Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 16.05.2000, Blaðsíða 60
60 ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2000 UMRÆÐAN MORGTJNBLAÐIÐ Um vísindalegar rann- * sóknir og samkynhneigð HINN 4. maí síðastliðinn ritar Katrín H. Stefánsdóttir, meðlimur í áhugahópi um velferð bama, grein í Morgunblaðið, þar sem hún heldur því fram að samkynhneigðir séu óhæfir foreldrar og nefnir nokkrar rannsóknir máli sínu til stuðnings. í greininni sakar Katrín mig um rang- færslur og sé ég mig því knúinn til að svara grein hennar. ■ Til þess að rannsóknir teljist vís- indalegar verður að fylgja mörgum reglum um hlutleysi rannsakenda til að skekkja ekki niðurstöður. Ætli menn því að vitna í rannsóknir er nauðsynlegt að þeir vegi og meti framkvæmd þeirra og túlkanir á gagnrýninn hátt. Hvað ætli gildi um heimildir Katrínar? Skoðum málin. Katrín heldur því fram að rann- sóknir hafi sýnt, að samkynhneigðir séu vondir, ef ekki hættulegir, for- eldrar. Hún segir að rannsóknir hafi sýnt að böm samkynhneigðra séu í meiri hættu á að verða samkyn- hneigð en böm alin upp hjá giftum foreldmm. Til að styðja þetta vitnar hún í rannsóknir Family Research jínstitute og Family Research Council. Hvaða stofnanir em þetta? Fjölskyldurannsóknarstofnunin Family Research Institute er í Colorado. Forstöðumaður stofnunar- innar er dr. Paul Cameron. Saga dr. Camerons sem fræðimanns hefur ekki verið glæsileg. Árið 1983 var hann rekinn úr bandarísku sálfræð- ingasamtökunum eftir ítarlegar rannsóknir á störfum hans þar sem hann hafði mistúlkað niðurstöður vís- indamanna og hans eig- in rannsóknir vora ekki hlutlausar. Dr. Camer- on heldur því reyndar fram sjálfur að hann hafi sagt sig úr samtök- unum en það getur ekki staðist þar eð lög þeirra banna úrsögn á meðan rannsókn stendur yfir. Tilraunir Katrínar til að gera bandarísku sál- fræðingasamtökin ótrú- verðug falla um sjálfar sig enda era þessi sam- tök með virtustu sam- tökum sálfræðinga í heiminum. Flestir virtustu sálfræðingar Bandaríkjanna era meðlimir í þeim en eini sálfræðingurinn sem Katrín vill trúa var rekinn úr þeim. Ófögur saga dr. Camerons sem hlutlauss vísindamanns hefur haldið áfram frá áðurnefndum brottrekstri hans. Áður en rannsóknum hans lýk- ur tilkynnir hann iðulega hvaða nið- urstöður hann ætli og muni fá fram. Fjöldi virtra fræðimanna hefur sak- að hann um að rangtúlka og snúa út úr niðurstöðum rannsókna þeirra og þar með um áframhaldandi fals á nið- urstöðum. Árið 1995 hélt dr. Cameron því fram að alnæmi væri blessun Guðs og leið hans til að losna við ósóma sem hrjáir vestræn þjóðfélög. Að sama skapi ætti að húðflúra HlV-já- kvæða einstaklinga í framan og að- skilja þá frá samfélaginu eins og gert er við plágusjúklinga í siðmenntuð- um þjóðfélögum! Til að kóróna meistaraverkið birti stofnun hans sama ár niðurstöður sem sýndu að alnæmis- fræðsla hvetti til óábyrgrar hegðunar í kynlífi. Rannsóknir dr. Camerons eiga því ekkert skylt við vísindi. Rannsóknir hans era ekkert annað en áróð- ur í baráttu öfgasinn- aðra hægrimanna í Bandaríkjunum gegn réttinduny samkyn- hneigðra. í stað þess að nota Biblíuna sem mótrök hefur dr. Cameron komist að þeirri niðurstöðu að með því að kenna skoðanir sínar við vísindi verði þær trúverðugri. Hefur einhver heyrt um úlf í sauðargæra? Fj ölsky ldu r annsóknarráðið Önnur vísindaleg samtök sem meðlimir áhugahóps um velferð barna hafa bent á er Family Re- search Council, FRC, í Washington. Á heimasíðu samtakannna (www,- frc.org) má lesa að FRC telur að samkynhneigð sé óheilbrigð, siðlaus og niðurrífandi fyrir einstaklinga, fjölskylduna og samfélagið. Getur þessi stofnun framkvæmt hlutlausar rannsóknir? Til að styðja fullyrðingar sínar vitnar FRC í grein sem heitir Homo- sexuality and Parenting; Bad for Children - Bad for Society. í grein- Kynhneigð Árið 1995 hélt dr. Paul Cameron því fram, segir Guðni Kristinsson, að alnæmi væri blessun Guðs. inni segir: „Við þurfum ekki rann- sóknir til að segja okkur að það sé óráðlegt að börn leiki sér nálægt hraðbrautum án eftirlits. Að sama skapi þurfum við ekki rannsóknir til að segja okkur að það sé óheilbrigt fyrir börn að vera alin upp af fólki með kynferðis-, kynhneigðar- og kynhegðunartraflanir." Getur þessi stofnun framkvæmt hlutlausar rann- sóknir? Niðurstöður fræðilegra rannsókna Hvorug þessara stofnana nýtur vísindalegs trúverðugleika og eiga þær meira skylt við þrýstihópa en vísindastofnanir. Ég hvet meðlimi áhugahóps um velferð barna til að kynna sér betur (ó)trúverðugleika og hlutlægni (-drægni) rannsókna áður en þeir vitna í niðurstöður þeirra á opinberam vettvangi. Niðurstöður vísindalegra rann- sókna undanfarinna ára sýna að sam- kynhneigðir foreldrar era ekki verri uppalendur en gagnkynhneigðir og að börn þeirra era yfirleitt fordóma- Guðni Kristinsson lausari en börn sem alast upp hjá gagnkynhneigðum. Rannveig Traustadóttir, dósent í uppeldis- og menntunarfræðum við Háskóla Islands, virtasti fræðimaður Islendinga á þessu sviði, hefur marg- oft kynnt niðurstöður þessara rann- sókna opinberlega. Hún hefur tekið saman lista með yfir tuttugu bókum og ritum sem styðja niðurstöður hennar. Þann lista má nálgast á www.hi.is/pub/gay, heimasíðu Félags samkynhneigðra og tvíkynhneigðra stúdenta. Allar era þessar rannsókn- ir unnar af færastu sérfræðingum í fjölskyldurannsóknum og gefnar út af virtum háskólum, jafnt austanhafs sem vestan. Þar má nefna Columbia í New York og Smith College í Massa- chusetts. Það er veikur málstaður sem áhugahópur um velferð barna hefur að verja. í einu orðinu vill hóp- urinn verja réttindi allra barna, en í hinu orðinu mega börn samkyn- hneigðra ekki öðlast þau réttindi sem börn gagnkynhneigðra hafa. Með því að berjast gegn stjúpættleiðingum fólks í staðfestri samvist er hópurinn að vinna gegn hagsmunum fjölda barna sem alast upp innan slíkra sambanda. Getur verið að fordómar, og jafnvel hatur, í garð samkyn- hneigðra sé hvöt þessa fólks? Hvað varð þá um velferð bamsins? Era það ekki réttindi sérhvers bams að fá að alast upp hjá foreldram sem elska það og virða, hvort heldur foreldr- amir era samkynhneigðir eða gagn- kynhneigðir? Að lokum vil ég óska öllum lands- mönnum til hamingju með endur- bætt lög um staðfesta samvist. Með lögunum era fjölda barna og foreldr- um þeirra tryggð réttindi sem Is- lendingar geta verið stoltir af. Með þeim orðum lýkur mínu innleggi í þessa umræðu. Höfundur er formuður Félags snmkynhneigðra og tvfkynhneigðra stúdenta. A MITSUBISHI MITSUBISHI - demantar í umferð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.