Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR HANN málaði gjarnan púka og aðrar æfln- týraverur, ekki ósvip- að Mugg og svo tók hann myndir af sjálf- um sér þar sem hann minnti sjálfur á púka. Hugo Simberg (1873-1917) fæddist inn í stóra fjölskyldu, sem hélt vel saman og með henni lifði hann og hrærðist, líka eftir að hann kvæntist, sem var seint. Hann fór eigin leiðir í myndlist- inni. í myndum hans bregður fyrir symbólisma, en jafnframt hafa þær á sér naívt yfirbragð. Þó ýmsar mynda hans séu vel þekktar í Finn- landi er sýningin, sem nú stendur yfír í Ateneum til 28. maí fyrsta yfir- litssýningin á verkum hans. Sumarfrí í eilífri sól Hugo Gerhard og tvíburabróðir hans Paul Henrik voru næstelstu börn liðsforingjans Niclas í síðara hjóna- bandi hans og Ebbu Mathildu Sim- berg. Niclas var þá orðinn fimmtugur, en eignaðist með ungri konu sinni önnur sex börn. Hann ól einnig upp fjögur börn af fyrra hjónabandi, svo börnin urðu tólf. Hjá þeim bjuggu einnig móðuramma þeirra og Alex- andra föðursystir þeirra. Aiexandra rak stúlknaskóla og þar stunduðu tvíburabræðurnir nám framan af og þeir lærðu prjóna- skap og aðrar menntir, sem annars sneru að stúlkum. Bæði Aiexandra og bróðir hennar máluðu. Það tilheyrði einfaldlega tómstundaiðkunum borgarastéttar- innar rétt eins og tónlistarástundun. Fjölskyldan var samhent og ramminn í kringum fjölskyldulífið var sumardvalarstaðurinn að Niem- enlautta, skammt frá Viborg, þar sem faðirinn varð póstmeistari. Vi- borg var alþjóðlegur bær á þessum tíma og þar var töluð finnska; sænska, þýska og rússneska. I Niemenlautta átti móðurfjölskyldan herragarð og þar í kring höfðu ýms- ir ættingjar komið sér fyrir. Ails eru til um þúsund ljósmynd- ir, teknar af Simberg. A flestum ljósmyndum frá þessum tíma er fólk alvarlegt og uppstillt, því ljósmynd- un var sjaldséð iðja og því um leið hátíðlegt og alvarlegt fyrirbæri. Það skemmtilega við myndir Simbergs er að á mörgum þeirra bregður fólk á leik og þá ekki síst hann sjálfur. Hann var svolítið skógarpúkalegur, tággrannur, með hárstrý upp í loft- ið, útstæð eyru og oft með alskegg. A myndunum eru jafnt ungir og gamlir, alltaf í finnskri sól og sumri, heima við, úti í skógi, eða við finnsk vötn í eilífri finnskri sveitasælu. Myndirnar gefa heillandi innsýn inn í lífið á þessum tíma og eru ærið rannsóknarefni í sjálfu sér. Síðar meir notaði Simberg ljósmyndir sér til stuðnings við að mála myndir. Lét hann þá módelin stilla sér upp við aðstæður, sem líktust því sem vera átti í myndunum og hafði síðan myndirnar sér til hliðsjónar, svo hann þyrfti ekki alltaf að hafa mód- elin til taks. Ferðalög og vinna Listnámið varð ofan á, því Hugo hætti ekki að teikna og mála þó hann eltist. Hann fór á Atenum í Helsinki, sem á þeim tíma var gam- aldags akademía, þar sem lögð var áhersla á líffærafræði og handverk. í fyrstu fannst Hugo firna gaman, en síðan þreyttist hann á náminu, því það fylgdi ekki þeim hugmynd- um, sem hann hafði. Heima fyrir fylgdist fjölskyldan með barningi hans og hafði fullan skilning á óánægju hans. Alexandra föðursystir hans sendi honum eitt sinn blaðaúrklippu um symbólisma og skrifaði með: „Kæri Hugo! ... til að þú glatir ekki tíma og eyðir hæfi- leikum þínum á gamaldags listnám flýti ég mér að senda þér þessar nýju hræringar og vona að þú verðir mér síðar mjög þakklátur fyrir.“ Ferskir vindar frá Paris upp úr 1890 bárust til Helsinki, en ekki inn í skólann. Hugo Simberg ákvað því að fara þess á leit við hinn þekkta málara Akseli Gallen-Kallela, sem var að koma sér fyrir í Ruovesi í finnskum óbyggðum að fá að vera hjá honum í læri. Það var auðsótt mál og Gallen-Kallela fékk mikið dá- „Særður engill" er eitt þekktasta verk Simbergs, málað eftir að hann sjálfur hafði verið mjög veikur. Finnsk þjóðtrú og and- blær aldamótanna síðustu Finnski málarinn Hugo Simberg var upptekinn af dauðanum ef marka má myndir hans, en hann var einnig upp- tekinn af sér og sínum eins og málverk hans o g ljósmyndir sýna. Sigrún Davíðsdóttir sá sýningu á myndum hans í Helsinki. læti á þessum hæfileikaríka nem- anda sínum. Á árunum fram að aldamótum haslaði Simberg sér völl sem lista- maður. Verk hans og sýningar vöktu athygli. Hann málaði af kappi en ferðaðist líka um, fór til Stokk- hólms, London og Parísar, var í Þýskalandi, á Ítalíu og víðar. Um aldamótin var hann orðinn vel þekktur í finnsku listalífi og var ýmist heima eða á ferðalögum. Hann átti hálfbróður í Tbilisi sem hann heimsótti og notaði tækifærið til að ferðast um Kákasus. I kjölfar langvarandi heilahimnu- bólgu 1902 var hann illa haldinn og náði sér reyndar aldrei alveg. Árið eftir málaði hann eina þekktustu mynd sína, Særða engilinn, eitt af lykilverkum sínum. Upp úr því fékk hann pöntun á freskum í nýja dóm- kirkju, sem verið var að byggja í Tampereen (Tammarfors). Til undirbúnings þeirri vinnu ferðaðist hann um Spán, Marokkó og Italíu. Fátæki púkinn með tvíburana sína er ein af mörgum púka- myndum Simbergs. Púkinn er óneitanlega mannlegur. Freskumar hans í dómkirkjunni í Tampereen eru eitt af höfuðverkum finnskrar myndlistar og er skreyt- ingin gríðarlega umfangsmikið verk. 1910 kvæntist Simberg nemanda sínum, Anni Bremer. Þau eignuðust tvö börn og fjölskylda hans rann inn í stórfjölskylduna og sumarlífið, líka á ljósmyndunum. Þeim auðnaðist þó ekki langt líf saman, því sumarið 1917 veiktist Simberg hastarlega og lést eftir stutta legu. Púkar, maðurinn með ljáinn, manna- og landslagsmyndir Myndefni Simbergs var af mörg- um toga. Púkamir voru honum hug- Ein af mörgum ljdsmyndum Simbergs úr finnska sumarrík- inu. Hér situr hann sjálfur nak- inn á kletti í vatninu. stæðir og þeir stinga víða upp koll- inum í myndum, sem sprottnar em úr finnsku þjóðsagnaefni og finnskri náttúru. Það liggja einnig margar manna- myndir eftir Simberg, meðal annars áhrifamikil mynd af Alexöndru föð- ursystur hans. Mannamyndir hans era oft með rólegu yfirbragði, sem minnir á ítalska endurreisnarmál- ara, en á þeim hafði hann mikið dá- læti. Maðurinn með Ijáinn er efni, sem leitaði greinilega mikið á Simberg ef marka má hvað hann kemur fyrir á mörgum mynda hans. En dauðinn í myndum hans er meira í ætt við Sjálfsmynd, þar sem Simberg bregður á leik á teikningu sinni, ekki síður en hann átti til að gera á ljdsmyndum si'num. þjóðsagnir, þar sem dauðinn er allt- af á næstu grösum í daglegu striti. Dauðinn er þarna, ekki beint ógn- andi, en viðvarandi. Hann er oft hálf ræfilslegur náungi, í alltof stóram fötum, svona rétt eins og hann viti ekki alveg hvað hann eigi að gera af sér, virðist ósköp umkomulaus, kannski ekki ósvipað og Simberg virðist sjálfur á stundum, bæði í sjálfsmyndum sínum og á ljósmynd- unum. Þeir sem vilja kynna sér Simberg, en eiga ekki kost á ferð til Helsinki geta heimsóktt vefsíðuna um hann á www/fng.fi/simberg
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.