Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 24
24 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Marel selur flæðilínu fyrir kjúkling í Bandaríkjunum Miklar vonir bundnar við árangurinn Morgunblaðið/Golli Nýja flæðilínan sem Marel er að framleiða fyrir kjúklingaiðnaðinn. Nú standa yfir lokaprófanir og í lok vikunnar verður hún send sjóleiðis til Bandaríkjanna. Sjóklæðagerðin hf./ 66°N lokar tveimur verksmiðjum MAREL hf. hefnr undirritað sölu- samning við Foster Farms, stærsta kjúklingaframleiðanda á vestur- strönd Bandaríkjanna, á fyrstu flæðilínu fyrir kjúkling auk MPS- hugbúnaðar til viðskiptavinar í Bandaríkjunum. Að sögn Magnúsar Rögnvaldsson- ar, umsjónarmanns markaðssviðs Marel, verður búnaðurinn afhentur í sumar, en söluverðið nemur um 50 milljónum króna. Magnús segir að markaðssetning á flæðilínum í kjúklingaiðnaðinum hafi hafist á þessu ári í Bandaríkjunum, en forprófanir fóru fram í Englandi á síðasta ári á notkun flæðilínu við úr- beinun á fuglakjöti. „Flæðilínan var fyrst kynnt á vörusýningu í Atlanta í janúar og vakti mikla athygli kjúkl- ingaframleiðenda. í kjölfar vel- heppnaðra prófana hjá stórum við- skiptavinum Marels í kjúklingaiðn- aðinum í Bandaríkjunum var skrifað undir samning um kaup á fyrsta kerfinu af Marel USA, dótturfyrir- tæki Marel hf., og Foster Farms.“ Salan til Foster Farms próf steínn á framhaldið Markhópurinn hjá Marel eru kjúklingaframleiðendur í Bandaríkj- unum, en það skýrist af því að þar- lent dótturfyrirtæki Marels hefur HAGNAÐUR Pharmaco af reglu- legri starfsemi fyrir skatta var 79,6 milljónir fyrstu þrjá mánuði ársins. Hagnaður eftir skatta og að meðtöldum áhrifum hlutdeildar- félaga, þ.e. Balkanpharma/Icon- sjóðsins og Genís varð 82,9 milij- ónir, að því er fram kemur í til- mjög sterka markaðsstöðu þar. „Síð- ar höfum við hugsað okkur að mark- aðssetja flæðilínumar á öðrum svæð- um, eins og í Evrópu," segir Magnús, en vill þó ekki fullyrða hvenær af því geturorðið. Hann segir að sú tækni sem Marel hefur þróað og öðlast reynslu af í fiskiðnaði nýtist vel í framleiðslu búnaðar fyrir kjúklingaiðnaðinn. Kostnaðurinn hljótist fyrst og fremst kynningu Pharmaco til Verðbréfa- þings. Heildarvelta fyrirtækisins nam 858 milljónum, sem er 7% aukning frá fyrra ári þrátt fyrir að dreifing fyrir Delta hf. félli út 1. janúar 2000. Ef tekið er tillit til þess er veltuaukningin 23% milli ára. af markaðssetningunni. Framleiðsl- an sé því mjög hagkvæm fyrir fyrir- tækið. „Kostir kjúklingaflæðilínunar felast í einstaklingseftirliti á nýtingu, afköstum og gæðum við úrbeinun, en það byggir á Marel MPS-hugbúnaði sem safnar og birtir gögn til ákvarð- anatöku fyrir framleiðslustjóra. Auk þess er hráefnisflæði, vinnuaðstaða og gæðaeftirlit stórbætt miðað við núverandi vinnsluaðferðir." Aðspurður segir Magnús að salan til Foster Farms sé nokkurs konar prófsteinn á framhaldið. Marel bindi miklar vonir við árangur af þessu fyrsta verkefni, þar sem verksmiðja Foster Farms í Washington-ríki muni verða þungamiðja áframhald- andi markaðssetningar á hugbúnaði Marels og hátæknilausnum. „Foster Farms vilja fyrst sjá hvemig þessi lína virkar og ég tel góðar líkur á því að við eigum eftir að selja fleiri. Þró- un og gerð flæðilína fyrir hvern kaupanda tekur þónokkurn tíma og því er mikilvægt að upphafið takist vel,“ segir Magnús. ÁKVEÐIÐ hefur verið að leggja niður starfsemi Sjóklæðagerðarinn- ar hf./66°N á Selfossi og í Borgar- nesi. Verksmiðjurnar á Akureyri og á höfuðborgarsvæðinu verða hins vegar starfræktar áfram. í frétta- tilkynningu frá fyrirtækinu segir að aðgerðir þessar séu liður í því að mæta stórauknum innflutningi keppinauta og að treysta sam- keppnisstöðu fyrirtækisins. Vörur fyrirtækisins eru nú auk Islands markaðssettar í Bandaríkjunum, Noregi, Hollandi og Bretlandi en gert er ráð fyrir að vöruþróun og markaðssetning verði efld með sér- stakri áherslu á nýja erlenda mark- aði. Að sögn Þórarins Elmars Jensen, forstjóra 66°N, hefur rekstrarum- hverfi í framleiðsluiðnaði hér á landi breyst mikið til hins verra að undanförnu. Framleiðslukostnaður hérlendis hafi stóraukist meðal LÍKLEGT er talið að France Tele- com muni í dag tilkynna um kaup á Orange. Orange er þriðja stærsta farsímafyrirtæki á Bretlandseyjum og er það í eigu Vodafone Air Touch. Heildarverðið sem France Teleeom greiðir fyrir Orange er talið vera í kringum 30 milljarða punda eða 3.390 milljarða íslenskra króna og eru þá taldar með þær skuidir Orange sem France Telecom tekur yfir. Ef kaupin ganga eftir verður France Telecom stærsta farsímafyr- irtæki Evrópu en það fengi um sex milljón nýja viðskiptavini og um fimmtung af breska farsímamarkað- inum við kaupin. Orange var eitt þeirra fimm fyrir- tækja sem fékk úthlutað leyfi til þess annars vegna þenslu á vinnumark- aði og óhagstæðrar gengisþróunar en á sama tíma hafi innflutningur á fatnaði aukist óðfluga. Innflutning- urinn komi aðallega frá keppinaut- um sem láti framleiða fyrir sig í löndum þar sem framleiðslukostn- aðurinn er verulega lægri, svo sem í Austurlöndum fjær og nú síðast í Eystrasaltslöndum. Þórarinn segir að fyrirtækinu hafi verið nauðugur sá kostur að koma á fót verksmiðju í Lettlandi til að framleiða vörur sínar að hluta við sambærilegar að- stæður og keppinautarnir. Sjóklæðagerðin hf./66°N hefur starfað samtals í 75 ár. Á hausti komanda verður stærstur hluti starfseminnar á íslandi sameinaður í nýju húsnæði í Garðabæ. Auk verksmiðju verða þar hönnunar- deild fyrirtækisins, markaðsdeild, almennar skrifstofur, verslun og vöruhús. að reka þriðju kynslóðar farsíma- kerfi (UMTS) þegar leyfin voru boð- in út af bresku stjóminni. Þýska fyr- irtækið Mannesmann keypti Orange í fyrra fyrir 2.756 milljarða króna og hefur gengi bréfa Orange hækkað verulega síðan. Þegar Vodafone, sem er stærsta farsímafýrirtæki heimsins, yfirtók Mannesmann setti stjórn Evrópu- sambandsins það sem skilyrði fýrir kaupunum að félagið losaði sig við Orange. France Telecom hefur áður reynt að komast inn á breska mark- aðinn og bauð meðal annars í UMTS- leyfin en tilboð þess reyndist of lágt. France Telecom er verðmætasta fyr- irtækið sem skráð er á franska hluta- bréfamarkaðinum og hækkaði gengi bréfa þess um 8% í gær. Hagnaður Pharmaco 80 milljónir króna France Telecom á breskan farsímamarkað London. AFP. AP. BBC. Morgunverðarfundur í Sunnusal á Hótel Sögu Miðvikudaginn 31. maí 2000, kl. 8:00 AHRIF INNRI MARKAÐAR ESB Á SKATTKERFI EINSTAKRA RÍKJA Eiindið verður flutt á ensku og nefnist „National direct taxation and the influence of free movement of persons services and capital - the case law of flie European Court of Justice“ FRAMSOGUMAÐUR: Melchior Wathelet mun Qalla um hvemig innri markaöur Evrópusambandsins hefur áhrif á skattkerfi einstakra ríkja, þá fyrst og fremst á íyrirkomulag beinna skatta. Með EES samningnum er ísland aöili að innri markaðnum og niðurstöður Evrópu- dómstólsins hafa á ýmsum sviðum áhrif á skipan mála hér á landi. Wathelet er fyrstur dómara dómstóls Evrópusambandsins til að heimsækja Island. Að loknu erindi Wathelets munu Ámi Tómasson, lögg. endurskoðandi, Deloitte og Touche og Vilhjálmur Egilsson, framkvstj. VÍ og alþm. gefa álit á erindinu. FUNDARSTJÓRI: I Jónas Fr. Jónsson, sérfræðingur hjá ESA í Brussel. Fundargjaid (morgunverður innifalinn) kr. 2.000,- Fundurinn er öllum opinn en æskilegt er að tilkynna þátttöku fýrirfram í síma 510 7100 eða bréfasima 568 6564 eða með tölvupósti mottaka@chamber.is. VERSLUNARRAÐ ISLANDS 4 ----*-M---- Aukin net- viðskipti smærri fyrirtækja KAUP smæm fyrirtækja í Banda- ríkjunum á Netinu hafa tífaldast á síðustu tveimur árum og er því spáð að útgjöld þeirra vegna verslunar á Netinu verði komin í 118 milljarða dala á næsta ári, segir í grein í The Wall Street Journal. í könnun, sem AMI-Partners gerði, kom í ijós að í fyrra versluðu smærri fyrirtæki með vörur og þjónustu fyrir 25 milljarða dala en árið áður vei’sluðu þau einungis fyrir um tvo milljarða og er þessi mikla veltuaukning enn ein vísbendingin um aukin viðskipti á milli fyrirtækja (business to busin- ess) á Netinu. Smærri fyrirtækjum, sem stunduðu viðskipti á Netinu, fjölgaði úr 1,8 milljónum árið 1998 í 2,8 milljónir í fyrra og auk þess sögðust um 600.000 þeirra selja vör- ur og þjónustu á Netinu og hafði þeim fjölgað um 200.000 frá árinu áður. Þrátt fyrir mikil viðskipti smærri fyrirtækja á Netinu virðast mörg þeirra vera frekar treg til þess að hefja sölu á eigin vörum beint á Netinu. Um 60% smærri fyrirtækj- anna sjá ekki fram á gildi þess að geta selt vörur sínar á Netinu og vex þar að auki í augum kostnaður- inn og tæknivandamálin sem upp kynnu að koma. Þá finnst mörgum stjórnendum þeirra að vörur þeirra séu ekki til þess fallnar að vera boðnar til sölu á Netinu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.