Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 54
54 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR HEIÐVEIG ÁRNADÓTTIR + Heiðveig Árna- dóttir fæddist á Búðum á Snæfells- nesi 15. október 1912. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 2. maí síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru Árni Bcrgmann Gunn- laugsson smiður, f. 15. júlí 1881, og Kri- stín Jónsdóttir, f. 18. september 1886. Systkini Heiðveigar voru Þórdís, Mar- grét, Þorgils, Guð- mundur, Guðlaug, Ágústa Kristín og Jón. 1930 kynnist hún Hrólfi Sigur- jónssyni frá Isafirði og eignast með honum tvö börn, Sigurjón, f. 27. febrúar 1931, maki Kristjana Jónsdóttir, og Erlu, f. 7. janúar 1933, maki Helgi Jóhannesson. Þau slitu samvistum. Elsku mamma mín. Mig langar að þakka þér allar þær góðu minningar sem þú hefur gefið mér. Ég minnist dugnaðar þíns á öll- um sviðum. Það var alveg sama hvað "fiú tókst þér fyrir hendur, það varð að ganga í þetta strax og klára. Þú geymdir ekki til morguns það sem þú gast gert í dag, það fékk ég oft að reyna, ef ég var ekki nógu fljót að bregðast við þá varstu bara byrjuð, eins og að skipta um eldhúsgardínur eða annað sem þú þurftir aðstoðar við. Sérstaklega þurftir þú á aðstoð að halda eftir að sjónin dapraðist, en það var þér mikið áfall að geta ekki prjónað, heklað eða unnið aðra handavinnu. j^Þrátt fyrir að sjónin væri léleg aftraði það þér ekki frá því að vinna í garðinum, þó þú værir orðin 86 ára gömul. Ég minnist þess einnig þegar við vorum að taka upp úr kartöflu- garðinum á haustin bara tvær sam- an eftir að pabbi dó. Við fórum alltaf saman út að versla, hvort sem það 1934 kynnist hún eiginmanni si'num Skúla Sigurðssyni símaverkstjóra frá Gamlahrauni á Eyrabakka, f. 8. mars 1901, d. 26. júní 1984. Með hon- um eignast hún fjög- ur börn: Sigurður Kristinn, f. 12. októ- ber 1937, maki Anna Lísa Jóhannesdóttir; Arnar, f. 7. septem- ber 1941, maki Lilja Sölvadóttir; Auður, f. 1. nóvember 1945, maki Steinn Eyjólfsson; Birkir, f. l.nóvember 1945, maki Cecilía N. Skúlason. Einnig ólu þau upp son- arson sinn Skúla Arnarsson, f. 12. október 1962. Útför Heiðveigar fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. voru matarinnkaup eða annað, þá var alltaf stungið upp á því að setjast niður og fá sér kaffi einhvers staðar. Þér þótti gaman að ferðast og minnist ég þeirra stunda sem við áttum saman í sumarhúsum bæði er- lendis og innanlands. Ég vil einnig þakka þér fyrir þá miklu hjálp sem þú veittir mér og Eddu minni í fyrrasumar, ég hefði ekki getað staðið ein í þeim erfiðleikum. Nú ertu horfin, héðan kæra hjartans vina, burt mér frá þér ég nú vil, þakkir færa þögul tárin, leika um brá. Lengi götu, ganga máttum grýtt og hörð, var stundum braut en við marga einnig áttum yndisstundir, gengum þraut. Því ég stilli harm í hljóði, horfi yfir foma slóð, kveð þig nú, með litlu fjóði, ljúfa mamma, kona góð. Fyrir handan, hafið kalda t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir, amma og langamma, HANNA GUÐRÚN JÓHANNESDÓTTIR frá Garðhúsum á Akranesi, síðast til heimilis í Hjallaseli 45, Reykjavík, lést á Landspítalanum sunnudaginn 14. maí síðastliðinn. Útförin verður auglýst síðar. Fyrir hönd aðstandenda, Magnús Þ. Sigurðsson, Björn Júlíusson, Guðrún Ásmundsdóttir, Anna Vigdís Gunnlaugsdóttir, Sigurjón Markússon, Sigurður Magnússon, Agnes S. Agnarsdóttir, Guðleif Unnur Magnúsdóttir, Sverrir B. Þorsteinsson, barnabörn og barnabarnabörn. t Ástkær móðir mín, dóttir okkar, systir og mág- kona, EYRÚN JÓNA GUÐMUNDSDÓTTIR, Stigahlíð 32, verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðviku- daginn 17. maí kl. 13.30. Ingvar Jón Hlynsson, Fríða Guðbjartsdóttir, Valur Thoroddsen, Guðmundur Magnússon, Þorbjörg Gísladóttir, Haukur Valsson, Kristín Einarsdóttir, Hildur Valsdóttir, Snædís Valsdóttir, Ólafur Sigurðsson, Anna Valsdóttir, Árni Magnússon, Magnús Valsson, Guðrún Ásgeirsdóttir og aðrir aðstandendur. hygg ég, að þú bíðir mín. Minning þín um aldir alda eflaust verður sólin mín. Elsku mamma, einnigviljum eiga stund við beðinn þinn. Núna er hljótt, er hér við skiljum, hjörtun klökkna nú um sinn. Muna blíða, bemsku kæra böminþínogþakkirnú, fyrir ást og allt það kæra okkur, sem að veittir þú. Barnabömin bljúg nú senda bh'ða hinstu kveðju þér. Tengdaböm og tryggirvinir til þin allir beinast hér, koma nú, að kistu þinni, krjúpa þar svo undur hljótt Allir eru sama sinnis segja þökk - og góða nótt. (Borgfjörð.) Guð geymi þig, elsku mamma mín, minningin um þig á alltaf eftir að lifa í hjarta mínu. Þín dóttir, Erla. Elsku amma mín, með söknuði minnist ég þín. Eftir erfið en stutt veikindi hefur þú nú loksins fengið hvíldina. Elsku amma mín, þó að ég viti að þinn tími hafi verið kominn er samt afar sárt að kveðja þig. Sorgartárin sem ég græt eru einnig grátin af gleði yfir því að þú varst svo góð og elskuleg amma. Þú varst mér ekki bara sem amma heldur varstu mér sem önnur móðir, við höfum verið saman síðan ég fæddist. Alltaf var gaman að koma niður til þín og afa og eiga með ykkur góðar samveru- stundir, þið voruð alltaf svo góð og yndisleg. Ég man hvað það var tóm- legt í húsinu á sumrin þegar þið vor- uð úti á landi að vinna og hvað ég hlakkaði til að fá ykkur heim aftur. Einnig man ég vel hvað þú varst ein- mana þegar afi dó, en varst þá svo lánsöm að hafa mömmu og Eddu hjá þér til að stytta þér stundirnar. Þú varst alltaf svo sterk og dugleg, og hef ég aldrei kynnst annarri konu sem var eins dugleg og þú. Það var svo mikill kraftur og iðni í þér að gera alla hluti sem rætt var um strax, það var sko ekkert verið að bíða eftir að hlutirnir væru fram- kvæmdir heldur varstu rokin af stað. Hvort sem um var að ræða að kítta, slípa eða mála, hvað sem var lék í höndum þér og allt var svo vel af hendi leyst sem þú gerðir. Þótt sjónin væri mikið farin að daprast hjá þér minnkaði kraftur þinn ekki og oft varst þú eins og moldvarpa úti í garði með mömmu að reyta arfa og dunda við ýmislegt í garðinum á sumrin. Þú áttir svo fallegt heimili því þér þótti svo vænt um það sem þú áttir, það mátti enginn snerta neitt, það var allt svo glansandi fínt hjáhenniömmu. Mig langar til að þakka þér fyrir samfylgdina og allar ánægjulegu samverustundirnar sem við áttum saman og geymi í hjarta mér, og ailt sem þú gerðir fyrir mig. Elsku amma, ég sakna þín svo mikið, ég mun aldrei gleyma þér en minningin um þig mun lifa með mér. Ég kveð þig, elsku amma, síðasta sinni með sárri hryggð, en blessuð minning þín mun verma mig og lýsa á lífsbraut minni sem ljós, er mér af hinini bjartast skín. Þín góða sál svo glöggt mitt skildi og græddi að fullu marga djúpa und, þar fann ég ást sem lífið leggja vildi til liðs við mig á hverri raunarstund. Ó amma mín, ég krýp við kistu þína, af hvarmi falla tárin þung og heit en vorsins geislar vonarbjartir skína og vekja fegurst blóm á grafarreit. (Á.H.) Blessuð sé minning þín. Hvíl þú í friði. Þín Heiða. Elsku besta amma mín. Nú ertu farin yfir móðuna miklu á stað þar sem þér líður vel með afa og Kidda frænda sem þú saknaðir svo mikið. Eftir á ég góðar minningar um þig, elsku amma mín, þú varst mér alltaf svo góð og ég vona að ég hafi verið þér einhvers virði. Ég er mjög þakklát fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að halda í hönd þína þessar síðustu stundir sem þú iifðir. Ég kveð þig nú, amma mín, og bið algóðan Guð að leiða þig og styðja. Ég sit hér einn og þerra tregatárin í taumum renna niður vanga minn. Með bljúgum hug ég blessa gömlu árin þitt blíða bros og mjúkan vanga þinn. í>ú gafst mér margt, en dáin ertu og grafin, einn gráan dag var liðin ævi þín, af sorg mér finnst égvera lurkum laminn og líf án þín er hálfgert sálar pín. Ég þakka Guði fyrir - gömlu - árin þá glæstu tíð sem aldrei kemur meir. Á leiði þínu þorna tregatárin er tindrar sól sem þurrkar votan leir. En drottinn geymir þig, þó þú sért dáin og dýrðleg minning herji huga minn. Er þessi gamli lítur við með ljáinn þá líð ég upp til þín í himininn. (Gylfi Björgvinsson.) Edda Rósa. Nú er elsku langamma mín farin og óneitanlega eru þær ýmsar hugs- anirnar og minningarnar sem flögra um huga minn við fráfall hennar. Vil ég þakka fyrir allar þær stundir sem við höfum átt saman. Ég hugga mig við það að nú er hún kominn til Skúla afa eftir langan að- skilnað. Ég sendi þér kæra kveðju, nú komin er lífs þíns nótt. Þig umvefji blessun og bænir, égbiðaðþúsofirrótt. Þó svíði nú sorg mitt hjarta þásælteraðvitaafþví. Þú laus ert úr veikinda viðjum þín veröld er björt á ný. Ég þakka þau ár sem ég átti þá auðnu að hafa þig hér. Og það er svo margs að minnast svo margt sem um hug minn fer. Þó þú sért horfin úr heimi, ég hitti þig ekki um hríð, þín minning er ljós sem lifir oglýsirumókomnatíð. (Þórunn Sig.) Guð geymi þig, elsku amma mín. Þín Erla Jóna Ellertsdóttir. + Ástkær faðir minn, ÓLAFUR KRISTMANNSSON, Grandavegi 47, Reykjavík, er látinn. Útförin auglýst síðar. Magnús Ólafsson. + Móöir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir, amma og langamma, ÁGÚSTÍNA BERNHARÐSDÓTTIR frá Kirkjubóli í Valþjófsdal, lést á sjúkrahúsinu í Bolungarvík sunnudaginn 14. maí. Orð á blaði mega sín lítils þegar góð kona fellur frá. Samt langar okkur að þakka langalangömmu okkar fyrir allar góðar stundir og allt sem hún gaf okkur meðan hún lifði. Við vitum að amma lifir í huga okkar og hjarta og þar á hún gott líf því minningar okkar um ömmu eru góðar minningar. Elsku besta amma nú ertu burtu kvödd, við ætíð munum þína minningu geyma. í hugarfyigsnum okkar við heyrum þína rödd, og höldum þvi að okkur sé að dreyma. í hjörtum okkar sáðir þú frækomum fljótt, og fyrir það við þökkum þér af hjarta, en þó í hugum okkar nú ríki niðdimm nótt, þá nær samt yfirhönd þín minning bjarta. Nú svífur sál þín amma á söngvarvæng um geim, svo sæl og glöð í nýja og betri heima, við þökkum fyrir samveruna, þú ert komin heim, og þig við biðjum guð að blessa og geyma. (Una S. Ásmundsd.) Guðmundur Steínar Björgmundsson, Sigríður Magnúsdóttir, Anna Kristín Björgmundsdóttir, Sigríður Björgmundsdóttir, Eyjólfur Björgmundsson, Edda Björgmundsdóttir, Bragi Björgmundsson, Markús Guðmundsson, Sigmundur Þorkelsson, Berglind Rós Pétursdóttir, Bragi Björgvínsson, Guðrún Jóhannsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug vegna andláts og útfarar bróður okkar, KRISTINS HANSSONAR BECK, Réttarholti 3, Reyðarfirði, sem andaðist 5. maí 2000. Systkinin frá Kollaleiru. Þín langalangömmubörn, Vala Björk, Heiðar Smári og Andri Páll Birgisbörn. Hinn 2. maí síðastliðinn barst mér sú harmfregn að Heiðveig væri lát- in. Vil ég þakka henni þá vinsemd og gleðistundir sem mér hlotnaðist að eiga með henni á Víghólastígnum. Margseraðminnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem.) Ég votta öllum aðstandendum samúð mína, Guð gefi ykkur styrk. Saknaðarkveðjur, Birgir Snær Valsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.