Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 72

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 72
72 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FÓLK í FRÉTTUM Rebekka A. Ingimundardóttir vinnur við leikstjórn í Hollandi Lifandi málverk í Amsterdam hófust í apríl sýningar á ----7---------- leikritinu „Olokið verk“ hjá leikhópnum Jell-o-Company í stjórn Rebekku A. Ingimundardóttur. Jóna Hálfdánar- ddttir var viðstödd frumsýninguna og mælti sér mót við Rebekku á litlu kaffíhúsi í hjarta Amsterdam. Úr leikritinu „Ólokið verk“ sem Rebekka samdi og leikstýrði. „ÉG var í skóla með Öniu og John, stofnendum Jell-o-Company, í „object theater“ deild Hogeschool ••*?oor de Kunsten hér í Amsterdam á árunum 1992 til 1995,“ segir Rebekka um fyrstu kynni sín af Jell-o-Company. yÞau stofnuðu leik- hópinn 1994. Ég hafði nokkra reynslu af leikstjórn og hjálpaði þeim með leik, uppfærslur á verkum, að blanda saman og var ráðgjafi um innihald leikrita þeirra. Það sem Jell-o-Company gerir er mjög mynd- rænt þannig að það er mikilvægt að þau segi sögur en sýni ekki bara myndir vegna þess að þá er eins og maður sé bara á listasafni. Þegar Jell-o-Company byrjaði var það líkt og sprengja því enginn ann- ar leikhópur vann á sama hátt með vídeó. Oft eru sýningarnar eins og lifandi málverk sem var þá alveg nýtt, því okkar stíll byggist á að víd- eóið sé alger þátttakandi, sé einn af leikurunum. Við blöndum mismun- andi stefnum inn í sem gerir verkin heildrænni. Síðustu ár hafa bæst við leikhópar sem vinna með videó. Til þess að lifa af tilkomu nýju hópanna þurfti breytingar. Fram til þessa hefur Ania leikið og leikstýrt verk- um hópsins og tvær kvikmyndagerð- arkonur hafa séð um vídeóið. Ania sá í „Óloknu verki“ algerlega um vídeó- ið sem tókst ofsalega vel og mun hún einbeita sér meira að því í framtíð- inni og ég mun sjá um leikstjóm. Þannig að frá og með „Óloknu verki“ er ég meðlimur hópsins en það er fyrsta leikritið sem ég bæði sem og leikstýri hjá þeim.“ Hugmynd kviknaði á fslandi Hvernig kom hugmyndin að „Óloknu verki“ til? „Ania var í heimsókn hjá mér á Islandi í fyrra. Við vorum á leið heim frá Breiðamerkurlóni þegar hún segir að núna væri komið að því að við yrðum að gera eitthvað saman og fá meiri heildarmynd á Jell-o-Comp- any. Ania þurfti íslenska kraftinn til að fá skýringu á þessu. Hún segir að hún vilji búa til leikrit um tvo menn sem eru dánir en hafa eitthvað óupp- gert. Mér fannst það athyglisvert því þetta er einmitt leikrit sem ég var byrjuð á árið 1991. Það var verk um menn sem eru dánir og hittast alltaf aftur og aftur, deyja alltaf aftur og aftur. Eg var bara komin með að þeir hittast, en hvað gera þeir? Þá byrjar sagan. Þetta eru tveir menn sem þekkjast í h'finu, hafa samt ekki mik- ið með hvorn annan að gera, elska hvorn annan, en sögðu það aldrei þá. Málið er að þeir reyna að koma sér að því að segja það en ná ekki að segja það frá hjartanu heldur reyna það með alls kyns krókaleiðum. Þetta er náttúrulega eins og staðan í dag, við erum öll að reyna að finna nýjar leiðir til að sýna það að við elskum. Það sem mér finnst sterkast í leikritinu er að áherslan er ekki á kynið, hvort þeir eru elskendur, eða bara vinh. Þess vegna er svo gaman að vinna með tvo menn eða tvær kon- ur en ekki mann og konu. Við fengum svo styrk frá hol- lenska ríkinu til að setja upp þetta verk og við fengum líka styrk til að setja upp næsta verk sem heitir „Factory" og mun tengjast popplist. Svo núna í vor leikstýri ég verki í Berlín hjá hóp leiklistarfólks frá mis- munandi Evrópulöndum þannig að það er nóg að gera hjá mér á næst- unni.“ Hvernig stóð á að þú valdir Hol- land? „Ég lærði í Prag á árunum 1990 til 1992. Þar lærði ég aðallega notkun á texta og uppgötvaði að það var ekki það sem ég var að leita að. Ég leitaði fyrir mér í París, Þýskalandi og Rebekka Ingimundardóttir er meðlimur Jell-O-Company. Hollandi og komst að því að það sem var að gerast í Hollandi var ná- kvæmlega það sem ég var að leita að. Fyrsta árið í Hollandi var ég við nám í „mime“-deild Listaskóla Amster- dam en „mime“-leikari er leikari sem er meira meðvitaður en klassískur leikarí um hreyfingu og túlkun á karakternum með líkamanum. Nú, ári seinna færði ég mig svo yfir í „object theater“-deild skólans. í klassísku leikhúsi er það leikarinn og texti sem skipta aðal máli en í „object theater" eru það samskipti leikarans við hluti. Hlutverk kennai- ans var í raun að aðstoða mann við að framkvæma þær hugmyndir og því var krafist töluverðs sjálfstæðis af manni. Fyrh- mig var það frelsi að koma í skólann hér. Ég byrjaði þá strax að búa til mín eigin leikrit og setja saman. Þannig að ég byrjaði ofsalega fljótt að prófa hluti sem nemendur taka sér oft fjögur ár í að læra og hægt og rólega tékka svo á. Ég bara hafði ekki þennan tíma. Ég ætlaði í raun bara að vera skólatíma- bilið í Evrópu og fai-a svo heim aftur til að vinna við mín verk. Ég var því alltaf mjög virk og aldrei bara í skól- anum. I byrjun vann ég mestmegnis með tilraunaleikhúsum en seinna í náminu vann ég líka með atvinnu- leikhúsum eins og Dog Troep og Hollandia." Nám í leikstjórn Þú fékkst verðlaun fyrir lokaverk- efni þitt við leiklistardeildina í Lista- skóla Amsterdam ? „Já, fyrir leikstjórn og handrit leikritsins „Fylgd“. Það var á „The International Theaterschool Festi: val“ hér í Amsterdam árið 1995. I það sinn átti bara að verðlauna leik en þeim fannst verkið víst svo gott að þeir urðu að gefa þvi verðlaun, sögðu þeir. Kölluðu mig upp á svið og sögðu að þeir gætu því miður ekki horft fram hjá því.“ Eftir námið í Listaskóla Amster- dam fórstu eitt ár í leikstjórn, ekki satt? „Jú, við Jekerstudio í Maastricht. Þessi deild var sett upp af leiklistar- skólum sem þykja þeir bestu í Aust- urríki, Berlín, Hollandi og Belgíu og er ætluð fyrir ungt fólk sem vakið hefur athygli á einhvern hátt og er talið vera hæfileikaríkt í leikstjórn. Yfirskólastjóri Listaskóla Amster- dam sá æfingar og sýningar á leikrit- unum mínum, hann sá að það var eitthvað nýtt að gerast og hann lét þá vita af mér. Á meðan á þessu námi stóð hafði Hollandia leikfélagið sam- band við mig, völdu mig úr hópnum til að skrifa og setja upp leikrit. Ég hafði þá unnið að tveimur verkefnum hjá þeim í búningadeild þeirra. Nú, þeim fannst ég vera með skemmti- legar hugmyndir og báðu mig um að skrifa leikrit og setja upp sjálf, og hvað á íslendingurinn annað að gera en samskipti hvala og manna. Ég fann gamla auða verksmiðju sem passaði mjög vel við „Whale Tale.“ Eftir það verk sem var sýnt 1997 leikstýrði ég öðru verki hjá þeim, „Tilt.“ Þau báðu mig svo um að vera áfram hjá þeim en heimþráin var það mikil að ég neitaði og flutti heim um tíma. Fyrir utan venjulega launa- vinnu þar vann ég í búningagerð við myndirnar „Ungfrúin góða og húsið“ og „101 Reykjavík." “ Tengjast önnur verk þín á ein- hvem hátt hugmynd „Ólokins verks“? „Það sem skiptir miklu máli við mín verk er að sýna áhorfendum inn í annan heim fantasíu. I verkunum mínum er alltaf tvöfaldleiki. Og það sem ég vil gera er fegurð. Það er svo ofboðsleg mötun í gangi í kvikmynd- um og sjónvarpi og lítið rými fyrir eigið ímyndunarafl. Það sem ég reyni að gera er að gefa áhorfandan- um eitthvað annað. Stund þar sem hann getur notið þess sem hann sér og heyrir, notað ímyndunaraflið til að búa til sögu og samband á milli fólksins, og það erfiðasta, að áhorf- andinn geti fundið til með fólkinu. Það sem ég er að vinna með eru augu, eyru og hjarta. Við getum auð- vitað fengið fyllingu annars staðar, t.d. í bíó eða útí í náttúrunni, en bara á annan hátt. Ég elst upp á Islandi þar sem maður þarf bara að fara út og fá þessa fyllingu eða kraft, en þetta gerir það stundum erfitt að vinna alltaf með útlendingum því þeir skilja ekki hvað þessi fylling er, hvað þessi kraftur er. Þess vegna væri mjög mikilvægt fyrir mig að fara heim með verkin mín til þess líka að sjá hvernig íslendingar taka þeim. Myndi ég fá sömu viðbrögð og hjá Hollendingum eða kannski allt önnur? En það er meira en að segja það. í hvert sinn sem ég er með leikrit í gangi segi ég: „ Þetta leikrit verður að koma heim.“ Það er bara spurning hvernig á að skipuleggja það og opna leiðina." #1IMA V ! Ð TÖKUM VEL Á MÓTI ÞÉR Eitt ár í Bandaríkjunum sem r er ógleymanleg reynsla Sem lögleg au pair býrðu hjá fjölskyldu í eitt ár, gætir barna, kynnist bandarískri menningu og stundar að auki nám að eigin vali. Þér bjóðast fríar ferðir, frítt faeði og húsnæði, 43 þús. kr. í vasapeninga á mánuði, 4 daga námskeið í New York, 36 þús. króna náms- styrkur, hagstæðar slysa- og sjúkratryggingar, tveggja vikna frí og ýmis tilboð á ferðum um Bandaríkin. Hvaba skilyrbi þarf ab uppfyila? • Vera á aldrinum 18-26 ára • Góð enskukunnátta • Reynsla af barnagæslu • Ökuréttindi • Hreint sakavottorð • Góð andleg og líkamleg heilsa. Au Pair Extraordinarie Nú gefst menntuðum leikskólakennurum og fólki með starfsreynslu við barnagæslu einnig tækifæri til að dvelja um tíma í Bandaríkjunum. í boði eru öll hlunnindi sem au pair bjóðast - og 60.000 kr. í vasapeninga á mánuði. Sram VISTA ♦ CULTURAL & EDUCATIONAL TRAVEL LÆKJARGATA4 101 REYKJAVÍK SÍMI 562 2362 FAX 562 9662 NETFANG info@vistaskípti.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.