Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 4
500 vélar á sólarhring
með 150.000 farþega
NÝTT umferðarmet var slegið á ís-
lenska úthafsflugstjómarsvæðinu í
fyrradag er 498 flugvélar fóru þar um
á einum sólarhring. Reikna má með
að um 150.000 farþegar hafi verið um
borð í þessum flugvélum. Ástæðan
fyrir þessari miklu flugumferð á
svæði Islands eru hagstæðir austlæg-
ir háloftavindar en flugumferð yfir
Norður-Atlantshafi sveiflast milli
norðurs og suðurs eftir veðrakerfum.
Petta er fjölgun um 24 flugvélar frá
síðasta metdegi, er var 10. júlí 1998,
og 268 fleiri vélar en á meðaldegi und-
anfama tólf mánuði.
Eitt af einkennum umferðarinnar á
íslenska svæðinu yfir sólarhringinn
er að yfirgnæfandi meirihluti flugferl-
anna liggur í vesturátt, frá Evrópu til
Norður-Ameríku. Flugvélamar byrja
að streyma inn í austurhluta svæðis-
ins um kl. 11 fyrir hádegi en straum-
rás þeirra lýkur yfirleitt um kl. 16 síð-
degis. Því stendur háannatíminn í
aðeins um fimm klukkustundir. Síðan
snýst flæði umferðarinnar við og ligg-
ur í austurátt, frá Norður-Ameríku til
Evrópu, á tímabilinu frá kl. 22 að
kvöldi til kl. 7 næsta morgun.
Þegar vindáttir í háloftunum á ís-
lenska úthafsflugstjómarsvæðinu
era hagstæðar fýrir umferð í vestur-
átt era þær að sama skapi óhagstæð-
ar fyrir flugvélamar sem era að fara í
austurátt, frá Norður-Ameríku til
Evrópu, enda vora aðeins 68 á þeirri
leið í fyrradag. Hins vegar vora
hvorki meira né minna en 86% heild-
aramferðarinnar, eða 430 flugvélar, á
leið vestur um haf, frá Evrópu til
Norður-Ameríku, flestar á aðeins
fimm kiukkustunda tímabili.
85 þúsund vélar
flugu um svæðið í fyrra
Síðastliðið ár fóra samtals 85.005
flugvélar um íslenska úthafsflug-
stjómarsvæðið, sem er 2% aukning
miðað við árið áður. Flugumferð á ís-
lenska úthafsflugstjómarsvæðinu
hefur rúmlega tvöfaldast á síðastliðn-
um fjórtán áram eða frá árinu 1984.
Reiknilíkön gera ráð fyrir að flugum-
ferðin árið 2010 verði orðin helmingi
meiri en núna, eða í kringum 170.000
flugvélar á ári.
Um þriðjungur allra flugvéla sem
leið eiga yfir Norður-Atlantshaf fara
um svæði íslands. Fyrir utan flug-
stjómarmiðstöðina i Reykjavík þjóna
fimm aðrar flugstjómarmiðstöðvar
umferð í loftrýminu yfir Norður-Atl-
antshafi. Þær era Bodö í Noregi,
Prestwick }' Skotlandi, Gander í Kan-
ada, New York í Bandaríkjunum og
Azor-eyjar. íslenska úthafsflug-
stjórnarsvæðið er meðal hinu stærstu
í heiminum, samtals 5,3 milljónir fer-
kílómetra, en það svarar til rúmlega
helmings af flatarmáli Bandaríkj-
anna. Svæðið nær frá norðurpólnum
suður að ströndum Skotlands í suðri,
upp undir strendur Kanada í vestri að
Noregsströndum í austri. Svo tekið sé
dæmi þá er Boeing 747-risaþota að
meðaltali um þrjár og hálfa klukku-
stund að fljúga þvert yfir svæðið frá
austri til vesturs. Algengustu flug-
leiðir flugvéla á íslenska úthafsflug-
stjómarsvæðinu árið 1998 vora í eft-
irfarandi röð: London-Los Angeles,
London-San Francisco, London-
Chicago, Frankfurt>-Chicago, Kaup-
mannahöfn-Keflavík, Keflavík-
Kaupmannahöfn, London-Vancou-
ver, San Francisco-London, Los
Angeles-London, Vancouver-Lon-
don. Rekstrartekjur íslendinga af
flugumferð á íslenska úthafsflugum-
ferðarsvæðinu í ár era áætlaðar um
1,5 milljarður króna. Samkvæmt út-
reikningum Hagfræðistofnunar Há-
skóla íslands era efnahagsleg áhrif af
starfsemi alþjóðaflugþjónustunnar
ígildi aflaverðmætis fimm frystitog-
araáári.
Þjónusta númer eitt!
Til sölu VW Passat 4x4 turbo
diesel station 5 gíra grár
nýskráður 29.12.1998 ekinn
45.000 km. Ásett verð 2.090.000.
ath. skipti á ódýrari.
Nánarí upplýsingar hjá Bílaþingi
Heklu, sími 569 5500.
Opnunartimi: Mánud. - föstud. kl. 9-18
laugardagar kl. 12-16
BfLAÞINQ HEKLU
Ni'Hicr ciii í noivJum bdvm!
Laugavegi 174,105 Reykjavík, sfmi 569-5500
www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is
h
4 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000_______________________________________________________MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjómenn and-
mæla verkfalli
EKKI hefur verið boðað til fundar
með starfsmönnum fiskimjölsverk-
smiðja á Norður- og Austurlandi og
vinnuveitenda að nýju en þessir aðilar
hittust á fundi hjá rfldssáttasemjara
sl. laugardag. Sigurður Ingvarsson,
formaður Alþýðusambands Austur-
lands, segir að mál hafi skýrst á fund-
inum sl. laugardag án þess að hann
hafi leitt til niðurstöðu. Hann kveðst
bjartsýnni nú en áður að menn finni
flöt á þessu máli. Hann segir að um-
ræðan hafi verið opnari milli delluað-
ila og það hljóti að skila mönnum
áfram. Sigurður kveðst eiga von á því
að deiluaðilar setjist niður aftur í
þessari viku og ræði málin.
Þórður Jónsson, framkvæmda-
stjóri rekstrarsviðs SR-mjöls, er al-
gerlega á öndverðum meiði og er
svartsýnn um lausn málsins. Þórður
segir að verkfallið sé ekki farið að
snerta beinlínis hagsmuni SR-mjöls
þar sem starfsemin sé með minnsta
móti nú. Búið var að vinna allt hráefni
áður en til verkfalls kom. „Þetta er
hins vegar alvarlegt mál og það geng-
ur seint að leysa það,“ segir Þórður.
Hann telur að þegar sé búið að
bjóða starfsmönnum loðnuverksmiðj-
anna það sem hægt er að bjóða þeim
og lítil hreyfing hafi verið í þessu máli.
Hann kveðst ekki bjartsýnn með
lausn deilunnar og hún hafi valdið sér
miklum vonbrigðum. „Utgerðir og
verksmiðjur era reknar við mjög erf-
iðar ytri aðstæður, gríðarlega lágt af-
urðaverð, hátt olíuverð og það er mik-
ið tap á rekstrinum. Á þeim tíma fara
menn fram með háar launakröfur og
hefja verkfall," segir Þórður.
Sjómenn lýsa óánægju með
vinnubrögð verkalýðsfélagsins
Magnús Bjamason, framkvæmda-
stjóri Hraðfrystihúss Eskifjarðar,
segir að bræðslan hafi stöðvast. Ekk-
ert hráefni sé í vérksmiðjunni en skip
era úti og reiknað með því að þau
landi annars staðar. „Mér líst illa á
þetta. Það er sérstaklega erfitt núna
vegna þess að útgerðin er að afla ís-
lendingum veiðireynslu úr kolmunna-
stofninum vegna þess að hann verður
kvótasettur á næstunni. Það má
reikna með að okkar hlutur skerðist
ef veiðar stöðvast vegna verkfallsins,“
segir Magnús.
Hann segir að það liggi á að menn
leysi deiluna en þar með sé ekki sagt
að gengið verði að öllum kröfum. Mik-
ið beri á milli aðila. Áhafnir Jóns I
Kjartanssonar og Hólmaborgar hafe |
sent Verkamannafélaginu Árvakri á •
Eskifirði bréf þar sem lýst er megnn *
óánægju þeirra með vinnubrögð fé-
lagsins og ásetning þess um að koma í
veg fyrir að skipin fái að landa. Þeir
segja að verkfall starfsmanna í loðnu-
verksmiðjunum sé sjómönnum alger-
lega óviðkomandi og að áframhald-
andi vera þeirra í félaginu ráðist af
viðbrögðum Árvakurs til málstaðar
sjómannanna. Sigurður Ingvarsspn, j
sem jaíhframt er varafbrmaður Ár- i
vakurs, segir að menn séu furðu
lostnir yfir viðbrögðum sjómanna. *
„Þetta höfum við aldrei upplifað í ára-
tuga baráttu. Við munum á engan
hátt bregðast við þessu. Þeir senda
þetta á eigin ábyrgð og munu væntan-
lega svara sjálfir fyrir það. Við erum
einfaldlega að framfylgja lögum og
samþykktum félagsins og föram að
lögum í þessari vinnudeilu," segir Sig-
urður. Hann kveðst ekki trúa því að j
sjómennimir gangi úr Árvakri heldur
séu bréliösett. fram í hita leiksins.
—-------------
Sölusýning Sól-
heima í Perlunni
50% meiri
sala en
áætlað var
MUN meiri aðsókn var að sýning-
unni Sól í borg, sem vistheimilið Sól-
heimar í Grímsnesi stóð fyrir í Perl-
unni um síðustu helgi, en búist var
við, að sögn Óðins Helga Jónssonar,
framkvæmdastjóra Sólheima. Sýn-
ingin var opin frá föstudegi fram á
sunnudag og sýnd var starfsemi
heimilisins og varningur sem þar er f
framleiddur. Óðinn Helgi segir að |
sýningargestir hafi verið mun fleiri p
en gert hafi verið ráð fyrir. Hann seg-
ir að sýningin hafi verið einn af stærri
viðburðunum á 70 ára afmælisári Sól-
heima. Salan á sýningunni hafi farið
um 50% fram úr áætlun. Mest var
keypt af handverki, hljóðfærum,
kertum, grænmeti og sumarblómum.
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Fjölmenn danssýning
í Laugardalshöll
Um 1.500 börn á aldrinum sex til
tdlf ára tóku þátt í danssýningu í
Laugardalshöllinni á laugardag-
inn, en danskennarar sem annast
hafa danskennslu í grunnskdlum
Reykjavíkur í vetur stdðu fyrir
sýningunni. í fréttatilkynningu
segir að þetta sé stærsta danssýn-
ing sem haldin hafi verið hér á
landi.
Nýtt met slegið í umferð um íslenska flugstjórnarsvæðið
Ratsjármyndin sýnir þær 100 flugvélar sem voru innan ratsjárdrægis á sama augnabliki á íslenska flugsljdrn-
arsvæðinu í fyrradag. Ratsjárskjámyndin er grundvölluð á tölvugögnum frá 6 ratsjárstöðvum en sett fram á
einni og sömu myndinni og er þetta í fyrsta skipti sem slík mynd birtist í fjölmiðli.
Slasaðist á
Þingvöllum
STÚLKA slasaðist eftir að hafa
dottið aftur fyrir sig af handriði á
útsýnispalli við Lögberg á Þingvöll-
um um hádegið í gær. Að sögn lög-
reglunnar á Selfossi féll hún tæpa
tvo metra niður og var flutt með
sjúkrabíl á slysadeild í Reykjavík.
Þá var ekið á 7 ára gamlan dreng
sem var að fara yfir gangbraut á
grænu ljósi á Selfossi rétt eftir
klukkan 14 í gær. Drengurinn slas-
aðist ekki alvarlega en marðist að
sögn lögreglunnar á Selfossi og var
fluttur á heilsugæslustöðina í bæn-
um til rannsóknar.
11:45 »*» t»»
WSt 58144:113 H StttÞSg »1
m. FO.IW 8t QFF
fitt riUÍS: QfT
®i«t te-tst i
W»OSt 2 nin
RMÍSC: 4J2 m '
Htft «38
3583
F3S8 58
5435
F3S8 45í
'V
34SS