Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Ung stúlka hætt komin undir Hamrinum í Vestmannaeyjum Bjargað úr sjálflieldu ofan við þverhnípi TÓLF ára stúlku, Svölu Jónsdótt- ur, var bjargað úr sjálfheldu undir Hamrinum í Vestmannaeyjum á sunnudagskvöld. Hún hafði verið á ferð með vinkonu sinni og runnið í skriðu fram á brún þverhnípis, þar sem hún lenti í sjálfheldu og varð að bíða björgunar. Magnús Braga- son seig í bergið eftir stúlkunni og bjargaði henni úr prísundinni. Að sögn Magnúsar var hann í bíltúr um hálftíuleytið og varð þá var við sjúkrabfl og fleiri bfla á veginum fyrir ofan Hamarinn og fólk á hlaupum fram og aftur. Hann fór því á staðinn til að kynna sér að- stæður. „Ég sá að stúlkan stóð klofhallt í skriðu á tveimur lausum steinum, þannig að hún var í bráðri hættu og þverhnípið beint fyrir framan." Fjöldi manna var kominn á staðinn og búið var að útvega reipi. Magn- ús, sem er vanur úteyjamaður og hefur oft sigið í björg þar, ákvað þvi að binda um sig kaðalinn og láta viðstadda slaka sér niður. „Þannig að ég batt spottann ut- Ljósmynd/Þorsteinn Gunnarsson SVALA, önnur frá hægri, ásamt þeim sem stóðu að björguninni. Frá vinstri: Thelma Tómasdóttir, Tómas Jóhannesson, Anna Margrét Kristinsdóttir, sem var með Svölu, Magnús Bragason sem seig eftir henni, Svala Jónsdóttir og Þórður Hallgrímsson. Myndin til hægri sýnir skriðuna þar sem Svala rann niður. Hún gat stöðvað sig með því að skorða fæturna á tveimur steinum. Efst stendur Magnús Bragason. an um mig og þeir létu mig síga niður skriðuna. Ég komst fram fyrir stúlkuna og losaði mig og batt hana og þeir hífðu okkur upp.“ Að sögn Magnúsar var algjört glapræði hjá stúlkunum að fara þarna niður, því Hamarinn er mjög hættulegur. „Þetta er þriggja til fjögurra metra skriða og þær hafa farið í hana og ekki áttað sig á því hvað þetta var laust og hvað var fram- undan. Þú þarft ekki að renna langt, eins og kom fyrir hana, til að vera kominn alveg út á brún. Þar var ekkert hald, bara lausir, þyngri og stærri steinar sem þú gast haldið í, en þeir gátu losnað Iíka.“ Hann segir að menn sem fyrstir komu að hafi brugðist rétt við með því að reyna ekki að fara niður án þess að vera í bandi, heldur bíða og tala við stúlkuna til þess að hún héldi ró sinni, en hún var orðin mjög skelkuð að sögn Magnúsar. Heimssýningin EXPO 2000 hefst í Hannover í Þýskalandi á fímmtudag Gert ráð fyrir að 10% gesta heimsæki íslenska skálann Morgunblaðið/Sverrir Halldór Ásgrímsson afhendir Ólafi Ásgeirssyni þjóðskjalaverði til varð- veislu ferðatösku með þeim 80 þúsund mannamyndum sem varpað verð- ur upp í sýningarskálanum í Hannover. HEIMSSÝNINGIN EXPO 2000 verður formlega opnuð í Hannover í Þýskalandi næstkomandi fimmtudag og tekur ísland nú þátt í heimssýn- ingu í fjórða sinn. Verkefnisstjóm um þátttöku íslands á sýningunni kynnti skipulag og starfsemi í íslenska sýn- ingarskálanum á blaðamannafundi í gær en á fundinum kom m.a. fram að gert er ráð fyrir að um fjórar milljón- ir manna heimsæki íslenska sýning- arskálann meðan á sýningunni stend- ur. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- herra opnar íslenska sýningarskál- ann við hátíðlega athöfn á fimmtudag en sýningin verður opin í fimm mán- uði, frá 1. júní til 30. október. AIls taka 178 ríki þátt í sýningunni og er yfirskrift hennar maður, náttúra og tækni. Kom fram í máli Halldórs í gær að hann teldi þetta þema henta okkur Islendingum afar vel. Áætlaður fjöldi sýningargesta á EXPO 2000 er um 40 milljónir manns og sagði Halldór að gert væri ráð fyr- ir að 10% gesta myndu heimsækja ís- lenska skálann. Hann sagði að þátt- taka í sýningunni væri Islendingum afar mikilvæg enda væri Þýskaland eitt af mMvægustu viðskiptalöndum okkar íslendinga. Hann sagði jafn- framt að þátttaka í EXPO væri eins og landafundakynningin vestur í Bandaríkjunum og fleiri nýleg verk- efni gott tækifæri til að kynna land og þjóð. „Oll þessi verkefni eru liður íþví að styrlqa ímynd Islands, kynna Island á alþjóðlegum vettvangi, sækja fram á þeim vettvangi því alþjóðasamstarf verður okkur sífellt mikilvægara. Það má segja að okkar velferð á næstu ár- um og áratugum sé undir því komin að vel takist til í öllu því starfi," sagði Halldór í gær. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, ráðuneytisstjóri í utanríkisráðuneyt- inu, kynnti á fundinum í gær þá dag- skrá sem haldið verður úti í íslenska sýningarskálanum á heimssýning- unni. M.a. hefur íyrirtækið Gagarín hannað sérstaka íslandskynningu sem gestum gefst tækifæri til að kynna sér í þar til gerðum margmiðl- unarbásum, sýnt verður kynningar- myndband um íslenskan sjávarútveg og varpað verður upp myndum af 80 þúsund íslendingum. Sérstök dagskrá í tilefni þjóðardags íslands 30. ágúst Loks má nefna að hinn 30. ágúst verður sérstakur þjóðardagur Is- lands á sýningunni og kynnti Guðríð- ur Sigurðardóttir, ráðuneytisstjóri í menntamálaráðuneytinu, í gær þá menningardagskrá sem boðið verður upp á við það tækifæri. Halldór Ásgrímsson utanríkisráð- hen’a sagði þátttöku í EXPO 2000 vissulega kostnaðarsamt verkefni, en fram kom á fundinum í gær að kostn- aður væri á bilinu 280-285 milljónir króna. Menn vonuðust hins vegar til þess að þátttaka í EXPO styrkti ís- lenskt efnahagslíf og útflutning okkar til Þýskalands og annarra landa, auk þess sem vonir stæðu til að hún hefði góð áhrif á íslenska ferðaþjónustu. A Urskurðaður í gæsluvarð- hald vegna látinnar konu MAÐUR á þrítugsaldri var úrskurð- aður í 12 daga gæsluvarðhald á sunnudag í tengslum við lát ungrar konu, sem fannst fyrir utan fjölbýlis- hús við Engihjalla í Kópavogi á laug- ardagsmorgun. Lögreglan í Kópavogi yfirheyrði manninn í fyrrakvöld eftir að hann var handtekinn í sama húsi og stúlk- an fannst við og krafðist gæsluvarð- halds yfir honum til 9. júní. Kópa- vogslögreglan hefur yfirheyrt íbúa hússins en vill ekki tjá sig frekar um málið á þessu stigi og segir það enn í rannsókn. Hrafnar valda skaða í æðarvarpi HRAFNAR hafa valdið veru- legum skaða í æðarvarpi í Húsa- vík á Ströndum undanfarið í kjölfar þess að flökkuernir hafa flogið yfir æðarvarpið og fælt æðarkollurnar af hreiðrunum. Hrafninn hefur notað tæki- færið og farið í hreiðrin og stolið eggjunum og telur Matthías Lýðsson, bóndi í Húsavík, að af á fjórða hundrað hreiðrum séu ekki nema innan við hundrað eftir nú eftir aðgerðir hrafnsins. Matthías sagði að 50-60 hrafnar hefðu gert sig heima- komna í varpinu undanfama daga og stolið eggjum undan kollunum. Steininn hefði þó tek- ið úr síðustu dagana þegar flökkuemir hefðu verið á sveimi á svæðinu, en þá hefði kollan sópast af hreiðrunum og út á sjó og hrafnarnh- í kjölfarið notað tækifærið og rænt hreiðrin. Samverkandi þættir Matthías sagði að þarna væri um samverkandi þætti í dýra- ríkinu að ræða og afar erfitt við þessu að gera. Eina ráðið væri að reyna að verja varpið og skjóta hrafninn, en hann væri afar slóttugur og erfiður viður- eignar og því mjög erfitt að komast í skotfæri við hann. Hann sagðist hafa boðið full- trúum umhverfisráðuneytisins að koma norður og sjá afleiðing- amar af þessu samspili í náttúr- unni, einfaldlega til þess að til væri vitneskja hjá ráðuneytinu um það hvernig vai-p liti út eftir svona heimsóknir. Matthías sagði að sú ákvörðun samfélags- ins að friða örninn, sem hann væri út af fyrir sig alveg sam- þykkur, væri hemill á starfsemi æðarbænda. Óumdeilanlegt væri að þessi friðun ylli æðar- bændum fjárhagstjóni fyrir ut- an það tjón sem menn yrðu fyrir við það að sjá margra ára starf lagt í rúst á fáeinum dögum. Blaðinu í dag fylgir blað- auki um Expo 2000, heims- sýninguna í Hannover í Þýskalandi, som hefst næstkomandi fimmtudag. | Rúnar náði besta árangri íslendings ; i f imleikum á EM í Bremen/B16 %••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••< • Kef Ivíkingar einir í efsta sæti þrátt : fyrir jafntef li við Grindavík/B2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.