Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 68

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 68
Ö8 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 I DAG MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR Sj ómanndagsblað Snæfellsbæjar 2000 SJÓMANNADAGSBLAÐ Snæ- fellsbæjar 2000 kemur út nú fyrir Sjómannadaginn eins og undanfarin ár. Það eru Sjómannadagsráðin í Ólafsvík og á Hellissandi sem standa að útgáfu þess og er þetta blað það fimmta í röðinni. Efni þess er fjöl- breytt að vanda. Það byrjar á hug- vekju eftir sr. Óskar H. Óskarsson sóknarprest í Ólafsvík. Viðtal er við Jón Stein Halldórsson fyrrverandi skipstjóra í Ólafsvík og einnig er rætt við Kristin Jón Friðþjófsson um hið kraftmikla fjölskyldufyrir- tæki Sjávariðjuna á Rifi sem hann rekur ásamt eiginkonu og börnum. Asgeir Jóhannesson segir frá spennandi kosninganótt í Olafsvík árið 1964 og bæjarstjórinn í Snæ- fellsbæ, Kristinn Jónasson, segir frá sinni fyrstu sjóferð. Grein er eftir sr. Eðvarð Ingólfsson um sómamann- inn Leopold H. Sigurðsson á Hellis- sandi. Þá er viðtal við fimm dug- mikla bræður í Ólafsvík sem gera út Steinunni SH 167. Grein er um Sigríði Hansdóttur matráðskonu um hennar þátt í vexti og viðgangi bæjarins Skemmtileg grein er eftir Inga Dóra Einarsson Sjðmannadagsblað um vörubílamenningu Sandara á ár- um áður. Blaðið er alls 82 blaðsíður að stærð og er prentað og unnið að öllu leyti í prentsmiðjunni Steinprent ehf í Ólafsvík en ritstjóri er Pétur S. Jóhannsson. Safnað fyrir ABC í Lindinni í DAG, þriðjudaginn 30. maí, er ár- legur ABC-dagur á Útvarpsstöðinni Lindinni. Dagskráin stendur nánast óslitið frá kl. 9-19, en tilgangur ABC-dagsins er að safna fé til áfram- haldandi uppbyggingar á heimilum ABC-hjálparstarfs á Indlandi. ABC-hjálparstarf, sem er íslenskt, samkirkjulegt sjálfboðastarf, hefur staðið fyrir byggingu þriggja heimila á Indlandi fyrir munaðarlaus og yfir- gefin böm á undanfórnum fimm ár- um. Að þessu sinni verður ABC-dag- urinn á Lindinni helgaður nýrri skólabyggingu á Heimili litlu ljós- anna. Fyrir fjórum árum var keypt land fyrir heimilið sem fékk nafnið ísland og var þar byggður skóli með 20 skólastofum, sem nú eru yfirfullar af bömum. Um 700 böm, sem nú eru í 1.-5. bekk, munu flytja yfir í nýju bygginguna þegar hún verður til- búin, en hafist verður handa við að byggja strax og fjármagn fæst. Fólki gefst kostur á að taka þátt í söfnuninni með því að hringja á Lindina í síma 567 1818 eða í ABC- hjálparstarf í síma 561 6117 og til- kynna um framlög til byggingarinn- ar. Eins og við fyrri skólabyggingu á Heimili litlu ljósanna fá allar stof- urnar íslensk nöfn. Hægt er að fylgjast með gangi söfnunarinnar á Útvarpsstöðinni Lindinni þar sem útsendingar nást, þ.e. á FM 102,9 á Suðvesturlandi og ísafirði, FM 88,9 á Suðuriandi og íVestmannaeyjum og FM 103,1 á Eyjafjarðarsvæðinu. Tölvupassamvndir Þú velur og hafnar \ iú tökuni al' |)ér Ijórar niyndir tvær og t>ær eins. |)ú skodar |)ær á skjá, ef |)ú ert ekki sátt/ur via árangurinn. tökuni s iö aftur og al'tiir þar til |)ú ert ánægö/ur. síöan eru þær mvndir geróar. Aöeins þær myndir sem |)ú sættir |)ig > iö eru geröar. Notaöu einungis þær myndir sem |>ú ert ánægó/ur meö í oll skilríki. I .jósniyiidastofa kúpavogs sími 5543020 VELVAKAADI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Lokun Álands í Fossvogi ÞANN 11 maí sl sendi ég fyrirspurn varðandi rök- semdir fyrir lokun Álands í Fossvogi og óskaði eftir svari frá vtil þess bærum aðilum.“ Eg hef ekki séð nein viðbrögð ennþá og vildi því ítreka ósk mína. Er virkilega öllum íbúum í vestari hluta Fossvogs sama? Þessu var þó mót- mælt á sínum tíma. H.B. Heillaóskaskeyti EDDA hafði samband við Velvakanda og sagði farir sínar ekki sléttar í sam- bandi við heillaóskaskeyti. Sunnudagsmorguninn 21. maí sl. kl. 11 þurfti hún að senda heillaóskaskeyti. Svo fréttir hún að skeytið hefði borist viðtakanda þriðju- dagskvöldið 23. maí. Hún hafði samband við þá sem sjá um heillaóskaskeytin og þar var henni sagt að þau séu borin út af Islands- pósti. Skeytin virðast þurfa að fara í gegnum margar hendur áður en þau berast viðtakanda. Þegar þarf að senda skeyti er reiknað með að skeytin séu borin út samdægurs. Mér finnst þetta léleg afgreiðsla og fátt um svör. Tapað/fundíd Gleraugu í óskilum GLERAUGU með átt- hyrndri umgjörð fundust á bílaplaninu við Digranes- kirkju mánudaginn 22. maí. Upplýsingar í síma 898- 4952. Grá jakkapeysa týndist GRÁ spari jakkapeysa, hneppt, með kraga og tveimur vösum, týndist fyrir u.þ.b. tveimur vikum í Reykjavík. Peysunnar er sárt saknað. Upplýsingar í síma 699-1918. Dýrahald Snúlli er týndur SNÚLLI er rúmlega árs- gamall högni; grábröndótt- ur, geltur og fremur smá- vaxinn. Hann er einn þessara dæmigerðu alís- lensku katta og er eyrnar- merktur og með gyllta ól og bjöllu um hálsinn en ómerktur að öðru leyti. Hann býr í Lækjarfit 4 í Garðabæ og fór út á mið- vikudagskvöldið 24. mai sl. og hefur ekki sést síðan. Snúlli er rólegur köttur; ekki vanur að ferðast mikið út fyrir garðinn á heimili sínu og svarar ávallt kalli. Hann gefur sig þó ekki að ókunnugum. Á miðviku- dagskvöldið svaraði hann ekki þegar kallað var á hann í háttinn og hefur ekki sést síðan. Að vonum er fjölskyldan mjög áhyggjufull. Þeir sem gætu gefið einhverjar uppfýsing- ar eru vinsamfega beðnir að hringja í síma 897-2221 eða 698-2610. Einnig þeir sem mögulega kynnu að hafa orðið varir við að ekið væri á kött á Hafnarfjarð- arveginum einhvers staðar á móts við Bitabæ. Morgunblaðið/Kristinn Þær stöllur Úrsula og Natalía gáfu sér tíma til að setjast niður, borða pylsu og drekka kókómjólk í góða veðrinu f gær. SKAK llmsjón Helgi Áss Grétarsson Hvítur á leik. STÓRMEISTARINN Leon- id Stein var meðal bestu skákmanna Sovétríkjanna á sjöunda áratugnum, en snemma á þeim áttunda lést hann langt fyrir aldur fram. Fyiir skömmu var haldið minningarmót um hann í Lviv í Úkraníu. A-flokkur mótsins var geysisterkur og er meðfylgjandi staða þaðan á milli stórmeistaranna Mikhail Krasenkov, hvítt, (2.661) frá Póllandi og heima- mannsins Oleg Romanishin (2.578). 26. Hxg7!+ Bxg7 27. Bh7+ Kh8 27.... Kf7 leiðir til taps eftir 28. Dg6+ Ke7 29. Dxg7+ Hf7 30. Bg5+ Ke8 31. Dg8+ 28. Bxg7+ Kxg7 29. Dg6+ Kh8 30. Dh5! Hxf2 31. Be4!+ Kg7 32. Hgl+ Kf8 33. Dh6!+ Ke7 34. Hg7+ Hf7 35. Dg5+ Ke8 36. Hg8+ og svartur gafst upp þar sem eftir 36. ...Hf8 37. Dh5+ Ke7 38. Hg7 + verður hann mát- aður innan fárra leikja. Full búð af nýium vörum Buxur, bolir, blússur, vesti Sundbolir frá 3.990 Æfejg/amar, Æusturaerl^ Háaleitisbraut 68, sími 553 3305. W— er komin á netiö Netuppboð KauptorgJs Victoria Antik Bk Grensásvegi 14 4 sími 568 6076 jk Víkveiji skrifar... VÍKVERJI notar símaskrána mikið og fagnar því útkomu nýrrar, enda sú gamla orðin illa farin. Símaskráin sem núna er að koma út virðist vel úr garði gerð, með falleg- um myndum á forsíðu. Vissulega eru það tíðindi fyrir símnotendur þegar símaskráin kemur út þótt einnig sé það rétt sem einhvers staðar var bent á um helgina, að útgáfan sé svo sem ekki neinn bókmenntaviðburður, og ætti ekki að þurfa að hafa orð á því. xxx ÓTT Víkverji noti orðið rafrænu símaskrána nokkuð finnst hon- um algerlega nauðsynlegt að hafa hina prentuðu útgáfu ávallt við sím- ann. Enn notar hann tijákvoðuútgáf- una meira en þá rafrænu og sér það ekki fyrir sér að hún hverfi nokkum tímann alveg af skrifborði hans. X x x VÍKVERJI lendir stundum í erfið- leikum með leit í landsbyggðar- skránni. Sem dæmi má nefna að ekki er samræmi í uppröðun staða. Virðast höfundar símaskrárinnar, ef nota má svo virðulegt orð um hönnuði hennar, hafa lent í vandræðum vegna samein- ingar sveitarfélaga. Þannig er þekkt- um stöðum eins og Neskaupstað, Eskifirði og Reyðarfirði raðað hverj- um á eftir öðrum undir nafni sveitar- félagsins Fjarðarbyggðar. Aftur á móti eru Egilsstaðir á sínum stað í stafróftnu en ekki undir Austur-Hér- aði, sem er hið besta mál. ísafjörður, Suðureyri, Flateyri og Þingeyri eru á sínum stað í símaskránni en aftur á móti er Patreksfirði og Bíldudal rað- að undir Vesturbyggð. Er þetta til þess fallið að rugla notendur. Vík- veija finnst að Síminn ætti að komast að niðurstöðu um hvora aðferðina hann vill nota en Víkverji leggur til að gömlu staðarheitin verði látin ráða. Oll símanúmer í hveiju héraði verði flokkuð með stærsta staðnum i hér- aðinu, eins og gert er á Fljótsdalshér- aði þar sem unnt er að finna alla síma undir Egilsstöðum, þótt sveitarfélög- in séu nokkur. Sama má segja um Skagafjörðinn, þar er öllu héraðinu raðað undir Sauðárkrók og hætt að vera með sérstaka kafla fyrir Hofsós ogVarmahlíð. ENN eru nokkrar gamlai- sím- stöðvar með sér kafla í síma- skránni og hafa þær stundum orðið til að tefja Víkverja við leit. Nefna má Stað í Hrútafirði þar sem Víkverji hélt reyndar að aldrei hefði verið sím- stöð og Króksfjarðames. Heppilegra væri að raða símanúmerum á þessum stöðum undir stærstu nálægu stöðun- um, Hvammstanga og Patreksfirði eða Búðardal. Einna erfiðast er að finna út úr þessum hlutum á Suður- landi. Þegar verið er að leita að núm- erum í sveitinni er öðru en staðkunn- ugu fólki ómögulegt að vita hvort leita eigi undir Árborg, Flúðum, Laugar- vatni, Hveragerði eða Þorlákshöfn. Sem dæmi um þetta má nefna að sím- notendur í sveitinni í Ölfusi dreifast á þijár símstöðvar en Víkveiji þekkir ekki hvar mörkin liggja. Það mætti reyna að greiða eitthvað úr þessaii ílækju fyrir næstu útgáfu þessa menningarrits. Byrja ætti á því að taka aftur upp hið ágæta nafn Selfoss og bæta símanúmerum í uppsveitum Árnessýslu þar við en fella niður sér- staka flokkun símanúmera í kringum Flúðir og Laugarvatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.