Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 21
KVIKMYNDAHÁTÍÐIN í CANNES
Björk Guðmundsdóttir valin besta leikkona kvikmyndahátíðarinnar í Cannes
Björk og Lars Von Tríer
sátu fyrir svörum í hátíð-
arhöllinni á sögulegum
blaðamannafundi eftir að
hafa tekið á móti æðstu
verðlaunum kvikmynda-
hátíðarinnar í Cannes á
sunnudagskvöld.
BJÖRK er eitt sólskinsbros á blaða-
mannafundi í hátíðarhöllinni, þar sem
hún situr fyrir svörum ásamt danska
leikstjóranum Lars Von Trier enda
hefur myndin Dancer in the Dark hreppt
Gullpálmann og hún verið valin besta leikkona
hátíðarinnar. Þegar þau ganga í salinn ætlar allt
um koll að keyra af fögnuði. Franskur blaða-
maður er valinn úr regnskógi af höndum á lofti
og spyr hver munurinn sé á því að semja lag og
skapa persónu í kvikmynd?
„Fyrir mér er þetta orrustan milli orða og
tónlistar,“ svarar Björk og brosir út að eyrum.
„Þetta eru tvær ólíkar hhðar á mér, inn á við og
út á við. í daglegu lífí beiti ég rökhyggju í sam-
skiptum við umheiminn, í samræðum, þegar ég
versla, greiði reikninga, á fundi með lögfræðing-
um. En þegar ég sem tónhst, þá tel ég: Einn,
tveir, þrír, fjórir. Og þegar lagið hefst, hverf ég
inn á við, inn í heim þar sem allt er hægt, þar
sem allir draumar geta ræst.
Aftur á móti fannst mér það dáUtið skrýtið við
leikUstina að í stað þess að hlakka til, eins og íyr-
ú tónleika eða áður en ég fer í hljóðver, þá
hlakkaði ég ekki til að leika, vegna þess að það
var ekki flótti inn í heim tónUstar, drauma. Það
var meiri rökhyggja, samskipti, samræður og
það er ekki mín sterka hlið. Svo eftir langan
tíma, fjóra mánuði af tökum, þá leið mér eins og
fiski á þurru landi, vegna þess að ég hafði verið
of lengi í heimi orða, en of lítið í heimi söngva."
Góður töfradrykkur
Því næst stendur blaðamaður Morgunblaðs-
ins upp og býst til að spyrja, en Lars Von Trier
ber kennsl á hann og grípur fram í: „Er þessi
maður frá Islandi!?“ Hann heldur áfram: „Þá
viljum við ekki heyra þessa spumingu!" Það er
hlegið í salnum á meðan hann Utur flóttalega í
kringum sig: „Þetta á að heita alþjóðlegur við-
burður og við viljum ekki hlusta á íslenskar
spumingar!"
„Þú hefur þegar fengið þínar, nú er komið að
Björk,“ svarar blaðamaður, pínuh'tið upp með
sér, og óskar Björk til hamingju með stórkost-
lega frammistöðu, yndislega tónUst og sann-
gjöm verðlaun - var þetta þess virði?
„Það lítur út fyrir það í dag, finnst þér það
ekki?“ svarar Björk og ljómar í framan. „Ég
virðist alveg hafa gleymt öllum hinum níu
hundmð, eða hversu margir vom það?“ veltir
hún vöngum og lítur á Trier. „Eitt þúsund eitt
hundrað og - eitthvað dagar?“ Hún geislar af
gleði. „Og í dag gat ég gleymt þeim öUum. það
verður að teljast ansi gott, ekki satt? Þetta er
mjög góður töfradrykkur, sem er boðið upp á
hér í Cannes. Nei, ég er mjög hamingjusöm.
Mér Uður eins og ég sé komin á áfangastað. Það
heíúr verið vafinn stór bleikur franskur borði
um öll þessi ár.“
En hvað fór um huga þinn, þegar Luc Besson
söng „It’s Oh So Quiet“ á sviðinu og sagði nafnið
þitt? Hún er sein til svars, svo stjórnandinn,
Henri Behar, áréttar: „Hvað finnst þér um Luc
Besson sem söngvara?"
„Viltu heyra sannleikann?" spyr Björk á móti
en bíður ekki eftir svari. „Ég var orðin svo
spennt að það var eins og ég væri í vímu. Hjart-
að sló frá 60 slögum á mínútu og upp í 210,“ seg-
ir hún og trúir salnum fyrir þvi að það sé „mjög
hratt og mikið stökk.“ Svo segir hún að síðustu:
„Ég er ekki viss um að þessi áhrif hafi öll verið
tilkomin vegna sönghæfileika Lucs Bessons."
Ópíum fyrir listamennina
Þá fær Lars Von Trier loks spumingu. Hvað
finnst honum um verðlaun almennt og það að
hafa unnið Gullpálmann?
„Við erum ekki í hundrað metra hlaupi, svo
það er jafnan mjög erfitt að gera upp á milli,“
svarar hann. „En ég verð að segja að þegar
maður fær ekki verðlaun, þá þolir maður þau
ekki. Með tímanum verða þau ópíum fyrir lista-
mennina."
„Tilfinningin er mjög góð,“ skýtur Björk inn í.
„Ekki misskilja mig,“ heldur Trier áfram.
„Ég er mjög þakklátur fyrir það sem Gilles
[Jacob hátíðarstjórinn] hefur gert fyrir mig.
Annars hefði ég líklega aldrei framleitt nema
eina kvikmynd." Hann víkur aftur að verðlaun-
unum: „Égá enn eftir að fá einn Gullpálma í við-
Morgunblaðið/Halldór Kolbeins
Björk tekur við verðlaunum fyrir hlutverk sitt í Dancer in the Dark.
Komin á
áfangastað
bót til að verða jafnoki Billes Augusts. Þar sem
það tók mig fimmtán ár að fá minn fyrsta, þá hef
ég orðið sterkari stöðu á markaðnum, og ef til
vill tekur það mig aðeins tíu ár að verða mér úti
um þann næsta. Þá verð ég líka orðinn alveg
uppgefinn."
Þetta er fyrsta hlutverk Bjarkar í kvikmynd;
gæti hún hugsað sér að endurtaka þessa
reynslu?
„Mér hefur alltaf fundist ég lánsöm að hafa
tónlistina því heimurinn er fullur af kappakst-
ursbílstjórum sem vilja verða tannlæknar og
tannlæknum sem vilja verða kappakstursbíl-
stjórar. Mér finnst ég mjög lánsöm að vilja fást
við tónlist og fást við tónlist. Mig langaði aldrei
til að verða leikkona, aldrei nokkurn tíma. Þegar
Lars bað mig um að gera söngleik ætlaði ég að-
eins að semja tónlistina. Það var ekki fyrr en ári
síðar að Lars sannfærði mig um að það yrði að
vera sama persónan, sem myndi semja tónlist-
ina og leika í myndinni. Ég vissi þegar ég svar-
aði þessu játandi að þetta yrði ekki aðeins mitt
fyrsta hlutverk heldur líka mitt síðasta og ég er
ánægð með að þetta var reynslan sem ég fékk af
kvikmyndum."
Afsakið, hváir Behar og lítur á Björk, varstu
að segja að þetta yrði síðasta myndin þin?
„Já, ég verð að gefa út plötur núna,“ svarar
hún full af ákafa, „og er búin að tapa miklum
tíma.“
„Ekki voga þér...“ segir Behar.
„Ég á aðeins fimmtíu ár eftir ólifuð,“ svarar
Björk brosandi. „Ég á eftir að gera svo margar
plötur."
Liði eins og viðundri
Því næst er Trier spurður út í þá misjöfnu
dóma sem Dancer in the Dark fékk í fjölmiðlum.
„Ef hún hefði ekki vakið neinar deilur liði mér
eins og ég væri jafnvel enn eldri," svarar Trier.
„Ég er mjög glaður yfir því að sumir þola ekki
myndina, því miður. Annars liði mér eins og við-
undri.“
Eru myndir ekki spuming um tilfinningu,
hvaða tækni sem er notuð?
„Jú,“ svarar Lars.
Hvernig leið þér þegar Lars Von Trier sagði
uppi á sviði að hann elskaði þig, en hann teldi að
þú myndir aldrei trúa því? spyr blaðamaður frá
Ástralíu.
„Þau vilja að ég verði meyr!“ glettist Björk og
gerir sig ekki líklega til að svara.
„Svaraðu spumingunni!" segir Trier blákalt.
„Ohh,“ svarar hún og hlær. „Ég vil gjarnan
hafa svona lagað út af fyrir mig.“
„Lát heyra,“ ítrekar Trier og lengir eftir
svari.
„Má ég syngja það?“ spyr hún sakleysislega.
Já, hrópa blaðamennimir í salnum í einum
kór og allir fara að klappa, svo hún neyðist til að
biðja um hljóð.
„Ég er alveg orðlaus," svarar hún auðmjúk-
lega. „Ef þið gefið mér tíu ár, þá lofa ég að svara
því, í fullt af lögum og fullt af hlutum, því það er
erfitt fyrir mig að stjóma því hvenær svona lag-
að brýst upp á yfirborðið. Það virðist gerast á
skrýtnum stundum og skrýtnum augnablikum,
en það verður að gerast af sjálíú sér. Ég hef
mikla trú á eðlisávísun og ætla að halda mig við
það.“ Björk reynir að vera alvarleg, en fer svo að
skellihlæja og segir: lvAuðvitað elska ég hann.“
Allra augu beinast að henni og hún bætir við:
„Núna roðna ég.“
Athvarf frá veruleikanum
Tökur á myndum em alltaf erfiðar, fullar af
togstreitu og aldrei eins og leikarar lýsa þeim á
blaðamannafundum, sagði Catherine Deneuve.
Má segja það sama um gerð platna?
„Ég hef mikið velt þessu fyrir mér og kemst
að nýjum niðurstöðum í hverri viku,“ svarar
Björk. „I hvert skipti sem ég geri tónlist, undan-
farin fimmtán ár, hefur það verið ánægjuleg
reynsla, eins konar athvarf frá raunvemleikan-
um þar sem fólk dansar og býr til yndislega tón-
list. Það er í eðli tónlistar að vera næsti heimur
við raunvemleikann. En kvikmyndir em allir
heimar í einum. Á meðan það var mjög sárs-
aukafullt að gera myndina hafa allar plötumar
mínar verið ánægjulegar; ef maður svífur ekki í
skýjunum þá er eitthvað að. Það fannst mér
skrýtið, að þjást svona mikið og standa samt í
þeirri trú að allt væri í himnalagi. Það tók mig
tíma að venjast sársaukanum."
En hvemig var að horfa á myndina í fyrsta
skipti?
„Það að semja tónlistina var mun meira metn-
aðarmál fyrir mér. Ég veit að í Cannes er mun
meira talað um kvikmyndir, leiklist, tökur, leik-
stjóra o.s.frv. En fyrir mér er tónlistin það eina
sem skiptir máli. Og þegar ég horfði á tónlistina
í fyrsta skipti hafði ég engar áhyggjur af leikn-
um; ég vildi óska að mér hefði ekki staðið á sama
um myndina, en kvikmyndir em ekki á mínu
áhugasviði. Svo ég hlustaði aðeins á hljóðgæðin
og skrifaði hjá mér punkta um bassann og
strengina. Við voram með 120 hljóðrásir í
hverju lagi og það tók mig tvö og hálft ár að gera
tónlistina, en tökumar stóðu yfir í fjóra mánuði.
Svo öll mín einbeiting beindist að tónlistinni.
Þegar ég var á frumsýningunni hér í Cannes
fyrir viku hafði ég aðeins áhuga á hljómnum, en
ekki upplifuninni sem slíkri.“
Leynihnappur á Björk
Þú hefur aldrei komið til Bandaríkjanna. Af
hverju ferðast þú ekki? er Trier spurður.
„Mér líka ekíd ferðalög," segir hann. „Ég kom
hingað á bílnum mínum og það tók þijá daga.
Það gekk ágætlega en ég er strax kominn með
heimþrá. Ég sakna líka drengjanna minna. Þeir
hafa kastað upp í alla nótt; ef til vill vegna þess
að ég var ekki heima. Ég vil bara búa í litlu Dan-
mörku, á litla heimilinu mínu, - þar vil ég vera.“
Annað árið í röð er leikkona verðlaunuð, sem
er það ekki að atvinnu. Hvað finnst þér um það?
„Ég á erfitt með að svara því,“ segii- Trier.
„Ég get aðeins lýst minni aðferðafræði; ég bý
yfir meiri tækni þannig að þau verða að búa yfir
minni, hvemig hljómar það? Það sem ég hef
gert með Björk hefúr verið sársaukafullt, eins
og komið hefur fram, en ég veit um h'tinn
hnapp,“ segir hann ogýtir á bakið á henni, „sem
ég get ýtt á og þá verður hún svona eða svona,“
heldur hann áfram og setur upp mismunandi
svip. „Við getum lesið huga hvort annars, svo í
hvert skipti sem mér fannst að hún ætti að gera
eitthvert „kabúmm" - þá gerði hún það. Ég er
ekki að segja að tækni myndi hindra það en
þetta finnst mér alveg stórkostlegt."
Þú sagðir áðan á sviðinu að þú elskaðir hana,
en vissir ekki hvort hún tryði þér, segir stjórn-
andinn.
„Já, það var búið að koma fram,“ segir Trier
pirraður.
„Já, jæja, ég get fullvissað þig um það,“ segir
stjómandinn og leggur höndina á öxlina á
Björk, „að hann elskar þig og við geram það öll.“
„Þetta segið þið öll,“ tautar Trier. „Svona er
talað í Bandaríkjunum." Hann vekur hlátur í
salnum, Björk hallar sér að honum og segir:
„Þér er að lærast þetta.“
„Mér líkar mun betur við hana en hún held-
ur,“ klykkir Trier út með, „og ég vona að henni
líki mun betur við mig, en ég held.“