Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI PRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 25 Vilhjálmur Effllsson um heimildir til skattfrestunar söluhagnaðar í ljósi breyttra aðstæðna Ákvæðið hefur mjög víðtækan tilgang VILHJÁLMUR Egilsson, formaður efnahags- og viðskiptanefndar Al- þingis, segir að afnám heimildar- ákvæðis tekju- og eignaskattslaga, um frestun skattlagningar sölu- hagnaðar af hlutabréfum, myndi valda hindrunum í fjárfestingum með hlutabréf í íslenskum félögum. í Morgunblaðinu á laugardag var fjallað um tildrög lagaákvæðisins, sem kom inn í lög árið 1996, að til- stuðlan meirihluta efnahags- og við- skiptanefndar. Lítill rökstuðningur fylgdi tillögunni á sínum tíma. Vil- hjálmur segir skýringuna hafa legið í því hversu seint breytingartillagan kom fram, en stutt hafi þá verið til þingloka. „Þarna var um tímaskort að ræða. Langar umræður um frum- varpið hefðu taflð framgang þess. Meirihluti efnahags- og viðskipta- nefndar er ekki að eyða tíma Alþing- is til að tefja fyrir framgangi stjóm- arfrumvarpa," segir Vilhjálmur. Að hans sögn hefur heimildar- ákvæðið mjög víðtækan tilgang. Að- alástæðurnar fyrir tilvist þess séu að það auki aðlögunarhæfni atvinnulífs- ins að breyttum aðstæðum, auðveldi allar skipulagsbreytingar í atvinnu- lífinu, auðveldi breytingar félaga í almenningshlutafélög og þar með skráningu þeirra á hlutabréfamark- að. „Þetta snýst um að koma ákveð- inni hreyfingu á hlutabréfaeign og stuðla að því að fjármagn haldist í atvinnulífinu áfram þrátt fyrir að fjárfestar selji bréf í félögum. Fólki er gert kleift að halda fjármagni inni í atvinnulífinu þótt það breyti eigna- samsetningu sinni.“ Eignir byggðar upp gegn skuldum erlendis Fram hefur komið í umræðunni að einstaklingar nýta sér skattfrest- unarheimildina til að fjárfesta í er- lendum hlutafélögum. Vilhjálmur segist ekkert hafa nema gott að segja um að einstaklingar setji fjár- magn sitt í eignir erlendis. „Eg tel að það sé hluti af alþjóðavæðingu ís- lensks atvinnulífs að íslendingar eignist fyrirtæki erlendis og að greitt sé fyrir erlendri fjárfestingu hér á landi. Tiltekinn hluti fjár- magnsins kemur svo aftur til Is- lands. Nú er sífellt í umræðunni að við Islendingar séum að skuldsetja okk- ur mikið erlendis. En þetta, að menn fjárfesti í hlutafélögum í útlöndum, þýðir einfaldlega að verið er að byggja upp eignir erlendis á móti skuldunum.“ 45% hlutur seldur í ZOOM hf. ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn og alþjóðlega fjarskiptafyrirtækið Sonera, sem skráð er á Nasdaq- markaðnum í Bandaríkjunum, hafa í sameiningu keypt um 45% hlut í ZOOM hf. Hlutur íslenska hugbún- aðarsjóðsins er 13,30%. ZOOM sérhæfir sig í stafrænni framleiðslu þrívíddarhreyfimynda og gagnvirkum sjónvarpsauglýsing- um og hefur fyrirtækið vakið athygli utan landsteinanna að undanförnu, en eins og greint hefur verið frá í Morgunblaðinu var fjallað um fyrir- tækið á forsíðu júníheftis CGI, sem er alþjóðlegt tímarit á sviði tölvu- grafíkur og þrívíddar. A næstunni mun ZOOM útvíkka starfsemi sína og einbeita sér að þró- un efnis fyrir næstu kynslóðir far- síma og önnur þráðlaus samskipta- tæki með aðgangi að þekkingu Sonera á því sviði. I viðauka við út- boðslýsingu íslenska hugbúnaðar- sjóðsins sem sendur hefur verið Verðbréfaþingi íslands segir að samstarf ZOOM við Sonera gefi fyr- irtækinu möguleika á að vera í fremstu röð á ört vaxandi markaði. Fjárfesting íslenska hugbúnaðar- sjóðsins og Sonera marki upphafið að fjárfestingarsamstarfi fyrirtækj- anna í upplýsingatækni á Norður- löndum, en fjárfestingarsamstarf af þessu tagi sé hluti af nýrri stefnu sjóðsins sem sé að auka samstarf við erlenda aðila um útrás íslenskra þekkingarfyrirtækja á sviði upplýs- ingatækni. Bæði fyrirtæki munu eiga fulltrúa í stjórn ZOOM eftir kaupin. Sonera er skráð á Nasdaq-markaðnum- og verðbréfamarkaðnum í Helsinki, og var hagnaður fyrirtækisins á síðasta ári, fyrir skatta og óregluleg gjöld, hálfur milljarður Evra, eða tæplega 35 milljarðar íslenskra króna. ------H-»------- Miklar af- skriftir hjá japönskum bönkum Tokítí.AFP. SEXTÁN stærstu bankarnir í Japan þurftu að afskrifa lán að verðmæti um 42 milljarðar dala á síðasta fjár- hagsári en því lauk í mars. Þetta eru um þrefalt meiri afskiftir lána en menn áttu von á. Mikið útlánatap bankanna stafar af taprekstri á fyr- irtækjum í eigu bankanna, tapi af fasteignaviðskiptum auk mikilla af- skrifta á lánum til fyrirtækja. Sam- anlagt útlánatap allra helstu bank- anna í Japan nam hátt í 100 milljörðum dala á umræddu tímabili og hefur ekki verið meira í annan tíma. Reikna má með að afskriftir bankanna séu meiri vegna þess að margir bankanna eiga nú í viðræðum við aðrar lána- og bankastofnanir um samruna. Hlutafjárútboð og skráning á VÞI Aukin notkun upplýsinga- og fjarskiptalausna í fyrirtækjum og á heimilum hefur verið einn af drifkröftum mikils hagvaxtar og tækniframfara á iiðnum árum. Talenta-Hátækni er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum á sviði upplýsingatækni, fjarskipta- og tölvuþjónustu. Sjóðurinn leggur áherslu á fjárfestingar í óskráðum félögum með mikil vaxtartækifæri. í dag hefst sala á hlutafé í Talentu-Hátækni og verður hlutafé sjóðsins aukið um 350 m.kr. að nafnverði. • Til sölu er hlutafé að nafnverði kr. 350.000.000,- • Hlutabréf verða boðin til sölu á genginu 1,5 • Lágmarksáskrift er kr. 100.000.-að nafnverði • Hámarksáskrift er kr. 20.000.000.- að nafnverði • Áskriftartímabil hefst 30. maí og lýkur 2. júnt • Móttöku áskrifta mun ljúka fyrr ef alit hlutaféð selst áður en sölutímabili lýkur Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu hjá FBA, umsjónaraðila útboðsins. Einungis verður tekið á móti skráningum á rafrænu formi á vef FBA www.fba.is. Talenta hf. Kirkjusandi 155 Reykjavik Sími 580 5000 Fax: 580 5130 talenta@fba.is Umsjónaraöili útboös: FBA er hiuti af fslandabanka-FBA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.