Morgunblaðið - 30.05.2000, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ
VIÐSKIPTI
PRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 25
Vilhjálmur Effllsson um heimildir til skattfrestunar söluhagnaðar í ljósi breyttra aðstæðna
Ákvæðið hefur mjög
víðtækan tilgang
VILHJÁLMUR Egilsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, segir að afnám heimildar-
ákvæðis tekju- og eignaskattslaga,
um frestun skattlagningar sölu-
hagnaðar af hlutabréfum, myndi
valda hindrunum í fjárfestingum
með hlutabréf í íslenskum félögum.
í Morgunblaðinu á laugardag var
fjallað um tildrög lagaákvæðisins,
sem kom inn í lög árið 1996, að til-
stuðlan meirihluta efnahags- og við-
skiptanefndar. Lítill rökstuðningur
fylgdi tillögunni á sínum tíma. Vil-
hjálmur segir skýringuna hafa legið
í því hversu seint breytingartillagan
kom fram, en stutt hafi þá verið til
þingloka. „Þarna var um tímaskort
að ræða. Langar umræður um frum-
varpið hefðu taflð framgang þess.
Meirihluti efnahags- og viðskipta-
nefndar er ekki að eyða tíma Alþing-
is til að tefja fyrir framgangi stjóm-
arfrumvarpa," segir Vilhjálmur.
Að hans sögn hefur heimildar-
ákvæðið mjög víðtækan tilgang. Að-
alástæðurnar fyrir tilvist þess séu að
það auki aðlögunarhæfni atvinnulífs-
ins að breyttum aðstæðum, auðveldi
allar skipulagsbreytingar í atvinnu-
lífinu, auðveldi breytingar félaga í
almenningshlutafélög og þar með
skráningu þeirra á hlutabréfamark-
að. „Þetta snýst um að koma ákveð-
inni hreyfingu á hlutabréfaeign og
stuðla að því að fjármagn haldist í
atvinnulífinu áfram þrátt fyrir að
fjárfestar selji bréf í félögum. Fólki
er gert kleift að halda fjármagni inni
í atvinnulífinu þótt það breyti eigna-
samsetningu sinni.“
Eignir byggðar upp gegn
skuldum erlendis
Fram hefur komið í umræðunni
að einstaklingar nýta sér skattfrest-
unarheimildina til að fjárfesta í er-
lendum hlutafélögum. Vilhjálmur
segist ekkert hafa nema gott að
segja um að einstaklingar setji fjár-
magn sitt í eignir erlendis. „Eg tel
að það sé hluti af alþjóðavæðingu ís-
lensks atvinnulífs að íslendingar
eignist fyrirtæki erlendis og að
greitt sé fyrir erlendri fjárfestingu
hér á landi. Tiltekinn hluti fjár-
magnsins kemur svo aftur til Is-
lands.
Nú er sífellt í umræðunni að við
Islendingar séum að skuldsetja okk-
ur mikið erlendis. En þetta, að menn
fjárfesti í hlutafélögum í útlöndum,
þýðir einfaldlega að verið er að
byggja upp eignir erlendis á móti
skuldunum.“
45% hlutur
seldur í
ZOOM hf.
ÍSLENSKI hugbúnaðarsjóðurinn
og alþjóðlega fjarskiptafyrirtækið
Sonera, sem skráð er á Nasdaq-
markaðnum í Bandaríkjunum, hafa í
sameiningu keypt um 45% hlut í
ZOOM hf. Hlutur íslenska hugbún-
aðarsjóðsins er 13,30%.
ZOOM sérhæfir sig í stafrænni
framleiðslu þrívíddarhreyfimynda
og gagnvirkum sjónvarpsauglýsing-
um og hefur fyrirtækið vakið athygli
utan landsteinanna að undanförnu,
en eins og greint hefur verið frá í
Morgunblaðinu var fjallað um fyrir-
tækið á forsíðu júníheftis CGI, sem
er alþjóðlegt tímarit á sviði tölvu-
grafíkur og þrívíddar.
A næstunni mun ZOOM útvíkka
starfsemi sína og einbeita sér að þró-
un efnis fyrir næstu kynslóðir far-
síma og önnur þráðlaus samskipta-
tæki með aðgangi að þekkingu
Sonera á því sviði. I viðauka við út-
boðslýsingu íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins sem sendur hefur verið
Verðbréfaþingi íslands segir að
samstarf ZOOM við Sonera gefi fyr-
irtækinu möguleika á að vera í
fremstu röð á ört vaxandi markaði.
Fjárfesting íslenska hugbúnaðar-
sjóðsins og Sonera marki upphafið
að fjárfestingarsamstarfi fyrirtækj-
anna í upplýsingatækni á Norður-
löndum, en fjárfestingarsamstarf af
þessu tagi sé hluti af nýrri stefnu
sjóðsins sem sé að auka samstarf við
erlenda aðila um útrás íslenskra
þekkingarfyrirtækja á sviði upplýs-
ingatækni.
Bæði fyrirtæki munu eiga fulltrúa
í stjórn ZOOM eftir kaupin. Sonera
er skráð á Nasdaq-markaðnum- og
verðbréfamarkaðnum í Helsinki, og
var hagnaður fyrirtækisins á síðasta
ári, fyrir skatta og óregluleg gjöld,
hálfur milljarður Evra, eða tæplega
35 milljarðar íslenskra króna.
------H-»-------
Miklar af-
skriftir hjá
japönskum
bönkum
Tokítí.AFP.
SEXTÁN stærstu bankarnir í Japan
þurftu að afskrifa lán að verðmæti
um 42 milljarðar dala á síðasta fjár-
hagsári en því lauk í mars. Þetta eru
um þrefalt meiri afskiftir lána en
menn áttu von á. Mikið útlánatap
bankanna stafar af taprekstri á fyr-
irtækjum í eigu bankanna, tapi af
fasteignaviðskiptum auk mikilla af-
skrifta á lánum til fyrirtækja. Sam-
anlagt útlánatap allra helstu bank-
anna í Japan nam hátt í 100
milljörðum dala á umræddu tímabili
og hefur ekki verið meira í annan
tíma. Reikna má með að afskriftir
bankanna séu meiri vegna þess að
margir bankanna eiga nú í viðræðum
við aðrar lána- og bankastofnanir um
samruna.
Hlutafjárútboð og skráning á VÞI
Aukin notkun upplýsinga- og fjarskiptalausna í fyrirtækjum og á heimilum
hefur verið einn af drifkröftum mikils hagvaxtar og tækniframfara á
iiðnum árum.
Talenta-Hátækni er áhættufjárfestingarsjóður sem fjárfestir í fyrirtækjum
á sviði upplýsingatækni, fjarskipta- og tölvuþjónustu. Sjóðurinn leggur
áherslu á fjárfestingar í óskráðum félögum með mikil vaxtartækifæri.
í dag hefst sala á hlutafé í Talentu-Hátækni og verður hlutafé sjóðsins
aukið um 350 m.kr. að nafnverði.
• Til sölu er hlutafé að nafnverði kr. 350.000.000,-
• Hlutabréf verða boðin til sölu á genginu 1,5
• Lágmarksáskrift er kr. 100.000.-að nafnverði
• Hámarksáskrift er kr. 20.000.000.- að nafnverði
• Áskriftartímabil hefst 30. maí og lýkur 2. júnt
• Móttöku áskrifta mun ljúka fyrr ef alit hlutaféð
selst áður en sölutímabili lýkur
Unnt er að nálgast útboðs- og skráningarlýsingu hjá FBA, umsjónaraðila
útboðsins. Einungis verður tekið á móti skráningum á rafrænu formi á vef
FBA www.fba.is.
Talenta hf.
Kirkjusandi
155 Reykjavik
Sími 580 5000
Fax: 580 5130
talenta@fba.is
Umsjónaraöili útboös:
FBA er hiuti af fslandabanka-FBA