Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 12

Morgunblaðið - 30.05.2000, Side 12
12 ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR William W. Millar, forseti APTA, á norrænni ráðstefnu um almenningssamgöngur í Háskólabíói Almenningssamgöngur aukast í Bandaríkjunum Á síðasta ári ferðuðust níu milljarðar manna með almenningsfarartækjum í Bandaríkjunum og hafa þeir ekki verið — —— fleiri í tæpa fjóra áratugi. Omar Friðriks- son fylgdist með norrænni ráðstefnu um al- menningssamgöngur sem hófst í gær. William W. Millers flutti erindi á ráðstefnu um almenningssamgöngur. ALMENNINGSSAMGONGUR í Bandaríkjunum hafa verið í miklum vexti á síðustu fjórum árum eftir verulegt samdráttarskeið á síðustu áratugum. Spáð er áframhaldandi aukningu á notkun almennings- farartækja, s.s. lesta og strætis- vagna, á kostnað einkabflsins og fara fjárframlög alríkisstjórnarinn- ar í Washington til almenningssam- gangna vaxandi. A síðasta ári ferð- uðust níu milljarðar manna með almenningsfarartækjum í Banda- ríkjunum og hafa þeir ekki verið fleiri í tæpa fjóra áratugi. Þessar upplýsingar komu fram í máli Williams W. Millar, forseta Bandarísku almenningssamgöngu- samtakanna, American Public Transport Association (APTA), á norrænni ráðstefnu um almennings- samgöngur, sem hófst í Háskólabíói í gær, en Millar var aðalfyrirlesari ráðstefnunnar. APTA eru samtök um 1.300 fyrir- tækja og samtaka á sviði almenn- ingssamgangna í Bandaríkjunum og Kanada. William W. Millar, forseti samtakanna, er þekktur forystu- maður um almenningssamgöngumál í Bandaríkjunum og hefur um 30 ára reynslu sem stjórnandi fyrir- tækja og samtaka á því sviði. í fyr- irlestrí sínum fjallaði Millar um auknar og nýjar áherslur Banda- ríkjamanna á skilvirkar og góðar al- menningssamgöngur. Notkun almenningssamgöngufar- artækja er í miklum vexti í Banda- ríkjunum en 4,5% fleiri Bandaríkja- menn nýttu sér þjónustu almenn- ingsfarartækja á síðasta ári en árið á undan, að hans sögn. Sú aukning sem orðið hefur í almenningssam- göngum í Bandaríkjunum stafar ekki eingöngu af fólksfjölgun, þar sem bandarísku þjóðinni fjölgar um tæp 2% á ári, að sögn Millars. Til samanburðar benti hann einnig á að á milli áranna 1998 og 1999 jókst notkun einkabfla í Bandaríkjunum um 2-2,5% og ílugfarþegum fjölgaði um 3%. Almenningssamgöngurnar vaxa með tvöfalt meiri hraða en sem nemur fólksfjölgun í Bandaríkjun- um, meira en tvisvar sinnum hraðar en notkun einkabfla og 50% meira en farþegaflug, sagði William W. Millar. Velta 27 milljörðum dala á ári Almenningssamgönguiðnaðurinn í Bandaríkjunum veltir um 27 millj- örðum dollara á ári. Um 6.000 fyrir- tæki eða stofnanir veita þjónustu á sviði almenningssamgangna en þar af annast 400 stærstu fyrirtækin rúmlega 90% allra fólksflutninga. „Það hafa orðið verulegar breyt- ingar á fjárfestingu í almennings- samgöngum í Bandaríkjunum og það hafa líka, sem betur fer, átt sér stað breytingar á viðhorfi fólks til almenningssamgangna,“ sagði hann. Aukin áhersla er nú lögð á að al- menningssamgöngur séu umhverfis- vænar, á nauðsyn þess að draga úr loftmengun og gera borgirnar líf- vænlegri, að því er kom fram í máli Millars. Hann rakti nokkrar meginástæð- ur fyrir þeim viðsnúningi sem orðið hefur í notkun almenningssam- gangna í Bandaríkjunum á síðustu árum og sagði að m.a. hefðu stjórn- völd í Washington mótað skýrari stefnu í þessum málaflokki með setningu löggjafar og fjárframlög til málaflokksins hefðu aukist bæði af hálfu alríkisins og einstakra ríkja. Um væri að ræða fjárfestingu í grunngerð almenningssamgangna en hins vegar fylgdu stjómvöld þeirri stefnu að leggja ekki fram fjármuni eða styrki til rekstrar stærri ahnenningssamgöngufyrir- tækja, sem hefðu tekjur sínar fyrst og fremst af farmiðasölu. Alríkisstjómin leggur til um 44% allrar fjárfestingar í almennings- samgöngum í Bandaríkjunum í dag. Á yfirstandandi fjárlagaári er rúm- lega 6 milljörðum dollara varið til þessa málaflokks, samanborið við innan við 3 milljarða fyrir áratug, að því er fram kom í máli Millars. Á sama tíma hafa einstök ríki einnig varið æ meiri fjármunum til al- menningssamgangna. Millar sagði að nú ættu einstök ríki eða minni samfélög og borgir þess kost að ákveða að nota fjárveit- ingar af hálfu alríkisins til þjóð- brauta í að byggja upp almennings- samgönguvirki. Hann sagði að nú væri svo komið að alls 45 ríki Bandaríkjanna hefðu kosið að verja hluta af þessu vegafé í almennings- samgöngur og mikil uppbygging ætti sér stað í þessum málaflokki. Spáð er 60% aukningu á næstu 15 árum „Þegar við lítum fram á veginn erum við þeirrar skoðunar að þró- unin sé mjög hagstæð almennings- samgöngum. Við teljum að það verði áfram þörf fyrir svo mikla fjárfest- ingu. Við teljum að á næstu 15 árum muni umferð á vegum aukast um 40% en á sama tíma muni notkun al- menningssamgangna aukast um 60%. Það verður því enn frekari þörf fyrir fjárfestingu á þessu sviði,“ sagði Millar. Meginástæður fyrir vaxandi hlut- verki almenningssamgangna í fram- tíðinni eru í fyrsta lagi þær að talið er að fólksfjölgun muni halda áfram, m.a. vegna fjölgunar innflytjenda, síaukin áhersla verði lögð á um- hverfisvernd og að draga úr útblást- ursmengun, að sögn hans. Og í þriðja lagi væri efnahagur Banda- ríkjanna mjög traustur. Millar sagði að það væri orðin ríkjandi skoðun að áframhaldandi fjárfesting í almenn- ingssamgöngukerfinu væri nauð- synleg forsenda þess að efnahagslíf- ið blómstraði í framtíðinni. í stærri sem smærri borgum væri litið svo á að skilvirkar og góðar almennings- samgöngur væru mikilvæg forsenda þess að laða að fjárfestingu í at- vinnulífi á viðkomandi stöðum. Þetta væri einnig hluti af þeirri hugsun að bæta líf í borgum og gera fólki auðveldara að komast leiðar sinnar á 21. öldinni. Kostnaður við umferðartafír 72 milljarðar dala á ári Fram kom í fyrirlestri Millars að áætlað hefði verið að kostnaður vegna umferðartafa á götum og þjóðvegum í Bandaríkjunum á síð- asta ári hefði numið 72 milljörðum bandaríkjadala á ári. Þróunin væri sú að sífellt fleiri Bandaríkjamenn sætu æ lengur fastir í umferðar- teppum í borgum Bandaríkjanna. Reiknað hefði verið út að að meðal- tali sæti hver bfll fastur í umferðinni samanlagt í 42 klukkustundir á ári. Þetta vandamál hefði ýtt undir þá þróun á síðustu árum að fleiri kysu nú að ferðast með almenningsfarar- tækjum. Þrátt fyrir þessar breytingar sem orðið hafa notar þó mikill meirihluti Bandaríkjamanna einkabifreiðir sín- ar í meirihluta ferða, að sögn hans. „Fólk er orðið svo vant því að nota eigin bfla í Bandaríkjunum að eitt af viðfangsefnum okkar er að kenna fólki að nota almenningssam- göngur á nýjan leik. Við höfum bókstaflega alið upp nær tvær kyn- slóðir barna í Bandaríkjunum, sem vita ekki hvernig neðanjarðarlestir líta út eða hvernig á að borga far- gjald í strætisvagni,“ sagði hann. Áhersla á góðar upplýsingar um ferðir og tímaáætlanir Lagði Millar áherslu á nauðsyn þess að veita nægar og greinargóð- ar upplýsingar um almenningssam- göngur, leiðakei-fi, tímaáætlanir o.s.frv. og gera þær meira aðlaðandi fyrir farþega. Sagðist hann vera þeirrar skoðunar að á 21. öldinni myndu sífellt fleiri Bandaríkjamenn kjósa blandaðan ferðamáta, þar sem hluti ferðar væri farinn í bíl og að hluta til með neðanjarðarlestum, strætisvögnum o.s.frv. Nauðsynlegt væri að eyða óör- yggi fólks gagnvart notkun almenn- ingssamgöngutækja með enn betri og nákvæmari upplýsingum og auð- velda notkun þeirra. Sagðist hann sannfærður um að upplýsinga- og tæknibyltingin ætti eftir að skipta sköpum í þessu efni. Kvaðst hann hafa kynnt sér skipu- lag og leiðakerfi Strætisvagna Reykjavíkur, sem hann sagði vel uppbyggt fyririæki,og lýsti sér- stakri ánægju með hversu farþegum stæðu til boða greinargóðar upplýs- ingar um leiðir og tímaáætlanir. Millistéttirnar farnar að nota almenningssamgöngur Millar var spurður hvort ákveðnir þjóðfélagshópar notuðu almennings- samgöngur öðrum fremur í Banda- ríkjunum. Hann sagði að fólk af öll- um stigum þjóðfélagsins notfærði sér almannasamgöngur í Bandaríkj- unum í dag og komið væri í ljós að æ stærri hópur millistéttarfólks legði einkabflunum og notfærði sér almenningsfarartæki í auknum mæli. Nefndi hann sem dæmi að nýlega hefði verið komið á fót lest- arsamgöngum fyrir starfsmenn í hátæknifyrirtækjunum í Silicon Valley, sem gæfi góða raun. Könnun hefði leitt í ljós að meðaltekjur far- þega þessara lesta væru um 150 þúsund dalir á ári. „Þetta er til vitn- is um að við getum boðið þjónustu sem laðar að sér alla tekjuhópa þjóðfélagsins," sagði hann. Liðlega 400 manns sitja ráðstefn- una í Háskólabíói en henni lýkur í dag. Á henni eru haldnir um 30 fyr- irlestrar s.s. varðandi framtíð al- menningssamgangna á Norðurlönd- um, tækninýjungar, markaðsmál o.íl. Börn úr leikskólum Reykjavíkur fluttu Þúsaldarljóð og dönsuðu af hjartans lyst Morgunblaðið/Brynjar Gauti 2000 börn sungu og dönsuðu á Arnarhóli í glaðasólskini á laugardag. Börnin klæddust skrautlegum búningum. Sólin skein á2000 börn á Arnarhóli SÓLIN skein á Arnarhól á laugar- dag þegar 2000 börn úr Ieikskólum Reykjavíkur stilltu sér þar upp og sungu og dönsuðu af hjartans lyst. Börnin fluttu Þúsaldarljóð Svein- björns I. Baldvinssonar við lag Tryggva M. Baldvinssonar og döns- uðu um leið dans eftir Ólöfu Ing- ólfsdóttur. Ljóðið er í fjórum hlut- um og fjallar um náttúruöflin eld, vatn, loft og jörð. Börnin sem fluttu ljóðið eru fædd árið 1994 og klædd- ust þau skikkjum og húfum f litum sem táknuðu náttúruöflin, blátt fyr- ir vatn, rautt fyrir eld, gult fyrir loft og grænt fyrir jörð. Elfa Lilja Gísladóttir verkefnis- stjóri þessa samstarfsverkefnis Kramhússins, leikskóla Reykjavík- ur og Reykjavíkur menningarborg- ar, segir flutning Þúsaldarljóðsins hafa gengið eins og í sögu, enda hafi bæði börnin og starfsfólk leik- skólanna verið búin að leggja mikla vinnu í undirbúninginn. Hún segist viss um að börnin muni búa að öllu því sem þau lærðu af undirbúnings- vinnunni, sem hófst í liaust. Auk þess sem þau æfðu söng og dans og lærðu ljóð, hafi þau Iært og upplifað margt í sambandi við náttúruna og umhverfi sitt. Elfa Lilja segir að ekki hafi verið annað að sjá en að börnin hafi haft mikla ánægju af því að taka þátt í verkefninu og segist hún viss um að þau muni ávallt eiga minningu um að hafa tekið þátt í sérstakri uppákomu árið 2000. Að flutningnum loknum fóru mörg börnin ásamt foreldrum sín- um í listasöfn miðborgarinnar en þar höfðu verið sett upp listaverk sem búin voru til í leikskólum borg- arinnar, alls 75 verk, eitt úr hveij- um leikskóla. Meðal verka voru bútasaumsteppi, eldfjöll úr pappa- massa, myndbönd, hljóðverk og alls konar myndir og skúlptúrar úr fjöl- breyttum efnum. ,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.