Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 43 Morgunblaðið/Luiar b alur Haraldur Örn Ólafsson kemur úr flugvélinni frá Boston í gærmorgun og gengur undir gönguskíði sem félagar hans halda á lofti. A þessum skíðum gengu Haraldur Örn, Ingþér Bjarnason og Ólafur Öm Haraldsson yfir Grænland og á Suðurpölinn. Morgunblaðið/Einar Falur „Það var sérstakt augnablik að stfga upp í flugvélina af ísnum sem ég er búinn að vera á í tvo rnánuði," segir Haraldur Örn. „Vakirnar eru aðalógnin. Fyrir- fram var ég að hugsa um ísbimi en þeir viku fljótt úr huganum, því vakirnar eru hætta númer eitt, tvö og þrjú. Mannskepnan á ekki heima á hafi. Og að vera í þeirri aðstöðu að á nóttinni geti ísinn farið að springa undir tjaldinu og maður fallið í sjó- inn, það er mjög óþægileg tilfinn- ing. Maður heyrir bresti og brak. I lok hvers dags þurfti að finna gott tjaldstæði. Ég tjaldaði ekki á þunn- um ís. Ég tjaldaði ekki þar sem var mikið af sprungum, ég varð að finna þykkan ís þar sem litlar líkur voru á að færi að springa. Þegar ég var búinn að tjalda var að hlusta eftir hljóðum, vissulega eftir ísbjörnum, en aðallega hljóðum í ísnum. Og á daginn var ég líka stöðugt að hugsa um þetta, ég tala nú ekki um á vakasvæðum, þá er pressan mikil. Mesta hættan af öllu er að ganga út á þunnan ís sem brotnar undan manni og maður fer ofan í, það get- ur verið mjög hættulegt og erfitt að komast upp úr aftur. Það er minni hætta ef menn eru margir saman, þá dettur yfirleitt bara einn ofan í og hinir draga hann upp úr. En ef maður er einn, þá er í fyrsta lagi ekkert víst að hægt sé að komast upp úr. Og ef það tekst þá getur maður verið svo kaldur að ekki næst að kveikja á prímus. Eða setja upp tjald. Þetta er mesta hættan og það verður að fara rosalega varlega, eins og ég gerði allan tímann. Það gekk mjög vel og mér fannst ég aldrei vera tæpur, fyrr en bara í lokin þegar aðstæður breyttust mjög mikið síðustu dagana, ég held bæði út af hlýnun í sjónum og í lofti. Þannig að eitthvað sem leit ná- kvæmlega eins út fyrir hálfum mán- uði og var öruggt þá, lítur eins út núna en er ekki öruggt. Ég þurfti þá að endurskoða matið á aðstæð- unum. Við bættist líka mikill skaf- snjór sem huldi yfirborð íssins og litinn og áferðina á yfirborðinu sem segja til um þykktina, þannig að það var aðeins í lokin, svona síðustu tvo dagana, sem mér fannst þetta orðið verulega óþægilegt. Mér fannst ég þá hafa farið talsvert tæpt, alveg óvart.“ Hefðum kannski aldrei lagt af stað Tveir mánuðir hafa liðið frá því þið Ingþór lögðuð af stað. Var upp- hafíð ekki miklu erfíðara en þið bjuggust við? „Við vorum búnir að undirbúa okkur gríðarlega vel. Ég var búinn að lesa alla pólsöguna, fram og til baka. Lesa um nýjustu leiðangrana og tala við norðurpólsfara í mörgum löndum, en þegar við komum út á ísinn, þá uppgötvuðum við að við höfðum ekki gert okkur fulla grein fyrir því hversu gríðarlega erfitt þetta er. Ef við hefðum vitað það þá hefðum við kannski aldrei lagt af stað, en ég held að þetta sé tilfinn- ing sem allir sem ráðast í þetta fá. Mig grunar að það séu ekki bara við sem höfum upplifað þetta, að þetta sé áfall fyrir alla. Fæstir leiðangr- arnir ná á leiðarenda og flestir enda ferðina á þessum fyrsta hluta; minnihlutinn kemst í gegnum fyrstu tvær vikurnar." Þetta var bamingur. Þið þurftuð að selflytja sleðana saman, draga og ýta. „Já, mesta áfallið var kannski það að við töldum okkur geta dregið sleðana einir. En raunin varð sú að við þurftum stöðugt að vera að sel- flytja. Það var eitthvað sem við höfðum aldrei þurft að gera áður og streðið var mjög mikið. Líka var erfitt hvað kuldinn var gríðarlega mikill. Það reyndist mjög erfitt að halda á okkur hita. En þetta var allt mjög eðlilegt þegar maður hugsar til baka, þetta er náttúrlega ástæð- an fyrir þvi að svo fáir leiðangrar lukkast. Var það mikið áfall þegar Ingþór kól ogneyddist til að snúa heim? „Nei, það sem gerist í svona að- stæðum er það sem Norðmenn kalla að höfuðið verður kalt. Maður fer ekkert í uppnám yfir hlutunum. Mótlætið er svo mikið að það hættir að koma manni í uppnám.“ Fann að ég var einn „En það var erfið stund þegar Ingþór fór. Sérstaklega var það áfall að hann skyldi vera kalinn. Ef þetta hefði verið mjög alvarlegt þá hefði ég kannski átt erfitt með að halda áfram, vegna vanlíðunar yfir því að félagi minn hefði skaddast mjög alvarlega. En ég trúði þvi ekki að hann yrði fyrir varanlegum skaða. Ég vildi ekki trúa því. I þess- um skilningi var þetta mjög mikið áfall og erfið stund þegar við gerð- um okkur grein fyrir því að hann yrði að snúa við. Og erfið stund fyr- ir mig þegar flugvélin fór i loftið með hann og ég stóð einn eftir. Fyrstu skrefin voru erfið, ég verð að viðurkenna það. Þá fann ég að ég var einn. En síðan flýtti ég mér að öllu og hugsaði bara um stundina sem var að líða: núna ætla ég að klára þetta sem þarf að gera, ég ætla ekki að gera nein mistök og ég ætla að standa mig rosalega vel. Bara núna, ég hugsa ekkert um morgundaginn. Síðan gekk ég 3,4 km, af því að dagurinn var búinn og ég vildi færast úr stað, ekki vera skilinn eftir. Ingþór fór í aðra áttina og ég í hina. Ingþór studdi mig strax í þessari ákvörðun. Hann sagði að það væri engin spurning, ég héldi áfram ef ég vildi og fengi stuðning fólksins míns. Sem ég fékk. Ég tók hvern dag fyrir sig. Ég fann strax að mér leið vel. Ég fann öryggi, fann að ég réð við þetta, og einhvemveginn fannst mér ég vera við stjórnvölinn. Mér þóttu aðstæð- urnar ekki vera að yfirbuga mig heldur að ég væri að standa mig vel. Fljótlega fannst mér einveran alls ekki erfið sem slík. Þetta væri svip- að og að vera með félaga, það væru gallar við þetta en líka kostir. Og ég reyndi að horfa á kostina eins og ég mögulega gat. Kostimir em að maður ræður sér algjörlega sjálfur. Það var mjög skrýtin tilfinning að geta hagað al- gjörlega seglum eftir vindi, gengið lengur eða skemur eftir því hvernig mér leið, verið sjálfstæður og ekki þurfa að bera undir neinn hvort far- ið væri til hægri eða vinstri. Menn búa þröngt í þessum tjöldum og það er oft erfitt að vera sífellt að rekast utan í annan, þurfa að sýna hvor öðmm mikla tillitssemi, en ég verð líka að segja að það hefur gengið rosalega vel hjá okkur Ingþóri. Við höfum hjálpast mikið að og það var mjög gott, en að hafa allt tjaldið fyrir sig var einn af þessum kostum sem maður gat einblínt á og hugsað jákvætt um.“ En var ekki kalt að vera einn í tjaldinu'! „Ég fann strax að það var kald- ara að vera inni í tjaldinu. Síðan sagði ég við mig fyrsta daginn að ég ætlaði ekki að gera nein mistök, ég ætlaði að vanda mig við öll verk og ég ætlaði að standa mig rosalega vel. Ég tók bara hvern dag fyrir sig. Á öðrum degi einverunnar hugsaði ég eins og á þeim þriðja var ég kom- inn í rútínuna. Eftir það fór þetta að ganga nokkuð vel og ég fann að sjálfsöryggið jókst með hverjum degi. Svo fór að hlýna, birtan að aukast og aðstæðurnar skánuðu mjög mik- ið þarna fljótlega eftir að leiðir okk- ar skildu. Það vissum við fyrirfram. Eftir fyrstu 100 km fer færið að skána. Það dregur úr þrýstihryggj- unum og koma meiri stórir flatir. Mesti þrýstingurinn er uppi við landið. Það var margt sem fór að vinna með mér í þessu. Símasam- bandið heim hjálpaði mér mjög mikið.“ Persónulegt afrek sem ég stefndi aldrei á Það virðist hafa verið sífelldur háski þarna úti á ísnum. „Eins og ég sagði þá verð ég allt- af að hafa markmið, ég fann það líka í fjallamennskunni en þar er maður undir þessu álagi við að klífa brattar hlíðar, ísfossa og kletta- veggi. Þar er hættan augljós og allt gengur út á að tryggja sig , maður er bundinn í línu og er að vernda sig fyrir öllu. Maður fer varlega, tekur útreiknaða áhættu. Ég verð að taka þessum áskorunum, er áhættusæk- inn að því leyti, vil áskoranir. Það er réttlætanlegt að setja sér slík markmið, ég held það skipti máli og þetta á rætur í okkar eðli, að vera alltaf að víkka sjóndeildarhringinn. Kólumbus tók áhættu þegar hann fann Nýja heiminn og það þótti óðs manns æði á þeim tíma en í dag finnst fólki það ein af mestu upp- götvunum þess tíma. Það er okkur eðlislægt að taka áhættu en það þarf að framkvæma hlutina af skyn- semi og ég er varkár. Ég er mjög stoltur af því að hafa náð að spila úr aðstæðunum og ná pólnum á eigin spýtur. Mér finnst það vera persónulegur sigur fyrir mig, nokkuð sem ég mun búa að og skiptir mig miklu máli. Að fara sóló á pólinn þykir í hópi útivistarmanna meira afrek en að fara í hópi. Ég vonaðist til að komast á pólinn án þess að fá utanaðkomandi stuðning, það varð ekki því það að sækja mann er að mínu mati stuðningur og ég er leiður yfir að það skyldi ekki takast. Að því leytinu til full- nægði þetta ekki öllum mínum draumum, en í staðinn tókst mér að vinna annað persónulegt afrek sem ég stefndi aldrei á. Eðli leiðangurs- ins breyttist og ég er mjög stoltur yfir að hafa getað skipt um gír og spilað úr erfiðum aðstæðum." Varstu farinn að hugsa um það á þessari löngu göngu hvert þú færir næst? „Ég hugsaði að minnsta kosti: Þú ferð ekki hingað aftur,“ segir Har- aldur Örn og skellihlær. „Jú, ég við- urkenni það að þegar sér fjTir end- ann á leiðangri þá er ég alltaf kominn með smá grillur, draumarn- ir koma á góðu dögunum í lokin. Þegar maður nær einum fjallstoppi þá sést alltaf annar hærri ein- hversstaðar í fjarska. Mér finnst þessi leiðangur marka ákveðin þáttaskil í mínu lífi, ég held að margt muni breytast hjá mér. Ég ætla að skipta um starf og ég vona að spennandi hlutir bíði mín. Þetta markar kannski endalokin á þess- um skíðaleiðöngrum í bili. Þeir eru bara tveir þessir pólar og það er búið. Ég hef áhuga á að skoða heim- inn og fjöllin hafa alltaf heillað mig mikið. Það hefur lengi verið á dag- skránni hjá okkur Unu að ganga í Himalaya-fjöllunum og ég vona að við getum látið verða af því innan skamms. Það er mjög langt frá að maður sé kominn með eitthvað ákveðið upp á borðið. En draumarn- ir koma alltaf, það breytist ekki.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.