Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 38
38 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjálfsmynd Louisu Matthías- dóttur frá 1982 er meðal verka á yfirlitssýningu sem nú stendur yfir í Galleríi Salander O’ReiIly í New York. Sýning á verkum Lou- isu Matthías- dótturí New York Morgunblaðið. New York. SÝNING til minningar um Iistmál- arann Louisu Matthi'asdóttur stend- ur nú yfir í galleríi Salander O’ReilIy á 79. stræti á Manhattan. Sýnd eru 15 verk í tveimur sölum á efri hæð gallerísins. Málverk eftir Louisu, götumynd úr Reykjavík frá 1989, prýðir að þessu sinni forsíðu Gallery Guide, mánaðarlegrar dag- skrár yfir sýningar í borginni. Seg- ir listgagnrýnandi New York Times, Roberta Smith, frá sýning- unni í grein sem tileinkuð er sýningarsölum á Madison Avenue og birt var á forsíðu menningar- kálfsins 5. maí sl. Verkin á sýningunni eru þrískipt eftir viðfangsefnum. Þar er að finna landslagsmyndir frá íslandi, kyrralífsmyndir og nokkrar sjálfsmynda listakonunn- ar. Þau eru frá árunum 1970 til 1990 og koma flest úr einkaeign. Sal- ander O’ReilIy-galleríið hefur haft umsjón með sýningum á verkum Louisu Matthíasdóttur hér vestan hafs og fer nú með verk úr dánar- búi listakonunnar. Töluverð eftir- spurn hefur verið eftir verkum Louisu heiman frá íslandi en einnig annars staðar frá, s.s. Banda- ríkjunum og Norðurlöndunum. Af þeim fimm verkum sem til sölu voru á sýningunni hafði eitt þeirra þegar verið selt. Sýningin stendur yfir til 27. maí nk. ------------------- Rit • 4. HEFTI ritsins Rödd barnsins er komið út. I ritinu eru þrjú erindi sem flutt voru á málþingi í Norræna húsinu í nóvember sl. á vegum Bernskunnar og Barnavinafélagsins Sumargjafar. Biskup íslands, herra Karl Sigur- björnsson, fjallaði um þema mál- þingsins: Hlutverk og ábyrgð for- eldra í ljósi lífsgilda, trúar og þekkingar. Dr. Sigrún Júlíusdóttir dósent við Háskóla íslands nefndi erindi sitt Félagslegur hverfulleiki. Siðagildi, foreldrahvöt og hlutur stjórnvalda. Erindi Jónínu Þ. Tryggvadóttur verkefnisstjóra í Kennaraháskóla íslands hét Hlut- verk og ábyrgð foreldra í ljósi þekk- ingar á þroska og þörfum barna. Utgefandi er Bernskan - Islands- deild OMEP. Miles hinn mikli Miles Davis á tónleikum í Kaupmannahöfn. TONLIST Geisladiskar MILES DAVIS & JOHN COLTRANE The complete Columbia recordings. Diskur 1: Kvintett Miles Davis: Dav- is, trompet, John Coltrane, tenór- saxófónn, Red Garland, pxanó, Paul Chambers, bassi, og Philly Jo Jon- es, trommur. Október 1955 ogjúní 1956. Diskur 2: Sami kvintett júní og september 1956, auk sextetetts Miles Davis, Cannonball Adderley altósaxófónleikari bætist í hópinn. Febrúar 1958. Diskur 3: Sextett Miles Davis febrúar, mars og maí 1958. A maí-upptökunum leysa Bill Evans og Jimmy Cobb Garland og Philly Jo af hólmi. Diskur 4: Sext- ettinn frá því í maí 1958 leikur Love for sale. Kind of blue-svítan frá mars/apríl 1959 með sama sextett utan hvað Wynton Kelly leysir Bill Evans af hólmi í einum ópusi; Freddie Freeloader. Diskur 5: Davis, Coltrane, Kelly, Chambers og Philly Jo leika Theo. Hank Mobley tenórsaxófónleikari bætist við í Someday my prince will come. Tekið upp í maí 1961. Davis, Coltrane, Adderley, Evans, Cham- bers og Cobb á Newport-djasshátíð- ixmi í júlí 1958. Diskur 6: Sami sext- ett á tónleikum á Plaza-hótelinu í New York í september 1958. Gefið út af Sony 11. apríl 2000. Dreifing á íslandi: Skífan. Verð: 8.999. AÐALSTIGNIR voru algengar í djassinum á árum áður: Duke Ell- ington, Count Basie, Earl Hines. Þar ríktu líka konungarnir Oliver og Cole. Louis var einstaka sinn- um nefndur Satchmo the great og því viðurnefni mætti svo sannar- lega sæma Miles Davis. Alexander mikli lagði undir sig þann heim er Grikkir þekktu - Miles Davis djassheiminn gjörvallan. Hann er einn af höfuðmeisturum djassins og jafnframt sá er hvað mestra vinsælda hefur notið. Aðdáenda- hópur hans er á öllum aldri og hann rýfur öll tónlistarlandamæri. T.d. sagði Björk Guðmundsdóttir eitt sinn, er hún var spurð hvort eitthvað merkilegt væri að gerast í tónlistinni, að fyndi hún ekkert sem sér líkaði keypti hún bara eitt- hvað með Miles Davis færi hún í plötubúð. Ætli hún sé ekki búin að næla sér í þessa frábæru heildar- útgáfu á sveitum Miles Davis með John Coltrane á Columbiu. Fyrsta bindinu í heildarútgáfu Sony á Col- umbiu-hljóðritunum Miles Davis, en útgáfutíminn helst ekki í hend- ur við númeraröð frekar en út- gáfur Hins íslenzka fornritafélags á gullaldarbókmenntum okkar. Kvintett og sextett Miles Davis, þar sem John Coltrane blés í ten- órsaxófóninn, verður að telja til höfuðhljómsveita djasssögunnar ásamt Hot five og seven sveitum Louis Armstrongs, stórsveit Duke Ellingtons og kvartettum Charlie Parkers. Á þeim tæpu sex árum sem Coltrane lék með Miles Davis varð hinn módali djassstíll til - í stað þess að spinna yfir hljóma voru skalar notaðir og möguleikar sköpunarinnar margfaldaðir. Helsta meistaraverk hins módala djass, Kind of blue svítuna, hljóð- ritaði sextett Miles Davis á níu tímum í hljóðveri Columbia við 30. stræti í New York. Tvær þriggja tíma tarnir 2. mars og þrír tímar 22. apríl. Félagar Miles höfðu aldrei séð tónlistina fyrren í hljóð- verinu og nótur þær er Miles kom með voru aðeins einfaldar skissur - en á níu tímum umbreyttust þær í eitt af helstu meistaraverkum tónlistar okkar tíma, svítuna sem nefnd hefur verið Kind of blue og selst hefur meir en nokkur önnur djassplata. Gleðilegt þegar snilld- arverk njóta slíkrar hylli og ryðja meðalmennskunni frá. Þegar svítan var gefin út á geisladiski var leiðréttur hraðinn á þeim ópusum er hljóðritaðir voru 2. mars, Freddie Freeloader, So what og Blue in green, því segul- bandið sem frumtökurnar voru gerðar eftir gekk örlítið of hægt. Sumum hefur þótt það helgispjöll, en mér finnst stórkostlegt að fá þessa leiðréttu útgáfu þótt sú hæg- ari hafi hljómað í eyrum mér í fjörutíu ár. í þessu safni er auka- takan af Flamenco sketches, sem fyrst var birt á fjögurra platna út- gáfu Sony: Miles Davis: The Col- umbia years, svoog áður óbirt upp- haf að Freddie Freeloader og athugasemdir frá Miles í hljóðveri. Það tekur hálfan annan tíma að spila áður óbirt efni í þessu safni, það eru að vísu allt aukatökur nema Little Meloane með sextettn- um frá 1958. Fyrri upptöku Davis á þessum ópusi Jackie McLeans, með kvintettnum frá 1955, má heyra á fyrsta diski safnsins. Það er sama hvort maður á út- gefna efnið eða ekki. Sérhver Mil- es Davis-aðdáandi verður að eign- ast þetta safn - og þess vegna allir unnendur listtónlistar sem eyra hafa fyrir rýþmískri tónlist. Fyrir utan klukkutímann nýja er hljóm- urinn miklu betri en áður hefur heyrst og auk þess gaf Columbia þessa tónlist út á fjórtán breiðskíf- um, sjaldnast í réttri tímaröð og oft innan um óskylt efni. Hlustandi á þetta safn geta menn fylgt þróun Davis er hann skóp enn eitt tíma- bil djasssögunnar - módala tíma- bilið. Art Farmer sagði eitt sinn að Miles væri einsog Picasso, ferill hans skiptist í tímabil sem öll væru stefnumarkandi. Þannig fór Miles í fararbroddi í svala djassinum, módaldjassinum og rafdjassinum. Fyrstu þrír diskarnir eru að stofni til breiðskífurnar ’Round about midnight, Milestones og Jazz tracks - utan hvað tónlist Miles Davis við kvikmynd Louis Malles: Ascenseur pour l’échafaud, er ekki með því Coltrane spilaði ekki með - sá fjórði Kind of blue, sá fimmti At Newport og lokadisk- urinn Jazz at The Plaza. Allt er gefið út í réttri tímaröð, nema tón- leikarnir eru settir á tvo lokadisk- ana. Þetta er nokkuð umdeilanlegt, en ekki var hægt að láta frumplöt- urnar halda sér einsog gert var í Miles Davis/Gil Evans útgáfunni vegna þess að of mikið af tónlist- inni var fyrst gefið út á safnplöt- um. Að mörgu leyti hefði ég kosið að hafa tónleikana á réttum tíma- punkti í safninu, því þeir eru mjög mikilvægir í þróunarsögu Davis vegna þess hve lítið er til með Mil- es Davis sextettnum þarsem Bill Evans leikur á píanóið. Evans var lykilmaður í módalisma Miles og leysti Red Garland af hólmi, en hinn kröftugi garner- íski píanóleikur hans hefði aldrei fallið að hinum nýja stíl Dav- is-sextettsins. Aft- urámóti vantaði Bill Evans kraft Gar- lands og því var eðli- legt að Miles réði Wynton Kelly í hans stað - og léti hann blúsa Freddy Free- loader í Kind of blue svítunni. Þessi tónlist er þegar hluti sögunn- ar. Fyrstu upptök- urnar eru þó ekki í hópi þess besta er Miles Davis lætur eftir sig og það er ekki fyrren með sextettupptökunum frá því í febrúar 1958 að tónlistin blómstr- ar að nýju og þá er snilldarvérkið Mile- stones hljóðritað - fyrst allra módal- verka djasssögunnar. Þó er Miles raun- verulega sá eini í hópnum sem nýtir sér hið nýja frelsi í spuna sínum. Annað var uppá ten- ingnum í yngsta verkinu í þessu safni, Theo, frá 1961, sem er eins- konar valsútgáfa af Flamenco sketces - þá hafði fullkomnuninni verið náð í módalismanum. Það var engin von til þess að Miles Davis gæti haldið manni á borð við John Coltrane í hljóm- sveit sinni lengur en fimm ár og þegar Coltrane yfirgaf Davis stofnaði hann kvartettinn fræga með McCoy Tyner og Elvin Jones, sem skrifaði nafn sitt gullnum stöf- um í djasssöguna. Hank Mobley leysti Coltrane af hólmi hjá Miles, en naut sín þar aldrei. Það var ekki fyrr en Wayne Shorter kom til sögunnar að Davis kvintettinn varð forustusveit djassins að nýju. Heildarútgáfa Sony á verkum þeim er Miles Davis hljóðritaði fyrir Columbia er vandaðasta djassútgáfa er fyrirtækið hefur staðið að. Miles Davis & John Coltrane er fyrsta bindið í útgáfu- röðinni. Áður eru útkomin bindi 2: Miles Davis & Gil Evans: The complete Columbia recordings (maí 1957 til febrúar 1968), bindi 4: Miles Davis quintett 1965-1968; hinn magnþrungni kvintett með Wayne Shorter, Herbie Hancock, Ron Carter og Tony Williams (jan- úar 1965 til júní 1968) og bindi 6: The complete Bitches brew sess- ions (nóvember ’69 - febrúar ’70), helsta stórvirki rafdjassins. Það verður mikil hátíð þegar safnið er útkomið allt, en hvert bindi er slíkur dýrgripur að fágætt er. Vernharður Linnet Norræna vísna- og þjóðlagahátíðin Mikael Wiehe hlýtur Osk- ar Hansen-verðlaunin SÆNSKI vísnasöngvarinn, gítar- leikarinn og tónskáldið Mikael Wiehe hlýtur Oskar Hansen- verðlaunin á Norrænu vísna- og þjóðlagahátíðinni sem haldin verður í Vordingborg í Dan- mörku 27.-30. júlí næstkomandi. Þetta er í annað sinn sem verð- launin, sem kennd eru við danska verkalýðsskáldið Oskar Hansen (1895-1968), eru veitt, en til þeirra var stofnað á Norrænu vísna- og þjóðlagahátíðinni á síð- asta ári. Verðlaunin skulu veitt norrænum tónlistarmanni, sem í verkum sínum og lífi hefur beint kastljósinu að þeim sem minna mega sín í samfélaginu. I frétta- tilkynningu frá hátíðinni segir að Oskar Hansen hafi meira en nokkur annar skrifað um þörfina fyrir samstöðu, stolt verka- manna, manngildi og takmarka- lausa ást á föðurlandinu. Oskar Hansen hefur verið kallaður þjóðskáld dönsku verkalýðs- hreyfingarinnar. Þekktustu söngvar hans eru „Danmark for folket" og „Nár jeg ser et rodt flag smælde", sem eru meðal ást- sælustu söngva verkalýðshreyf- ingarinnar í Danmörku. Danski tónlistarmaðurinn og söngvahöf- undurinn Benny Holst hlaut verðlaunin á síðasta ári. Söngvar um öréttlæti, frels- isþrá, ást og öttann við dauðann Mikael Wiehe hefur sungið og spilað í rúm þrjátíu ár. „Söngvar hans, sem fjalla m.a. um órétt- læti, frelsisþrá, ást og óttann við dauðann, hafa hrifið þúsundir áheyrenda. Áhugi hans og stuðn- ingur við lýðræðis- og samstöðu- hreyfingar rómönsku Ameríku og ANC í Suður-Afríku hefur komið enn fleirum til góða,“ segir m.a. í umsögn dómnefndar. Verð- launin eru 25.000 danskar krónur eða sem nemur um 232 þúsund- um íslenskra króna. Að lokinni afhendingunni, á síðasta degi há- tíðarinnar, 30. júlí, verða tónleik- ar með Mikael Wiehe og hljóm- sveit hans. Meðal annarra sem fram koma á hátíðinni má nefna Sven-Bertil Taube og Pár Sör- mann frá Svíþjóð, Bjorn Eidsvág og Vamp frá Noregi, Erik Grip frá Danmörku og Grænlendinga- kórinn Aqisseq. Wagner leik- inn í Israel BLAÐ verður brotið í ísraelskri tónlistarsögu í október næst- komandi þegar sinfóníuhljóm- sveit landsins mun leika verk eftir Richard Wagner á tónleik- um. Verk Wagn- ers, sem var eftirlætis tónskáld Adolfs Hitlers, hafa ekki hljómað í annan tíma í Landinu helga. Tónsprotinn verður í hendi Rúm- enans Mendi Rodans, aðalstjórn- anda hljómsveitarinnar, sem á ung- lingsaldri lifði af helförina. Hann flúði til skógar ásamt móður sinni og fjórum yngri bræðrum er nasistar réðust inn i þorp þeirra. Faðir Rod- ans og frændur týndu hins vegar lífi. Að áliti Rodans er það ánægjuefni að tónlist Wagners skuli loksins verða flutt í ísrael. Orðið „hefnd“ komi aftur á móti ekki upp í hugann. Mendi Rodan
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.