Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR William W. Millar, forseti APTA, á norrænni ráðstefnu um almenningssamgöngur í Háskólabíói Almenningssamgöngur aukast í Bandaríkjunum Á síðasta ári ferðuðust níu milljarðar manna með almenningsfarartækjum í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið — —— fleiri í tæpa fjóra áratugi. Omar Friðriks- son fylgdist með norrænni ráðstefnu um al- menningssamgöngur sem hófst í gær. William W. Millers flutti erindi á ráðstefnu um almenningssamgöngur. ALMENNINGSSAMGONGUR í Bandaríkjunum hafa verið í miklum vexti á síðustu fjórum árum eftir verulegt samdráttarskeið á síðustu áratugum. Spáð er áframhaldandi aukningu á notkun almennings- farartækja, s.s. lesta og strætis- vagna, á kostnað einkabflsins og fara fjárframlög alríkisstjórnarinn- ar í Washington til almenningssam- gangna vaxandi. A síðasta ári ferð- uðust níu milljarðar manna með almenningsfarartækjum í Banda- ríkjunum og hafa þeir ekki verið fleiri í tæpa fjóra áratugi. Þessar upplýsingar komu fram í máli Williams W. Millar, forseta Bandarísku almenningssamgöngu- samtakanna, American Public Transport Association (APTA), á norrænni ráðstefnu um almennings- samgöngur, sem hófst í Háskólabíói í gær, en Millar var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. APTA eru samtök um 1.300 fyrir- tækja og samtaka á sviði almenn- ingssamgangna í Bandaríkjunum og Kanada. William W. Millar, forseti samtakanna, er þekktur forystu- maður um almenningssamgöngumál í Bandaríkjunum og hefur um 30 ára reynslu sem stjórnandi fyrir- tækja og samtaka á því sviði. í fyr- irlestrí sínum fjallaði Millar um auknar og nýjar áherslur Banda- ríkjamanna á skilvirkar og góðar al- menningssamgöngur. Notkun almenningssamgöngufar- artækja er í miklum vexti í Banda- ríkjunum en 4,5% fleiri Bandaríkja- menn nýttu sér þjónustu almenn- ingsfarartækja á síðasta ári en árið á undan, að hans sögn. Sú aukning sem orðið hefur í almenningssam- göngum í Bandaríkjunum stafar ekki eingöngu af fólksfjölgun, þar sem bandarísku þjóðinni fjölgar um tæp 2% á ári, að sögn Millars. Til samanburðar benti hann einnig á að á milli áranna 1998 og 1999 jókst notkun einkabfla í Bandaríkjunum um 2-2,5% og ílugfarþegum fjölgaði um 3%. Almenningssamgöngurnar vaxa með tvöfalt meiri hraða en sem nemur fólksfjölgun í Bandaríkjun- um, meira en tvisvar sinnum hraðar en notkun einkabfla og 50% meira en farþegaflug, sagði William W. Millar. Velta 27 milljörðum dala á ári Almenningssamgönguiðnaðurinn í Bandaríkjunum veltir um 27 millj- örðum dollara á ári. Um 6.000 fyrir- tæki eða stofnanir veita þjónustu á sviði almenningssamgangna en þar af annast 400 stærstu fyrirtækin rúmlega 90% allra fólksflutninga. „Það hafa orðið verulegar breyt- ingar á fjárfestingu í almennings- samgöngum í Bandaríkjunum og það hafa líka, sem betur fer, átt sér stað breytingar á viðhorfi fólks til almenningssamgangna,“ sagði hann. Aukin áhersla er nú lögð á að al- menningssamgöngur séu umhverfis- vænar, á nauðsyn þess að draga úr loftmengun og gera borgirnar líf- vænlegri, að því er kom fram í máli Millars. Hann rakti nokkrar meginástæð- ur fyrir þeim viðsnúningi sem orðið hefur í notkun almenningssam- gangna í Bandaríkjunum á síðustu árum og sagði að m.a. hefðu stjórn- völd í Washington mótað skýrari stefnu í þessum málaflokki með setningu löggjafar og fjárframlög til málaflokksins hefðu aukist bæði af hálfu alríkisins og einstakra ríkja. Um væri að ræða fjárfestingu í grunngerð almenningssamgangna en hins vegar fylgdu stjómvöld þeirri stefnu að leggja ekki fram fjármuni eða styrki til rekstrar stærri ahnenningssamgöngufyrir- tækja, sem hefðu tekjur sínar fyrst og fremst af farmiðasölu. Alríkisstjómin leggur til um 44% allrar fjárfestingar í almennings- samgöngum í Bandaríkjunum í dag. Á yfirstandandi fjárlagaári er rúm- lega 6 milljörðum dollara varið til þessa málaflokks, samanborið við innan við 3 milljarða fyrir áratug, að því er fram kom í máli Millars. Á sama tíma hafa einstök ríki einnig varið æ meiri fjármunum til al- menningssamgangna. Millar sagði að nú ættu einstök ríki eða minni samfélög og borgir þess kost að ákveða að nota fjárveit- ingar af hálfu alríkisins til þjóð- brauta í að byggja upp almennings- samgönguvirki. Hann sagði að nú væri svo komið að alls 45 ríki Bandaríkjanna hefðu kosið að verja hluta af þessu vegafé í almennings- samgöngur og mikil uppbygging ætti sér stað í þessum málaflokki. Spáð er 60% aukningu á næstu 15 árum „Þegar við lítum fram á veginn erum við þeirrar skoðunar að þró- unin sé mjög hagstæð almennings- samgöngum. Við teljum að það verði áfram þörf fyrir svo mikla fjárfest- ingu. Við teljum að á næstu 15 árum muni umferð á vegum aukast um 40% en á sama tíma muni notkun al- menningssamgangna aukast um 60%. Það verður því enn frekari þörf fyrir fjárfestingu á þessu sviði,“ sagði Millar. Meginástæður fyrir vaxandi hlut- verki almenningssamgangna í fram- tíðinni eru í fyrsta lagi þær að talið er að fólksfjölgun muni halda áfram, m.a. vegna fjölgunar innflytjenda, síaukin áhersla verði lögð á um- hverfisvernd og að draga úr útblást- ursmengun, að sögn hans. Og í þriðja lagi væri efnahagur Banda- ríkjanna mjög traustur. Millar sagði að það væri orðin ríkjandi skoðun að áframhaldandi fjárfesting í almenn- ingssamgöngukerfinu væri nauð- synleg forsenda þess að efnahagslíf- ið blómstraði í framtíðinni. í stærri sem smærri borgum væri litið svo á að skilvirkar og góðar almennings- samgöngur væru mikilvæg forsenda þess að laða að fjárfestingu í at- vinnulífi á viðkomandi stöðum. Þetta væri einnig hluti af þeirri hugsun að bæta líf í borgum og gera fólki auðveldara að komast leiðar sinnar á 21. öldinni. Kostnaður við umferðartafír 72 milljarðar dala á ári Fram kom í fyrirlestri Millars að áætlað hefði verið að kostnaður vegna umferðartafa á götum og þjóðvegum í Bandaríkjunum á síð- asta ári hefði numið 72 milljörðum bandaríkjadala á ári. Þróunin væri sú að sífellt fleiri Bandaríkjamenn sætu æ lengur fastir í umferðar- teppum í borgum Bandaríkjanna. Reiknað hefði verið út að að meðal- tali sæti hver bfll fastur í umferðinni samanlagt í 42 klukkustundir á ári. Þetta vandamál hefði ýtt undir þá þróun á síðustu árum að fleiri kysu nú að ferðast með almenningsfarar- tækjum. Þrátt fyrir þessar breytingar sem orðið hafa notar þó mikill meirihluti Bandaríkjamanna einkabifreiðir sín- ar í meirihluta ferða, að sögn hans. „Fólk er orðið svo vant því að nota eigin bfla í Bandaríkjunum að eitt af viðfangsefnum okkar er að kenna fólki að nota almenningssam- göngur á nýjan leik. Við höfum bókstaflega alið upp nær tvær kyn- slóðir barna í Bandaríkjunum, sem vita ekki hvernig neðanjarðarlestir líta út eða hvernig á að borga far- gjald í strætisvagni,“ sagði hann. Áhersla á góðar upplýsingar um ferðir og tímaáætlanir Lagði Millar áherslu á nauðsyn þess að veita nægar og greinargóð- ar upplýsingar um almenningssam- göngur, leiðakei-fi, tímaáætlanir o.s.frv. og gera þær meira aðlaðandi fyrir farþega. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að á 21. öldinni myndu sífellt fleiri Bandaríkjamenn kjósa blandaðan ferðamáta, þar sem hluti ferðar væri farinn í bíl og að hluta til með neðanjarðarlestum, strætisvögnum o.s.frv. Nauðsynlegt væri að eyða óör- yggi fólks gagnvart notkun almenn- ingssamgöngutækja með enn betri og nákvæmari upplýsingum og auð- velda notkun þeirra. Sagðist hann sannfærður um að upplýsinga- og tæknibyltingin ætti eftir að skipta sköpum í þessu efni. Kvaðst hann hafa kynnt sér skipu- lag og leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur, sem hann sagði vel uppbyggt fyririæki,og lýsti sér- stakri ánægju með hversu farþegum stæðu til boða greinargóðar upplýs- ingar um leiðir og tímaáætlanir. Millistéttirnar farnar að nota almenningssamgöngur Millar var spurður hvort ákveðnir þjóðfélagshópar notuðu almennings- samgöngur öðrum fremur í Banda- ríkjunum. Hann sagði að fólk af öll- um stigum þjóðfélagsins notfærði sér almannasamgöngur í Bandaríkj- unum í dag og komið væri í ljós að æ stærri hópur millistéttarfólks legði einkabflunum og notfærði sér almenningsfarartæki í auknum mæli. Nefndi hann sem dæmi að nýlega hefði verið komið á fót lest- arsamgöngum fyrir starfsmenn í hátæknifyrirtækjunum í Silicon Valley, sem gæfi góða raun. Könnun hefði leitt í ljós að meðaltekjur far- þega þessara lesta væru um 150 þúsund dalir á ári. „Þetta er til vitn- is um að við getum boðið þjónustu sem laðar að sér alla tekjuhópa þjóðfélagsins," sagði hann. Liðlega 400 manns sitja ráðstefn- una í Háskólabíói en henni lýkur í dag. Á henni eru haldnir um 30 fyr- irlestrar s.s. varðandi framtíð al- menningssamgangna á Norðurlönd- um, tækninýjungar, markaðsmál o.íl. Börn úr leikskólum Reykjavíkur fluttu Þúsaldarljóð og dönsuðu af hjartans lyst Morgunblaðið/Brynjar Gauti 2000 börn sungu og dönsuðu á Arnarhóli í glaðasólskini á laugardag. Börnin klæddust skrautlegum búningum. Sólin skein á2000 börn á Arnarhóli SÓLIN skein á Arnarhól á laugar- dag þegar 2000 börn úr Ieikskólum Reykjavíkur stilltu sér þar upp og sungu og dönsuðu af hjartans lyst. Börnin fluttu Þúsaldarljóð Svein- björns I. Baldvinssonar við lag Tryggva M. Baldvinssonar og döns- uðu um leið dans eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur. Ljóðið er í fjórum hlut- um og fjallar um náttúruöflin eld, vatn, loft og jörð. Börnin sem fluttu ljóðið eru fædd árið 1994 og klædd- ust þau skikkjum og húfum f litum sem táknuðu náttúruöflin, blátt fyr- ir vatn, rautt fyrir eld, gult fyrir loft og grænt fyrir jörð. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnis- stjóri þessa samstarfsverkefnis Kramhússins, leikskóla Reykjavík- ur og Reykjavíkur menningarborg- ar, segir flutning Þúsaldarljóðsins hafa gengið eins og í sögu, enda hafi bæði börnin og starfsfólk leik- skólanna verið búin að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Hún segist viss um að börnin muni búa að öllu því sem þau lærðu af undirbúnings- vinnunni, sem hófst í liaust. Auk þess sem þau æfðu söng og dans og lærðu ljóð, hafi þau Iært og upplifað margt í sambandi við náttúruna og umhverfi sitt. Elfa Lilja segir að ekki hafi verið annað að sjá en að börnin hafi haft mikla ánægju af því að taka þátt í verkefninu og segist hún viss um að þau muni ávallt eiga minningu um að hafa tekið þátt í sérstakri uppákomu árið 2000. Að flutningnum loknum fóru mörg börnin ásamt foreldrum sín- um í listasöfn miðborgarinnar en þar höfðu verið sett upp listaverk sem búin voru til í leikskólum borg- arinnar, alls 75 verk, eitt úr hveij- um leikskóla. Meðal verka voru bútasaumsteppi, eldfjöll úr pappa- massa, myndbönd, hljóðverk og alls konar myndir og skúlptúrar úr fjöl- breyttum efnum. ,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.