Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 64

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 64
64 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HESTAR styrkleika- Styrkleikaflokkakerfið blómstrar víða. Feðgarnir Kristinn Már og Þor- kell Traustason voru efstir í fjórgangi 2. flokks hjá Herði. Kristinn er kominn með meistaraflokksgráðu á hryssu sinni Vordísi en sá „gamli“ var á Blátindi og var hann jafnframt elsti keppandi mótsins. Næst þeim komu Brynhildur á Álmi, Vilhjálmur á Garpi og Berglind á Létti. Enn sanna flokkarnir sig AFSTAÐIN er íþróttamótahelgin mikla þar sem hestamenn héldu ein sex íþróttamót auk annarskon- ar móta. Það vekur nokkra athygli að fjögur íþróttamót skuli haldin á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma. Dreyri var með mót á Æðarodda við Akranes, Hörður var með mót á Varmárbökkum í Mosfellsbæ, Fákur með opið Reykjavíkurmót í *Víðidal, Andvari með mót á And- varavöllum í Garðabæ og Sörli með sitt fyrsta mót á endurgerðu vallarsvæði á Sörlavöllum. Að síð- ustu er að nefna opið íþróttamót Geysis sem haldið var á Gadd- staðaflötum og rumpað var af á einum degi. Þeir eru ekkert að hanga yfir hlutunum, Rangæingar. En það var létt yfir mannskapn- um í Hafnarfirði þegar blaðamann bar þar að garði enda full ástæða að gleðjast. Sörli var að taka í notkun nýja velli en sá gamli var fyrir löngu orðinn barn síns tíma. Hafist var handa um framkvæmdir á miðjum vetri og hafa þær tekið ótrúlega stuttan tíma. Virtist al- menn ánægja með vellina meðal Sörlafélaga svona eftir fyrstu reynslu en formleg vígsla verður síðar í mánuðinum. Þátttaka var allþokkaleg hjá Sörla miðað við undanfarin ár en ekki var um skiptingu í styrkleikaflokka að ræða hjá fullorðnum. Aðeins var keppt í opnum flokki. Hjá Herði var þátttakan heldur minni en var í fyrra en þar var aft- ur keppt í þremur styrkleikaflokk- um þótt ekki væru keppendur margir í meistaraflokki. Þá var keppt í bæði fyrsta og öðrum flokki og voru skráðir keppendur í tölti í fyrsta flokki átján og fjórtán í öðrum flokki svo dæmi sé tekið. Það voru því margar úrslitaviður- eignir á Varmárbökkum á sunnu- dag eða fjórtán talsins. Reykjavíkurmótið var sterkt eins og oft áður og sem dæmi má nefna að í bæði öðrum og fyrsta flokki í tölti voru afar sterkir keppendur í úrslitum. Rennir Jón Ólafur Guðmundsson glaður í rigningunni eftir góðan sigur í fimmgangi hjá Andvara. Sandra Líf sigraði í tölti á Gný frá Langholti vel tók í fimmgangnum náði þriðja sæti í for- keppninni og tók því þátt í úrslitum. Ann- ar unglingur var nokkru neðar og náði ekki inn í úrslit. Sá fyrrnefndi hafði orð- ið efstur að stigum í bæði tölti og fjór- gangi og taldi því víst að sigur í stiga- keppninni væri vís en svo reyndist al- deilis ekki. Sam- kvæmt upplýsingum hjá Einari Ragnars- syni sem dæmdi á mótinu segir í regl- um að ef keppandi keppir upp fyrir sig og tekur þátt í úr- slitakeppni hefur hann fyrirgert rétti sínum til að nota stigin úr þeirri grein í stigakeppnina í sín- um aldursflokki. Rökin fyrir þessu segir Einar vera þau að ekki sé bæði hald- ið og sleppt. Með þátttöku í úrslitum væri keppandi úr neðri flokki að taka í barnaflokki hjá Sörla og var ekki annað að sjá en hrossin nytu sín á hinum nýja velli Sörla. þetta enn frekari stoðum undir styrkleikakerfið. Sérstaklega í Fáki og Herði virðist vera mikil breidd í reiðmennsku þeirra sem taka þátt í keppni. Virðist það allt- af sannast betur og betur að ekk- ert stuðlar eins vel að framförum í reiðmennsku en þátttaka í keppni þar sem sem flestir keppendur hafi að einhverju að stefna. A móti Fáks varð örlítil reki- stefna vegna niðurstöðu úr keppni unglinga um stigahæsta knapann. Ekki var keppt í fimmgangi ungl- inga og þeir sem höfðu skráð sig í greinina fengu því að keppa í for- keppni fimmgangs ungmenna. Einn af þeim unglingum sem þátt nsTuns // sæti af keppanda í sjötta sæti og væri þar með orðinn fullgildur keppandi í eldri flokknum í þeirri grein sem hann tekur þátt í og gæti því ekki tekið stigin með sér í stigakeppni neðri flokksins. Sá keppandi úr unglingaflokki sem ekki tók þátt úrslitum mátti því nota sín stig í stigakeppnina og hlaut því sigur sem samanlagður sigurvegari unglinga. Einar tók fram að hann hefði ekki tekið þátt í gerð þessara ákvæða í reglum og væri því kannski ekki rétti maður- inn til að túlka þau. Hjá Andvara var mótið með nokkuð hefðbundnum hætti, þátt- takan með betra móti og röggsam- ur þulur, Þorvaldur Sigurðsson, var fylginn sér við framkvæmd dagskrár og höfðu menn á orði að hann hefði hlotið æviráðningu sem þulur hjá Andvara. Þessi mikla mótahelgi gefur góðan tón fyrir sumarið. Vænta má góðrar þátttöku á mótum sum- arsins og ekki þarf að óttast að hestakosturinn standi ekki undir væntingum. Úrslit mótanna sem að framan getur munu birtast á hestasíðu á miðvikudag. BALEN Valdimar Kristinsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.