Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 61
MORGUNBLAÐIÐ
I DAG
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 61
BRIDS
líniNjón Guðmunilur I'áll
Arnarson
MÖRG áhugaverð spil
komu upp á æfingu lands-
liðsins í síðustu viku og
verða nokkur þeirra skoð-
uð í þættinum á næstu
dögum. Við byrjum á úr-
spilsþraut, þar sem um-
ræðan snerist um það
hvort til væri örugg vinn-
ingsleið í fjórum hjörtum
með bestu vörn.
Vestur gefur; NS á
hættu.
Norður
* G94
y 975
♦ K864
+ 1075
Vestur Austur
♦ K10653 *D2
*D3 vl02
♦ D532 ♦Á1097
+KD +98642
Suður
4.Á87
yÁKG864
♦ G
+AG3
Spilað var á þremur
borðum og á tveimur
þeirra fóru NS í fjögur
hjörtu eftir opnun vesturs
á spaða og svar austurs á
kröfugrandi. Útspilið var í
báðum tilfellum laufkóng-
ur, sem báðir sagnhafar
tóku auðvitað strax og
lögðu niður AK í trompi.
Þetta er augljóslega
hart geim, en spilið lítur
þó mun betur út eftir þrjá
fyrstu slagina. Nú þarf
einhvern veginn að kom-
ast hjá því að gefa tvo slagi
á spaða og það verður ekki
gert nema neyða vörnina
til að hreyfa litinn fyrst
eða spila út í tvöfalda eyðu.
Til að byrja með er tígul-
gosa spilað. Segjum að
vestur leggi á og sagnhafi
láti kónginn. Þá hefur
vörnin betur ef austur spil-
ar laufi og vestur kemur
sér út á tígli. Sagnhafa
vantar þá eina innkomu í
borð til að trompa út tígul-
inn áður en hann húrrar út
spaðaás og meiri spaða.
En ef austur spilar aftur
tígli, trompar suður og
spilar laufgosa. Þá neyðist
vestur til að drepa og spila
enn tígli. Síðan má nota
innkomuna á lauftíu til að
ljúka tígulhreinsuninni, og
þá er sviðið sett fyrir inn-
kastið í lokin.
Vörnin hefur sem sagt
betur ef sagnhafi stingur
upp tígulkóng. Hins vegar
er það óþarfi. Ef hann
dúkkar, mun vestur senni-
lega taka laufdrottningu
og spila svo tígli. Suður
trompar, tekur lauftíu og
spilar síðan spaðaás og
meiri spaða. Nú er tígul-
kóngurinn hótun í borði,
því austur verður augljós-
lega að taka spaðaslaginn.
Spilið vinnst þá.
Ef vestur geymir lauf-
drottningu og spilar tígli,
svarar sagnhafi með lauf-
gosa og þá verður hægt að
hreinsa tígulinn alveg upp.
Niðurstaðan er því sú að
fjögur hjörtu vinnast á
opnu borði.
Pyrst hann kom með bein-
ið til mín, skal ég veðja að
hann er búinn að grafa
mniskóna mína einhvers
staðar.
Arnaó heilla
Q A ÁRA afmæli. í dag,
uU þriðjudaginn 23.
maí, er níræð Helga Ingi-
björg Stefánsdóttir, Víf-
ilsgötu 23, Reykjavík.
Eiginmaður Helgu Ingi-
bjargar, Friðrik Halldðrs-
son loftskeytamaður, lést
árið 1944. Helga Ingibjörg
tekur á móti ættingjum og
vinum í Víkingasal Hótels
Loftleiða milli kl. 17 og 20
á afmælisdaginn. Gjafir
eru afþakkaðar en þeim
sem vildu gleðja hana er
bent á að frumútgáfa Ijóða
Friðriks Halldórssonar,
eiginmanns Helgu Ingi-
bjargar, kemur út á af-
mælisdegi hennar.
MORGUNBLAÐIÐ
birtir tilkynningar um
afmæli, brúðkaup,
ættarmót og fleira les-
endum sínum að
kostnaðarlausu. Til-
kynningar þurfa að
berast með tveggja
daga fyrirvara virka
daga og þriggja daga
fyrirvara fyrir sunnu-
dagsblað. Samþykki
afmælisbarns þarf að
fylgja afmælistilkynn-
ingum og/eða nafn
ábyrgðarmanns og
símanúmer. Fólk get-
ur hringt í síma 569-
1100, sent í bréfsíma
569-1329, eða sent á
netfangið ritstj@mbl.-
is.
Einnig er hægt að
skrifa:
Árnað heilla,
Morgunblaðinu,
Kringlunni 1,103
Reykjavík
BRÚÐKAUP. Gefin voru
saman 20. apríl sl. í Selfoss-
kirkju af sr. Halldóru Þórð-
ardóttur Kristín Sveinsdótt-
ir og Andrés Guðmundur
Ólafsson. Heimili þeirra er
að Birkivöllum 4, Selfossi.
SKÁK
Umsjón llelgi Áss
Grétarsson
Hvítur á leik
MEÐFYLGJANDI staða
kom upp á milli þýska stór-
meistarans dr. Robert
Hiibner, hvítt, (2620) og
stórmeistarans frá Ukraníu/
Slóveníu Alexander Belj-
avski (2640) á minningar-
móti Borowski sem haldið
var fyrir skömmu í Essen í
Þýskalandi. Hin gamal-
reynda kempa frá Þýska-
landi kom auga á stórsnjalla
hugmynd til að skapa tvö-
falda hótun. 18.Db4H Þessi
leikur lætur ekki mikið yfir
sér en er engu að síður
banabiti svarts þar sem nú
hótar hvítur 19. Habl og 19.
Bh7+. 18...bxa6 Svartur af-
ræður að gefa skiptamun, en
aðrir möguleikar voru ekki
betri þar sem bæði eftir
18...He8 19.Habl He6
20. Hfel og 18...Hd819.Habl
Hd6 20.Hfel hefur hvítur
hartnær unnið tafl.
19.Bh7+! Kxh7 20.Dxf8 Bb7
21. Db4 og hvítur bar sigur
úr býtum 20 leikjum síðar.
Raddir framtíðar
Hvað er eldur?
Eldurinn gýs, hann er heitur og gulur. Það get-
ur kviknaö í húsum og fólkið getur dáið og þarf
að hringja á sjúkrabíl. Við verðum eldrauð í
framan.
Jón Dan, Kvlstaborg.
LJOÐABROT
GRÓTTUSTEMNING
Hjá Gróttu svarrar sjórinn
við sorfm þarasker.
í útsynningum dimmar dnmur
drynja í eyru mér.
Þar fórust eitt sinn átján
með allt í grænan sjó.
Brimið svall við svörtusker.
Sofðu, korríró.
Oft heyrast óhljóð
útvið Gróttusker.
Á kvöldin stiginn kynjadans,
kveðið og leikið sér.
Pórbergur Pórðarson.
STJÖRJVUSPA
el'tir Frances llrake
TVÍBURAR
Þú þarft að hafa fyrir hlut-
unum og ósérhlífni þinni er
viðbnigðið. Þú átt auðvelt
með að vinna aðra á þitt
band.
Hrútur
(21. mars -19. apríl)
Einhverjar sögur eru í gangi
á vinnustað þínum. Láttu þær
sem vind um eyru þjóta, haltu
þig að þínu og þá mun þinn
hlutur hvergi skerðast.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nú ættu áætlanir þínar að
ganga upp, ef þú bara sýnir
ögn af þolinmæði. Vertu ekki
of veiðibráður, allt hefur sinn
tíma og þú mun uppskera
ríkulega.
Tvíburar .
(21. maí - 20. júní)
Engin keðja er sterkari en
veikasti hlekkurinn. Því þarft
þú að sýna mikla fýrirhyggju
og ganga úr skugga um að
allt sé eins og það á að vera.
Krabbi
(21. júní-22. júlí)
Það er eitt og annað sem þú
átt ógert heima fyrir og nú
verður ekki lengur undan því
vikist að ganga frá þeim mál-
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst) m
Láttu ekki skapið hlaupa með
þig í gönur. Það er sjálfsagt
að halda fast á sínum málum,
en tillitssemi við aðra er sjálf-
sögð en hroki ekki.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.) (SmL
Þú sérð nú fyrir endann á
verkefni, sem þú hefur lengi
unnið að. Það er í góðu lagi að
gera sér glaðan dag, þegar
málið er komið í höfn.
V°g Ttt
(23.sept.-22.okt.)
Minningar úr fortíðinni
skjóta upp kollinum með
heimsókn gamals kunningja.
Vertu sáttur við sjálfan þig og
þær ákavrðanir sem þú tókst
á sínum tíma.
Sporðdreki ™
(23. okt. - 21. nóv.)
Lestu vel alla skilmála áður
en þú skrifar undir einhver
skjöl. Það sem skiptir mestu
máli er oft að finna í smáa
letrinu.Gefðu þér góðan tíma.
Bogmaður m ^
(22. nóv. - 21. des.) hU)
Þú hefur lagt til hliðar
ákveðna upphæð til sérstakra
nota og verður hvað sem það
kostar að standast freistingar
til að nota hana í annað.
Steingeit
(22. des. -19. janúar) HÍ
Þér gengur flest í haginn
þessa dagana. En það er gott
að vera við öllu búinn, því ver-
aldargengið er valt. Sýndu
öðrum drengskap og tillits-
Vatnsberi , .
(20. jan. - 18. febr.) Csnt
Þú þarft að sætta þig við
ákveðinn aga og mátt ekki
gera þér það að reyna að
komast hjá honum. Vertu þol-
inmóður því þú hefur allt með
þér.
Fiskar ^
(19. feb. - 20. mars)
Einhver vandræði kunna að
verða á vegi þínum í dag. En
láttu þau ekki slá þig út af
laginu, haltu bara þínu striki
og þá færist allt í samt iag aft-
ur.
Stjömuspána á að lesa sem
dægradvöl. Spár af þessu tagi
eru ekki byggðar á traustum
grunni vísindaiegra staðreynda.
TOTECTORS
ÖRYGGISSSKÓR
FYRIR SMIÐJUR
ARVIK
ÁRMÚLA 1 • SÍMI 568 7222 • FAX 568 7295
^SPJ
ÖRYGGIS-
HJÁLMAR
Gerið góð
kaup
afsláttur
Aðalstræti 16, sími 551 9188
14 k gull Verð kr. 3.800
Stúdentastjarnan
hálsmen eða prjónn
Jón Slpunisson
Skartgripdverzlun
Laugavegi 5 - sími 551 3383
Léttu líf
og lund
Það naer enginn kjör-
þyngd á augabragði.
Hreyfing gerir gagn.
Þú finnur fljótlega
að úthaldið eykst og
líkaminn styrkist.
Lífið verður skemmtilegra
ef þú hreyfir þig reglulega
og borðar léttan,
hollan og góðan mat,
ávexti og grænmeti.
Ekki ofgera þér. Settu þér raunhæf markmið með skemmtilegri hreyf-
ingu. Rösk ganga í hálftíma á dag gerir mikið gagn.
Njóttu fjölbreyttrar hreyfingar í góðum félagsskap. Sundlaugarferð
með fjölskyldunni, hjólreiðatúr eða ærslaieikir með börnunum létta
lund og auka samheldnina.
Cöngum 2000 skref til móts við heilbrigði og hreysti 27. maí!
Landlæknisembættið
Nánari upplýsingar á www.landlaeknir.is
1
Fræðsluauglýsing frá Landlæknisembættinu
www.iandlaeknir.is