Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 20
20 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 LANDIÐ MORGUNBLAÐIÐ Kiwanisklúbb- •• urinn Olver af- hendir gjafir Blöndunartæki Gamaldags blöndunartæki framleidd bæði fyrir eldhús og baðherbergi. Blöndunartæki fyrir handlaugar eru framleidd með háum og lágum stút. Yfirborðsáferðin erýmist króm, gull eða króm/gull. Röntgentæki á heilsugæsluna Smiðjuvegi 11 • 200 Kópavogur Sími: 5641088 • Fax: 5641089 • tengi.is Þú getur valib um margar hurbargerbir t.d. beyki, furu, eik, birki og ask. Nettoúe Morgunblaðið/Helgi Jónsson Samningur Leifturs við extra.is undirritaður af þeim Þorsteini Þorvaldssyni, formanni Leifturs, og Halli Þórð- arsyni, forstjóra extra.is. Fyrir aftan þá, frá vinstri, eru Július Tryggvason, leikmaður Leifturs, Kristinn Hreinsson, gjaldkeri Leifturs, Þorvaldur Jónsson, framkvæmdastjóri extra.is, Þorsteinn Ásgeirsson, fram- kvæmdasfjóri Leifturs, Jóhann Pálsson, stjórnarformaður extra.is, og Alexandre Da Silva, leikmaður Leifturs. Leiftur semur við extraús Ólafsfirði - Knattspymudeild Leift- urs á Ólafsfirði og extra.is - Extra- blaðið skrifuðu undir tveggja ára samning á dögunum þar sem frá því var gengið að extra.is verður aðal- styrktaraðili liðsins. Undir samn- inginn skrifuðu þeir Þorsteinn Þor- valdsson, formaður knattspyrnu- deildar Leifturs, og Hallur E. Þórðarson, forstjóri extra.is. Extra.is er nýtt fyrirtæki sem gefur út Extrablaðið, en það er nýr miðill, blað og vefur sem nær til allra landsmanna. Blaðið kemur út, 12 sinnum á ári og verður því dreift ókeypis inn á öll heimili landsins, þ.e. 101.000 eintökum. Hvert eintak verður tölusett og gildir sem happdrættismiði, en tvisvar í mánuði verða dregnir út vinningar en á sex mánaða fresti verða dregnir út stórir vinningar, t.d. bfll, hjólhýsi eða sumarbústaður. Þorsteinn Þorvaldsson vai- ánægður með samninginn og séý- Iega ánægður með nýja samstarfs- aðilann. Hallur Þórðarson, forstjóri extra.is, segir að þetta sé nýtttæki- færi fyrir fyrirtæki sem sé að ** kynna sig á markaðnum. Því hafi þeir valið þá leið að styrkja Leiftur en um leið vekja athygli á eigin fyr- irtæki. VANTARÞIG , INNRETTINGUI SUMARBUSTAÐINN? Á litla tívolísvæðinu á sýningunni Vor í Eyjum. Morgunblaðið/Sigurgeir Friform HÁTÚNl 6A (í húsn. Fönix) SlMI: 552 4420 Þorlákshöfn - „Við byggjum" er kjörorð kiwanismanna um allan heim. I þessu kjörorði felst að byggja upp betra mannlíf í heima- byggð og helst vlðar. Þetta hafa þeir kiwanismenn í Ölveri í Þor- lákshöfn gert meðal annars með því að styrkja líknar- og góðgerð- armálefni í Þorlákshöfn og víðar. Á aðalfundi klúbbsins, sem haldinn var fyrir skömmu, afhentu þeir fé- lagar Heilsugæslunni í Þorláks- höfn eina og hálfa milljón króna sem á að renna til kaupa á röntgen- tækjum sem kosta um fimm millj- ónir en þess er vænst að ríkissjóð- ur greiði það sem á vantar. Við sama tækifæri var björgunarsveit- inni afhent GPS-staðsetningartæki ásamt tilheyrandi kortum að and- virði 170 þúsund krónur. Nýlega afhentu þeir öllum sex ára börnum í grunnskólunum í Þorlákshöfn og Hveragerði reiðhjólahjálma og veifur. Rúmlega fimmtíu börn héldu glöð og reif heim með nýju hjálmana sína. Alheimsverkefni Kiwanishreyfingarinnar er að eyða joðskorti í heiminum og hafa þeir Ölversfélagar styrkt það verkefni dyggilega. Auk alls þessa hafa íþróttafélag fatlaðra og SOS barnaþorp verið styrkt. Nemandi í Grunnskólanum í Þorlákshöfn hefur fengið viður- kenningu fyrir góðan námsárangur ensku í 10. bekk. . Kiwanismenn afla peninga í þessi verkefni með ýmsu móti, að- alverkefnin eru þó jólatrjáa- og flugeldasala. Kiwanisklúbburinn Ölver varð 25 ára á síðastliðnu ári og var þeim tímamótum fagnað veglega á hátíð mikilli sem þeir halda á hverju ári og nefnd er „Gelluhátíð“ og dregur hún nafn sitt af því að gellur voru aðal- uppistaða í veislumatnum. Morgunblaðið/Jón H. Sigurmundsson Á aðalfundi Kiwanisklúbbsins Ölvers í Þorlákshöfn afhenti forseti klúbbsins, Halldór Sigurðsson (á miðri myndinni) Baldri Krisljánssyni, formanni Heilsugæslu Þorlákshafnar, til vinstri, eina og hálfa milljón upp í röntgentæki og Kjartani Þorvarðssyni, formanni björgunar- sveitarinnar (til hægri) GPS-staðsetningartæki að andvirði 170 þúsund króna. ELDHÚS - BAÐ - FATASKÁPAR Til afgrei&slu strax af lager e&a me& a&eins 2-3 vlkna fyrirvara. Sýningin Vor í Eyjum Vestmannaejjar - Dagana 19. til 21. maí sl. stóð yfir sýningin VOR í EYJUM sem haldin er annað hvert ár. Það er Handknattleiks- deild IBV sem hefur alla tíð haft veg og vanda af sýningunni og óhætt að segja að aldrei fyrr hafi hún verið glæsilegri. Alls sýndu um 40 aðilar vöru og verk á sýningunni og um 130 manns starfa með einum eða öðrum hætti að þessari mestu vör- usýningu sem haldin er í Vestmannaeyjum og er aðstandendum og fyrir- tækjum til mikils sóma og hleypir miklu fjöri í bæjar- lífið þá daga sem sýningin stendur, ekki síst fyrir yngstu kynslóðina sem fær heilt útisvæði fyrir sig þar sem fyrirtækið Sprell hefur komið upp vísi að tívólí austan við íþróttamið- stöðina þar sem VOR í EYJUM er haldið. I viðtölum við sýnendur kom fram mikil og almenn ánægja með sýning- una sem vaxið hefur fiskur um hrygg og fjöldi gesta er áætlaður 3-4000 manns. Sýnendum bar saman um að enn vantaði nokkra aðila úr Eyjum til að kynna sína þjónustu og ekki síst til að kynna stofnanir og fyrirtæki. Nefndu margir þar t.d. bæjar- stofnanir eins og Rafveitu, skrifstofu byggingafulltrúa, þar sem kjörið væri að kynna deiliskipulag bæjarins, margir nefndu fiskvinnslufyrirtækin og fleiri þjónustustofnanir í bænum. Sýningin var formlega opnuð að viðstöddum boðsgestum föstudags- kvöldið 19. maí kl. 20. Alla dagana var boðið upp á fjölbreytta dagskrá á Ljósmynd/Sigurgeir Jónasson Magnús Bragason og Eyþór Harðarson frá hand- knattleiksráði ÍBV. sviði, laugardag og sunnudag m.a. tískusýningu, Hressó heilsurækt, þá koma fram Leó Snær, Litla lúðra- sveitin, Fjórir bjórar og Kór íslands- banka, auk þess Sprell á útivista- svæði. Mikill undirbúningur í sýningarbásunum má svo finna flutningsaðila, Athafnaver fyrir ungt fólk, Veisluþjónustu Gríms, Gallerí Heimalist. Listaskóla Steinu, Merki- kerti, bílasýningu, tölvukynningar, heimilistæki, vefnaðarvörur, gjafa- vörur, matvöru og margt fleira. Húsey byggingavöruverslun hafði alls 5 bása ogjiar sýndu ásamt Hús- ey, GefjurvTspan, Húsasmiðjan, Merkúr, Dynjandi og Sólarglugga- tjöld. Aðspurður sagði Valtýr Þór, einn eigenda Húseyjar, að hann og hans fólk væri mjög ánægt með sýn- inguna sem aldrei hefur verið betri. Valtýr sagði þetta mikla töm og væri undirbúningurinn langur, strangur og kostaði mikið fé en taldi þetta þó borga sig. Davíð Gunnarsson eig- andi Tölvunar í Vest- mannaeyjum var ekki síð- ur ánægður. Hann sagði að sýningin lífgaði upp á bæj- arlífið og kostnaðurinn skilaði sér, en Davíð var með fjóra bása ásamt Nýherja, Tali, Tæknivali, og Opnum kerfum. „Við höfum verið með frá upp- hafi og þetta er glæsilegt framtak, umsvifin aukast stöðugt og nú erum við 8 manns sem störfum að sýningunni allan tímann og við lentum í vandræðum með að koma starfsmönn- um samstarfsaðilanna fyrir vegna þrengsla á hótelmarkaðinum í Eyjum þessa helgi, en tugir starfsmanna sýningarinnar gista á hótelum." Davíð sagði þá vera með ýmsar nýj- ungar, t.d. væru þeir tengdir nettölvu Tölvunar með örbylgjusambandi og væru með ýmsar uppakomur því tengdar, beinar útsendingar af svið- inu í gegnu Fjölvarpið og ýmislegt fleira, þeir gætu til að mynda auð- veldlega sent fótboltaleik út beint af Hásteinsvelli. Davíð vildi koma á framfæri þakklæti til Handknatt- leiksdeildar IBV fyrir framtakið sem væri frábært, góður vettvangur bæði fyrir sýnendur og gesti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.