Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 22
22 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
Ovissa um viðskipti með íslensk sjáv-
arútvegsfyrirtæki í Norex-kerfinu
VÞÍ kallar eft-
ir viðbrögðum
stjórnvalda
ISLENSK stjómvöld verða sjálf að
ákveða með hvaða hætti eigi að tak-
marka viðskipti erlendra aðila með
hlutabréf í íslenskum sjávarútvegs-
íyrirtækjum, að sögn Stefáns Hall-
dórssonar, framkvæmdastjóra Verð-
bréfaþings íslands.
Eins og kunnugt er hefur Verð-
bréfaþing gengið til viðræðna við
kauphallimar í Noregi, Danmörku og
Svíþjóð um aðild að Norex-samstarf-
inu og aðgang að sameiginlegu nor-
rænu viðskiptakerfi.
Stefán segir að Verðbréfaþing hafí
ekki rætt við stjómvöld um hvemig
best sé að haga viðskiptum með ís-
lensk sjávarútvegsfyrirtæki í kerfinu.
VÞI er hins vegar að skoða mismun-
andi möguleika viðskiptakerfisins tii
að meðhöndla ýmis verðbréf er lúta
takmörkunum, en engar ákvarðanir
hafa verið teknar í þeim efnum.
„Verðbréfaþing er að skoða þessi
mál, en þetta er þó ekki okkar verk-
efni eingöngu, heldur þurfa stjóm-
völd einnig að vera vakandi fyrir því
að aðstæður em að breytast. Nú er í
vaxandi mæli verið að opna leiðir fyr-
ir erlenda aðila til að fjárfesta hér-
lendis og tengingin við aðrar kaup-
hallir á Norðurlöndunum er hluti af
því.“
Stefán segir að í sjálfu sér sé ekk-
ert sem banni erlendum þingaðilum
að eiga viðskipti með íslensk sjávar-
útvegsfyrirtæki fyrir hönd íslenskra
fjárfesta. Ef verðbréfafyrirtæki á
Norðurlöndunum gerist aðili að VÞÍ
þá sé því heimilt að vera milligöngu-
aðili um slík viðskipti á milli tveggja
íslenskra aðila. Þess vegna sé ekki
sjálfgefið að loka fyrir aðgang er-
lendra verðbréfafyrirtækja eða
banka að hlutabréfum íslenskra sjáv-
arútvegsfyrirtækja í viðskiptakerf-
inu.
Aðspurður hvort hann telji ekki að
lög um fjárfestingar erlendra aðila í
atvinnurekstri muni valda vandkvæð-
um í tengingu íslands við Norex seg-
ist Stefán ekki búast við því.
Danir hafa óskað eftir frestun
Stefán segir að nú sé unnið að
samningagerð um aðild íslands að
Norex samstarfinu og stefnt sé að því
að undirrita samninga í júní. Gert var
ráð fyrir að kauphallimar í Svíþjóð og
Danmörku tækju í notkun nýja út-
gáfu viðskiptakerfisins í september
nk. og að skömmu síðar yrði opnað
fyrir aðgang Verðbréfaþings íslands
eða í byrjun október.
„Nú hafa Danir hins vegar óskað
eftir því að nýja útgáfan verði ekki
tekin í notkun fyrr en 9. október, að
loknum kosningunum í Danmörku
um hvort taka eigi upp evruna þar í
landi. Þeir telja að það mál geti haft
áhrif á fjármagnsmarkaðinn og ekki
síst skuldabréfamarkaðinn. Islend-
ingar munu væntanlega tengjast
kerfinu hálfum mánuði síðar,“ segir
Stefán Halldórsson.
Hann segir að engin vandamál hafi
komið upp á í samningaviðræðunum
um Norex. Notkun nýja viðskipta-
kerfisins muni hins vegar leiða til
breytinga á viðskiptaháttum á Verð-
bréfaþingi og þau mál séu í skoðun.
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Miss Selfridge-verslunin sem Baugur-Sverige opnaði við Jakobsbergsgatan í Stokkhólmi á Iaugardag.
Baugur opnar fyrstu
verslunina í Svíþjóð
BAUGUR-Sverige AB, dótturfyrir-
tæki Baugs hf., opnaði á laugar-
daginn fyrstu verslun sína í Stokk-
hólmi. Ber hún nafnið Miss
Selfridge, sem er eitt þeirra vöru-
merkja sem Baugur hefur umboð
fyrir á Norðurlöndunum og er í
eigu breska fyrirtækisins Arcadia
Group Plc.
Verslunin er staðsett í hjarta
verslunarhverfis miðbæjar Stokk-
hólms, við Jakobsbergsgatan. Fær
hún nýjar tískuvörur sendar viku-
lega frá London, sem einkum eru
fyrir stúlkur og yngri konur. Að
sögn forsvarsmanna Baugs voru
viðskiptavinir á fyrsta opnunardeg-
inum fyrst og fremst úr þeim
Viðtökurnar fram
úr vonum
markhópi. Baugur hafði lagt tals-
vert í auglýsingar fyrir opnunina
og þótti mega merkja að flestir
komu beint að versluninni en urðu
hennar ekki varir fyrir tilviljum.
Kristjón Grétarsson, fram-
kvæmdastjóri verslunarinnar, segir
að fyrsti dagurinn hafi farið fram
úr vonum hvað sölu varðar og
virkni allra kerfa verslunarinnar.
sölunni fyrstu þrjá dagana má
ætla að verslunin muni velta vel á
annað hundrað milljónum króna á
ári. Almennur áhugi virðist mikill
og til marks um það hafa þrjár
sjónvarpsstöðvar haft samband í
morgun til þess að fjalla uin versl-
unina og fá föt fyrir tískuþætti
sína.“
Jón Asgeir Jóhannesson, for-
stjóri Baugs, kveðst vera ánægður
með verslunina, en bendir á að hún
sé ný af nálinni svo að ekki sé rétt
að segja of mikið um framhaldið.
„Byrjunin lofar vissulega góðu.
Baugur-Sverige ráðgerir að opna
a.m.k. þrjár Miss Selfridge-versl-
anir í Stokkhólmi á þessu ári og 15
Arcadia-verslanir í Skandinavíu
næstu þrjú árin. Auk þessa stefnir
félagið að opna a.m.k. fimm Deben-
hams-verslanir fyrir árið 2005.“
Mikilvægt að
verja fólk fyrir
miklum sveiflum
Þau miklu afföll sem hafa verið á húsbréfum
undanfarið hafa valdið óróleika á fasteigna-
markaði, Flestir telja þó að markaðurinn
muni jafna sig. Ymsir eru þeirrar skoðunar
að verja þurfí fólk fyrir miklum sveiflum.
ÞÆR miklu sveiflur sem verið hafa á
húsbréfamarkaði undanfarna daga
mega ekki koma til, að sögn Sigurðar
B. Stefánssonar, framkvæmdastjóra
VÍB. Hann telur að allir sem að hús-
bréfamarkaði koma beri ábyrgð á því
að viðskipti gangi þar eðlilega fyrir
sig og að það eigi jafnt við um stjórn-
völd, Seðlabankann, viðskiptabanka,
lífeyrissjóði og aðra.
Sigurður segir að mikið sé í húfi.
Kostnaðaraukning vegna aukinna af-
falla á húsbréfum geti hlaupið á
hundraðum þúsunda króna sem setji
áætlanir fólks algjörlega úr skorðum.
Slíkt geti ekki gengið í húsnæðislána-
kerfi. Þá segir hann að virkur skulda-
bréfamarkaður sé ein af undirstöðum
allra viðskipta, hann sé til að mynda
ein af grunnforsendum íslenska
myntkerfisins. Hugsanlegt sé að þau
vandræði sem upp hafa komið að
undanförnu á húsbréfamarkaði séu
jafnvel hluti af hnignun íslenska
gjaldeyriskerfisins.
Grundvailarmunur á verðbréfa-
markaði og skuldabréfamarkaði
Sigurður segir að grandvallarmun-
ur sé á almennum verðbréfamarkaði,
annars vegar og skuldabréfamarkaði
hins vegar. Fólk sé í flestum tilvikum
ekki að taka þátt á skuldabréfamark-
aði með húsbréf af fúsum og frjálsum
vilja, eins og reyndin sé á almennum
verðbréfamarkaði. Ibúðarkaup séu
mesta fjárfesting flestra á lífsleiðinni
og húsbréfakerfið spili þar megin-
hlutverk, því flestir þurfi á langtíma-
lánum að halda til að fjármagna sín
kaup. Sigurður segir að fólk verði að
geta treyst þvi að áætlanir standist í
megindráttum þegar skrifað er undir
kauptilboð eða kaupsamning.
Sigurður telur Ijóst að stjómvöld
verði að bregðast við og taka á hinum
ýmsu tæknilegu atriðum, sem bent
var á í yfirlýsingu frá Islandsbanka-
FBA þegar bankinn, ásamt Lands-
bankanum, sagði upp viðskiptavakt
með ríldsskuldabréf á fimmtudaginn
í síðustu viku. Meðal þess sem Is-
landsbanki-FBA benti á að þyrfi að
laga er bætt upplýsingagjöf stærstu
útgefenda á skuldabréfamarkaði.
Nauðsynlegt sé að áætlanir um út-
gáfu og uppkaup ríkistryggðra
skuldabréfa séu birtar. Sigurður seg-
ir að það gangi ekki að viðskiptavakt
sé ekki til staðar en að það ætti ekki
að kosta mikið að kippa þeim tækni-
legu atriðum í lag sem gerðar hafi
verið athugasemdir við.
Viðskiptavakt
Framsýnar i athugun
Ávöxtunarkrafa húsbréfa tók kipp
uppávið þegar Íslandsbanki-FBA og
Landsbankinn tilkynntu að þeir
hefðu sagt upp viðskiptavakt með
ríkisskuldabréf. SPRON fylgdi svo í
kjölfarið daginn eftir. Verðbréfamiðl-
un Framsýnar ehf. tilkynnti síðastlið-
inn föstudag um viðskiptavakt með
húsbréf. I gær bárast hins vegar þær
fréttir frá Verðbréfaþingi íslands að
vegna athugasemda frá Fjármálaeft-
irlitinu geti Verðbréfamiðlun Fram-
sýnar ehf. ekki sinnt slíkri viðskipta-
vakt. Ástæða þess er sú að
Fjármálaeftirlitið hefur efasemdir
um að viðskiptavakt rúmist innan
starfsheimildar Verðbréfamiðlunar
Framsýnar ehf. Málið er hins vegar í
skoðun samkvæmt upplýsingum frá
Jóhanni Albertssyni, yfirlögfræðingi
á verðbréfasviði Fjármálaeftirlitsins.
Veruleg aukning í útgáfu hús-
bréfa hefur haft mest áhrif
Hrafn Magnússon, framkvæmda-
stjóri Landssamtaka lífeyrissjóða,
segir að ein skýringin á því að ávöxt-
unarkrafa húsbréfa hafi tekið að
hækka upp úr síðustu áramótum sé
sú að fram til þess tíma hafi við-
skiptabankamir keypt mikið af hús-
bréfum, enda hafi þeir hagnast vel á
slíkum viðskiptum á meðan ávöxtun-
arkrafan lækkaði og verðmæti bréf-
anna fór hækkandi. Þegar komið hafi
hins vegar að því að viðskiptabank-
amir hafi viljað losna við bréfin hafi
fáir kaupendur verið til staðar til að
kaupa meira en þeir gerðu venjulega.
Afleiðingin hafi verið hækkandi krafa
húsbréfa, sem hafi keyrt um þverbak
nú síðustu daga.
Hrafn segir að lífeyrissjóðimir hafi
verið langstærstu kaupendur hús-
bréfa. Aukning á útgáfu þeirra hafi
hins vegar verið mjög mikil á síðasta
ári, eða rúmlega 10 milljarðar króna
frá fyrra ári. Eignir lífeyrissjóðanna í
húsbréfum hafi verið um 80 milljarð-
ar króna í lok marsmánaðar síðastlið-
inn. Á einu ári hafi húsbréf í eigna-
safni þeirra aukist að verðmæti um 9
milljarða króna. Ljóst sé því að kaup
lífeyrissjóðanna á húsbréfum hafi
verið umtalsverð á síðustu mánuðum.
Hrafn telur að því sé ekki hægt að
rekja hækkandi ávöxtunarkröfu hús-
bréfanna til lífeyrissjóðanna heldu
miklu fremur til aukins framboðs á
bréfum. Hann segir að hvergi í heim-
inum þekkist að lífeyrissjóðir eigi
eins hátt hlutfall ríkisskuldabréfa í
eignasöfnum sínum og hér á landi.
Fasteignaviðskipti stjómast
af markaðsaðstæðum
Eitt af grandvallaratriðum hús-
bréfakerfisins er að mikið viðvarandi
framboð húsbréfa leiðir til hækkunar
vaxta. Húsbréfin lækka þá í verði,
þ.e. afföll aukast, og áhugi almenn-
ings á fasteignaviðskiptum minnkar.
Þá dregst úr framboði á húsbréfum
og að því ætti að koma að eftirspum
svari framboðinu og þá ætti verðið
aftur að hækka, þ.e. afföllin að
minnka. Á þennan hátt er hugsunin á
bakvið húsbréfakerfið sem markaðs-
kerfi og að fasteignamarkaðurinn
leiti í jafnvægi. En þessi fræði í fast-
eignaviðskiptum henta ekki í öllum
tilvikum þó þau gangi vel upp gagn-
vart þeim sem era að hugsa um að
festa kaup á íbúð og geta vel haldið að
sér höndum á meðan ástandið er
óhagstætt. Þeir sem festu til dæmis
kaup á íbúð í smíðum fyrir nokkram
mánuðum geta lent í veralegum
vandræðum ef það kemur í þeirra
hlut að bera afföllin af sölu húsbréf-
anna, ef viðkomandi íbúð er til að
mynda fokheld um þessar mundir.
Hvort sem það era þeir eða seljend-
umir sem bera afföllin er ljóst að
miklar sveiflur á húsbréfamarkaði
era augljóslega afarslæmar í þessum
viðskiptum.
Leysist af sjálfu sér?
Af viðtölum við aðila á fjármála-
markaði að dæma era flestir sam-
mála um að húsbréfamarkaðurinn
muni jafna sig. Sú ávöxtun sem nú
býðst á húsbréfum geri það að verk-
um að þau ættu að vera álitlegur fjár-
festingarkostur. Raunávöxtun þeirra
er orðin um 6% og þegar haft er í
huga að þau eru svo til áhættulaus er
talið líklegt að lífeyrissjóðir sjái sér
hag í því að auka kaup á þeim. Þannig
geti það gerst af sjálfti sér á einhveij-
um tíma að húsbréfamarkaðurinn
muni jafna sig, hvort sem stjómvöld
grípa til einhverra aðgerða eða ekki,
því draga muni úr framboði húsbréfa
og verðið muni því fara hækkandi.
Ýmsir telja þó að sveiflur af þessu
tagi megi ekki vera of stórar, því hús-
bréfakerfið sé ekki venjulegt mark-
aðskerfi þegar tekið er mið af því
hvert hlutverk þess er. Þessir aðilar
telja að kerfið þurfi að verja fólk fyrir
eins miklum sveiflum og verið hafa að
undanförnu.