Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 4

Morgunblaðið - 30.05.2000, Page 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Samningar takast í loðnubræðslum á Norður- og Austurlandi og verkfalli frestað Samningurinn gild- ir út mars árið 2004 KJARASAMNINGAR milU starfs- fólks í nokkrum fiskimjölsverksmiðj- um á Norður- og Austurlandi og við- semjenda þeirra tókust seint í fyrri- nótt eftir tæplega nítján klukku- stunda sáttafund og hefur verkfalli félaganna sem staðið hafði í tæpa tíu sólarhringa verið frestað til 10. júní og kemur þá til framkvæmda ef samningarnir verða ekki samþykktir í atkvæðagreiðslum sem ljúka skal fyrir 5. júní næstkomandi. Samningarnir gilda í tæp fjögur ár eða til marsloka árið 2004 og eru annars vegar við verkalýðsfélögin á Siglufirði, Raufarhöfn, Seyðisfirði og Reyðarfirði vegna fiskimjölsverk- smiðja SR-mjöls hf. á þessum stöð- um og hins vegar milli Alþýðusam- bands Austurlands fyrir hönd nokkurra verkalýðsfélaga og við- semjenda vegna síldarmjölsverk- smiðjanna á Neskaupsstað, Eski- firði, Vopnafirði, Hornafirði og Djúpavogi. Signý Jóhannesdóttir, formaður verkalýðsfélagsins Vöku á Siglufirði, sagði að miðað við stöðuna hefði ekki verið komist lengra að þessu sinni að hennar mati. „Við treystum á það að síldin gengi í lið með okkur og hún hefur svona frekar haslað sér völl í Garða- strætinu í þetta skiptið,“ sagði Signý. Hún sagði að samningurinn gilti í rétt tæp fjögur ár, sem væri ívið lengri samningstími en hjá Verka- mannasambandinu. Viðsemjendurn- ir væru að kaupa sér frið í fjórar loðnuvertíðir. Varðandi efnisatriði samningsins sagði Signý að þau næðu fram nokk- uð viðunandi ákvæðum hvað varðaði bónus. Krafa þeirra í þeim efnum næði fram að ganga nánast að fullu. Örlítið vantaði á í þeirri verksmiðju sem bræddi mest, en niðurstaðan væri til þess að gera betri íyrir þær verksmiðjur sem minnst bræddu, en miðað hefði verið að í upphaflegri kröfugerð. Þá sagði Signý að náðst hefði inn í samninga sjö ára starfsaldursþrep, sem þau hefðu gjaman viljað hafa hærra í upphafi, en krafan næðist fram í lok samningstímans. Einnig hefði til dæmis náðst fram krafa vegna takmörkunar á neysluhléum. Auk almennra hækkana eins og í öðrum samningum væri síðan gert ráð fyrir 0,5% prósent hækkun 1. janúar 2004, en almennt hefði ekki verið samið um launahækkanir á því ári. Signý sagði að samningurinn yrði kynntur nú í vikunni og líklega greidd um hann atkvæði á föstudag- inn kemur, en talið yrði sameiginlega á þriðjudaginn kemur hjá þeim sem ættu aðild að samningnum vegna verksmiðja SR-mjöls. Tekur til níu af liðlega tuttugu bræðslum Arnar Sigurmundsson, formaður Samtaka fiskvinnslustöðva, sagði að samningamir nú tækju til níu af lið- lega tuttugu bræðslum, en búið væri að semja í fjórum. Eftir væru þá sjö til átta verksmiðjur og farið yrði í að semja við þær í framhaldinu. Arnar sagðist vera þokkalega sátt- ur við niðurstöðuna. Samningarnir hefðu svipaðan kostnað í för með sér og samningar Verkamannasam- bandsins, sem gerðir voru um miðjan I apríl. Um væri að ræða sömu launa- breytingar en til viðbótar væri samið I um eitt nýtt starfsaldursþrep og síð- an hefði verið samið um breytingar á vaktabónus. Kostnaðaráhi-ifin á samningstímanum væru um 22%, en samningstíminn væri út mars 2004 eða langleiðina til loka loðnuvertíðar þá. Það hefði orðið til þess að leysa deiluna að samningstíminn hefði ver- ið lengdur aðeins og lítil áfanga- hækkun komið í ársbyrjun þá. Arnar sagði að þetta hefði verið erfið kjaradeila. Verkfallið hefði bæði skaðað fólk og fyrirtæki. Trufl- t anir hefðu orðið á veiðum, ekki náðst sami árangur og menn þurft að hafa meira fyrir hlutunum en ella. Verðlagsmál rædd á ríkis- stjórnar- fundi í dag VALGERÐUR Sverrisdóttir viðskiptaráðherra mun leggja minnisblað fyrir ríkisstjórnar- fund í dag um viðræður sem hún átti með fulltrúum Sam- keppnisstofnunar síðastliðinn fostudag um verðlagsmál á matvörumarkaði. Ekki er ólík- legt að í kjölfarið verði ákveðið að efna til könnunar á myndun matvöruverðs. Tilefni fundar- ins sem viðskiptaráðherra átti með Guðmundi Sigurðssyni, forstöðumanni samkeppnis- sviðs Samkeppnisstofnunar, á fóstudag var umræða, sem fram hefur komið, um að heildsalar hafi tekið til sín gengishagnað vegna lækkunar erlendrar myntar og ekki lækk- að verð til innlendra smásala. Lét Davíð Oddsson forsætis- ráðherra m.a. þau ummæli falla að rannsaka yrði hvort inn- flutningsfyrirtæki héldu verði óeðlilega lágu, miðað við gengi erlendra gjaldmiðla. Á fundinum á föstudag fór ráðherra yfir þessi mál með fulltrúum Samkeppnisstofnun- ar og m.a. var rætt um hvernig framkvæma mætti könnun eins og þá sem forsætisráðherra hefur nefnt, hvaða kostnaður yrði henni samfara o.s.frv. Mun Valgerður í dag kynna ríkisstjórn niðurstöður fundar- ins og í framhaldinu verður væntanlega tekin ákvörðun um það hvort rétt sé að ráðast í áð- umefnda könnun. Morgunblaðið/Ásdís Lokun útibúa fyrir afla frá landamærastöðvum Vinnsla málsins er komin vel á veg VERIÐ er að vinna að því að hægt verði að opna aftur svokölluð útibú frá landamærastöðvum, eða eftirlits- stöðvar, sem settar voru upp til að skoða innfluttan fisk frá ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins og var Þjónusta númer eitt! rafmagn í rúðum nýskráður 07.09.1999 ekinn 3.000 km. Ásett verð 1,890.000. Ath! skipti á ódýrari. Nánarí upplýsingar hjá Bíla- þingi Heklu, sími 569 5500. laugardagar kl. I2-I6 laugaiuagai rvi. \í- iu BÍLAÞINGfEKLU Ni/mc-k c-ÍH í nofaJuw bí/vryi/ Laugavegi 174,105 Reykjavfk, sími 569-5500 www.bilathing.is • www.bilathing.is • www.bilathing.is lokað í lok mars. Að sögn Arndísar Steinþórsdóttur, skrifstofustjóra í sjávarútvegsráðuneytinu, er vinnsla þessa máls langt komin. Hún kvaðst vonast til að þær yrðu opnaðar aftur sem fyrst, en ekki væri hægt að tímasetja það. Sex landamasrastöðvar hafa verið settar upp á íslandi; í Reykjavík, Hafnarfirði, á Keflavíkurflugvelli, ísafirði, Akureyri og Eskifirði. Úti- bú frá þeim voru sett upp í Bolungar- vík, á Skagaströnd, Siglufirði, Húsa- vík, Þórshöfn, Raufarhöfn og Vopnafirði. Arndís sagði að Evrópusambandið hefði verið að herða mjög eftirlit á landamærum sínum. Vilja tryggja að matvörur séu heilnæmar „Það hefur orðið í kjölfar þess að upp komu sjúkdómafár eins og kúa- riðan og díoxínmálið á síðasta ári,“ sagði hún. „Þeir vilja reyna að tryggja að þær matvörur, sem eru boðnar neytendum til sölu, séu heil- næmar. Þetta er grunnhugsunin í öllum þessum málum; heilnæmar vörur fyrir neytendur,“ sagði hún og bætti við að einn angi af því væri efl- ing landamæraeftirlitsins. „Við erum nýbúin að taka þessar reglur í gildi. Þær komu til fram- kvæmda hjá okkur árið 1999 og hafa þá þýðingu, að vörur, sem koma frá þriðju ríkjum, eru í raun komnar í frjálst flæði þegar þær eru komnar inn í landið. Þær þurfa því ekki að sæta sömu skoðun nema á landa- mærastöðvum þegar þær eru fluttar áfram inn til Evrópusambandsins." Hún sagði að þetta þýddi einnig að íslenskur útflutningur þyrfti ekki heldur að fara í skoðun af þessu tagi á leiðinni inn í Evrópusambandið. Eftirlitsmenn gerðu athuga- semdir hér og í Noregi Arndís sagði að hingað hefðu kom- ið eftirlitsmenn og gerðar hefðu ver- ið athugasemdir bæði hér og í Nor- egi. Þetta væri á nokkrum sviðum og væri meðal annars spurning um bún- að og túlkun reglna. „Það stóðu allir í þeirri trú að þetta væri í lagi,“ sagði hún. „En það komu fram nýrri og strangari túlk- anir á reglum og við erum að bregð- ast við.“ Arndís vildi ekki gera mikið úr lokun útibúanna og sagði að aðal- atriðið væri það að farið hefði verið í landamærasamstarfið til þess að ís- lenskur útflutningur ætti greiða leið inn á innri markað Evrópusam- bandsins. „Þá þarf íslenskur útflutningur ekki að fara í gegnum landamæra- stöðvar, með þeim kostnaði og töf- um, sem því fylgja," sagði hún. „Það kallar aftur á að við rekum hér landamærastöðvar og að það fari enginn innflutningur til Islands Þökin máluð ÞÆR miklu endurbætur sem gerð- ar hafa verið á Dómkirkjunni virð- ast smita út frá sér. I gær var mál- ari uppi á þaki á nálægu húsi að búa þakið undir málningu. Átti hann auðvelt með að fylgjast með því hvað tímanum leið því klukkan á kirkjuturninum blasti við. Forsetinn gest- ur hjá kana- dískum vís- indamönnum FORSETI íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, var heiðursgestur á árs- þingi kanadískra félagsvísinda- manna og flutti þar aðalfyrirlestur- inn. Þingið var haldið í Alberta háskólanum í Edmonton í Alberta. Meginviðfangsefni þingsins var að fjalla um ný viðhorf og breyttar áherslur á norðurslóðum og fjallaði forseti íslands í fyrirlestri sínum um þróun málefna á norðurslóðum og hvernig ný heimsmynd hefur skapað ríkjum í okkar heimshluta nýja stöðu í alþjóðlegum samskiptum, að því er fram kemur í frétt frá skrifstofii for- seta íslands. Rakti forsetinn þær breytingar sem orðið hafa á norðursvæðunum allt frá Eystrasaltsríkjunum og Rússlandi í austri til Bandaríkjanna og Kanada í vestri og hvernig nýj- ungar í stjórnunarháttum og vald- dreifingu í umhverfismálum og efna- hagslegri samvinnu hafa skapað þörf á nýju samstarfi fræðimanna og for- ystusveitar í þjóðmálum. --------------- Hringregur við Jökulsá á Fjöllum Lægsta tilboð 38% undir kostn- aðaráætlun ARNARFELL hf. á Akureyri átti langlægsta tilboð í endurbyggingu hringvegar á 17,1 kílómetra kafla frá Hólmatungnávegi að Jökulsá á Fjöll- um. Kostnaðaráætlun Vegagerðarinn- ar gerði-ráð fyrir að verkið myndi kosta tæpar 204 milljónir kr. Arnar- fell býðst til að vinna það fyrir tæpar 127 milljónir kr. Er tilboð fyrirtæk- isins því 77 milljónum kr. undir áætl- un og munar þar tæpum 38%. Sjö önnur fyrirtæki buðu í verkið. Verkinu á að vera lokið 15. ágúst árið 2001. f

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.