Morgunblaðið - 23.05.2000, Qupperneq 18
6f 00021AM .82 ÍIUOAaUUHíH
18 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
GIGAiaMUDflON
MORGUNBLAÐIÐ
LANDIÐ
Morgunblaðið/Þorvaldur Þorsteins
Voldugur ná-
granni
Höfn - Undur Vatnajökuls og
sambúð heimamanna við þennan
volduga nágranna í norðri er að-
alviðfangsefni jöklasýningar sem
opnuð var í Sindrabæ á Horna-
firði föstudaginn 19.maí. Sýning-
in er mjög umfangsmikil og hefur
verið lengi í undirbúningi.
Sýningin ber yfirskriftina
Vatnajökull, náttúra, saga og
menning. Öllum þessum þáttum
eru gerð gúð skil og má sjá á
sýninguni muni sem tengjast
jöklaferðum fyrri og síðari tíma,
18 fræðsluspjöld hafa verið sett
upp auk þess sem listamennirnir
Anna Líndal, Eggert Pétursson
og Finnbogi Pétursson hafa sett
mikilfengleika jökulsins í listræn-
an búning.
Sýslusafn Austur-Skaftafells-
sýslu lagði til sögulegt efni sem
tengist jöklinum, svo sem þjóð-
sögur og hvers kyns skáldskap
þar sem hann kemur við sögu.
Auk þess mun Sverrir Scheving
Thorsteinsson jarðfræðingur lýsa
rannsóknarleiðöngrum sem hann
fór um Vatnajökul með Jökla-
rannsóknarfélaginu á árum áður.
Hluti sýningarinnar verður í
Skaftafelli í Öræfum og einnig er
fólki bent á sjö athyglisverða
staði í Austur-Skaftafellssýslu
þar sem hægt er að komast í
snertingu við jökulinn og sjá
hann í sínu rétta umhverfi.
Sýningin er hluti af verkefninu
Reykjavík Menningarborg 2000
og verður opinn til 20.september
auk þess sem ýmsir gripir verða
hafðir til sýnis verða á hverju
þriðjudagskvöldi haldnir fyrir-
í norðri
Morgunblaðið/Þorvaldur Þorsteins
Frá opnun jöklasýningar
á Hornafirði.
lestrar um jökulinn þar sem fyr-
irlesarar verað til dæmis Hjör-
leifur Guttormsson fyrrv.
alþingismaður, Einar R. Sigurðs-
son leiðsögumaður á Hofsnsesi,
Ragnar Th. Ijósmyndari, Ari
Trausti Guðmundsson jarð-
vísindimaður og Helgi Björnsson
jöklafræðingur, en Helgi útbjó 11
af þeim 18 fræðsluspjöldum sem
til sýnis eru.
Vísir að
jöklasafni
Lengi hefur verið í bígerð að
opna jöklasafn á Hornafirði. Er
Jöklasýningin aðeins brot af því
sem það safn kynni að verða, en
þó skref í rétta átt. Á jöklasafn-
inu myndu þá verða stundaðar
jöklarannsóknir ásamt því sem
munir tengdir jöklinum yrðu
hafðir til sýnis.
Morgunblaðið/Sigurður Jónsson
Brautskráðir nemendur í Fjölbrautaskóla Suðurlands ásamt skólameistara og aðstoðarskólameistara.
Fjölbrautaskóli Suðurlands
102 nemendur brautskráðir
Selfossi - Einn stærsti hópur nemenda var braut-
skráður við skólalok í Fjölbrautaskóla Suðurlands á
laugardag þegar 38. önn skólans var slitið við hátíð-
lega athöfn. Alls brautskráðust 102 nemendur þar af
66 með stúdentspróf og 19 úr meistaraskóla iðngr-
eina. í dagskóla voru skráðir 686 nemendur í 11.198
einingar og stóðust nemendur 79,65% eininganna.
Skólasókn var slakari en áður, einungis 36% nemenda
voru með 8-10 í skólasókn. 40 nemendur hættu á önn-
inni og 23 féllu.
Ekki var boðuð upp á öldungadeildarnám á vorönn-
inni vegna minni aðsóknar ásamt því að menntamálar-
áðuneytið gerir auknar nýtingarkröfur í öldungadeild-
inni og fjárveitingar því ónógar til að halda úti
kennslu. Boðið verður upp á kennslu í öldungadeild á
haustönn 2000. í skólanum á Litla-Hrauni innrituðust
27 nemendur og luku allir prófi.
Kór Fjölbrautaskólans söng við útskriftarathöfnina
undir stjórn Jóns Inga Sigurmundssonar. Tilkynnt
var við athöfnina að Jón hætti kórstjórn og voru hon-
um fluttar þakkir fyrir gott starf. Einnig voru Stefáni
A. Magnússyni námsráðgjafa færðar þakkir en hann
hættir störfum á þessu vori. Mikill fjöldi fólks var við
útskriftarathöfnina.
Forsætisnefnd Norður-
landaráðs á Hvolsvelli
Hvolsvelli - Forsætisnefnd Norð-
urlandaráðs fundaði á Hvolsvelli á
mánudag. Aðalumræðuefni fundar-
ins var fjárhagsáætlun ráðsins,
starfsemin framundan og sam-
skipti Norðurlandaráðs við önnur
lönd t.d.
Eystrasaltsríkin. Þá var fundur-
inn einnig undirbúningsfundur fyr-
ir Norðurlandaþing sem haldið
verður í Reykjavík í nóvember.
Islensku fulltrúarnir í forsætis-
nefndinni eru þau Sigríður Anna
Þórðardóttir sem er forseti Norð-
urlandaráðs, ísólfur Gylfi Pálma-
son sem er forseti Islandsdeildar
ráðsins og Sighvatur Björgvinsson.
Nefndarmenn snæddu hádegis-
verð í Sögusetrinu á Hvolsvelli og
skoðuðu sýningu um Njálssögu en
ferðuðust síðan um Rangárvalla-
sýslu.
Morgunblaðið/Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir
Fundarmenn fyrir utan Sögusetrið á Hvolsvelli áður en haldið var af
stað í Þórsmörk. Með þeim á myndinni er leiðsögumaðurinn í ferðinni
Þór Vigfússon og Reynir Jónasson harmonikkuleikari.