Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ
MINNINGAR
ÞRIÐ JUDAGUR 23. MAÍ 2000 51
ÞORGERÐUR
JÓNSDÓTTIR
+ Þorgerður Jóns-
dóttir fæddist að
Syðri-Hömrum 22.
apríl 1912. Hún lést
á elliheimilinu
Grund 8. maí síðast-
liðinn. Foreldrar
Þorgerðar voru
Jónína Þorsteins-
dóttir frá Berustöð-
um, f. 9. október
1883, d. 3. maí 1970,
og Jón Jónsson frá
Hárlaugstöðum, f. 2.
mars 1877, d. 5. jan-
úar 1954. Systkini
Þorgerðar voru:
Guðrún Jónsdóttir, f. 14. maí
1913; Guðlaug Jónsdóttir, f. 8.
júní 1914, d. 19 ágúst 1994; Jó-
hanna Jónsdóttir, f. 10. nóvem-
ber 1915; Þórhallur
Jónsson, f. 4. októ-
ber 1917, d. 15.
september 1929;
Þorsteinn Jónsson,
f. 8. október 1918,
d. 17. ágúst 1919;
Aðalsteinn Jónsson,
f. 22. ágúst 1920,
og uppeldisbróðir
Hilmar Bjarnason,
f. 23. ágúst 1930.
Þorgerður bjó að
Sumarliðabæ til
1960, er hún flutti
til Reykjavíkur.
Síðustu æviárin bjó
hún að Melhaga 9.
Útför Þorgerðar fer fram frá
Neskirkju í dag og hefst athöfn-
in klukkan 13.30.
Með nokkrum orðum langar
okkur að minnast frænku okkar
Þorgerðar Jónsdóttur, sem lést á
elliheimilinu Grund 8. maí síðast-
liðinn. Frá því við systkinin mun-
um eftir okkur var Gerða, eins og
hún var alltaf kölluð, einn af föstu
punktunum í tilveru okkar. Alltaf
ríkti mikil eftirvænting hjá okkur
systkinunum til jólanna vegna þess
að þá var von á Gerðu frænku yfir
hátíðarnar. Gerða var alltaf svo
hress og kát og hafði alltaf tíma
fyrir okkur krakkana, t.d. að spila,
lesa fyrir okkur eða eitthvað annað
sem okkur þótti skemmtilegt. Ekki
má gleyma sumardeginum fyrsta,
því þá var alltaf farið í matarboð
til Gerðu, en þar uppgötvuðum við
að það er hægt að verða saddur af
ís. Elsku Gerða, við minnumst þín
með hlýju og virðingu og hafðu
þökk fyrir allt og allt.
Hver minning dýrmæt perla að liðnum
lífsins degi,
hin ljúfu og góðu kynni af alhug þakka
hér.
Þinn kærleikur í verki var gjöf, sem
gleymist eigi,
og gæfa var það öllum, er fengu að
kynnast þér.
(Ingibjörg Sig.)
Systkinin frá Sumarliðabæ,
Jóhanna, Sigparður,
Guðrún og Steinn
Þórhallsbörn.
Elsku Gerða,
Ég þakka þér fyrir samveru-
stundirnar.
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er,
aldrei skal ég gleyma þér.
(Vatnsenda-Rósa.)
Þín
Andrea Óskarsdóttir.
Nú þegar komið er að leiðarlok-
um hjá henni Gerðu, langar mig að
þakka henni fyrir samfylgdina í
þau nærri 26 ár sem við höfum
þekkst. Ég man okkar fyrsta fund
mjög vel. Við urðum samferða
austur að Sumarliðabæ, ég þá
nýkomin inn í fjölskylduna og
hafði verið ögn kvíðinað hitta
hana. En sá kvíði reyndist auð-
vitað með öllu ástæðulaus því
hressileg framkoma Gerðu feykti
honum burt á skammri stundu, og
alla leiðina austur spjölluðum við
um alla heima og geima. Það var
strax eins og við hefðum alltaf
þekkst, og ætíð síðan voru sam-
fundir okkar ánægjulegir. Þegar
kynnin urðu nánari kallaði hún
mig í gamni frú Sigríði eða bara
frúna. Hún var þannig manneskja
sem maður ber virðingu fyrir og
finnur að það er gagnkvæmt.
Orðtakið sælla er að gefa en
þiggja átti svo sannarlega vel við
Gerðu. Alveg fram á síðustu ár var
hún á þeytingi um bæinn fyrir vini
og vandamenn. Alltaf boðin og
búin að hjálpa til hvar sem hún
gat. Var alltaf sparsöm við sjálfa
sig, en lét aðra njóta þess sem hún
aflaði. Á hverju heimili voru til
lopapeysur, sokkar og vettlingar
sem hún prjónaði. Hún var sístarf-
andi, og oft í fleiri en einni vinnu.
Aldrei heyrði ég hana þó tala um
að hún hefði mikið að gera. Fjöl-
skylda mín hefur oft notið greiða-
semi og gjafmildi Gerðu í gegnum
árin. Ekki einungis í fullum poka
af ullarsokkum og vettlingum á
hverju hausti, heldur deildum við
t.d. því áhugamáli að vera bóka-
ormar og oft gaukaði hún að mér
góðri lesningu. En þannig var hún,
ætíð að bera eitthvað í aðra. Oft
hefur hún Gerða glatt mig og kom-
ið mér á óvart með gjöfum sínum.
Þó aldrei eins og þegar hún kom
með fulla dós af steinum sem hún
hafði tínt handa mér í Danmörku
og hafði orðið alveg undrandi yfir
því að þau sem voru með henni
vissu ekki að hún Sigga safnaði
steinum. í dag eru steinarnir vel
geymdir í glerkrúsum og munu
ætíð minna mig á hana Gerðu sem
í mínum huga var engri lík.
Ef breytni okkar í þessu jarðlífi
er reiknuð okkur til tekna í sælli
veröld þá á hún Gerða mín svo
sannarlega von á góðri heimkomu.
Blessuð sé minning hennar.
Sigríður Marteinsdóttir.
Mér brá illa við heimkomu frá
útlöndum nýlega, er mér var tjáð
að Gerða frænka hefði látist þá um
morguninn. Ekki það að hún hafi
ekki verið komin á þann aldur að
við þessu mætti búast, í raun hve-
nær sem var, því heilsan var farin
að gefa sig og Gerða mín, blessun-
in, að missa veruleikaskyn æ oftar.
En mér brá því ég missti af
ákjósanlegu tækifæri til að kveðja
hana. Faðir minn hafði hringt í
mig á laugardegi fyrir páska til að
minna mig á að „kona sem hefði
verið mér góð í æsku“ ætti afmæli
og það yrði kaffísamsæti á Mel-
haganum. Víst var Gerða frænka,
uppeldissystir föður míns, mér af-
ar góð á bernskuárum mínum, sem
ég eyddi að talsverðu leyti hjá
henni og Steina, bróður hennar, í
Sumarliðabæ. Og hún var mér góð
fram á fullorðinsár; gaf af rausnar-
skap og auðlegð hjartans, fremur
en veraldlegu ríkidæmi, ungum
manni eitt sinn ritsafn mikið í út-
skriftargjöf, fyrir hartnær 30 ár-
um. Þá varð ég hissa, því ég vissi
að slík stórgjöf hlyti að koma illa
við takmarkaðan fjárhag verka-
konu úr sveit.
Gerða frænka hafði hjarta úr
gulli og glampa í augum, svo ég
naut þess að hitta hana, þótt sam-
SÓLSTEINAR
skiptin hefðu vissulega mátt vera
meiri hin síðari ár, þegar amstur
hversdagsins kemur í veg fyrir
eðlilega ræktun fjölskyldutengsla
og annarra við fólk sem manni
þykir vænt um. - Ég hafði á sínum
tíma gaman af að sýna Gerðu dæt-
ur mínar sem ég er afar stoltur af.
Hún tók þeim svo vel og blíðlega
að þær urðu hálf-hissa á því hvað
þessi, þeim ókunna kona, sýndi
þeim mikla hlýju.
Þegar pabbi hringdi á 88 ára af-
mælisdegi Gerðu var úr vöndu að
ráða, og þó. Ég var á fullu í vinnu,
en hafði þó eina klukkustund á
milli verkefna svo vissulega gat ég
skroppið í heimsókn. En ástkær
móðir mín var á spítala svo það
var ekki um neitt val um það
hvernig tímanum skyldi varið, þótt
gaman hefði verið að samfagna
Gerðu á þeim degi sem reyndist
vera hennar síðasti afmælisdagur.
Gerða var í minni síðustu af-
mælisveislu og þótti mér mjög
vænt um heimsókn hennar og
systranna í Akraselið, rétt eins og
heimsókn þeirra á fyrra heimili
mitt þegar Gerða var enn ern og
hress, lék á als oddi við ungviðið á
heimilinu, setti á sig kínverskan
hatt fyrir myndatökur og var eins
og ég kýs að minnast hennar, hlý,
glettin og góð.
Nú er annað skarð höggvið í
systkinahóp föður míns. Systurnar
samrýndu úr Sumarliðabænum
orðnar tvær eftir, af fjórum sem
skipað hafa svo stóran sess í lífi
mínu, allt frá barnæsku.
Mér þykir miður að hafa ekki
náð að kveðja Gerðu frænku á
þann hátt sem hún átti skilinn, en
hún vissi hvaða hug ég bar til
hennar. Orð voru þar óþörf.
Ég votta samúð mína eftirlifandi
systkinum Gerðu, þeim Steina,
Rúnu, Hönnu og föður mínum,
Hilmari Bjarnasyni.
Guð blessi minningu Þorgerðar
Jónsdóttur, góðrar konu sem
gleymist aldrei.
Hörður Hilmarsson.
Varanleg
minning
er meitluö
ístein.
S.HBJGAS0NHF
STHRISMIÐJA
Skemmuvegi 48, 200 Kóp.
Sími: 557-6677 Fax: 557-8410
Netfang: sh.stone®Vortex.is
Legsteinar
í Lundi
við Nýbýlaveg, Kópavogi
+
Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengda-
móðir, amma og langamma.
GUÐJÓNA ALBERTSDÓTTIR
frá Súgandafirði,
lést föstudaginn 19. mai sl.
Jarðarförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn
26. maí kl. 13.30.
Jón Valdimarsson,
Jóhannes Kr. Jónsson, Guðrún M. Hafsteinsdóttir,
Valbjörg Jónsdóttir,
Albert F. Jónsson, Julie V. Jónsson,
Sveinbjörn Jónsson, Elín Bergsdóttir,
Sigrún Jónsdóttir,
barnabörn og barnabarnabörn.
Okkar ástkæri faðir,
GUÐMUNDUR BRYNJÓLFSSON,
Fellsmúla 11,
Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fríkirkjunni í Reykjavík
miðvikudaginn 24. maí kl. 13.30.
Bryndís S. Guðmundsdóttir, Guðrún H. Guðmundsdóttir,
Hrafnhildur Guðmundsdóttir,Kolbrún B. Guðmundsdóttir,
Ólöf G. Söebech, Ágúst G. Hróbjartsson,
Sævar Ö. Guðmundsson, Ingi Bergmann,
og fjölskyldur.
+
Faðir okkar
EMANÚEL GUÐMUNDSSON,
dvalarheimilinu Jaðri,
Ólafsvík,
andaðist á Landspítalanum laugardaginn 20. maí.
Útför hans fer fram frá Ólafsvíkurkirkju laugardaginn 27. maí kl. 14.00.
Fyrir hönd vandamanna,
Sunna Emanúelsdóttir,
Ellert Emanúelsson.
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
SIGURÐUR MAGNÚS SIGURJÓNSSON,
Hrafnistu,
Hafnarfirði,
lést mánudaginn 22. maí.
Sigríður Rósmundsdóttir,
Ingibjörg Sigurðardóttir, Kristinn Hlíðar Kristinsson,
Sigurjón Hjörtur Sigurðsson,
Theodór Sigurðsson, Ragnhildur G. Júlíusdóttir,
Guðrún Sæmundsson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
MAGNÚS GUÐJÓNSSON
sjómaður,
Eyktarási 13,
Reykjavík,
sem andaðist á Vífilsstöðum laugardaginn
20. maí, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju
fimmtudaginn 21. maí kl. 13.30.
Alda María Magnúsdóttir, Tómas Hauksson,
Gunnar Daníel Magnússon, Margrét Sigurðardóttir,
Hekla Gunnarsdóttir,
barnabörn og langafabörn.
+
Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi,
FRIÐRIK VIGFÚS SIGURBJÖRNSSON,
sem lést á Sunnuborg laugardaginn 20. maí,
verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju
laugardaginn 27. maí kl. 11.00.
Börn, tengdabörn, barnabörn
og barnabarnabörn.
Sími 564 4566