Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 32
32 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands, um framtíð pundsins GERA má ráð fyrir að Verkamannaflokksstjórn Tonys Blairs í Bretlandi efni til þingkosninga á næsta ári og ef hún heldur völdum verði þjóðaratkvæðagreiðsla um að- ild að EMU, efnahags- og mynt- bandalagi Evrópusambandsins, í maí 2002. Þetta kom fram í máli Kenneths Clarkes, fyrrverandi fjár- málaráðherra Bretlands og eins af þekktustu leiðtogum íhaldsflokksins um margra ára skeið, á hádegis- verðarfundi Verslunarráðs íslands í gær. í samtali við Morgunblaðið segir hann Blair fyrst og fremst hafa í huga að sigra í næstu kosn- ingum og geta þá valið heppilegan tíma fyrir þjóðaratkvæðið. Breskir fjölmiðlar séu yfírleitt andsnúnir sameiginlega gjaldmiðlin- um, evrunni, andstæðingar spili mjög á strengi þjóðernistilfinninga og gangi það vel. Þess vegna reyni forsætisráðherrann að vinna tíma í von um að geta snúið áróðurstaflinu við í tæka tíð. „En það skiptir engu hvað menn reyna að fullyrða um hið gagnstæða, EMU og evran eru svar við þörfum 21. aldarinnar. Evran verður ekki stöðvuð og hún mun tryggja að rödd Evrópu á sviði alþjóðamála verði sterkari,“ segir Clarke. Hann segist þó hafa frá upphafi talið að Bretar gætu ekki verið meðal stofnríkja samstarfsins en lagt til að engir möguleikar yrðu útilokaðir. Bretar yrðu að vera reiðubúnir að verja hagsmuni sína og ef aðild væri skilyrði í þeim efnum væri hún betri kostur en að standa fyrir utan. Hins vegar segir Clarke rangt að sækja um núna, skilyrði séu óhagstæð, pund- ið sé allt of sterkt. Hann er fæddur 1940 og hefur gegnt ýms- um trúnaðarstörfum fyrir flokk sinn, var m.a. fjármálaráðherra í stjórn Johns Majors 1993-1997 og helsti keppinautur Williams Hagues í leiðtogakjörinu 1997. En andstæð- ingar frekari samruna aðildarríkja ESB voru öflugir og varð Clarke að láta í minni pokann. Ekki dugði til þótt John Redwood, helsti frambjóðandi efasemdarmanna og eindreg- inna ESB-andstæðinga, lýsti stuðningi við Clarke. En Hague aflaði sér mikilvægs bandamanns. „Þegar (Margaret) Thatcher sá að Hague gæti tapað í baráttunni um leiðtogasætið hætti hún að berjast á bak við tjöldin og studdi Hague opinberlega," segir Clarke. Þótt hann hafi ekki verið í helsta stuðnings- liði Thatcher í flokknum segir hann aðspurð- ur að milli þeirra hafi ríkt „gagnkvæm virð- ing“. Hann getur þó ekki stillt sig um að minna á að þegar hún var við völd á níunda áratugnum hafi Thatcher samþykkt þátttöku Breta í sameiginlega markaðnum. Hann full- yrðir að Járnfrúin svonefnda hafi þá verið svo hlynnt Evrópusamvinnunni að ef hún hefði ekki breytt áherslum sínum myndi hún ekki teljast tæk í hóp nútíma-Evrópu- andstæðinga í íhaldsflokknum. Bandalag þvert á flokka Frá því í fyrra hefur Clarke ásamt öðrum gömlum þungavigtarmanni í íhaldsflokknum, Michael Heseltine, Charles Kennedy, leið- toga Frjálslyndra demókrata, Tony Blair for- sætisráðherra og Gordon Brown fjármála- ráðherra unnið að því að sameina, þvert á flokksbönd, krafta þeirra sem hlynntir eru Evrópusamstarfinu og vilja að Bretar útiloki ekki þátttöku í EMU. Vakti mikla athygli í október sl. er þeir komu fram saman á blaða- mannafundi en um sama leyti hleypti Hague af stokkunum herferð sinni fyrir því að Bret- ar héldu fast við pundið. Sumir gagnrýnendur núverandi forystu íhaldsflokksins saka hana um að hundsa miðjuna í breskum stjórnmálum, fylgja hægri-öfgastefnu og ala á þjóðernishroka. Clarke er talinn einn helsti talsmaður miðj- unnar í flokknum, vinstriarmsins, en liðs- menn miðjunnar vilja yfirleitt efla þátttöku Breta í Evrópusamstarfinu. I samtali við blaðamann Morgunblaðsins vísaði Clarke því á bug að pólitísk gjá væri milli hans og Hag- ue en sagði að í Evrópumálunum væru þeir vissulega ósammála. „íhaldsflokkurinn er býsna samheldinn ef Evrópumálin eru undanskilin. Ég er íhalds- maður af því að ég trúi á frjálst markaðs- hagkerfi en finnst líka að sú trú eigi að tengj- ast félagslegri réttlætiskennd með viðeigandi tilfinningu fyrir sam-mannlegum skyldum hvers og eins. Ég held að ég sé ekki ósammála William Hague í neinu öðru grundvallaratriði en Morgunblaðið/Sverrir Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bretlands: „Við erum þegar farin að kynnast göliunum við að vera utan EMU, láta gengið sveiflast upp og niður en reyna samtimis að keppa á sameiginlega Evrdpumarkaðn- um sem er langmikilvægasti markaður okkar.“ Gjaldmiðill þjóðar má ekki verða skurðgoð Kenneth Clarke, fyrrverandi fjármálaráðherra Bret- lands, segir í samtali við Kristján Jónsson að evran sé Evrópuffl'aldmiðill framtíðarinnar. Bretar g;jaldi nú dýru verði að taka ekki þátt í efnahags- og mynt- bandalagi Evrópusambandsríkjanna. Evrópumálunum. Vandinn er sá að þau eru mjög eldfim og þá ekki síst sameiginlegi gjaldmiðillinn, evran. Ég held að verulegur hluti þjóðarinnar í Bretlandi sé að fá tauga- áfall út af evrunni og pundinu, svo mikið er tilfinningarótið! Ég styð ekki stjórn Tonys Blairs, mér finnst hún vera heldur veik kratastjórn. A hinn bóginn er ég sammála Blair í Évrópu- málunum og sérstaklega varðandi sameigin- lega gjaldmiðilinn." Sögulegt stolt og pundið En er pundið ekki meira en gjaldmiðill í augum Breta? Hvað með tilfinningarnar, þjóðarvitund og sögulegt stolt? „Ég gef ekki mikið fyrir táknræna gildið, myndin af drottningunni hefur ekki verið lengi á pundseðlunum, þetta er ekki gömul hefð. Þegar við tölum um málefni nútímaþjóð- ríkja á 21. öld held ég að Bretar hafi yfirleitt gert upp við sig hvað skipti máli fyrir öflugt þjóðríki og hvað ekki. Mér finnst sjálfstæður gjaldmiðill ekki vera þar á meðal. Þjóð sem gerir gjaldmiðilinn sinn að skurðgoði í hnatt- rænu efnahagslífi samtímans endar aftarlega á merinni. Ef alþjóðaviðskipti verða orðin sæmilega frjáls eftir hálfa öld held ég ekki að í gildi verði um 180 gjaldmiðlar í viðskiptum manna.“ Hverju svararðu þeim sem segja að evran sé alltaf að veikjast og því varla eftirsóknar- verð? „Þetta er heldur kjánaleg röksemd. Þá eiga menn víst við að þegar eigin gjaldmiðill sé sterkur eigi menn að vera hnarreistir og hreykja sér af árangrinum en vera niðurlútir ef gengið er lágt. Þetta er harla gamaldags hugsun. Þegar gengi gjaldmiðla flýtur, eins og hjá okkur, er það alltaf að sveiflast upp og niður af ýmsum ástæðum. Veikleiki evrunnar gagnvart dollaranum var í upphafi hagstæður fyrir efnahag evru- svæðisins. Hagvöxtur í Bandaríkjunum var mun meiri en í Evrópu, fjármagn hefur streymt vestur um haf og eflt dollarann. En veiking evrunnar, sem var sterk fyrst í stað, átti sinn þátt í að bæta efnahag Þjóðverja og Itala, þeir fengu tækifæri til að komast út úr kreppunni og auka útflutninginn. Hins vegar hefur evran smám saman orðið óþarflega veik, markaðurinn hefur brugðist of hart við en þegar að því kemur að hagvöxtur minnkar í Bandaríkjunum og þýskt efnahagslíf tekur við sér tel ég að gengismálin muni sjálfkrafa komast í eðlilegt horf. Það sem eftir stendur er að í meginatriðum hefur veiking evrunnar ekki haft teljandi áhrif á markaðssvæði þeirra ellefu aðildarríkja sem taka þátt í EMU. í Bretlandi höfum við orðið fyrir skakka- föllum vegna fljótandi gengis pundsins og það gerðist nokkru fyrr en ég gerði ráð fyrir. Við erum þegar farin að kynnast göllunum við að vera fyrir utan EMU, láta gengið sveiflast upp og niður en reyna samtímis að keppa á sameiginlega Evrópumarkaðnum sem er lang-mikilvægasti útflutningsmarkað- ur okkar. Meðal þess sem við uppskerum er allt of mikill halli á utanríkisviðskiptunum. Pundið er of sterkt og þessi staðreynd hef- ur valdið landbúnaði miklu tekjutapi, sama er að segja um ýmiss konar verksmiðjuiðnað sem byggist á útflutningi. Markaðir fyrir af- bragðs framleiðslufyrirtæki töpuðust vegna þess að fyrirtækin gátu ekki keppt í verði. Pundið var of sterkt og framleiðslan því of dýr. Bretland er orðið mun minna aðlaðandi svæði til fjárfestinga á markaði ESB. Staðan er að versna en ég held að enn eigi eftir að syrta í álinn vegna þess að pundið er veru- lega ofmetið. Mér finnst barnalegt að segja að vandinn sé veikleiki evrunnar, ekki að pundið sé of hátt. Við verð- um að horfast í augu við að styrk- leiki pundsins er undirrótin og við myndum ekki þurfa að berjast við þann vanda ef við tækjum þátt í myntbandalaginu.“ Hagsveiflur og taktur Hvað með þá röksemd að hag- sveiflur í Bretlandi séu ekki í sama takti og sveiflur á evrusvæðinu og þess vegna sé ekki heppilegt fyrir Breta að gerast aðilar? „Þetta er vitleysa og ég hef aldrei skilið þessa fullyrðingu. Fólk segir að sveiflurnar hjá okkur séu fremur tengdar því sem gerist í Bandaríkj- unum og ég verð alltaf forviða þegar ég heyri þetta. Þetta er misskilning- ur sem Evrópuandstæðingar hamra á þegar þeir koma saman en er ekki í neinu samræmi við veruleikann. Ég vildi óska að ég hefði sem fjár- málaráðherra þurft að stríða við „vandamálin“ sem Alan Greenspan (seðlabankastjóri Bandaríkjanna) fæst við! Bretar hafa aldrei verið í þeirri stöðu og við erum það ekki heldur núna, venjulega erum við í takt við efnahagslíf meginlandsríkjanna í Evrópu. Og sem stendur er hagvöxt- urinn hjá okkur ekki jafn mikill og hjá Bandaríkjamönnum, við höfum aldrei verið nálægt þeirra tölum. Fyrir hálfu öðru ári munaði minnstu að kreppa skylli á í Evrópu en nú höfum við rétt nokkuð úr kútnum. Uppsveiflan í Bretlandi er hins vegar að hjaðna vegna þess hve pundið er sterkt.“ í desember 1996 sagði Clarke í þingræðu að hann væri stuðningsmaður EMU og hann teldi ekki að Bretar væru að ganga í evrópskt „ofurríki" ef þeir ákvæðu að taka þátt í sam- starfinu og taka upp evru í stað pundsins. Slíkur málflutningur andstæðinga evrunnar væri ómerkilegur hræðsluáróður. „Ég álít ekki að þróunin stefni í átt til ofur- ríkis og alls ekki að sameiginlegi gjaldmiðill- inn hljóti að leiða til þess að stofnað verði sambandsríki Evrópu," segir hann. „Það eina sem þá er óhjákvæmilegt er að yfirstjórn peningamála hverfi úr okkar höndum yfir til seðlabanka Evrópu. Auðvitað eru pólitísku áhrifin víðtækari en svo en óttinn við ofurríki er ástæðulaus og ýtt er undir hann af þeim sem eru almennt á móti Evrópusambandinu." En hvert verður hlutverk breska þingsins ef samruninn heldur áfram í ESB? „Þegar við gengum í ESB sögðu sumir fé- laga minna á þingi að hlutverk þingsins myndi rýrna, við myndum glata sjálfstæði okkar, Brussel myndi stjórna okkur, Þjóð- verjar myndu kúga okkur, aragrúi ítala flæða inn í Bretland og taka störfin frá okk- ur. En ekkert af þessu hefur gerst. Nærri 30 árum síðar er Bretland öflugra þjóðríki en það var þá, hefur meiri áhrif í heiminum, gegnir réttmætu hlutverki í alþjóðamálum. Efnahagslega eru við langtum sterkari. Alla mína tíð í stjórnmálum hafa Evrópu- andstæðingar slegið á hræðslustrengi þjóð- ernisstefnunnar. En að sjálfsögðu mun þing- ið hafa minni stjórn á stefnunni í efnahags- og viðskiptamálum ef sambandið eflir stofn- anir sínar og samvinnu á því sviði. Um allan heim, hvort sem er í Bretlandi, á íslandi eða í Kínverska alþýðulýðveldinu, setja hnattvæðingin og alþjóðlegir samningar sjálfstæðri stefnu í efnahagsmálum skorður. Þjóðirnar verða stöðugt háðari öðrum þjóð- um, svigrúmið í utanríkismálum minna vegna ákvæða alþjóðasamninga sem gerðir hafa verið eftir seinni heimsstyrjöld. Við undirrit- uðum á sínum tíma stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna og við létum af hendi ótrúlega mik- inn hluta af fullveldi okkar með inngöngunni í Atlantshafsbandalagið, Evrópusambandið, Heimsviðskiptastofnunina og fleiri stofnanir. Nútíma þjóðríki á 21. öld mun deila fullveldi sínu með öðrum hætti en 19. aldar ríki gerðu. Ég held að breskir Evrópuandstæðingar lifi í hugarheimi Viktoríutímans." Clarke segist ekki telja að hættan á alvar- legum ágreiningi milli Evrópu og Bandaríkj- anna sé mikil og segir Breta ekki munu neyð- ast til að velja. „Ég er eindreginn stuðningsmaður sam- starfs yfir Atlantshafið og vil einnig aukið Evrópusamstarf, styð það af ákefð. Evrópu- sinnar eru af mörgum gerðum, sumir eru gegn Bandaríkjamönnum en ég á samleið með fjölmörgum breskum stjórnmálamönn- um þegar ég segi að hægt sé að vera hlynnt- ur bæði Evrópu og Bandaríkjunum," segir Kenneth Clarke.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.