Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 39 Eftir draum TÖNLIST Safnaðarsalur Akur- eyrarkirkj u TÓNLEIKAR Nicole Vala lék tvær einleikssvítur fyrir hlé, þá fjórðu í Es-dúr eftir Johann Sebastian Bach og síðan svítu eftir spænska tónskáldið Gaspar Cassadó (1897-1966), sem hann samdi 1926 og heitir einfald- lega Svíta fyrir selló. Eftir hlé léku Nicole Vala og Ámi Heimir Sónötu fyrir selló og píanó f F-dúr eftir Johannes Brahms. Föstudags- kvöldið 26. maí. ÞAÐ sýnir bæði hug og metnað að leika tvær einleikssvítur á sömu tón- leikum. Vissulega eru svíturnar gjörólíkar og fulltrúar tveggja ólíkra stflheima. Eigi að síður gera þessar einleikssvítur miklar kröfur til flytj- anda og einnig áheyrenda. Sú aðferð tónskálda og tónlistarmanna að setja saman stutta dansa í syrpu sem nefnd er svíta má rekja allt til 14. aldar . Blómaskeið þessa forms var þó barokktíminn, sem eins og fleiri tónlistarhættir þess tíma risu hæst með JS Bach. í sínum sóx sellósvít- um notar hann hefðbundna þýska niðurröðun. Með þáttunum: prelúdía (forleikur), allemande (þýskur dans í tvískiptum takti), courante (fransk- ur dans í þrískiptum takti), sarab- ande (spænskur dans í tvískiptum) og gigue (hraður þrískiptur). A milli 5. og 6. dansins var breytilegt hvaða dansar voru notaðir, en í þessari svítu semur Bach á þeim stað dans- ana bourrée I og II, sem fluttir eru í eins konar A-B-A formi. Nú er Nic- ole Vala búin að ljúka þeirri göngu á sellóbrautinni að vera efnileg, því hún hefur með námi sínu náð þeim áfanga að vera góður sellóleikari og hafa flest það til brunns að bera að geta unnið sig til metorða. Hún hóf nóm sex ára gömul hjá Oliver Kent- ish við Tónlistarskólann á Akureyri og er nú langt komin í mastersnámi í sellóleik hjá sellóleikaranum Yeesun Kim í Bandaríkjunum. Frá upphafi tónleikanna lék hún geislandi vel. Hún var þó full áköf í byrjun prelúd- íunnar og langir tónar á mótum hendinga fengu ekki að lifa nógu lengi í „loftinu“. Ekki ólíklegt að lítil endurómun salarins hafi ráðið óþreyjunni, þvi þegar leið á þáttinn og það sem eftir lifði af tónleikunum náði hún að gefa löngum tónum nátt- úrulegan blæ, fegurð og nauðsynlegt líf. Vandinn við að túlka slíka ein- leikssvítu er að láta hvem þátt njóta sinna sérkenna í hljóðfalli, tónblæ og hendingarmótun, en samt verður maður að skynja samhengið milli þáttanna og að þeir séu hluti af skemmtigöngu um undraheim þar sem upphaf og niðurlag haldast í hendur. Nicole Völu tókst að taka mig með í þessa ferð frá upphafi til loka. Eftirminnanlegasta útsýnið birti hún í saraböndunni með hrífandi söng á sellóið í fallegum laglínum Bachs. Spænski sellósnillingurinn og tónskáldið Gaspar Cassadó, sem lærði hjá Casals, valdi sinni svítu allt aðra braut en Bach. Hann byrjar á að kynna hið litríka tónsvið sellósins með prelúdíuþætti, eins og Bach, og gefur eins og Bach sellóleikaranum gott tækifæri til að kynna vald sitt á hljóðfærinu. En suðræn undiralda nær smátt og smátt meiri yfirtökum í tónahafinu og í öðmm þættinum, Sardana, stíga öldurnar fjömgan dans. I upphafi þess þáttar getur að heyra söng í hárri legu sellósins, eins konar undanfara þess að danshljóm- sveit, túlkuð af einu sellói, taki völd- in. Miklar andstæður i styrkleika, hraða og blæ vom vel dregnar fram af Nicole Völu. Lokaþátturinn, Int- ermezzo e danza finale, hefst á áhrifamiklum skiptum milli langra strokinna tóna, plokkaðra strengja (pizzicato) og syngjandi laglína. Danshljóðfallið og habanerataktur- inn verða áberandi. Einnig er ein- kennandi hvernig viss harka og mýkt skiptast á tónum. Þetta verk er mjög kunnáttusam- lega samið og var einstaklega áhrifa- mikið i flutningi Nicole Völu. Eftir , Sýning á verkum Astu Sigurðarddttur KVENNA- SÖGUSAFN ís- lands minnist Ástu Sigurðar- dóttur með opn- un sýningar á verkum hennar í Þjóðarbókhlöðu annaðkvöld, miðvikudags- kvöld, kl. 20. Við opnunina flytur Kristín Rósa Armanns- dóttir bókmenntafræðingur fyrir- lestur um Ástu og Steinunn Olína Námskeið Listasmiðju barna NÁMSKEIÐ Listasmiðju barna hefjast í júní. Þar verður kennsla í leiklist, myndlist og tónlist, ætluð börnum á aldrinum 9-11 ára. Kennarar eru Arnþrúður Ingólfs- dóttir, tónlist, Ilmur Kristjánsdóttir, leiklist, og Darri Lorenzen myndlist. Farið verður með börnin í könn- unarferðir, vinnustofur myndlistar- manna heimsóttar, heimurinn bak við leiksviðið kannaður og farið verð- ur á hljómsveitaræfingu. Þá koma ýmsir gestir í heimsókn. Námskeið- inu mun ljúka með „kynningu" á því sem börnin hafa verið að fást við. Námskeiðin fara fram í æfingasal íslensku óperunnar. Þorsteinsdóttir leikkona les smá- sögu eftir hana. Asta Sigurðardóttir var fjölhæfur listamaður. Hún er kunnust fyrir smásögur sínar en var einnig hæfi- leikarík myndlistarkona. í ár eru lið- in sjötíu ár frá fæðingu Ástu en hún fæddist 1. aprfl árið 1930 og lést 21. desember 1971. Á sýningunni eru meðal annars nokkur málverka Ástu og dúkristur. Þá verða einnig til sýnis mannspil sem hún teiknaði á árunum 1960- 1963. Fyrirmyndir spilanna eru þjóðsagnapersónur, forynjur og galdramenn. Nýjar bækur • ÓÐFLUGA, barnabók með vísum eftir Þórarin Eldjárn og myndum Sigrúnar Eldjárn er komin út í nýrri útgáfu. Óðfluga var fyrst gefin út 1991. í fréttatilkynningu segir m.a. „Óð- íluga er einstæð ljóðabók sem leiftr- ar af fjöri og hugmyndaauðgi. Bfl- arnir eru sófasett á hjólum, tjáið rennur í tundrið og hvippurinn fer út um hvappinn. Kýrin skýra Klara klórar sér um hupp og óð fluga nálg- ast óðfluga." Útgefandi er Vaka-Helgafell. Bókin er 32 bls., prentuð hjá Nprhaven í Danmörku. Umbrot og kápuhönnun annaðist Björg Vil- hjálmsdóttir. Verð 1.980 kr. Ásta Sigurðardóttir Hlífðarlaust raunsæi hlé bættist henni heldur betur liðs- auki, þegar Árni Heimir Ingólfsson kom og lék hið kröfuharða og vanda- sama hlutverk sem Brahms lagði píanistum á hendur í F-dúr sónötu sinni fyrir selló og píanó. Árni er í doktorsnámi í tónlist við Harvard-háskólann og hefur áður lokið einleikaraprófi í píanóleik frá píanókennaranum Lydia Frumkin. Brahms átti sér fáa ofjarla í píanó- leik og tónsmíðum á sínum tíma. Þann 28. október 1853 ritaði Schu- mann grein í timarit sitt, Neue Zeitschrift fur Musik í Leipzig, og lofaði Brahms sem meistara meist- aranna, hvort sem var á sviði tón- smíða eða píanóleiks. Talið er að slíkt lof hafi jafnvel skaðað orðstír Brahms á þeim tíma vegna tor- tryggni kolleganna. Eitt er víst að hver tónn í F-dúr sónötunni stað- festir orð Schumanns, enda er Brahms fyrir löngu kominn á þann sögulega stall sem þar er lýst. Verk- ið ber sterkt svipmót brahmskra verka. Mikil spenna og dramatík skapast vegna árekstra milli áhersla í tví- og þrískiptum takti. Píanóið er allan tímann í veigamiklu hlutverki og í öðrum þætti er það nánast í ein- leikshlutverki Þar kemur sellóið oft með áhugaverða pizzicatolaglínur. Arni Heimir lék verkið af glæsibrag, en hefði gert enn betur með að láta rólegri söngva syngja enn meir og njóta þess sjálfur. Endir annars þáttar með selló-pizzicato er ein- stakur. Mikil átök eiga sér stað í lokaþáttunum tveimur. í þeim þriðja falla holskeflur stórsjávar en loka- þátturinn er ljóðrænni, lýrískari, jafnvel þá fara öldurnar að vagga og hníga i mýkri dansi! I lokin var hríf- andi flutningi Nicole Völu og Árna Heimis fagnað með löngu lófaklappi. Vel fór á því að draumatónleikum lyki með leik þeirra á söng Faureé, Eftir draum (Apré un réve), sem aukalagi. Jón Hlöðver Áskelsson BÆKLR Ljóð RADDIR DAGSINS eftir Erlend Jónsson, Smáragil. 2000 - 64 bls. LITIR segja okkur margt um huga fólks. Sumum skáldum eru þeir hugleiknir. Þau nota þá mark- visst og litróf þeirra er allajafnan einhvers konar sam- svörun tilfinningaskala. Ekki veit ég hversu mikið mark á að taka á litanotkun Erlends Jónssonar í bók hans Raddir dagsins. Sann- ast sagna er svarti litur- inn nokkuð ráðandi í þeirri bók þótt merking- arleg skírskotun hans geti verið margræð. En í bókinni er samt all- nokkuð myrkur og sú kennd er þar býsna ríkj- andi að komið sé að leið- arlokum. Skáldið lítur yfir farinn veg og eins og gerist og gengur er lífið sett öðrum megin á vogaskálina en hinum megin eru svo draumamir frá upphafi vegferðar og þá er ekki víst að vogin sé í jafnvægi. Mörg kvæðin einkennast af úr- drætti og afhelgun ævivegarins og eru ekki alveg laus við kaldhæðni. Maðurinn er svo sem ekki tilveran sjálf. En Erlendur kemst svo að orði í einu kvæða sinna að hann sé mað- urinn „sem varpar skugga á veginn / og hverfur síðan“. Á öðrum stað kemst skáldið svo að orði að „Svart kaffi, skuldabréf / og vonbrigði á vinnustað fylgi árunum mörgu. Jafn- vel ástin er framandlegur draumur: Hvar eru, hver ertu? Þúernóttogdraumur. Þú ert skuggi þess semáttiaðverða enaldreivarð -falinbakviðárogöld Bók Erlends er í þremur hlutum. í fyrsta hlutanum eru tilvistarlegar vanga- veltur sem þessar en raunar fjallar hún um margt annað en þessa lífssýn. I öðrum hluta sækir hann föng til bernskuminninga í opnum kvæðum sem skírskota með formi sínu og efni til fjórða áratugarins. Hér eru á ferðinni frásagnar- kvæði sem draga upp eftirminnilegar mann- lífsmyndir. Síðasti hlutinn er síðan ortur í minningu nokkurra listamanna og skálda. Raddir dagsins er því nokkuð fjölskrúðug flóra radda. I henni er meitlaður skáldskapur sem einkennist af dálítið myrkri og kalsakenndri lífssýn. Ævivegurinn er skoðaður af óvægnu raunsæi. Hér er vandað til verka þótt sjálfum finn- ist mér hlífðarleysið á stundum full- mikið. Skafti Þ. Halldórsson Erlendur Jónsson IV £ Sprensitllbod I Rýmum fyrir Inýjum vörum. Skatthol Vcrö áður: 38.000. COLONY Vörur fyrir vandláta Síðumúla 34 (Homið á Síðumúla og Fellsmúla) Simi: 568 7500 - 863 2317 - 863 2319 Opnunartími: virka daga 11:00 - 18:00 helgar 11:00- 15:00 Mjös slæsilesir útskornir speslar. Leðurhússösn Góður afsláttur. Frönsk Sveitahússösn Gamli aldamótastílinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.