Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 23.05.2000, Blaðsíða 14
14 ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Börnin ganga sjálf frá diskum sínura og glösum þegar þau eru búin að borða og fara svo út að leika. Börnin borðuðu ofnbakaðan fisk og kartöflur með bestu lyst í hádeginu í gær. Boðið upp á heitan mat í hádeginu fyrir 1.-4. bekk Háteigsskóla Börnin hressari o g endurnærð Hlíðar - Holt BÖRNIN í fyrsta til fjórða bekk í Háteigsskóla fá dag- lega heitan mat í hádeginu og borða þau í hátíðarsal skólans í tvennu lagi. Klukk- an hálftólf setjast börnin í fyrsta og öðrum bekk við borð í salnum, þeim er færð- ur maturinn og þau fá sér sjálf á diskana. Eftir matinn fara þau út að leika sér en þá koma börnin í þriðja og fjórða bekk og fá að borða. Ásgeir Beinteinsson, skólastjóri Háteigsskóla, segir þetta fyrirkomulag hafa reynst mjög vel frá því að það var tekið upp í haust. Kennararnir tali um að börnin komi endurnærð í kennslustundirnar eftir há- degi, eftir að hafa fengið góða máltíð og leikið sér úti, en áður hafi þau verið orðin talsvert þreytt eftir hádegi og kennslustundirnar þá ekki nýst sem skyldi. Einnig hafi margir foreldrar nefnt að börnin komi hressari heim úr skólanum eftir að heitu máltíðirnar voru tekn- ar upp og hádegishléið lengt. Börnin segja að matur- inn í skólanum sé góður Þröstur Harðarson kokk- ur eldar matinn í eldhúsi skólans og er ýmist boðið upp á kjöt eða fisk, en einu sinni í viku er spónamatur, eins og hann kallar það og á þá við grjónagraut, skyr eða kakósúpu. I hádeginu í gær hámuðu börnin í sig ofnbakaðan fisk og kartöflur með bestu lyst og sögðu þau að maturinn í skólanum væri yfirleitt mjög góður. Ásgeir segir að maturinn sem borinn er fram fyrir börnin eigi að vera bæði hollur og góður og öfugt við það sem margir kynnu að halda sé mun hagkvæmara og einfaldara að bjóða upp á heitar máltíðir en smurt brauð og mjólkurvörur til dæmis. Það taki lengri tíma og .sé dýrara að smyrja brauð handa öllum börnun- um, en að elda handa þeim fisk. Foreldrar borga 3.500 krónur á mánuði og fer sú upphæð í hráefniskostnað en skólinn fær fjárveitingu frá borginni fyrir launakostnaði vegna mötuneytisins. Af þeim 160 börnum sem eru í bekkjunum fjórum borða um 120 heitan mat í hádeginu en hin borða nesti sem þau koma með að heiman. Lengd viðvera með sama sniði næsta vetur í Háteigsskóla hefur um nokkun-a ára skeið verið boðið upp á lengda viðveru að loknum kennsludegi fyrir börn í fyrsta til fjórða bekk, líkt og í flestum skólum borgarinnar. Ásgeir segir að lengda viðveran verði höfð með sama sniði næsta vetur, en hún hefst að lokinni kennslu klukkan 13:40 og lýkur klukkan 17:15. Af þeim 160 börnum sem eru þessum bekkjum eru um 80 sem nýta sér þessa lengdu viðveru að einhverju leyti. Margft nýtt í húsdýragarðinum Laugardalur ÝMSAR nýjungar eru framundan í starfsemi Fjölskyldu- og húsdýra- garðsins, sem nú er rekinn samkvæmt þjónustusamn- ingi Reykjavíkurborgar, ÍTR, rekstrarstjómar og starfsfólks. Starfsfólk og stjórn garðsins hefur undanfarið unnið að mótun stefnu í starfsemi hans næstu fimm árin. Meðal annars er stefnt að því að lengja opn- unartíma, opið verður alla daga vikunnar frá klukkan 10 til 18 á sumrin og 10 til 17 á veturna. Boðið verður upp á einstaka kvöld- skemmtanir, sú fyrsta verður 23. júní næstkom- andi, vegna Jónsmessunn- ar. Gert er ráð fyrir ýmsum árlegum nýjungum, vorið 2001 verður kastali settur upp í garðinum og leiktæki, svo sem jámbrautarlest, hringekja eða parísarhjól, leigð tímabundið. Einnig er ætlunin að fjölga dýrateg- undum og opna sjávardýra- safn og náttúrugripasafn. Aukin áhersla verður lögð á fræðslu og verður umhverfisfi'æðsla aukinn sérstaklega. Nýta á Netið í fræðslustarfinu, en nýverið var ný heimsíða garðsins, www.mu.is, opnuð. Hátíð í Efra- Breiðholti Breiðholt HVERFISHÁTÍÐ var hald- in í Efra-Breiðholti á laug- ardaginn. Ibúar hverfisins söfnuðust saman og gerðu sér glaðan dag. Dagurinn hdfst með morgungöngu um hverfið sem hófst við Fellaskóla og endaði við Fella- og Hóla- kirkju þar sem gróðursett var í tilefni dagsins og skoðuð ljósmyndasýning og drukkið kaffi undir söng Gerðubergskórsins. Eftir hádegi var opið hús í Tónskóla Sigursveins. Nemendur fluttu tónlist og kynntu hljóðfæri og gestum gafst m.a. kostur á að fá einkatíma í söng. Síðdegis var svo farið í skrúðgöngu frá Fella- og Holakirkju að íþróttahús- inu við Austurberg þar sem haldin var hátíð og fram komu lúðrasveitin Svanur, kór leikskóla hverfisins og kór Fella- og Hólabrekku- skóla auk fjölmargra ann- arra atriða. Einnig voru veitingar á staðnum og leiktæki fyrir börn og ungl- inga. I tilefni dagsins var svo ókeypis í Breiðholtslaug- ina. Hátíðin er meðal ávaxta verkefnisins Efra Breiðholt - okkar mál, sem íbúar og starfsfólk í hverfinu hafa unnið að undanfarna mán- uði. Morgunblaðið/Ámi Sæberg Það mynduðust langar biðraðir við leiktækin á hverfis- hátiðinni í Efra-Breiðholti. i Það var fjör á Breiðholtsdögum og krakkarnir skemmtu sér í leiktækjum og nýjum púttvelli við Sauðhól. Bæjaryfírvöld í Hafnarfírði reyna að hjálpa ungmennum sem ekki hafa fundið sig í lífínu Frumkvæðið verður að koma frá ungmennunum Hafnarfjörður Á NÆSTU vikum munu hafnfirsk ungmenni, sem fædd eru árin 1982 og 1983 og ekki eru skráð í skóla í Hafnarfirði, fá bréf frá skólaskrifstofu Hafnarfjarð- ar, þar sem þeim verður boðið upp á að eiga fund með náms- og starfsráðgjaf- anum Bryndísi Guðmunds- dóttur og ræða framtíðar- áætlanir sínar. Þetta framtak Hafnar- fjarðarbæjar hefur hlotið heitið eftirfylgdarþjónusta, en í stuttu máli snýst hún um það að unglingum á aldrinum 16 til 17 ára er boðið upp á þjónustu sem felst í því að þeim er veitt ákveðið aðhald fyrstu tvö árin eftir að þau hafa lokið grunnskólanámi. Bryndís, sem er í hálfu starfi hjá Hafnarfjarðarbæ, hefur það hlutverk að ýta þessu verkefni úr hlaði. „Það verður ekki auðvelt, reyndar alltof mikið fyrir eina manneskju í hálfu starfi," sagði Bryndís. „Ég er í þann mund að fara að senda bréfin, en auk þess að senda ungmennun- um bréf mun ég senda for- eldrum bréf, en ég tel mjög mikilvægt að þeir séu hafðir með í ráðum. Með því að senda þessi bréf er ég að reyna að finna út hvaða ungmenni í Hafn- arfirði, sem fædd eru árin 1982 og 1983, eru ekki inn- rituð í skóla. Þess ber að geta að mörg þeirra ung- menna sem ekki eru í skóla í Hafnarfirði geta verið í skóla utan bæjarins og þau munu óhjákvæmilega líka fá bréf og verða þá bara að svara mér því að þau séu í skóla. Þetta er eina leiðin sem ég hef til að finna út hverjir eru ekki í skóla.“ Bryndís sagðist ekki hafa nákvæmar tölur yfir brott- fall nemenda úr skólum í Hafnarfirði. „Ég reikna með að því að þurfa að senda rúmlega 200 bréf en eins og ég sagði áð- ur er líklega stærsti hluti þess hóps, sem fær bréf, í skóla utan Hafnarfjarðar. Miðað við þær tölur sem ég hef séð um brottfall nem- enda úr skóla á Norðurlönd- um má búast við því að um 60 til 100 ungmenni í þess- um tveimur árgöngum hér í Hafnarfirði séu ekki innrit- uð í neinn skóla. Þá er ég að miða við 10 til 15% brottfall, en það er algeng tala. Reyndar fer þetta allt niður í 5 til 6%, þannig að það er í raun ómögulegt að segja ná- kvæmlega til um það hversu mörg ungmenni hafa ekki skráð sig í skóla. Maður rennir alveg blint í sjóinn með þetta. Reyndar er mér sagt að brottfall hafi aukist á Islandi síðustu ár, en það stafar aðallega af því að meiri samkeppni er um þetta fólk, það er nóga vinnu að hafa og í þessu lífs- gæðakapphlaupi okkar detta þau oft úr skóla vegna þess að þau vilja eignast pening." Sumir þurfa meiri stuðning en aðrir Það er í raun ekki fyrr en eftir að búið er að finna út hversu mörg ungmenni hafa ekki skráð sig í skóla að hin raunverulega vinna Bryn- dísar við eftirfylgdina hefst. „Eftir að ég er búin að finna út hverjir eru ekki í skóla og bjóða þeim ung- mennum upp á þjónustu mína mun ég hafa samband við þá gegnum síma. Ég mun bjóða þeim að koma í viðtal og gefa þeim mögu- leika á því að vinna með mér að sínum málum, þannig að í sameiningu getum við fund- ið út hvaða möguleikar standi þeim til boða. Ég mun veita þeim upp- lýsingar, kynna þeim náms- og starfsleiðir og jafnvel fer ég út í það að vinna með þeim að því hvernig maður tekur ákvarðanir og að sjálfsstyrkingu, en allt fer þetta eftir því hvar þau eru stödd persónulega. Sum ungmennin þurfa kannski aðeins bréfið og smá púst til þess að byrja að vinna að sínum málum. Svo eru aðrir sem þurfa meiri stuðning og það krefst fleiri viðtala og meiri vinnu af minni og þeirra hálfu.“ Bryndís sagði að frum- kvæðið þyrfti að koma frá ungmennunum. „Þau verða ekki þvinguð í þetta, það er alfarið þeirra að ákveða hvort þau nýta sér þessa þjónustu eða ekki. Ég veit að þetta mun verða afar vandasamt því ég á al- veg von á því að þeim finnist að ég sé að troðast inn í líf þeirra. Ég kem til með að þurfa að fara mjög varlega að þeim, sérstaklega þeim sem eiga neikvæðar minn- ingar frá skólagöngu sinni. Við lítum þannig á að þetta hafi mikið forvarnar- gildi, því þessir krakkar sem detta út úr skóla og eru oft að skipta um vinnu eru í áhættuhópi bæði varðandi vímuefnanotkun og andlega vanlíðan. Þannig er þetta verkefni einnig hugsað sem ákveðin forvörn."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.