Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Hagfræðingur Seðiabankans segir að eignir íslensku lífeyrissjóðanna séu þær fjórðu mestu á EES Munur á ávöxt- un er of mikill Már Guðmundsson hagfræðingur kynnti á aðalfundi Landssambands lífeyrissjóða nýja skýrslu um íslenska lífeyriskerfíð. Hann segir kerfíð gott, en telur að of mikill munur sé á ávöxtun lífeyrissjóðanna, en hann var á bilinu 2-11% árið 1998. MÁR Guðmundsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka íslands, sagði á að- alfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær að óeðlilega mikill munur væri á ávöxtun sameignarlífeyrissjóðanna, en hann var á bilinu 2-11% árið 1998. Takist ekki að draga úr þessum mun sé hætta á spennu vegna þess að hf- eyrisréttindin ráðist að stórum hluta af ávöxtun sjóðanna. Már samdi skýrslu um lífeyris- sjóðakerfið árið 1995 og kom fram á fundinum að þessi skýrsla hefði breytt mjög mikið viðhorfum manna til islenska lífeyrissjóðakerfisins. Áð- ur hefði viðhorfið almennt verið nei- kvætt, ekki síst til fjárhagsstöðu sjóð- anna. Már hefði bent á að sjóðimir ættu fyiir skuldbindingum sínum og að þeir ættu eftir að styrkjast. Már sagði í gær að þessi spá hefði gengið eftir. Hann sagði ennfremur að miklar breytingar hefðu orðið á líf- eyriskerfinu. Búið væri að setja rammalöggjöf um sjóðina og fijáls líf- eyrisspamaður væri kominn til sög- unnar. Breytt viðhorf til sjóðanna Már rifjaði upp þá miklu breytingu sem hefði orðið á umræðu um sjóðina á fáum ámm. Árið 1993 hefði í skýrslu OECD um íslenska lífeyrissjóðakerf- ið verið dregin upp dökk mynd af framtíð þess, en þar segir: „Atv'innu- tengdu lífeyrissjóðimir standast ekki tryggingafræðilega þar sem iðgjalda- hlutfalhnu hefur ekki verið breytt síð- an þeir vora settir á fót. Til að skapa tryggingafræðilegt jafnvægi þyrfti að hækka iðgjöldin í 17% í almennu sjóð- unum og 27% hjá sjóðum opinberra starfsmanna og bankamanna (saman- borið við 10% nú). Án þessara breyt- inga stefnir í að eignir sjóðanna eyðist hratt eftir 2010.“ Már sagði að þetta mat hefði á þessum tíma verið rangt. Nú bendi flest til þess að eignir lífeyrissjóðanna nemi um einni og hálfri landsfram- leiðslu um miðja öldina. Nú væri svo komið að íslenska kerfið stæðist kröf- ur Alþjóðabankans um þriggja stoða kerfi, þ.e. opinbert grunnkerfi ellilíf- eyris, hfeyriskerfi með skylduaðild og fijálsan einstaklingsbundinn hfeyris- spamað. Már sagði að samanburður á lífeyr- issjóðakerfi sem byggist á sjóðssöfn- un og opinbera gegnumstreymiskerfi sýndi að ávöxtun í gegnumstreymis- kerfi hefði verið betri á sjötta ára- tugnum þegar fólki hefði verið að fjölga. Þetta hefði snúist við á síðustu tveimur áratugum þar sem kerfi sem byggðist á sjóðssöfnun hefði skilað miklu betri ávöxtun. Lönd sem byggðu á gegnumstreymiskerfi stæðu nú frammi fyrir miklum vanda. Hægt hefði á fólksfjölgun og hlutfall aldraðra hækkaði stöðugt. I alþjóð- legum samanburði stæði Island nokk- uð vel. Þjóðin væri tiltölulega ung. Fólk hæfi töku ellilífeyris seinna en fólk í öðram löndum og atvinnuþátt- taka væri óvíða meiri en á Islandi. Már sagði að í alþjóðlegum saman- burði væra eignir íslensku lífeyris- sjóðanna í hlutfalli við landsfram- leiðslu þær fjórðu mestu á Evrópska efnahagssvæðinu. Aðeins lífeyrissjóð- ir í Holland, Sviss og Bretlandi ættu meiri eignir. Alþjóðlegur samanburð- ur sýndi ennfremur að kostnaður við íslenska lífeyrissjóðakerfið væri htilL Eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa aukist hratt frá 1980, en frá 1980-1999 tólffölduðust eignir sjóð- anna á föstu verðlagi. Á síðustu tíu ár- um hafa eignirnar rúmlega þrefaldast sem felur í sér rúmlega 12% raun- aukningu á áii. 25% af eign sjóðanna liggja íhlutabréfum I skýrslu Más, sem hann kynnti á fundinum í gær, kemur fram að eignasamsetning lífeyrissjóðanna hefur breyst mikið á síðustu árum. Árið 1990 námu hlutabréf 1,2% af heildareign sjóðanna en 1999 nam þetta hlutfall 25,8%. Lífeyrissjóðir áttu engin erlend hlutabréf fyrir 10 áram, en 1999 vora 16,4% af eignum sjóðanna erlend hlutabréf eða eign í erlendum hlutabréfasjóðum. Á sama tíma hefur dregið stórlega úr sjóðsfé- lagalánum og hlutfahslega hefur einnig dregið úr eign hfeyrissjóðanna í húsbréfakerfinu, en hlutfallið var 40,7% árið 1995, en var 24,2% í fyrra. Már lýsti á fundinum nokkram áhyggjum af þeim mun sem er á ávöxtun lífeyrissjóðanna, en ávöxtun 29 sameignarsjóða árið 1998 var á bil- inu 2-11%. „Þetta er mikill munur. Jafnvel þó að sleppt sé tveimur sjóð- um sem höfðu óeðlilega lága ávöxtun liggur munurinn á bilinu 5,5-11%. Auðvitað getur ávöxtun einstakra sjóða sveiflast töluvert milh ára og mismunandi eignasamsetning getur að einhveiju leyti skapað mun í ávöxt- un einstök ár, þótt til lengdar sé hann htíll. Það er hins vegar ijóst að verði mikill munur á ávöxtun einsakra sjóða viðvarandi mun það leiða til um- talsverðs munar á því hvaða réttindi einstakir sjóðir geta veitt að gefnu ið- gjaldi. Það getur síðan skapað spennu og erfiðleika fyrir lífeyrissjóðakerfið. Það er því mikið í húfi að sjóðimir hafi til lengdar ekki allt of mismunandi ávöxtun. Allar forsendur ætti hins vegar að vera til að draga úr þessum mun með stækkun sjóða og meiri nýt- ingu þekkingar við fjárfestingu, enda eru fjárfestingakostir einstakra sjóða í stóram dráttum þeir sömu,“ segir í skýrslu Más. Hann bendir þó á að sé horft til ársins 1998 sé ekkert sam- band á mhli stærðar sjóða og ávöxt- unar. Fólk getur vænst þess að fá 60- 70% af meðallaunum í ellilífeyri í skýrslu Más er vitnað th útreikn- inga sem Guðmundur Guðmundsson setti fram í Fjármálatíðindum árið 1998 um lífeyrisréttindi sjóðsfélaga. Hann kemst að þeirri niðurstöðu að miðað við 3,5% langtímaávöxtun og 1% framleiðniaukningu muni lífeyris- sjóðimir geta skhað fólki sem fer á líf- eyri 69 ára gamalt 62% af þeim með- allaunum sem fólk á aldrinum 40-60 ára hefur. Th viðbótar megi gera ráð fyrir að grannlífeyrir almannatrygg- inga skhi fólki 10% tekjum th viðbót- ar. Þessi tvö kerfi ættu því að geta skhað fólki 60-70% af tekjum fuh- starfandi fólks og það er mat Más að það sé nokkuð góður árangur. í skýrslu Más kemur fram að árið 1998 námu lífeyrisgreiðslur almanna- tryggingakerfisins 19,1 mhljarði króna eða 3,3% af landsframleiðslu. Lífeyrisgreiðslur lífeyrissjóðanna námu hins vegar 14,1 milljarði eða 2,4% af landsframleiðslu. Dregið hef- ur saman með almannatryggingum og lífeyrissjóðunum og Már segii’ að á komandi áram fari sjóðimir fram úr tryggingakerfinu. Árið 1998 var líf- eyrisbyrði lífeyrissjóðanna 46%. Vegna mikillar tekjuaukningar lífeyr- issjóðanna á síðustu árarn hefur líf- eyrisbyrðin lækkað, en hún var 54% árið 1996. Lífeyrissjóðirnir eiga 80 milljarða í húsbréfum Á aðalfundi Landssambands Iífeyr- issjóða var lögð fram íslensk þýðing á reglum OECD um stjómskipan fyifr- tækja og gerði Víglundur Þorsteins- son grein fyrir þeim á fundinum. Hann sagði að nauðsynlegt væri fyrir hluthafa í íslenskum fyrirtækjum að kynna sér þessar reglur og læra af því sem væri að gerast erlendis á þessu sviði. Á sumum sviðum þyrftu stjórnendur íslenskra fyrirtækja að taka sig á og nefndi hann sem dæmi upplýsingagjöf um rekstur og íjár- hagsstöðu fyrirtækja. Þórir Hermannsson, stjómarfor- maður Landssambands lífeyrissjóða, gerði grein fyrir starfsemi sambands- ins á árinu sem var fyrsta heila starfs- árið í sögu þess. Hann sagði að í fram- tíðinni væri nauðsynlegt að hækka þak sem er á fjárfestingu lífeyrissjóða erlendis, en það er 50% í dag. Best væri að svipta algerlega hömlum af fjárfestingum sjóðanna. Þórir vék einnig að skuldabréfa- markaðinum og sagði að ekki væri hægt að kenna lífeyrissjóðunum um ógöngur hans. Útgáfa húsbréfa hefði aukist mjög mikið á síðasta ári eða um 10 milljarða. Slíkt kallaði á hærri vexti sem aftur ætti að slá á framboð. Hann sagði að í lok mars hefðu lífeyr- issjóðimir átt 80 mhljarða í húsbréf- um og frá mars í fyrra til mars í ár hefðu sjóðimir aukið húsbréfaeign sína um 9 milljarða. Á aðalfundinum varð sú breyting á stjóm að Þórólfur Árnason, forstjóri Tals, gaf ekki kost á sér, en í hans stað var kosinn Friðbert Traustason, formaður Sambands íslenskra banka- manna. Urval úr bókmenntum 18. aldar Vpplýsingar öldin Orval ur BÓKMEN.NTUM 18. AJ.DAR Þetta er 750 btaðslðna glæsileg bók sem geymir fjölbreytt skrif eftir alla helstu höfunda aldarinnar. Falinn fjársjóður íslenskra bókmennta! Mál og menningi malogmennlng.lsi Laugavegi 18 • Siml 515 2500 • Síðumúla 7 • Simi 510 2500 Fyrsti fundur í deilu sjómanna SAMNINGANEFNDIR sjómanna komu í gær á sína fyrstu fundi með fulltrúum útvegsmanna eftir að deilunni var vísað til ríkissátta- semjara. Nýir fundir hafa verið boðaðir næstkomandi föstudag. Samninganefndir sjómanna era fjórar, fyrir Sjómannasamband ís- lands, Vélstjórafélag íslands, Far- manna- og fiskimannasamband Islands og Alþýðusamband Vest- fjarða. Samtökin hafa ekki orðið við þeirri ósk Samtaka atvinnu- lífsins að mynda eina samninga- nefnd. Slitnaði upp úr I gærmorgun slitnaði upp úr viðræðum um virkjunarsamning en Verkamannasamband Islands, Samiðn og Rafiðnaðarsamband ís- lands hafa boðað verkfall 13. júní. Hugsanlegt var talið í gær að deil- unni yrði vísað til ríkissáttasemj- ara. Landsvirkjun á aðild að virkjun- arsamningnum. Fyrirtækið sendi í gær frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að deilan sem nú er uppi snúist aðeins um launakjör við byggingarframkvæmdir við Vatnsfellsvirkjun. Telur Lands- virkjun eðlilegt að hún verði leyst af Samtökum atvinnulífsins ásamt verktökum og starfsmönnum þeirra þar sem starfsmenn á virkj- unarsvæðum séu ekki launþegar Landsvirkjunar. Mikið um hrað- og ölvunar- akstur UM helgina voru 39 ökumenn stöðvaðir vegna hraðaksturs í Reykjavík og 26 vegna ölvun- araksturs. Ökumaður var stöðvaður eftir að hafa ekið bifreið sinni á 130 km hraða á Breiðholtsbraut á föstudag. Tveir voru stöðvaðir á Gullin- brú, annar eftir að hafa mælst á 130 km hraða og hinn á 113 km hraða. Sex ára stúlka hljóp í veg fyrir bifreið á Njálsgötu á föstudag. Hún hlaut minniháttar áverka en var flutt á slysadeild.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.