagði hann stjórn VÞÍ leggja áherslu á að fyrirtækið væri þjón- ustufyrirtæki og að breytingin í hlutafélagaform skipti máli í því sambandi. Tryggvi ræddi einnig um aðild VÞÍ að NOREX, en það er sam- starf sjö kauphalla á Norðurlöndum og í Eystrasaltslöndunum. Upplýs- ingaskylda fyrirtækja á VÞI var einnig til umræðu og kom fram að stefnt er að skýrari skilgreiningu á innherjum og tíðari uppgjörum fyr- irtækja á VÞÍ. Kristján Jóhanns- son, formaður FVH, kjmnti áform félagsins um að halda árlegan þekk- ingardag í fyrsta skipti næstkom- andi október. Valið verður þekking- arfyrirtæki ársins og verður valinu þannig háttað að fyrirtæki og stofn- anir geta sent inn tillögur sínar og svo munu dómnefnd og félagsmenn í FVH skera úr um hvaða fyrirtæki hefur skarað fram úr á þessu sviði. Dr. Runólfur Smári Steinþórsson verður formaður dómnefndar. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Tryggvi Pálsson, stjórnarformaður Verðbréfaþings íslands hf., á aðalfundi Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Raöstefna 18. inaí á vegum VUR og World Bank: Hverníg á að ná samningum um verkefni sem Alþjóðabankinn fjármagnar? Alþjóðabankinn (World Bank) og Viðskiptaþjónusta utanríkisráðuneytisins (VUR) bjóða til ráðstefiiu 18. maí. Viðfangsefhi ráðstefhunnar er hvemig best er fyrir íslensk fyrirtæki að bera sig að við ffamkvæmd útboða, öflun fjármagns og þátttöku í verkefnum á vegum Alþjóðabankans. Ráðstefnan verður haldin í Borgartúni 6, frá kl. 13:00 - 17:00. Utanríkisráðuneytið vinnur að því að efla starfsemi íslenskra fyrirtækja í þróunarlöndum og fjölga viðskiptatækifærum, m.a. með auknu samstarfi við Alþjóðabankann. í því skyni koma nú hingað til lands þrír sérffæðingar á veginn Alþjóðabankans til að kynna starfsemi bankans og sérstakt átaksverkefni ætlað litlum og meðalstórum fyrirtækjum í Evrópu. Titill ráðstefnunnar er: „Hvernig á að ná samningum um verkefni sem Alþjóðabankinn fjármagnar“ Dagskrá 13:00-13:15 13:15-13:45 13:45 -14:30 14:30 -14:45 14:45-15:15 15:15 -15:45 15:45-16:15 Setning ráðstefnunnar Almenn kynning á World Bank Group: Gilles Garcia, framkvæmdastjóri European Entreprise Outreach „Hvernig á að ná árangri í útboðum á birgðum “ Preben Jensen, svœðisráðgjafi Kaffihlé „Hvernig á að ná árangri í útboðum á birgðum“ (framhald) Kynning á IFC: Gilles Garcia Kynning á MIGA: Gilles Garcia Ennfremur tekur Malcom Ehrenpreis, ráðgjafi fyrir Norðurlönd, þátt í ráðstefnunni. Þetta er einstakt tækifæri fyrir íslensk fyrirtæki og þá aðila aðra, sem hyggja á starfsemi í þróunarlöndum eða hafa áhuga á að taka þátt í hinum margvíslegu verkefnum á vegum Alþjóðabankans víða um heim. Nánari upplýsingar veita Auðbjörg Halldórsdóttir og Benedikt Höskuldsson hjá VUR í síma 560 9900 eða með tölvupósti: audbjorg.halldorsdottir@utn.stjr.is. Þátttaka tilkynnist vinsamlega sem fyrst íframangreindan síma eða tölvupóst. Þátttaka er ókeypis. VUR • Rauðarárstíg 25 • 150 Reykjavlk • Sími 560 9930 • Bréfsimi 562 4878 • vur@utn.stjr.is • www.utn.stjr.is/vur Bristish Airways í sam- starfí með tíu flugfélögum Stefnt að stofnun eins stórs ferðavefs fyrir Evrópu London, AFP BRESKA flugfélagið British Airways hefur tilkynnt að það muni hefja sam- vinnu við tíu önnur flugfélög í Evrópu um stofnun fyrstu Intemet-ferða- þjónustunnar í Evrópu sem mörg flugfélag standa að. Þetta er gert í því skyni að nýta sér þá miklu uppsveiflu sem hefur verið í bókunum á ferðum á Netinu. Flugfélögin sem ætla að vinna að Netferðaþjónustunni með Britsh Airways eru Air France, Luft- hansa, Alitalia, KLM, Iberia, SAS, Aer Lingus, Austrian Airlines Group, British Midland og Finnair. Alhliða þjónusta á netinu í fréttatilkynningu frá British Airways segir að netferðaskrifstofan verði einstök í sinni röð í Evrópu, þar bjóðist neytendum ferðir til og frá og innan gervallrar Evrópu við mjög hagstæðu verði auk þess sem þeir muni geta pantað hótelrými, bíla- leigubfla, tryggingar og aðra ferða- þjónustu á hinum nýja ferðavef. Talið er líklegt að ferðavefurinn, sem enn hefur ekki hlotið nafn, muni ná sterkri markaðsstöðu á Netferða- markaðinum í Evrópu. British Airways hyggst verja um 100 milljón- um punda eða tæplega 11,5 milljörð- um íslenskra króna á næstu tveimur árum í uppbyggingu og þróun á sölu ferða á netinu. Rod Eddington, framkvæmda- stjóri British Airways, segir að ferða- veíúrinn muni gerbylta ferðamögu- leikum Evrópubúa, þeir muni nú öðlast að aðgang að alþjóðlegum ferðavef, hver á sínu tungumáli, þar sem þeir geti skipulagt og keypt allar ferðir á mjög hagstæðu verði, hvert svo sem leið þeirra liggi. Sala á ferða- þjónustu er sú grein sem veltir mestu á Netinu eða alls átta milljörðum dala í fyrra og í spám er gert ráð fyrir að veltan verði orðin hátt í þrjátíu millj- arða dala árið 2003. ------------------ Hagnadur SBK hf. 13 milljónir króna • Fólksflutningafyrirtækið S.B.K. hf. skilaöi 13 milljóna króna hagnaði á síöasta ári. Er þetta umtalsvert betri afkoma af rekstri fyrirtækisins, en það var á árunum 1997 og 1998 rek- ið viö núlliö. f fréttatilkynningu segir að um- skipti í rekstri S.B.K. megi þakka endurskipulagningu í rekstrinum og góðum starfsmönnum. S.B.K. hf var stofnaö áriö 1930 og er því elsta rútufyrirtæki í landinu. Lengst af hefur það verið í eigu Keflavíkurbæjar en var breytt í hluta- félagum áramótin 1996-1997. Eign- arhaldið á fyrirtækinu er þannig í dag að Reykjanesbær á 60%, Kynnisferð- ir 34,5% og sveitarfélögin á Suður- nesjum, ásamt nokkrum einstakling- um ogfýrirtækjum eiga 5,5%. Hjá S.B.K. starfa aöjafnaði 17 fast- ráönirstarfsmenn ogu.þ.b. 25yfir sumartímann. Fyrirtækið er með rekstur áætlun- arbíla frá Reykjanesbæ til Reykjavík- urásamttil allra byggðarlaga á Suó- urnesjum. Þá annastfyrirtækið strætisvagnaakstur í Reykjanesbæ, akstur nemenda frá nágrannabyggö- arlögum ásamt hópferðum um land allt. Endurnýjun bílaflotans stenduryfir hjá S.B.K. Á þessu ári er fyrirtækið búið aö fá 1 strætisvagn fyrir 22 far- þega, 2 hópferöabíla fyrir 15 farþega og 3 hópferöabíla fyrir 40 farþega.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.