Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 18
6f 00021AM .82 ÍIUOAaUUHíH 18 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 GIGAiaMUDflON MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ Morgunblaðið/Þorvaldur Þorsteins Voldugur ná- granni Höfn - Undur Vatnajökuls og sambúð heimamanna við þennan volduga nágranna í norðri er að- alviðfangsefni jöklasýningar sem opnuð var í Sindrabæ á Horna- firði föstudaginn 19.maí. Sýning- in er mjög umfangsmikil og hefur verið lengi í undirbúningi. Sýningin ber yfirskriftina Vatnajökull, náttúra, saga og menning. Öllum þessum þáttum eru gerð gúð skil og má sjá á sýninguni muni sem tengjast jöklaferðum fyrri og síðari tíma, 18 fræðsluspjöld hafa verið sett upp auk þess sem listamennirnir Anna Líndal, Eggert Pétursson og Finnbogi Pétursson hafa sett mikilfengleika jökulsins í listræn- an búning. Sýslusafn Austur-Skaftafells- sýslu lagði til sögulegt efni sem tengist jöklinum, svo sem þjóð- sögur og hvers kyns skáldskap þar sem hann kemur við sögu. Auk þess mun Sverrir Scheving Thorsteinsson jarðfræðingur lýsa rannsóknarleiðöngrum sem hann fór um Vatnajökul með Jökla- rannsóknarfélaginu á árum áður. Hluti sýningarinnar verður í Skaftafelli í Öræfum og einnig er fólki bent á sjö athyglisverða staði í Austur-Skaftafellssýslu þar sem hægt er að komast í snertingu við jökulinn og sjá hann í sínu rétta umhverfi. Sýningin er hluti af verkefninu Reykjavík Menningarborg 2000 og verður opinn til 20.september auk þess sem ýmsir gripir verða hafðir til sýnis verða á hverju þriðjudagskvöldi haldnir fyrir- í norðri Morgunblaðið/Þorvaldur Þorsteins Frá opnun jöklasýningar á Hornafirði. lestrar um jökulinn þar sem fyr- irlesarar verað til dæmis Hjör- leifur Guttormsson fyrrv. alþingismaður, Einar R. Sigurðs- son leiðsögumaður á Hofsnsesi, Ragnar Th. Ijósmyndari, Ari Trausti Guðmundsson jarð- vísindimaður og Helgi Björnsson jöklafræðingur, en Helgi útbjó 11 af þeim 18 fræðsluspjöldum sem til sýnis eru. Vísir að jöklasafni Lengi hefur verið í bígerð að opna jöklasafn á Hornafirði. Er Jöklasýningin aðeins brot af því sem það safn kynni að verða, en þó skref í rétta átt. Á jöklasafn- inu myndu þá verða stundaðar jöklarannsóknir ásamt því sem munir tengdir jöklinum yrðu hafðir til sýnis. Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Brautskráðir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara. Fjölbrautaskóli Suðurlands 102 nemendur brautskráðir Selfossi - Einn stærsti hópur nemenda var braut- skráður við skólalok í Fjölbrautaskóla Suðurlands á laugardag þegar 38. önn skólans var slitið við hátíð- lega athöfn. Alls brautskráðust 102 nemendur þar af 66 með stúdentspróf og 19 úr meistaraskóla iðngr- eina. í dagskóla voru skráðir 686 nemendur í 11.198 einingar og stóðust nemendur 79,65% eininganna. Skólasókn var slakari en áður, einungis 36% nemenda voru með 8-10 í skólasókn. 40 nemendur hættu á önn- inni og 23 féllu. Ekki var boðuð upp á öldungadeildarnám á vorönn- inni vegna minni aðsóknar ásamt því að menntamálar- áðuneytið gerir auknar nýtingarkröfur í öldungadeild- inni og fjárveitingar því ónógar til að halda úti kennslu. Boðið verður upp á kennslu í öldungadeild á haustönn 2000. í skólanum á Litla-Hrauni innrituðust 27 nemendur og luku allir prófi. Kór Fjölbrautaskólans söng við útskriftarathöfnina undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Tilkynnt var við athöfnina að Jón hætti kórstjórn og voru hon- um fluttar þakkir fyrir gott starf. Einnig voru Stefáni A. Magnússyni námsráðgjafa færðar þakkir en hann hættir störfum á þessu vori. Mikill fjöldi fólks var við útskriftarathöfnina. Forsætisnefnd Norður- landaráðs á Hvolsvelli Hvolsvelli - Forsætisnefnd Norð- urlandaráðs fundaði á Hvolsvelli á mánudag. Aðalumræðuefni fundar- ins var fjárhagsáætlun ráðsins, starfsemin framundan og sam- skipti Norðurlandaráðs við önnur lönd t.d. Eystrasaltsríkin. Þá var fundur- inn einnig undirbúningsfundur fyr- ir Norðurlandaþing sem haldið verður í Reykjavík í nóvember. Islensku fulltrúarnir í forsætis- nefndinni eru þau Sigríður Anna Þórðardóttir sem er forseti Norð- urlandaráðs, ísólfur Gylfi Pálma- son sem er forseti Islandsdeildar ráðsins og Sighvatur Björgvinsson. Nefndarmenn snæddu hádegis- verð í Sögusetrinu á Hvolsvelli og skoðuðu sýningu um Njálssögu en ferðuðust síðan um Rangárvalla- sýslu. Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir Fundarmenn fyrir utan Sögusetrið á Hvolsvelli áður en haldið var af stað í Þórsmörk. Með þeim á myndinni er leiðsögumaðurinn í ferðinni Þór Vigfússon og Reynir Jónasson harmonikkuleikari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.