Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 35 Handan áþreifan- leikans MYNDLIST Listasafn islands MYNDBÖND, HLJÓÐLIST & TÖLVULIST 20 LISTA- MENN & MYNDBÖND EFTIR MEIR EN 30 AÐRA Steina Vasulka, Myndbönd, Veflist. Til 18. júní. @. Til 25. júní. SÝNING Listasafns íslands á stafrænni list - en „Nýr heimur - Stafrænar sýnir“ er heiti sýningar- innar - er metnaðarfull tilraun til að kynna á breiðum granni þær nýj- ungar sem gert hafa vart við_ sig 1 tæknilist undanfarna áratugi. Ég fæ ekki betur séð en stofnuninni farnist vel í þessari framraun sinni. Það er ekki auðvelt að halda úti sjálfstæð- um samsýningum í hverjum sal Listasafnsins þannig að allt virki hnökralaust. Eftir hinni merkilegu sýningaskrá að dæma - einnota sérútgáfa DV í dagblaðsformi sem hefur þann einn kost að vera ókeypis - eru sýninga- stjórar framtaksins þrír og er þá ótalin Steina Vasulka með snilldar- verk sitt „Myndhvörf ‘ í þriðja sal, og Finnbogi Pétursson með innleiddan veðrahaminn af þaki Listasafnsins, umbreyttan í stafræn tölvuboð og magnaðan að hluta til í stóra salnum líkt og jarðhræringadranur. Safninu er með öðrum orðum skipt niður í svæði þar sem ólíkum stjómstöðvum er komið fyrir og gestir geta prófað sig áfram frá einni tölvu til annarrar. I stærsta salnum hafa galdramennirnir frá margmiðl- unarfyrirtækinu Oz hreiðrað um sig í samvinnu við Art.is, en ásamt þess- um tveim aðilum koma hugbúnaðar- íyrirtækin Gagarín og Zoom að tæknilegri útfærslu tölvumyndanna, en tæknifyrirtækin Thule og Verði ljós sjá um alla hljóðvinnslu. Atið eða @, eins og sýningin í stóra salnum heitir, er samvinnuverkefni ellefu kunnra listamanna. Auk Asmundar Asmundssonar, Finnboga Péturs- sonar, Haraldar Jónssonar, Omars Stefánssonar og Þorvaldar Þor- steinssonar, hvílir útfærslan á herð- um M.Y. Studio - Katrínar Péturs- dóttur og Michael Young - og Gjörningaklúbbsins - Dóra ísleifs- dóttur, Eirúnar Sigurðardóttur, Jóní Jónsdóttur og Sigrúnar Hrólfsdótt- ur. Það er ekki auðvelt að greina framlag hvers listamanns fyrir sig. Hugmyndir Umberto Eco að nýj- ar miðaldir séu upp runnar þekkja víst flestir, en spyrji hann hver teikn þeirra séu í listinni hlýtur svarið að vera afturhvarf til dómkirkjunnar, þar sem allir listamenn sameinuðu krafta sína til dýrðar almættinu. Nú heitir þetta almætti að vísu tækni en andrúmsloftið er ekki ósvipað. Sýn- ingargestir standa í hálfrökkrinu og skaka til músinni meðan hreyfí- myndir birtast á þili og breytast eftir því sem áhorfandinn verður leiknari í ratleiknum. Ef marka má and- aktina í salnum þá eru þessar skjá- myndir altaristöflur samtímans. Samlíkingin er ef til vill ekki svo langsótt, því uppsetning Atsins í stórasal Listasafnsins er býsna musterisleg. Tvær minni „hliðarkap- ellur“ með litlum tölvuskjám standa þeim til boða sem vilja leika sér i ein- rúmi. Eins og þær stöllurnar í Gjörn- ingaklúbbnum, Eii'ún og Sigrún, gefa til kynna í sýningaskránni reyn- ir töluvert á þolinmæði hins sjálf- hverfa listamanns. Hann stendur allt í einu frammi fyrir þeirri kvöð að vinna með hópi kollega að einhverju samvinnudæmi sem hann stjórnar aðeins að litlu leyti. Þótt vissulega megi þekkja ákveðin höfundarein- kenni er ekki alltaf auðvelt að skynja hvar einn listamaður byrjar og ann- ar tekur við. Það er eins og í miða- ldakirkjunum þar sem verk renna saman og oft reynist erfitt að greina milli byggingar, innréttinga og ski'eytingar. Tjarnarsalurinn - fjórði salurinn - er ekki ólíkur stóra salnum. Þar er sýningin Orb.is á vegum Braga Halldórssonar, en ásamt hon- um eiga Baldur Helgason, Egill Sæbjörnsson, Gunnar Magnús And- résson, Hlynur Helgason, Kristrán Gunnarsdóttir, María Pétursdóttir og Þórir Karl Bragason verk af ýms- um stærðum og gerðum. Líkt og á neðri hæðinni skipta músin og bend- illinn miklu máli. Líkt og almenning- ur M.Y. Studio, þar sem teiknað vél- menni ferðast um eldfjallalandslag og steypir sér svo niður gíga þannig að upp kemur ný sýn, geta gestir Orb.is flakkað í raunverulegri Ijós- mynd líkt og væra þeir í reiðhjóla- porti - hjá Agli - eða í gömlu kofa- ræksni - hjá Braga - eða bara á Miklubrautinni - hjá Hlyni Hallssyni - uns örin bendir þeim á stað til að breyta um mynd og kanna veraleik- ann á skjánum út frá öðru og nær- tækara sjónarhorni. Gagnvirkni stafrænu verkanna á Atinu og Orb.is hlýtur að vera gest- um kærkomið tækifæri til að viðra í sér barnið og fara á flakk í framandi landslagi með ófyrirséðum veraleik handan við hornið. Um leið boða öll þessi verk nýja tæknibyltingu í myndlistinni með ótal, óvæntum möguleikum og útúrdúram. Tíminn er hin nýja vídd sem bætist við rým- ið, og hreyfingin hið nýja myndmál. Áhorfandinn fær að ráða ferðinni, svo sem þegar hann velur sér svip- brigði á Maríu Pétursdóttur með því að hreyfa músina. Hvert þessi list stefnir er enn á huldu, en möguleik- arnir era þarna, margbrotnir og ótæmandi. Eitt liggur þó í loftinu og það er að áherslumar á komandi öld verða allt aðrar en þær sem við þekkjum frá öldinni sem senn er á enda. I þriðja salnum - á efri hæðinni - tekur svo við sérsýning Steinu Vas- ulka, „Myndhvörf“, sérlega pöntuð í tilefni af heildarsýningunni. Þetta makalausa verk er engu líkt í hrynj- andi sinni. Niu risastórar varpmynd- ir líða hægt fram með sama mynd- efninu frá ólíku sjónarhorni. Kjai'ninn era hrossastóð og sjávar- föll, sem skiptast á að lita allan salinn með hjálp forrits sem les myndirnar línu fyi-ir línu og umbreytir þeim með myndhvörfum. Abstraksjónin læðist inn í raun- sæjar upptökurnar og snýr þeim upp í heillandi litaspil sem líður áfram eins og tónverk. Mörg sjónarhorn umhverfast í einu líkt og gerist í margradda hljómkviðu. Sjaldan hef- ur Steinu tekist eins vel til með myndbreytingar sínar. Umskiptin eru svo mjúk og eðlileg að strófurnar minna á málverk sem skafið er á staðnum meðan litirnir eru ennþá óþornaðir. Það er ekki óvarlega sagt að „Myndhvörf ‘ Steinu séu í ætt við abstraktmyndir Gerhard Richter, nema hvað þær hreyfast í stað þess að standa kyrrar. Vanti gesti nánari tengsl við höf- undarverk þessa brautryðjanda al- þjóðlegrar myndbandalistar er til- valið að nálgast yfirlit á ellefu verkum hennar í litla salnum á jarð- hæð Listasafnsins, en þar era stöð- ugar sýningar á myndböndum gegn- um tíðina eftir flesta helstu boðbera þessarar liðlega þrítugu listgreinar. Morgunblaðið/Halldór B. Runólfss Úr dómkirkju nútímans. Gestir stýra stórum varpmyndum í salarkynnum Listasafns íslands. Sunnudaginn 4. júní geta gestir haldið í könnunarleiðangur um list Steinu og séð margt af því sem hún hefur afrekað á undanfomum tut- tugu og fimm áram. Það er einstakt tækifæri til að kynnast verkum eins fremsta listamanns okkar og þess eina sem telst til brautryðjenda á sviði alþjóðlegrar myndbandalistar. „Nýr heimur - Stafrænar sýnir“ er að flestu leyti vel heppnuð, vel til fundin og heillandi sýning, sem gefur prýðilega innsýn í þróun tæknilegrar listar á undanförnum áratugum. Það er tilvalið að taka með börn og ungl- inga, einkum ef maður er ekki alltof sleipur í notkun gagnvirks stýribún- aðar og hittir ekki á réttu holurnar. En eins og áður sagði er sýningar- skráin rýr, sem því miður er ekki undantekning hér á landi heldur sorgleg regla. Halldór Björn Runólfsson Acpyl pottar Úrvalið er hjá okkur Fyrir sumarbústaði, heimahús, sundstaði og hótel. Uppsettir í sýningarsal okkar 0PIÐ ÖLL KVÖLD TIL KL. 21 JlikMETRO Skeifan 7 • Sími 525 0800 r V Miele er Benzinn í þvottahúsinu MIClG Þvottavél - handþvottakerfi fyrir uil og silki viktar þvottinn og reiknar út sápunotkun íslenskt stjórnborð á vélinni Lífstíðarábyrgð á uppfærslu þvottakerfa /■ !vs*ele afmæli I tilefni af 100 ára afmæli Miele hafa Eirvik og Miele ákveðið að efna til happadrættis. í verðlaun er hinn glæsilegi Mercedes- iz A-lína ftr tíl /»pprá kaupondo MnltMmitistækií. BeilZ A“lin3 frS RdBSI . löXX) Miele EIRVIK j i .S.uðurlandsbraut ?()..-.1Q8 Reykiavík.r Sími 588 Q2Q.Q,-www.eirvjk.fe
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.