Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 66

Morgunblaðið - 30.05.2000, Blaðsíða 66
66 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ 1 1 1 Ég þarf að skrifa ritgerð um Hún er um Það er allt Ég get skáldað upp í afganginn. Gulleyjuna... Veistu um hvað hún er? sjóræningja. sem ég þarf að vita. BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlunni 1 103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Utvarp R-listans Frá Ólafí H. Hannessyni: ÉG hef löngum furðað mig á því að Ríkisútvarpið hljóðdeild telur sig vera málsvara R-listans. Borgar- stjóri má ekki hreyfa sig án þess að það komi frétt um það, nema þegar Ingibjörg Sólrún er í útlöndum, þá er haldið kjafti. Ætli hún sé ekki einn afkastamesti ferðalangur kerfisins með tilheyrandi dagpeningum. Það hefði örugglega verið rannsakað ef Ámi Sigfússon hefði átt hlut að máli. Því miður var honum fómað fyrir kvennalistakonuna og eiga Reykvík- ingar eflaust eftir að gráta það. HJjóðdeild Ríkisútvarpsins er með fasta fréttaþætti í allri dagskránni um líf og störf R-listamanna og em Hrannar B. Amarsson, Helgi Hjör- var og Helgi Pétursson einna iðnast- ir við kolann að koma sínum málum að. Nú vill Helgi Pétursson endilega selja Strætó, en R-listinn komst nú að á sínum tíma með því að lofa að Strætó yrði um aldur og ævi í eigu borgarinnar, og þeir starfsmenn SVR sem á sínum tíma höfðu sig mest í frammi gegn D-listanum, þora ekki að segja orð af hræðslu við að verða reknir. Strætó tapar nú yfir 500 milljónum krónum á ári. Svona étur nú byltingin bömin sín. Hvað segja fyrrverandi leigjendur borgarinnar, sem vom reknir út á guð og gaddinn, þegar R-listinn var búinn að ná völdum og þurfti ekki lengur á þeim að halda. Ég man að í gamla daga þegar Þjóðviljinn kom enn út, þá vom sýndar myndir og frásagnir ef einhver þurfti að skipta um húsnæði og öskrað hástöfum um illsku íhaldsins. Nú segir Jón frá Pálmholti að það sé helvíti hart að þurfa að viðurkenna það, að nú sé hvergi skjól fyrir fátækan leigjanda og miklu betra hafi verið að semja við borgarstjóra Sjálfstæðisflokksins. R-listinn er búinn að rústa fjárhag Reykjavíkur og borgarbúa með ósvífnum hætti. Leiguhúsnæði borgarinnar hefur verið einkavætt, fyrirtæki eins og SKÝRR og Pípugerðin hafa verið seld. Oll gjöld hafa verið hækkuð, holræsagjald lagt á, Orkuveitur látn- ar borga milljarða í borgarhítina og síðan verða þær að hækka gjaldskrár til að eiga fyrir útgjöldum. (Einn milljarður er um 30 þúsund kr. á meðalfjölskyldu). Lóðaskortur skap- aður sem veldur mikilli hækkun á fasteignagjöldum og keyrir upp verðbólguna, og svo er ríkisstjórnin skömmuð og allt étið upp í Hljóðdeild Rfldsútvarpsins, sem ég hélt í ein- feldni minni að væri í eigu ríkisins til hagsbóta fyrir alla þegna þessa ást- kæra lands okkar, en ekki bara mál- pípa R-listans. En svo lengi lærir sem lifir. ÓLAFUR H. HANNESSON, Snælandi 4, Reykjavík. Jarðgöng: Hvers vegna gleymist „þriðja víddin“? Frá Leó M. Jónssyni: FIMMTUDAGINN 25. maí sl. var fjallað um hugsanleg jarðgöng undir Vaðlaheiði í fréttatíma Ríkissjón- varpsins. Fréttamaðurinn á Akur- eyri gat þess í inngangi að Trygg\7i Helgason vakti athygli á að heim- ssýn hans væri ekki asklokið sem löngum hefði verið himinn íslenskra pólitíkusa. Og furðar mig ekki að Tryggvi Helgason skuli hafa haslað sér völl erlendis og enn sé sjúkraflug á Islandi vandamál en ekki sjálfsögð þjónusta! Þegar rætt er um jarðgöng hér- lendis og gagnsemi þeirra er merki- legt að eitt helsta hagkvæmisatriði jarðganga er aldrei minnst á, þ.e. orkusparnaðinn, heldur undantekn- ingarlaust þá vegalengd sem þau kunna að stytta. Sjaldan eða aldrei er minnst á hvað það kostar að lyfta farartækjum, fólki og vörum upp á heiðar og fjöll og halda svo aftur af því niður hinum megin. Hafi einhver haldið að þetta skipti ekki máli gæti hann reynt það á sjálfum sér t.d. með því að hlaupa með 25 kg sements- poka upp og niður kirkjutröppumar á Akureyri eða upp og niður tröppur Þjóðleikhússins í Reykjavík (sem er þó mun minna mál). Staðreyndin er sú að árlega er gríðarlegri orku varið í að lyfta millj- ónum tonna yfir fjölfarna fjallvegi á borð við Hellisheiði hér syðra og Vaðlaheiði fyrir norðan. Auk ork- unnar sem fylgir þessum lyftingum er mikill kostnaður vegna slits á far- artækjum. Þennan kostnað geta jarðgöng sparað. Hvemig væri að stjómmálamenn fæm að taka þenn- an kostnaðarlið þjóðarbúsins (og al- mennings) með í reikninginn þegar jarðgöng (lárétt) em tekin til kost- anna - eða hentar það ef til vill ekki pólitískum markmiðum? LEÓ M. JÓNSSON, tæknifræðingur, Nesvegi 13, Reykjanesbæ. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi. IÐNAÐARHURÐIR MOH )ABAKKA 9. 11? REYKJAVÍK SIMI 987 8790 I AX 587 8791
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.