Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Jón Stefáns Það tók lögreglu tvo tíma að skakka leikinn, en meðal annars skáru unglingarnir á hjólbarða lögreglubíla. Olæti í ungl- ingasamkvæmi ÞRETTÁN ungmenni voru færð á lögreglustöðina í Hafnarfirði aðfaranótt sunnudags, eftir að samkvæmi í heimahúsi í Garðabæ fór úr böndunum. Nágrannar kvörtuðu til lögreglu upp úr klukkan tvö um nóttina vegna ónæðis en það tók lög- regluna um tvær klukkustundir að rýma húsnæðið. Allt tiltækt lögreglulið var sent á vettvang auk þess sem aðstoð barst frá lögreglunni í Reykjavík, en þaðan voru sendir 11 lögreglu- bílar. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði var ölvun ekki mjög áberandi meðal fólksins og skemmdir á hús- næði litlar. Ungmennin áttu í slagsmálum og voru með ólæti og jafnframt voru hjólbarðar lög- reglubíla skornir með hnífi. Alls voru um 70 manns í samkvæminu og flest voru ungmennin 19 ára. Lögreglumaður kemst í eftirsótt nám hjá FBI GERT er ráð fyrir plássi fyrir íslensk- an lögreglumann á eftirsóttu námskeiði hjá bandarísku al- ríkislögreglunni (FBI) í Quantico í Virginíufylki innan skamms. Ríkislögr- eglustjóri og Lög- regluskóli ríkisins tilnefna lögreglu- manninn sem fær að fara í námið sem stendur yfir í þrjá og hálfan mánuð og lýkur með formlegri útskrift. Þátttakendur eru m.a. þjálfaðir í' DNA-rannsóknum, tölvufræðum, samningaviðræð- um við gíslatökumenn, með- höndlun sönnunargagna, brota- vettvangsrannsóknum og fleiru. Önnur námskeið FBI í boði fyrir íslenska lögreglumenn Thomas J. Pickard varaforseti FBI sem sat nýafstaðið Evrópu- þing Interpol í Reykjavík segir að sá lögreglumaður sem valinn verði til þátttökunnar muni verða í hópi 200 bandarískra lögreglumanna á námskeiðun- um, sem eru ströng en eftirsótt af lögregluliðum um heim allan. „Það er ætlast til þess að þátt- takendurnir skrifi fjölda rit- gerða um ýmis efni en þeir geta valið sér námskeið sem fellur að bakgrunni þeirra svo þeir fái sem mest út úr náminu, “ segir Pickard. „Þeir fá líka lík- amsþjálfun til að tryggt sé að þeir séu í góðu formi og svo geta þeir fengið skotvopnaþjálfun ef þeir óska þess. í sumum tilfell- um er það þó óþarfi enda bera lögreglu- menn sumra landa ekki skotvopn.“ Pickard hefur rætt við Sólveigu Pétursdóttur dóms- málaráðherra um væntanlega sam- vinnu á þessu sviði en að auki standa mörgum íslenskum lögreglumönnum til boða önnur nám- skeið sem annað- hvort fara fram hér- lendis undir stjórn alríkislögreglu- manna eða í Banda- ríkjunum. Á síðasta ári komu t.a.m. tveir alríkislögreglumenn til Islands og héldu námskeið fyrir íslenska lögreglumenn í DNA-rannsókn- um og rannsóknum á ofbeldis- glæpum. Pickard sat 29. Evrópuþing Interpol í Reykjavík sem áheyrnarfulltrúi og segir mikið samstarf vera á milli bandarísku lögreglunnar og hinnar evrópsku enda um samskonar glæpi að ræða oft á tíðum, hvort sem eru glæpir á Netinu, fíkni- efnaverslun eða verslun með manneskjur. „Við skiptumst reglulega á upplýsingum við Evrópulöndin um fjölda mála sem varða glæpi á Netinu og fíkniefni," segir hann. „Það er fjöldi eiturlyfjahringa sem telur stundum betra að flytja inn fíkniefni til Bandaríkjanna í gegnum Evrópu en að flytja þau beint inn frá Mið- eða Suður- Ameríku því eftirlitið er veikara með innflutningi í gegnum Evrópu.“ Thomas J. Pickard, varaforseti banda- rísku alríkislög- reglunnar, FBI. Háskóliim stendur fyrir menningar- og fræðahátíð Borgarlífið skoðað frá Morgunblaðið/Kristinn Starfshópur Opins Háskóla leggur nú lokahönd á menningar- og fræða- hátiðina Líf í borg, sem hefst á fimmtudag og stendur til sunnudags. LÍF í borg nefnist menningar- og fræðahátíð sem Háskóli Islands stendur fyrir, en hátíðin er framlag Háskólans til Reykjavíkur - Menn- ingarborgar Evrópu árið 2000 og hefst á fimmtudaginn og lýkur á sunnudaginn. Þetta kom fram í samtali Morgunblaðsins við Mar- gréti S. Björnsdóttur, formann verkefnisstjórnar Opins Háskóla, en í gær var verið að leggja loka- hönd á undirbúninginn, sem staðið hefur yfir í um 2 ár. „Hátíðin er fyrst og fremst ætluð almenningi og því verður boðið upp á fjölbreytta dagskrá sem speglar borgarlífið í sínum margvíslegu myndum,“ sagði Margrét. „Við er- um að reyna að opna Háskólann fyrir fólki og verður ókeypis inn á alla dagskrárliði hátíðarinnar.“ Páll Skúlason rektor setur hátíð- ina klukkan átta á fimmtudags- kvöldið í Hátiðarsal Aðalbyggingar Háskóla íslands. Margrét sagði að síðar um kvöldið myndu þeir Matt- hías Johannessen skáld og Ástráð- ur Eysteinsson, prófessor í bók- menntafræðum, standa að dagskrá um Reykjavíkurljóð Matthíasar. Hún sagði að um kvöldið yrðu einn- ig tilkynnt úrslit í samkeppni um sönglag við kvæði Jónasar Hall- grímssonar, „Vísindin efla alla dáð,“ og að Háskólakórinn myndi flytja verðlaunalagið. Fyrirlestrar og vettvangsferðir Margrét sagði að síðdegis á föstudag hæfist dagskráin, en hún samanstendur af um 100 fyrirlestr- um, þar sem m.a. verður fjallað um þarfir borgarfjölskyldunnai-, börnin í borginni, glæpi, klám og vændi, trúarlíf í borginni, dýralíf, gróður- far og jarðfræði borgarinnar. Mar- grét sagði að fyrirlesaramir kæmu víðsvegar að og að þessa daga sem hátíðin stæði yfir gæfist almenningi tækifæri til að ræða saman um má- lefni sem vörðuðu lífið í borginni. Eggert Þór Bernharðsson, sem situr í verkefnisstjórn Opins Há- skóla, sagði að auk fyrirlestranna yrði á hátíðinni boðið upp á vett- vangsferðir, þar sem fólki gæfist t.d. kostur á því að fara í bátsferðir um sundin og skoða borgina þaðan, þá yrði einnig farið í reiðhjólaferðir og göngutúra um borgina. Hann sagði að auk þessa yrðu settar upp leik-, list- og ljósmyndasýningar. Viðburðaríkt ár fyrir Opinn Háskóla Stúdentar munu ekki láta sitt eftir liggja á hátíðinni. Að sögn Fanneyjar Karlsdóttur og Hauks Agnarssonar frá Stúdentaráði munu stúdentar setja upp stórt tjald í skeifunni fyrir framan Aðal- bygginguna og verður fjölbreytt dagskrá í tjaldinu alla hátíðardag- ana. Á fimmtudaginn verða t.d. haldnir djasstónleikar í tjaldinu og afrískir dansar sýndir. Þar sem um mjög fjölbreytta dagskrá er að ræða munu nokkrir dagskrárliðir fara fram samtímis, en hver dagskrárliður er sjálfstæð- ur og geta hátíðargestir því ætíð valið á milli ólíkra efnisatriða. Mar- grét sagði að fólk gæti nálgast dag- skrána í Aðalbyggingu Háskólans, á bensínstöðvum Olís og á heima- síðu Háskólans: www.opinn- haskoli2000.hi.is. Margrét sagði að þetta ár væri þegar búið að vera mjög viðburðar- íkt fyrir Opinn Háskóla. í byrjun árs hefði verið opnaður sérstakur vísindavefur sem notið hefði mikill- ar hylli og að þátttaka á námskeið- um, sem boðið hefði verið upp á bæði fyrir almenning og börn, hefði farið langt fram úr björtustu von- um. „Ég held að eftir þessar miklu undirtektir hljóti Háskólinn að velta því fyrir sér hvort ekki sé hægt að halda þessari vinnu eitt- hvað áfram og bjóða upp á eitthvað þessu líkt í framtíðinni.“ Morgunblaðið/RAX Mikil mildi þykir að ekki skuli hafa farið verr er fólksbifreið fór út af Hafnarfjarðarvegi í Kópavogi í gær. í /7/ | IWj iljj i % >. J '\mi fli iHn ! i Æ- «| Bfll valt fjórar veltur í Kópavogi MIKIL mildi þykir að ekki skuli hafa farið verr þegar bifreið valt í Kópavogi á níunda tímanum í gær- morgun. Bifreiðinni var ekið norður Hafnarfjarðarveg og útaf veginum við eystri vegarbrún, u.þ.b. 20 metrum eftir að handriðinu á brúnni yfir Kársnesbraut sleppti. Þar fór hún yfir grasbala, þvert yfir tengiveginn frá Nýbýlavegi inn á Kringlumýrarbraut og straukst við það við afturenda annarrar bifreið- ar. Þaðan flaug bíllinn út af vegin- um, lenti 30 metrum frá vegkanti, endastakkst, fór að öllum líkindum fjórar veltur og endaði um 70 metr- um frá vegkanti. Bifreiðin ónýt Að sögn lögreglu í Kópavogi er ótrúlegt að ökumaður bifreiðarinn- ar, sem var ung kona, skyldi sleppa svo sem raun varð, en hún var flutt á slysadeild marin og aum eftir bíl- belti. Þykir fullvíst að beltið hafi komið í veg fyrir að verulega illa færi. Bifreiðin er ónýt. Árekstur á Vestur- landsvegi LAUST iyrir kl. 9 í gærmorgun lentu tvær bifreiðir saman á Vesturlandsvegi, við Hafra- vatnsafleggjara. Tvær sjúki-a- bifreiðir og tækjabifreið slökkvi- liðsins voru kallaðar á vettvang og þurfti að klippa ökumann annarrar bifreiðarinnar lausan. Hann var með skurð á enni og að sögn læknis líklega með heilahristing. Flytja þurfti öku- menn beggja bifreiða á sjúkra- deild til aðhlynningai' og læknis- rannsóknar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.