Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000
FRETTIR
MORGUNBLAÐIÐ
Tölvunefnd setur
reglur um upp-
tökur í skólum
TÖLVUNBFND hefur gefið út álit
þar sem fram kemur að uppsetning
myndavéla á skólalóðum og í næsta
umhverfi skóla sé heimil þar sem
sérstök þörf sé á, en uppsetning
véla innanhúss sé óheimil annars
staðar en við anddyri, í matsölu
nemenda, við nemendaskápa og á
opnum svæðum og göngum skólans,
enda beri nauðsyn til.
Sigrún Jóhannesdóttir, fram-
kvæmdastjóri tölvunefndar, sagði í
gær að fjölmörg erindi hefðu komið
frá einstökum skólum og þegar er-
indi hefði borist frá menntamála-
ráðuneytinu hefði nefndin ákveðið
að gefa út reglur, sem hægt yrði að
vísa til.
Skulu settar upp
með áberandi hætti
í álitinu segir að uppsetning
myndavéla í grunnskólum sé háð
leyfi skólanefndar viðkomandi
sveitarfélags. Þar sem myndavélum
sé komið fyrir skuli með merki eða
á annan áberandi hátt gera glögg-
lega viðvart um tilvist þeirra.
Segir að bannað sé að skoða
myndefni nema samkvæmt ákvörð-
un skóiastjóra eða yfirkennara þeg-
ar upp komi mál, sem varði þjófnað,
skemmdarverk, einelti eða annars
konar ofbeldi. Skoðun myndefnis sé
óheimil öðrum en skólastjóra og yf-
irkennara viðkomandi skóla. Þeim
sé hins vegar heimilt að kalla til
aðra starfsmenn skóla, beri brýna
nauðsyn til, til dæmis til að bera
kennsl á einstak nemendur. Bjóða
skuli því barni, sem hlut eigi að
máli, og foreldrum þess að vera við-
statt skoðun myndefnis.
Ekki má geyma myndefni eða
myndbönd lengur en eina viku og
skal efnið geymt á öruggum, læst-
um stað. Að þeim tíma liðnum skal
myndefninu eytt.
Tölvunefnd leggur fyrir skólayf-
irvöld að haga uppsetningu eftir-
litsmyndavéla í skólum og notkun
og meðferð myndefnis í samræmi
við þessar reglur. Tekið er fram að
reglurnar eigi aðeins við um upp-
tökur á hliðrænu formi. Sérstakt
leyfi tölvunefndar þurfi hins vegar
til að setja upp og nota stafrænan
búnað, sem til dæmis geri kleift að
finna í einni svipan allar myndir eða
myndskeið af tilteknum einstakl-
ingum. Þá eigi þessar reglur ekki
við þegar notaður sé búnaður, sem
ekki tekur upp myndir, heldur sýnir
þær aðeins á skjá, til dæmis hjá
húsverði.
Viðvarandi upptökur í
kennslustofum ekki boðlegar
Sigrún kvaðst ekki telja ólíklegt
að eitthvað væri um að skólar
þyrftu að breyta því fyrirkomulagi,
sem væri á myndbandsupptökum.
Það ætti einkum við um þau tilfelli,
sem geymslutími væri lengri, en
einnig þyrftu menn að taka niður
búnað í kennslustofum þar sem
hann hefði verið seftur upp. Hún
sagði að í lagi væri að setja upp
búnað í kennslustofum ef um væri
að ræða afmörkuð verkefni, sem
ættu sér upphaf og endi. En hins
vegar væri ekki hægt að bjóða nem-
endum upp á viðvarandi myndatök-
ur í kennslustofunni.
í álitinu segir að í lögum um
skráningu og meðferð persónuupp-
lýsinga frá 1989 sé ekki að finna
sérstakt ákvæði um notkun mynda-
véla við söfnun persónuupplýsinga
um fólk, en nefndin hafi hins vegar
litið svo á að myndataka og kerfis-
bundin söfnun mynda geti eftir at-
vikum jafngilt skráningu persónu-
upplýsinga í skilningi laganna. Slík
skráning sé heimil ef hún er eðlileg-
ur þáttur í starfsemi viðkomandi
aðila og nái einungis til þeirra, sem
tengist starfi hans eða verksviði:
„Af því leiðir að lögmæti kerfis-
bundinnar söfnunar mynda úr
skólastarfi ræðst af því hvort hún
sé framkvæmd þannig að hún geti
talist vera „eðlilegur liður“ í starf-
semi skólans í skilningi framan-
gi'einds ákvæðis," segir í álitinu.
„Hvort svo sé ræðst einkum af því
hvort gengið sé lengra í slíku eftir-
liti en þörf krefur til að ná lögmætu
og sanngjörnu markmiði sem að er
stefnt. Augljóst er að slíkt eftirlit
getur átt sér málefnalegan tilgang,
s.s. til að stemma stigu við skemmd-
arverkum, þjófnaði, ofbeldi, einelti
o.þ.h., en afar mikilvægt er að
ganga ekki svo langt að brjóti gegn
grundvallarréttindum manna til að
njóta friðhelgi um einkalíf sitt.“
Morgunblaðið/Ingólfur
Þrír voru fluttir á slysadeild eftir harðan árekstur á mótum Gullengis og Reyrengis á laugardag.
Harður
árekstur í
Grafarvogi
HARÐUR árekstur varð á mótum
Gullengis og Reyrengis laust fyrir
klukkan 19 á laugardaginn. Jeppa
var ekið inn í hlið fólksbíls, með
þeim afleiðingum að ökumaður og
tveir farþegar fólksbílsins slösuð-
ust og voru fluttir á slysadeild
Landspítalans í Fossvogi. Meiðsli
ökumannsins voni talin alvarleg,
en hann skarst í andliti og fékk
áverka á mjöðm. Ökumaður jeppa-
bifreiðarinnar slapp ómeiddur.
Kranabifreið kom á staðinn og
fjarlægði báðar bifreiðarnar, en
þær voru óökufærar, að sögn lög-
reglunnar í Reykjavík.
Talsvert hefur verið um slys við
þessi gatnamót og virðist svo sem
ökumenn átti sig ekki á að bílar
sem koma úr botnlanganum eiga
réttinn.
Verk eftir Lawrence Weiner afhent
í bókasafni Háskólans á Akureyri
Morgunblaðið/Einar Falur
Lawrence Weiner og Þorsteinn Gunnarsson, rektor IiA,
við afhendingu á verki Weiners.
Verkin segja allt
sem segj a þarf
í BÓKASAFNI Háskólans á Akur-
eyri var í gær afhent listaverk eft-
ir bandaríska listamanninn
Lawrence Weiner. Hann er einn
þeirra listamanna sem hefur verið
tengdur við upphaf hugmyndalist-
arinnar á sjöunda ártugnum.
Verkum sínum hefur Weiner fyrst
og fremst fundið farveg í formi
tungumálsins, sem hann yfirfærir
á sjónrænan máta. Orð sín og hug-
myndir notar hann sem hluti eða
skúlptúra sem hann birtir áhorf-
endum, oft á óvæntum stöðum í
umhverfinu.
Að sögn Jóhannesar Þórðarson-
ar, arkitekts hjá Glámu-Kími, sem
hafði umsjón með verkinu, eru tvö
ár frá því fyrst var farið að huga
að því að finna þessu verki stað,
en Gláma-Kím hefur séð um breyt-
ingar og uppbyggingu á húsnæði
háskólans. Verkið, sem er texta-
verk unnið í þykka stálplötu, blas-
ir við notendum safnsins þegar
gengið er að bókahillunum og nýt-
ur sín vel í björtu og látlausu um-
hverfi.
Rektor veitti verkinu viðtöku
Þorsteinn Gunnarssou, rektor
Háskólans, veitti verkinu viðtöku
við hátíðlega athöfn í bókasafninu,
en listamaðurinn og kona hans,
Alice, voru bæði viðstödd ásamt
öðrum sem hlutdeild höfðu átt í
verkefninu. Jóhannes sagði það
sérstaka ánægju að taka við verki
eftir listamann á borð við
Lawrence Weiner þar sem það
væri yfirlýst stefna Weiners að
færa listina út til hins almenna
manns, út úr þeim fílabeinsturnum
þar sem henni væri oftast fundinn
staður. Það væri í fullkomnu sam-
ræmi við það megin hlutverk skól-
ans að veita almenningi aðgang að
æðri menntun.
Lawrence Weiner sagði að
stærsti kosturinn við að nota orð í
skúlptúra væri sá að hann þyrfti
þar fyrir utan ekki að segja mikið,
því verkin segðu allt. Hann lét
þess þó getið að hann hefði ekki
orðið sá maður sem hann væri án
bóka og að Iistaverkum á borð við
hans væri ekki ætlað að kenna
fólki eitt eða neitt, heldur einfald-
lega að vera til staðar svo það
gæti lært sjálft.
Að lokum sagði hann að það
væri sér sérstakt ánægjuefni að
færa háskólanum þetta verk að
gjöf.
Nýr skólameist-
ari Iðnskólans
í Reykjavík
BALDUR Gíslason
hefur verið ráðinn
skólameistari Iðn-
skólans í Reykjavík
frá 1. júní nk. Átta
umsækjendur sóttu
um stöðuna, sem
menntamálaráðun-
eytið veitir til fimm
ára í senn.
Fráfarandi skóla-
meistari er Ingvar
Ásmundsson.
Baldur er fæddur
árið 1947 og lauk
meistaraprófi í
rafvirkjun árið
1970. Hann lauk
prófi í uppeldis- og
kennslufræði frá Kennarahá-
skóla íslands árið 1982 og
meistaraprófi í skólastjórnun og
skólaþróun frá
School of Education,
University of Bristol
árið 1996. Hann
kenndi við Fjöl-
brautaskólann í
Breiðholti um ára-
tugaskeið og var
deildarstjóri við raf-
iðnaðardeild skólans
samhhða kennslunni
og kennslustjóri frá
1994 til 1998. Baldur
hefur frá árinu 1998
gegnt starfi verkefn-
isstjóra hjá Prent-
tæknistofnun og
Starfsgreinaráði upp-
lýsinga- og fjöl-
miðlagreina og hefur að auki
gegnt ýmsum störfum fyrir
menntamálaráðuneytið.
Baldur Gíslason
skólameistari.