Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 44
44 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000
MENNTUN
MORGUNBLAÐIÐ
Fleiri tákn,
fleiri tákn
Efstafrófið væri lengra/
myndi meining orðanna dýpka?
Maus
ERU einhveijir hér
sem kunna að lesa?
Má ég sjá, rétt’ upp
hönd!
Þannig var spurt
í bekknum fyrsta skóladaginn
minn í sex ára bekk. Örfáir réttu
upp hönd, kannski tveir á Ljóna-
borði og tveir á ísbjamaborði og
þar með var ljóst að hópurinn átti
fyrir höndum vetrarlanga kynn-
ingu á stafrófinu. ítarlega kynn-
ingu á stórum og litlum stöfum,
samhljóðum og sérhljóðum, rauð-
um stöfum og grænum eins og
tíðkaðist þá. Að ógleymdum öllum
orðunum sem eltu okkur inn í
draumana að kvöldi.
Flestir í bekknum höfðu fjöl-
skrúðugan orðaforða, eins og
glöggt mátti heyra þegar kennar-
amir bragðu sér frá eða gleymdu
UUtUADC að sussa, en
* IWnUlir færri kunnu
að skrifa niður
þessi sömu
orð eða lesa
þauafblöð-
um. Fáeinum misserum síðar
höfðum við þó náð þessu öllu sam-
an á okkar vald og þóttumst nokk-
uð góð. Við kunnum skil á þrjátíu
og tveimur táknum; a, á, b, d, ð, e,
é, f, g, h, i, í, j, k, 1, m, n, o, ó, p, r, s,
t, u, ú, v, x, y, ý, þ, æ og ö og
þekktum jafnframt sömu tákn í
viðhafnarútgáfu; A, B, D... Ein-
hverjir kunnu til viðbótar skil á
fjóram útlenskum táknum, c, q, w
og z og þóttust enn betri en hinir.
Þegar stafrófið var komið á
hreint virtust okkur allar leiðir
færar í lífinu. Þar til í ijós kom að
við þurftum líka að læra tíu tölu-
stafi; 0,1,2,3,4,5,6,7,8,9. Við
Eftir
Sigurbjörgu
Þrastardóttur
námum nokkrar skotheldar að-
ferðir til þess að raða saman núm-
erunum á skipulegan máta og
héldum okkur þá hafa öll vopn í
hendi - þar til farið var að troða í
okkur fleiri og flóknari kerfum á
borð við margföldunartöfluna, al-
mennu brotin, metrakerfið og
tímatalið sem reyndist ekki
byggjast á tugum heldur tylftum.
Umferðarmerkin vora hliðarskref
með öllum sínum örvum og tölum
og þá komu prósentumar, pró-
millin, veldin, kvaðratrætumar,
gráðurnar, vektoramir og homa-
follin. Öllum þessum kerfum
fylgdu ekki einasta nýjar reglur
heldur ný tákn til viðbótar við
bókstafina og númerin: + %%o
n < Z * = V “ % °.
Þetta þóttu mörgum slæmar
fréttir, en góðu fréttimar vora
þær að ekki var til viðhafnar-
útgáfa af þessum nýju táknum;
það þurfti ekld að læra bæði stór
tákn og Iítil. A móti kom hins veg-
ar að bókstafimir sjálfir reyndust
margfaldari í roðinu en áður var
talið, í tónfræðitímum kom nefni-
lega í ljós að þeir áttu sér annað
kerfi, tónstigann, þar sem þeir
mynduðu ekki orð heldur skala:
C, D, E, F, G, A, H, C og við bætt-
ust tákn fyrir hækkun og lækkun
tóna auk nótnanna sjálfra. Jafnvel
þagnimar áttu sér sérstök tákn.
Þannig liðu árin og enn bættust
við mælikerfi og táknkerfi; mega-
hertz, desibil, ljósár, Celcius,
Kelvin, breiddarbaugar, stutt-
bylgjur, langbylgjur, sjómílur,
tommur, vindstig. Sumt lærðist í
skólanum, annað í eldhúsinu
heima, í sumarbúðum eða sjón-
varpinu. Við heyrðum talað um 13
marka böm, jarðskjálfta af stærð-
inni 6 á Richter, 940 millibara
lægðir, peysur af stærðinni XXL
og konunga sem hétu kannski
Kristján IX eða Loðvík XIV og
kynntumst þannig sífellt nýjum
aðferðum til þess að mæla, skil-
greina og bera saman fyrirbæri í
daglegu lífi.
Þegar við lærðum að vélrita
komu svo enn fleiri tákn til skjal-
anna, tákn sem við þekktum að
vísu fyrir en vora fallegri prentuð
en handskrifuð; ()„“[]*& og
fleiri. Dollarar og pund reyndust
meira að segja eiga sín eigin tákn
á lyklaborðinu, $ og £, en það var
þó ekki fyrr en tölvur tóku við að
ritvélum sem © og ® urðu hand-
bærir hnappar. Þá loksins gátum
við sett „skrásett vörumerki"
aftan við nafnið okkar og tryggt
okkur höfundarrétt eigin heima-
verkefna.
Eftir því sem á skólagönguna
leið kom sem sagt á daginn að
bókstafirnir þrjátíu og tveir og
tölustafirnir tíu vora ekki full-
nægjandi vopnabúr fyrir frum-
skógarferð lifsins. Þessi göldróttu
tákn sem áttu að hjálpa okkur að
sigra heiminn reyndust ekki ná
hálfa leið utan um þann sama
heim. Þetta voru kerfi sem héldu
hvorki vatni né vindum ein og sér.
Og jafnvel enn í dag, þegar við
höldum okkur hafa náð valdi á öll-
um helstu viðbótartáknum rit-
málsins, bætast enn við ný tákn.
Ef einhver myndi ganga inn í
stofu til mín í dag og kalla: „Rétt’
upp hönd sem kunna að lesa!“
myndi ég jafnvel hika við að rétta
upp höndina. Það er eins og ég
sitji enn á Ljónaborði sex ára
deildarinnar og bíði eftir fyrir-
lestri um framandi tákn á rauðum
og grænum spjöldum. Á auglýs-
ingum og skiltum sem fyrir augu
ber skjóta nefnilega reglulega
upp kollinum tákn sem mér hefur
aldrei verið almennilega kennt á;
_ og fleiri af óræðum upp-
rana. Þessa dagana stendur
meira að segja yfir listsýning sem
ber yfirskriftina „@“ sem áréttar
að umrætt tákn er ekki bara í
tísku heldur orðið að merkingar-
bærri einingu í ritmálinu, enda er
ekkert netfang svo skráð að @
komi ekki fyrir.
Með innreið veffanga og net-
fanga hefur líka fleira breyst í
gamalgrónu samskiptakerfi okk-
ar. Tognað hefur á framburðar-
reglum að því leyti að „www.-
aburdur.is“ er fram borið „vaff
vaff vaff punktur áburður punkt-
ur is“. Grannir sérhljóðar era
bomir fram sem breiðir á vett-
vangi vef- og netfanga og bókstaf-
imir þ, æ, ð og ö sjást hvergi á
sama vettvangi þótt þeir heyrist í
framburði. Ekki þykir heldur til-
tökumál að hefja sémöfn eða
setningar á litlum upphafsstaf eða
sleppa stórum staf á eftir punkti,
samanber www.rav.is og og
eKringlan, enda punkturinn ekki
lengur aðeins greinamerki heldur
þýðingarmikið tákn í nýstárlegu
kerfi. Þannig hefur netvæðingin
ekki aðeins bætt táknum í flór-
una, heldur víkkað út notkun okk-
ar á þeim kerfum sem fyrir era.
Og á þessari þróun verður ekkert
lát, ef svo fer sem horfir.
Sífellt era að bætast við ný
tákn, ný kerfi, og fyrir litlum
nemendum í sex ára bekk þessi
misserin liggur löng og ströng
ganga. Með bros á vör söngla þau
stafrófssönginn og halda að al-
heimssannindin séu læst í „erindi
þessi lítil tvö.“ Um hitt hafa þau
engan gran að „stafrófin" era
mörg og flókin og þeim fjölgar
stöðugt.
Háskóiinn á Akureyri - Diplóm-nám í kennaradeild HA hefst í
haust og meistaranám árið 2003. Nútímafræði eða 30 eininga hug-
vísindi byrja líka og loks fjarnám til 90 eininga í leikskólafræðum.
Gunnar Hersveinn kynnti sér nokkrar nýjungar í HA.
Morgunblaðið/Kristj án
Þorsteinn Gunnarsson, rektor HA, sem býður upp á nokkrar nýjungar næsta haust, m.a. með Qarnámssniði.
Fj arnám
og hugvísindi
á Akureyri
# Nútímafræði hentar t.d. þeim sem eru að hefja háskóla-
nám eða vilja vera í fjarnámi.
# Meistaranámið hefst með 30 eininga diplóm-námi í
stjórnun í kennaradeild haustið 2000.
FJARNÁM er vaxandi þátt-
ur í starfi Háskólans á
Akureyri. Hjúkrunar-
fræði hefur verið kennd
með góðum árangri í fjarnámi og
verður hún kennd áfram fyrir nem-
endur á Egilsstöðum og Isafirði, en
þar verður fólk komið á þriðja ár í
námi. I Reykjanesbæ og á Egils-
stöðum byija nýir fjamámshópar í
hjúkrunarfræði við Háskólann á Ak-
ureyri í haust.
Nýtt námstilboð með fjamáms-
sniði er í kennaradeild og hefur það
verið prófað á þessu skólaári á Ak-
ureyri og Sauðárkróki, en það er
leikskólakennaranám ætlað ófag-
lærðu starfsfólki á leikskólum í land-
inu. Þetta er 4 ára nám sem verður
kennt víða um landið þar sem fjar-
fundabúnað er að finna. Námið er að
vissu leyti háð samningum við sveit-
ar/bæjarfélög og fræðslunefndir hér
og þar um landið. Nú þegar er
ákveðið að námið verði hægt að
stunda á Sauðárkróki, Isafirði,
Homafirði og í Neskaupstað og
Kópavogi.
Fjamám verður einnig hægt að
stunda í 30 eininga hugvísindum
sem hefjast í haust í HA og sagt er
hér frá á menntasíðu. Það er í sam-
starfi við Háskóla íslands. Samstarf
er einnig við HÍ um fjamám í ferða-
málafræðum.
„Fjarkennslan hjá okkur fer fram
með gagnvirkum fjarfundabúnaði
þannig að í sem stystu máli er kennt
samtímis á Akureyri, samkvæmt
stundaskrá deildar eða brautar, og
einhverjum öðmm stað eða stöðum
á landinu,“ segir Solveig Hrafns-
HÁSKÓLINIM
AAKUREYRI
dóttir deildarstjóri námsráðgjafar-
og kynningarsviðs HA. „Þannig
hafa fjamemar sömu möguleika og
staðbundnu nemamir til að hafa
samband við kennarann." Einnig
geta nemendur nálgast námsgögn í
vefkennsluumhverfinu WebCT, þar
sem nemendur geta t.d. nálgast
glærur og annað efni sem kennarar
nota í fyrirlestram.
Solveig segir að fjamám við HA
hafí gengið vel. „Reynslan frá ísa-
firði, sem er það sem höfum lengsta
reynslu af, hefur sýnt að
fjamemar sýna fyllilega jafgóðan
námsárangur og staðbundnir nem-
ar. Brottfall hefur síst verið meira í
fjamáminu enda hefur það verið
byggt upp þannig að það eru stærri
eða smærri hópar á fjarstöðunum
þar sem einstaklingar get haft
stuðning hver af öðrum.“
Fjöldi fjamema skólaárið 1999-
2000 var 10 á ísafirði, 4 á Austur-
landi, 4 á Sauðárkróki en óstaðfest-
ur er Qöldi í ferðamálafræðum í HI.
16 eða 18 nemendur voru svo í leik-
skólafræðum í fjarkennslu. Einnig
er töluvert um að kennarar búsettir
utan Akureyrar kenni um fjarfunda-
búnaðinn.
Solveig segir erfitt að spá um
framtíð fjarkennslu, en þó er vitað
að notkun vefsins muni renna enn
frekar saman við fjarfundatæknina
og að vefkennsluumhverfið WebCT
verði enn meira notað en nú er.
„Varðandi aukningu á námsfram-
boði er erfiðara að spá, því kaupin á
eyrinni dálítið hratt í þessum efnum.
Mér hefði ekki dottið í hug fyrir 1-2
árum að við ættum eftir að sinna
leikskólakennaranámi og kenna
hjúkrun út um allt land haustið
2000.“
Það er stefna HA að halda áfram
að vera í fararbroddi í fjarkennslu á
háskólastigi í landinu og stuðla
þannig jákvæðri og uppbyggilegri
byggðaþróun. Þorsteinn Gunnars-
son rektor sagði nýlega að HA leit-
aðist við að hagnýta nýjustu upplýs-
ingatæki til kennslu á háskólastigi
utan síns heimasvæðis. Hann fékk
það svo staðfest fyrir vestan að þessi
kennsla hefði komið í veg fyrir að
nemendur í hjúkrunarfræði flyttu
með fjölskyldum sínum höfuðborg-
arinnar. Hann hefur einnig lýst
þeirri skoðun sinni að setja eigi á
laggimar kennslustöðvar HA á Eg-
flsstöðum og Isafirði með fastráðn-
um kennuram. (Mbl. 12/5).
Almennur umsóknarfrestur í Há-
skólann á Akureyri er til 1. júní.
Umsóknareyðblöð eru á vefsíðunni
www.ha.is. Síminn á skrifstofunni er
463-0900.