Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 2 7 ERLENT Barnamorð í Kristiansand vekja mikinn óhug meðal Norðmanna Ekki útilokað að fleiri en einn hafí verið að verki Ósló. Morgunblaðið. Ljósmynd/SCANPIX Norskir lögreglumenn sjást hér koma börum, hugsanlega með líki annarrar stúlkunnar, fyrir í bifreið nálægt staðnum þar sem líkin fundust á sunnudag. Valdaránstil- raunin á Fiji Óvíst að Chaudhry taki við að nýju Suva, Melbourne. AP, AFP. FORSETI Fiji-eyja, Ratu Sir Kam- isese Mara, sagði í gær, að ekki væri víst, að Mahendra Chaudhry forsæt- isráðherra og ríkisstjórn hans tæki aftur við völdum þótt bundinn yrði endi á valdaránstilraunina í landinu. Foringi valdaránsmannanna hótar enn að meiða gísla sína reyni herinn að frelsa þá. Herinn hefur tekið sér stöðu á mik- ilvægum stöðum í höfuðborginni, Suva, og verslanir, bankar og skólar eru lokaðir. Njóta valdaránsmenn- irnir undir forystu George Speight mikils stuðnings meðal Fiji-búa af innlendum uppruna en Chaudhry og ráðherrar hans eru af indversku bergi brotnir. Voru Indverjar íluttir til landsins á sínum tíma sem vinnuafl og eru nú 43% landsmanna. Hafa þeir ekki áður farið með stjórn í landinu. Speight ítrekaði í gær hótanir um að meiða gíslana, allt að 35 ráðherra og þingmenn, reyni herinn að bæla valdaránstilraunina niður og viður- kenndi, að Chaudhry forsætisráð- herra hefði verið barinn. Þá staðfesti hann fréttir um, að farið hefði verið með Chaudhry út á þinghúslóðina og byssu beint að höfði hans í því skyni að vara herinn við. Kennir ríkisstjórninni um Mara sagði í gær, að hann gæti ekki tryggt, að ríkisstjóm Chaud- hrys tæki aftur við völdum þótt valdaránið yrði bælt niður. Kenndi hann ríkisstjórninni um hvemig komið væri en lagði áherslu á, að það væri hann, sem nú færi með stjóm mála í landinu en ekki uppreisnar- menn. Fflaiin kæfð í eyði- mörkinni Sydney. Reuters. 43 ÁRA karlmaður, sem dvaldi einn í afskekktri eyðimörk í Ástralíu í hálft ár eftir að hafa ekið þangað í slökkviliðsbíl, kvaðst ekki hafa gert það til að sækjast eftir opinberun, heldur einfaldlega til að hætta að reykja. „Eg var farinn að keðju- reykja og orðinn heilsutæpur," sagði Ástralinn. „Ég þurfti að taka mér frí, fara út í auðnina þar sem ég kæmist ekki í tób- ak.“ Ástralinn hafði ekki samband við fjölskyldu sína allan þennan tíma og þegar hana var farið að lengja eftir honum tilkynnti hún að hans væri saknað. Lögreglan leitaði mannsins í þrjár vikur og sakaði hann um sjálfselsku og tillitsleysi þegar hann fannst loks í eyðimörkinni á dögunum. LOGREGLAN í Kristiansand í Nor- egi leitaði í gær enn að vísbending- um á staðnum þar sem tvær stúlkur, Stine Sofie Sorströnen, átta ára, og Lena Slogedal Paulsen, sem var 10 ára, fundust myrtar á sunnudag. Að sögn Aftenposten er ekki vitað með vissu hvenær morðin voru framin en lögreglan útilokar ekki að fleiri en einn hafi verið að verki. Mikinn óhug hefur sett að fólki í Noregi vegna málsins. Morðvopnið hefur ekki fundist. Að sögn Arne Pedersen hjá rannsókn- arlögreglunni í Kristiansand hafa lögreglumenn fengið farþegalista hjá ferjuútgerðinni Color Line sem siglir milli Noregs og Danmerkur. Einnig vill lögreglan yfirheyra tvo geðsjúklinga á Vest Ágder-sjúkra- húsinu sem höfðu útgönguleyfi en komu ekki heim á föstudeginum, eins og til stóð, heldur daginn eftir. Tekið var fram að þeir væru ekki grunaðir um verknaðinn. Pedersen sagði að byrjað væri að yfirheyra eiturlyfjafíkla sem eru margir á svonefndu Baneheia-svæði. Foreldrum var ráðlagt að leyfa börn- um ekki að fara án fylgdar fullorð- inna til Baneheia um sinn. Lenu Paulsen var minnst í grunn- skóla hennar í borginni í gær og flaggað í hálfa stöng. Jafnt böm sem fullorðnir létu í ljós sorg sína og FORSÆTISRÁÐHERRA Bret- lands, Tony Blair, mætti þreytuleg- ur til messu í Westminster- dómkirkjunni í Lundúnum á sunnu- dag og sagði sóknarbörnum að konu hans, Cherie, og nýfæddum syni þeirra hjóna heilsaðist vel. Drengurinn, sem hefur fengið nafnið Leo, kom í heiminn skömmu eftir miðnætti aðfaranótt laugar- dags og gekk fæðingin vel. Sam- kvæmt tilkynningu frá Cherie Blair margir grétu áður en haldið var inn í skólastofuna. Kona, sem hafði fylgt barni sínu í skólann, sagði að fólk væri „sem lamað“. Við verðum að horfast í augu við að engu er lengur hægt að treysta. Hvorki við né börn- in geta skilið að til sé fólk sem geti gert svona hluti. Verst er þetta fyrir börnin, þau nota hugmyndaflugið til að ímynda sér hvað hafi gerst," sagði hún. Prestur, sálfræðingui', kennar- ar og foreldrar voru með nemendun- um í gær. var hún þreytt eftir nóttina en yfir sig ánægð. Blair-hjónin eiga þrjú böm fyrir og er það yngsta þeirra, Kathryn, 12 ára. Cherie sagði að vegna þess hve langt er um liðið síðan hún fæddi eldri börnin hafi hún verið búin að gleyma hversu síðustu klukkustundir fæðingar væm erfið- ar. Myndin var tekin á heimili fjöl- skyldunnar í gær. Fjöldi fólks tók þátt í leitinni um helgina en lík stúlknanna tveggja fundust klukkan rúmlega hálfníu á sunnudagskvöld. Lögreglan fékk þegar ábendingar af ýmsu tagi en ekki hefur verið skýrt frá því hvort þær voru einhvers virði. Sérfræðing- ar lögreglunnar hófu þegar að kanna fjarvistarsannanir fólks sem áður hefur verið dæmt fyrir kynferðislega misþyrmingu á börnum. Að sögn Arne Pedersen er enginn vafi á því að stúlkurnar tvær voru myrtar. Byrjað var að leita þegar á laugardag er þær skiluðu sér ekki heim en þær ætluðu að fá sér sund- sprett. Fyrsta vísbendingin um ferð- ir þeirra var að plastpoki með bað- fötum þeirra fannst um fimmleytið á sunnudag og var þá leitin hert á svæðinu en líkin fundust loks á sunnudagskvöld, aðeins nokkur hundruð metra frá bústöðunum þar sem þær voru í helgarheimsókn. Hafði verið reynt að fela líkin undir greinum og barrnálum. The Times fjallar um kynlífsiðnaðinn á fslandi Reykjavík „Bang-- kok norðursins“ REYKJAVÍK hlýtur nafngiftina „Bangkok norðursins" í grein sem birtist í breska dagblaðinu The Times síðastliðinn laugar- dag. í greininni, sem er eftir Richard Middleton, segir, að á síðustu fimm árum hafi kynlífs- iðnaðurinn haldið innreið sína á íslandi og þar séu nú starfandi a.m.k. 10 strípiklúbbar. Fram kemur, að margir nekt- ardansarar komi frá ríkjum Austur-Evrópu, s.s. Eistlandi, Tékklandi og Slóvakíu. Lög- regla á íslandi hafi sagt að meira en 500 stúlkur hafi unnið á strípibörum á síðasta ári. Rætt er um að menn hafi haft af því áhyggjur að alþjóðleg glæpasamtök kynnu að reyna að seilast til áhrifa í landinu gegn- um strípiklúbbana og að eitur- lyfjamál hafi komið upp í kring- um þá. Segir stjórnvöld hafa verið sein til Greinarhöfundur The Times segir, að stjórnvöld hafi verið sein til að bregðast við ástandinu og getur þess, að son- ur yfirlögreglustjóra höfuðborg- arinnar hafi átt eina „illræmd- ustu“ strípibúlluna, Club Vegas. Þá kemur fram að sjónvarps- þættir hafi vakið athygli á nei- kvæðum hliðum starfsemi strípiklúbbanna. Hafi komið upp tilvik þar sem nektardansarar hafi flúið í skjól Kvenna- athvarfsins eftir að hafa verið lokkaðar til landsins undir fölsku yfirskyni en síðan neydd- ar til að stunda vændi. Fjallað er um að alþingi hafi nú breytt lögum frá 1985 í því skyni að setja strangari reglur um starfsemi strípiklúbba. Er vitnað til orða Sturlu Böðvar- ssonar samgönguráðherra um að borgaryfirvöld hafi algerlega misst tök á ástandinu og að mál- ið sé þjóðinni til skammar. í greininni segir einnig að landsmenn hafi áhyggjur af því að mál strípiklúbbanna geti skaðað ferðaþjónustu sem hafi vaxið mjög fiskur um hrygg vegna „Bjarkar-áhrifanna“. Þar sé um að ræða menningarlegt fyrirbæri sem dragi nafn af söngkonunni íslensku og hafi vakið mikla athygli á landinu. Reuters Foreldrar Leos þreyttir Arfur aldanna Tilvalin stúdentsgjöf ÞJOÐS AGNAS AFN „Glæsilegt þjóðsagnaúrval... útgáfan er einstaktega smekkleg að útliti og öllum frágangi." Sigurjón Björnsson, Morgunblaðinu VAKAHELGAFELL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.