Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 76

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 76
76 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF ÍDAG Bústaðakirkja. Safnaðarstarf Áskirkja. Opið hús fyrir alla ald- urshópa í safnaðarheimilinu kl. 10- 14. Léttur hádegisverður fram- reiddur. Mömmu- og pabbastund í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 14- 16. Bústaðakirkja. Tónleikar Glau- dio Rizzi kl. 20. Gestur hans á tón- leikunum verður Ólína Gyða Óm- _^irr, sópransöngkona. Dómkirkja. Barnastarf í safnað- arheimilinu kl. 14 fyrir 6-7 ára börn, kl. 15.30 fyrir 8-9 ára börn og kl. 17 fyrir 10-12 ára börn. Grensáskirkja. Kyrrðarstund kl. 12.10. Orgelleikur, ritningarlestur, altarisganga, fyrirbænir. Léttur málsverður í safnaðarheimilinu eft- ir stundina. Hallgrímskirkja. Fyrirbæna- guðsþjónusta kl. 10.30. Beðið fyrir sjúkum. Laugarneskirkja. Morgunbænir kirkjunni kl. 6.45-7.05. „Þriðju- dagur með Þorvaldi" ki. 21. Lof- gjörðarstund. Lokasamvera á þess- um vetri. Neskirkja. Litli kórinn, kór eldri borgara, þriðjudag kl. 16.30 í um- sjón Ingu J. Backmann og Reynis Jónassonar. Seltjarnarneskirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Fríkirkjan í Reykjavík. Kyrrð- arstund í hádeginu á morgun, mið- vikudag, kl. 12-13 í kapellunni. Súpa og brauð á eftir. Breiðholtskirkja. Bænaguðs- þjónusta með altarisgöngu kl. 18.30. Bænaefnum má koma til sóknarprests í viðtalstímum hans. I Æskulýðsstarf á vegum KFUM & K og kirkjunnar kl. 20. Digraneskirkja. Starf aldraðra kl. 11.15. Leikfimi ÍAK, léttur málsverður, helgistund og sam- vera. Sýning á verkum geðfatlaðra stendur yfír á opnunartíma kirkjunnar í maí. Fella- og Hólakirkja. Foreldra- stund kl. 10-12. Kyrrðar- og bæna- stund kl. 12.10-12.25. Organisti kirkjunnar leikur á orgelið frá kl. 12. Þakkar- og bænarefnum má koma til presta og djákna kirkjunnar. Starf fyrir 9-10 ára stúlkur kl. 15-16. Starf fyrir 11-12 ára stúlkur kl. 16.30-17.30. Æsku- lýðsfélagið fyrir 8. bekk kl. 20-22. Grafarvogskirkja. Opið hús eldri borgara kl. 13.30-16. Kyrrðar- stund, handavinna, söngur, spil og spjall. Kaffiveitingar. Hjallakirkja. Bæna- og kyrrðar- stund kl. 18. Kópavogskirkja. Foreldramorg- unn í safnaðarheimilinu Borgum í dag kl. 10-12. Kyrrðar- og fyrir- bænastund í dag kl. 12.30. Fyrir- bænaefnum má koma til prests eða kirkjuvarðar Seljakirkja. Mömmumorgnar kl. 10-12. Víðistaðakirkja. Aftansöngurog fyrirbænir kl. 18.30. Ilafnarfjarðarkirkja. Opið hús fyrir 10-12 ára börn í Vonarhöfn, Strandbergi, kl. 17-18.30. Fríkirkjan í Hafnarfirði. Opið hús kl.17-18.30 fyrir 7-9 ára börn. Lágafellskirkja. Foreldramorg- unn kl. 9.30-11.30. Umsjón Þórdís og Þuríður. Grindavíkurkirkja. Foreldra- morgunn kl. 10-12. Borgarneskirkja. TTT, tíu-tólf ára starf alla þriðjudaga kl. 17-18. Helgistund í kirkjunni sömu daga kl. 18.15- 19. Fíladelfía. Menn með markmið, samvera kl. 20. Krossinn. Almenn samkoma kl. 20.30 í Hlíðasmára 5. Allir vel- komnir. Hvammstangakirkja. Æsku- lýðsfundur í kvöld kl. 20.30 á prestssetrinu. Hólaneskirkja, Skagaströnd. Kl. 10 mömmumorgunn í félagsheimil- inu Fellaborg. Kl. 16 KFUM og KFUK fyrir börn 9-12 ára. Þorlákskirkja. Mömmumorgnar þriðjudögum kl. 10-12. Frelsið, kristileg miðstöð. Bibl- íuskóli í kvöld kl. 20. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Sértrúar- söfnuðir FYRIR nokkru skrifaði maður bréf til blaðsins vegna gíróseðla sem honum bárust frá sjónvarpsstöð- inni Omega og var alls ekki ánægður. Er það mjög skiljanlegt ef viðkomandi hefur ekki óskað eftir því. Þetta er algjör dónaskapur, en hinsvegar veit ég um að eidra fólk fái senda gíró- seðla og borgi góðar fjár- hæðir fyrir slíka seðla og borgi þá með glöðu geði, í þeirri trú að það læknist af sínum veikindum, en ætt- ingjar þessa eldra fólks ættu að vera á varðbergi gagnvart sínum nánustu með Omega-gíróseðlana. Undirritaður er marg búinn að brenna sig á vit- leysunni og heilaþvottinum frá Omega og öðrum sér- trúarsöfnuðum. Þetta er ekkert nema peningaplokk. Forstöðumenn væla á hverri samkomu um að fólk eigi að sá í Guðsríki 10% af launum sínum. Mér er sagt af skattayfirvöldum að tveir sértrúarsöfnuðir séu með öllu undanþegnir skatti, það eru Krossinn og Hvíta- sunnukirkjap. Er þetta eðlilegt? A samkomum gengur samskotabaukur manna á milli til þess að biðja fólk um meiri peninga og einnig tíund af launum sínum. Fólk er blóðmjólk- að. Ég tel að þessi fram- koma sértrúarsafnaða sé frelsaranum Jesú ekki þóknanleg. Gaf hann ekki frá sér gullpeninga til þeirra sem þurftu þess með, til dæmis fátækra, en forstöðumenn sértrúar- safnaða fara til útlanda til þess að slaka á. Það er hægt að bera virðingu fyrir einu kristilegu samfélagi, þeir eru ekki með neitt peninga- væl. Þeir hýsa þá sem hvergi eiga höfði sínu að halla og gefa þeim mat og drykk. Þetta samfélag er Hjálpræðisherinn. Þeir byggja ekki skrauthallir og eru virtir hér í þjóðfélaginu. Það er opið hjá Hjálpræðis- hemum yfir jólahátíðina og alla aðra daga fyrir þá sem eiga erfitt í þessu h'fi. Þeir eru margir, því miður. Þeir biðja ekki um 10% af al- menningi. Nei! Megi frelsarinn Jesú blessa Hjálpræðisherinn um ókomna tíð, hann á það svo sannarlega skilið. Hafliði Helgason Völvufelli 50. Skattlagning for- setaembættisins KONA hafði samband við Velvakanda og langaði að vita hvort það væri rétt að ef forsetinn yrði skattlagð- ur yrði kaupið hans hækkað og hvort kaupið hjá öðrum ráðamönnum þjóðarinnar yrði hækkað líka? Því ef svo væri þá væri þetta bara dul- búningur og eins gott að lofa honum að vera áfram skattlaus. Skattborgari. Fyrirspurn FYRIRSPURN til Ingólfs Steinssonar vegna greinar hans í Morgunblaðinu, „Bréf til biaðsins", fóstu- daginn 12. maí: Af hverju fórst þú ekki í skíðaferðalag í Fálkafell með Pálma Matt og Her- manni Stefánssyni vorið 1969? Var það vegna þess að þá var engin Aksjón á Akureyri til að benda þér á þetta skemmtilega ung- templaraferðalag? Eða var það vegna þess að Trúbrot voru í Víkurröst og þið strákarnir voru búnir að kaupa bæði sjeniverinn og ákavítið? Eiríkur Stefánsson. Tapad/fundid Taska týndist í Melabúðinni RÚSTRAUÐ taska týndist í Melabúðinni sl. fostudag. I töskunni er m.a. veski og skilríki. Þeir sem hafa orðið varir við veskið hafi sam- band í síma 551-6655. Lítill loðinn ungbamasokkaskór tapaðist LÍTILL ljósbrúnn, loðinn ungbarnasokkaskór með bangsa á tánum, tapaðist annaðhvort við Bónus eða Nýkaup á Seltjarnarnesi, miðvikudaginn 8. maí sl. Er hans sárt saknað. Upplýs- ingar í síma 587-1957. Dýrahald Glói er týndur GLÓI er gulbröndóttur fress, eyrnamerktur (húð- flúraður). Hann hvarf frá heimili sínu að Víðilundi 17 í Garðabæ fyrir um það bil tveimur vikum. Ef einhver hefur orðið var við Glóa, er sá hinn sami vinsamlegast beðinn að hafa samband í síma 565-6897 eða 862-4738. Folda er týnd Folda, sem er 11 ára gömul persnesk læða, týndist í Rimahverfi í Grafarvogi föstudaginn 5. maí. Hún var að flytja í hverfið og ratar ekki heim. Folda getur ver- ið mjög hrædd og hefur aldrei farið út. Þeir sem hafa orðið varir við hana eru vinsamlega beðnir um að hjálpa henni heim eða hringja í síma 587-0766/ 699-2728 - eða komi henni inn í Kattholt. Þessar duglegu stúlkur söfnuðu fyrir Hjálparstofriun kirkjunnar til styrktar þrælabörnum á Indlandi. Þær heita Hildur Ingadóttir og Björk Ulfarsdóttir. Víkverji skrifar... YÍKVERJI er einn af þeim mörgu íslendingum sem þurfa að hreyfa sig meira og er sífellt með góð áform um átaksverkefni á því sviði. Hann hefur til dæmis lengi vit- að að sund væri gott fyrir heilsuna og jafn lengi ætlað sér að synda reglu- lega. Þegar betri helmingur hans var kominn á fullt í þessa fþrótt var ákveðið að láta nú verða af fram- kvæmdum. Þessi Víkverji hefur farið í sund oft á ári en aldrei synt neitt að ráði, bara legið í leti eða leikið við börnin. Hann var því dálítið ryðgaður þegar lagst var til sunds í fyrsta skipti átaksverkefnisins. En að synda er líkt því að hjóla, ef þú hefur einu sinni komist upp á lagið með það gleymir þú tækninni aldrei. I annarri eða þriðju sundferðinni náði Víkverji að komast tíu ferðir og var harla ánægður með það, 250 metrar. Ánægjubrosið fór þó fljótt af andliti sundkappans þegar hann hitti kunningja sína í heita pottinum því þeir sögðust ekki leggja af stað fyrir minna en 500 til 1.000 metra. Vík- veiji hugsaði sitt á meðan kunningj- amir böðuðu sína stæltu líkama und- ir ískaldri sturtunni og ákvað að reyna að standa sig betur næst. En það var eins og hann synti á vegg við 250 metra markið og hefur ekki komist lengra. Þetta hefur orðið Víkverja nokkurt umhugsunarefni. Hann lærði kornungur að synda og synti 200 metrana í Norrænu sund- keppninni frá því áður en hann varð syndur og tók ávallt þátt í því að bjarga heiðri lands og þjóðar með þátttöku á meðan sú ágæta keppni var við lýði. Hann ýtti þeirri hugsun fljótt frá sér sem fáránlegri að það takmarkaði getu hans í dag. Lausnin hlýtur að vera að æfa betur og reyna að lengja vegalengdina smám sam- an. Og kannski einnig að synda ekki eins hratt og reyna þannig að komast lengra. XXX EIN er sú perla í útvarpsmelnum sem Víkverji kann að meta, Út- varp Kántrýbær á Skagaströnd. Stillir hann alltaf á útvarpið við flóann, útvarpið þitt, þegar hann keyrir í gegnum Húnavatnssýslur. Tónlistin er ljúf og þægilegt að hlusta á hinn einlæga útvarpsstjóra, kúrekann Hallbjörn Hjartarson: „Hér kemur vinur okkar, ...gerið svo vel.“ Allir eru vinir útvarpsstjórans, jafnt hlustendur sem flytjendur lag- anna. Það er hins vegar óskiljanlegt hvernig hægt er að halda slíkri út- varpsstöð úti. Þar er fátt um auglýs- ingar, sem betur fer fyrir áheyr- andann, aðeins tilkynningar frá Kántrýbæ og tengdum fyrirtækjum. XXX AR er orðin föst venja að kóram- ir í Skagafirði halda stórtón- leika í lok sæluviku og fá þá til liðs við sig kóra úr öðram hémðum. Fram kom í upphafi tónleikanna að kórar landsins þíða í röðum eftir að komast að. Sem dæmi um það var nefnt að búið er að ráðstafa sex næstu áram og að Karlakórinn Fóstbræður hefði þurft að bíða í fjögur ár eftir að kom- ast að. Svo mikill er áhuginn að halda þarf tvenna tónleika sama daginn. Víkverji var svo heppinn að vera staddur í héraðinu að þessu sinni og notaði tækifærið til að hlusta á kór- ana. Sér hann ekki eftir því. Að þessu sinni vora Söngsveit Suðurlands og Karlakórinn Fóst- bræður gestir heimakóranna, Karla- kórsins Heimis og Rökkurkórsins. Greinilegt var að gestirnir kunnu vel að meta sönginn. Var mikið klappað en það vakti athygli Víkveija að Fóstbræður fengu jafn góðar ef ekki betri undirtektir fyrir sinn kraft- mikla söng og Heimismenn sem þó era geysivinsælir í Skagafirði og raunar um allt land. Staðfestir það gott framlag Fóstbræðra á þessum tónleikum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.