Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar takast í loðnubræðslum á Norður- og Austurlandi og verkfalli frestað Samningurinn gild- ir út mars árið 2004 KJARASAMNINGAR milU starfs- fólks í nokkrum fiskimjölsverksmiðj- um á Norður- og Austurlandi og við- semjenda þeirra tókust seint í fyrri- nótt eftir tæplega nítján klukku- stunda sáttafund og hefur verkfalli félaganna sem staðið hafði í tæpa tíu sólarhringa verið frestað til 10. júní og kemur þá til framkvæmda ef samningarnir verða ekki samþykktir í atkvæðagreiðslum sem ljúka skal fyrir 5. júní næstkomandi. Samningarnir gilda í tæp fjögur ár eða til marsloka árið 2004 og eru annars vegar við verkalýðsfélögin á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði vegna fiskimjölsverk- smiðja SR-mjöls hf. á þessum stöð- um og hins vegar milli Alþýðusam- bands Austurlands fyrir hönd nokkurra verkalýðsfélaga og við- semjenda vegna síldarmjölsverk- smiðjanna á Neskaupsstað, Eski- firði, Vopnafirði, Hornafirði og Djúpavogi. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sagði að miðað við stöðuna hefði ekki verið komist lengra að þessu sinni að hennar mati. „Við treystum á það að síldin gengi í lið með okkur og hún hefur svona frekar haslað sér völl í Garða- strætinu í þetta skiptið,“ sagði Signý. Hún sagði að samningurinn gilti í rétt tæp fjögur ár, sem væri ívið lengri samningstími en hjá Verka- mannasambandinu. Viðsemjendurn- ir væru að kaupa sér frið í fjórar loðnuvertíðir. Varðandi efnisatriði samningsins sagði Signý að þau næðu fram nokk- uð viðunandi ákvæðum hvað varðaði bónus. Krafa þeirra í þeim efnum næði fram að ganga nánast að fullu. Örlítið vantaði á í þeirri verksmiðju sem bræddi mest, en niðurstaðan væri til þess að gera betri íyrir þær verksmiðjur sem minnst bræddu, en miðað hefði verið að í upphaflegri kröfugerð. Þá sagði Signý að náðst hefði inn í samninga sjö ára starfsaldursþrep, sem þau hefðu gjaman viljað hafa hærra í upphafi, en krafan næðist fram í lok samningstímans. Einnig hefði til dæmis náðst fram krafa vegna takmörkunar á neysluhléum. Auk almennra hækkana eins og í öðrum samningum væri síðan gert ráð fyrir 0,5% prósent hækkun 1. janúar 2004, en almennt hefði ekki verið samið um launahækkanir á því ári. Signý sagði að samningurinn yrði kynntur nú í vikunni og líklega greidd um hann atkvæði á föstudag- inn kemur, en talið yrði sameiginlega á þriðjudaginn kemur hjá þeim sem ættu aðild að samningnum vegna verksmiðja SR-mjöls. Tekur til níu af liðlega tuttugu bræðslum Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði að samningamir nú tækju til níu af lið- lega tuttugu bræðslum, en búið væri að semja í fjórum. Eftir væru þá sjö til átta verksmiðjur og farið yrði í að semja við þær í framhaldinu. Arnar sagðist vera þokkalega sátt- ur við niðurstöðuna. Samningarnir hefðu svipaðan kostnað í för með sér og samningar Verkamannasam- bandsins, sem gerðir voru um miðjan I apríl. Um væri að ræða sömu launa- breytingar en til viðbótar væri samið I um eitt nýtt starfsaldursþrep og síð- an hefði verið samið um breytingar á vaktabónus. Kostnaðaráhi-ifin á samningstímanum væru um 22%, en samningstíminn væri út mars 2004 eða langleiðina til loka loðnuvertíðar þá. Það hefði orðið til þess að leysa deiluna að samningstíminn hefði ver- ið lengdur aðeins og lítil áfanga- hækkun komið í ársbyrjun þá. Arnar sagði að þetta hefði verið erfið kjaradeila. Verkfallið hefði bæði skaðað fólk og fyrirtæki. Trufl- t anir hefðu orðið á veiðum, ekki náðst sami árangur og menn þurft að hafa meira fyrir hlutunum en ella. Verðlagsmál rædd á ríkis- stjórnar- fundi í dag VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mun leggja minnisblað fyrir ríkisstjórnar- fund í dag um viðræður sem hún átti með fulltrúum Sam- keppnisstofnunar síðastliðinn fostudag um verðlagsmál á matvörumarkaði. Ekki er ólík- legt að í kjölfarið verði ákveðið að efna til könnunar á myndun matvöruverðs. Tilefni fundar- ins sem viðskiptaráðherra átti með Guðmundi Sigurðssyni, forstöðumanni samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, á fóstudag var umræða, sem fram hefur komið, um að heildsalar hafi tekið til sín gengishagnað vegna lækkunar erlendrar myntar og ekki lækk- að verð til innlendra smásala. Lét Davíð Oddsson forsætis- ráðherra m.a. þau ummæli falla að rannsaka yrði hvort inn- flutningsfyrirtæki héldu verði óeðlilega lágu, miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Á fundinum á föstudag fór ráðherra yfir þessi mál með fulltrúum Samkeppnisstofnun- ar og m.a. var rætt um hvernig framkvæma mætti könnun eins og þá sem forsætisráðherra hefur nefnt, hvaða kostnaður yrði henni samfara o.s.frv. Mun Valgerður í dag kynna ríkisstjórn niðurstöður fundar- ins og í framhaldinu verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort rétt sé að ráðast í áð- umefnda könnun. Morgunblaðið/Ásdís Lokun útibúa fyrir afla frá landamærastöðvum Vinnsla málsins er komin vel á veg VERIÐ er að vinna að því að hægt verði að opna aftur svokölluð útibú frá landamærastöðvum, eða eftirlits- stöðvar, sem settar voru upp til að skoða innfluttan fisk frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og var Þjónusta númer eitt! rafmagn í rúðum nýskráður 07.09.1999 ekinn 3.000 km. Ásett verð 1,890.000. Ath! skipti á ódýrari. Nánarí upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. laugardagar kl. I2-I6 laugaiuagai rvi. \í- iu BÍLAÞINGfEKLU Ni/mc-k c-ÍH í nofaJuw bí/vryi/ Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is lokað í lok mars. Að sögn Arndísar Steinþórsdóttur, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, er vinnsla þessa máls langt komin. Hún kvaðst vonast til að þær yrðu opnaðar aftur sem fyrst, en ekki væri hægt að tímasetja það. Sex landamasrastöðvar hafa verið settar upp á íslandi; í Reykjavík, Hafnarfirði, á Keflavíkurflugvelli, ísafirði, Akureyri og Eskifirði. Úti- bú frá þeim voru sett upp í Bolungar- vík, á Skagaströnd, Siglufirði, Húsa- vík, Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafirði. Arndís sagði að Evrópusambandið hefði verið að herða mjög eftirlit á landamærum sínum. Vilja tryggja að matvörur séu heilnæmar „Það hefur orðið í kjölfar þess að upp komu sjúkdómafár eins og kúa- riðan og díoxínmálið á síðasta ári,“ sagði hún. „Þeir vilja reyna að tryggja að þær matvörur, sem eru boðnar neytendum til sölu, séu heil- næmar. Þetta er grunnhugsunin í öllum þessum málum; heilnæmar vörur fyrir neytendur,“ sagði hún og bætti við að einn angi af því væri efl- ing landamæraeftirlitsins. „Við erum nýbúin að taka þessar reglur í gildi. Þær komu til fram- kvæmda hjá okkur árið 1999 og hafa þá þýðingu, að vörur, sem koma frá þriðju ríkjum, eru í raun komnar í frjálst flæði þegar þær eru komnar inn í landið. Þær þurfa því ekki að sæta sömu skoðun nema á landa- mærastöðvum þegar þær eru fluttar áfram inn til Evrópusambandsins." Hún sagði að þetta þýddi einnig að íslenskur útflutningur þyrfti ekki heldur að fara í skoðun af þessu tagi á leiðinni inn í Evrópusambandið. Eftirlitsmenn gerðu athuga- semdir hér og í Noregi Arndís sagði að hingað hefðu kom- ið eftirlitsmenn og gerðar hefðu ver- ið athugasemdir bæði hér og í Nor- egi. Þetta væri á nokkrum sviðum og væri meðal annars spurning um bún- að og túlkun reglna. „Það stóðu allir í þeirri trú að þetta væri í lagi,“ sagði hún. „En það komu fram nýrri og strangari túlk- anir á reglum og við erum að bregð- ast við.“ Arndís vildi ekki gera mikið úr lokun útibúanna og sagði að aðal- atriðið væri það að farið hefði verið í landamærasamstarfið til þess að ís- lenskur útflutningur ætti greiða leið inn á innri markað Evrópusam- bandsins. „Þá þarf íslenskur útflutningur ekki að fara í gegnum landamæra- stöðvar, með þeim kostnaði og töf- um, sem því fylgja," sagði hún. „Það kallar aftur á að við rekum hér landamærastöðvar og að það fari enginn innflutningur til Islands Þökin máluð ÞÆR miklu endurbætur sem gerð- ar hafa verið á Dómkirkjunni virð- ast smita út frá sér. I gær var mál- ari uppi á þaki á nálægu húsi að búa þakið undir málningu. Átti hann auðvelt með að fylgjast með því hvað tímanum leið því klukkan á kirkjuturninum blasti við. Forsetinn gest- ur hjá kana- dískum vís- indamönnum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur á árs- þingi kanadískra félagsvísinda- manna og flutti þar aðalfyrirlestur- inn. Þingið var haldið í Alberta háskólanum í Edmonton í Alberta. Meginviðfangsefni þingsins var að fjalla um ný viðhorf og breyttar áherslur á norðurslóðum og fjallaði forseti íslands í fyrirlestri sínum um þróun málefna á norðurslóðum og hvernig ný heimsmynd hefur skapað ríkjum í okkar heimshluta nýja stöðu í alþjóðlegum samskiptum, að því er fram kemur í frétt frá skrifstofii for- seta íslands. Rakti forsetinn þær breytingar sem orðið hafa á norðursvæðunum allt frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi í austri til Bandaríkjanna og Kanada í vestri og hvernig nýj- ungar í stjórnunarháttum og vald- dreifingu í umhverfismálum og efna- hagslegri samvinnu hafa skapað þörf á nýju samstarfi fræðimanna og for- ystusveitar í þjóðmálum. --------------- Hringregur við Jökulsá á Fjöllum Lægsta tilboð 38% undir kostn- aðaráætlun ARNARFELL hf. á Akureyri átti langlægsta tilboð í endurbyggingu hringvegar á 17,1 kílómetra kafla frá Hólmatungnávegi að Jökulsá á Fjöll- um. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar gerði-ráð fyrir að verkið myndi kosta tæpar 204 milljónir kr. Arnar- fell býðst til að vinna það fyrir tæpar 127 milljónir kr. Er tilboð fyrirtæk- isins því 77 milljónum kr. undir áætl- un og munar þar tæpum 38%. Sjö önnur fyrirtæki buðu í verkið. Verkinu á að vera lokið 15. ágúst árið 2001. f
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.