Morgunblaðið - 04.06.2000, Síða 32
32 SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 4. JÚNÍ 2000 33
PlnrgmuiMuliilí
STOFNAÐ 1913
ÚTGEFANDI: Árvakur hf„ Reykjavík.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Hallgrímur B. Geirsson.
RITSTJÓRAR: Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
RÆÐA CLINTONS
CLINTON Bandaríkjafor-
seti flutti umhugsunar-
verða ræðu í Aachen í Þýzka-
landi í fyrradag, þegar honum
voru veitt Karlamagnúsar-
verðlaunin svonefndu. Líta má
á þessa ræðu, sem eins konar
kveðjuræðu Clintons til
Evrópuríkja, því að óbreyttu
verður þetta síðasta ferð hans
til Evrópu á meðan hann gegn-
ir forsetaembætti.
í ræðu sinni sagði Clinton
m.a. að ekki væri hægt að loka
dyrum Atlantshafsbandalags-
ins eða Evrópusambandsins
fyrir Rússlandi og sagði, að ef
nánari tengslum við Rússland
yrði hafnað „mundi það leiða
til skaðlegrar samkeppni milli
Rússlands og Vesturlanda.“
Clinton lagði líka áherzlu á
aukin tengsl Evrópusam-
bandsins við ríki gömlu Júgó-
slavíu og Tyrklands og bætti
við: „Ég tel, að Evrópuríkin
ættu að efla bandalag okkar,
jafnvel þótt þau eflist sjálf.“
Bakgrunnur þessarar ræðu
Clintons er sá, að Evrópu-
sambandsríkin hafa vaxandi
áhuga á því að efla varnar-
samstarf sín í milli og skapa
sér sjálfstæðari stöðu gagn-
vart Bandaríkjamönnum.
Kannski sprettur þessi þörf að
einhverju leyti af óförum
þeirra á Balkanskaga, þegar í
ljós kom, að þar var ekki hægt
að stilla til friðar án atbeina
Bandaríkjanna, þótt það væri
Evrópuríkjunum mikið áhuga-
mál að ná þeim árangri án að-
stoðar Bandaríkjamanna.
Þá er einnig á það að líta að
Bandaríkjamenn hafa í all-
mörg ár hvatt Evrópuríkin og
raunar gert kröfu til þeirra um
að þau tækju á sig meiri fjár-
hagslegar byrðar vegna örygg-
is Evrópu. Um leið og Evrópu-
ríkin gera sig líkleg til að taka
Bandaríkjamenn á orðinu
kemur hins vegar í ljós, að hin-
ir síðarnefndu vilja bæði halda
og sleppa. Þeir vilja að Evr-
ópuríkin borgi meira en þeir
vilja ekki missa þau pólitísku
áhrif, sem þeir hafa haft í
Evrópu í krafti þess, að megin-
þungi varna Evrópu hefur
hvílt á þeirra herðum.
Til viðbótar koma svo sífellt
nánari tengsl Rússa og Þjóð-
verja. í Þýzkalandi segja
áhrifamenn, að Rússar leiti
stíft eftir nánu tvíhliða sam-
starfi við Þýzkaland en í
Moskvu segja þeir sem bezt til
þekkja, að það séu Þjóðverjar
sjálfir, sem sækist eftir slíku
tvíhliða sambandi. Rússar hafi
fyrst og fremst áhuga á nánum
tengslum við Evrópuríkin í
heild.
Alla vega er Ijóst að það er
meiri gerjun í evrópskum
stjórnmálum en verið hefur um
skeið. Þegar horft er á heildar-
hagsmuni þessara ríkja verður
að taka undir með Bandaríkja-
forseta, að það skiptir máli að
tengja Rússland og Evrópu-
ríkin eins nánum böndum og
unnt er um leið og ekki má
draga úr því sterka sambandi,
sem byggzt hefur upp meiri
hluta aldarinnar yfir Atlants-
hafið. Náin tengsl Evrópuríkja
til austurs og vesturs eiga að
geta tryggt frið í þessum
heimshluta og Atlantshafs-
bandalagið færist stöðugt nær
því að verða öryggiskerfi allra
Evrópuríkja.
Við íslendingar búum miðja
vegu á milli Evrópu og Amer-
íku. Fyrir okkur hlýtur að
skipta máli, að þau nánu
tengsl, sem hafa verið á milli
Bandaríkjanna og Evrópu
haldist og að þar verði engin
breyting á. Málflutningur ís-
lenzkra ráðamanna, fyrst og
fremst Davíðs Oddssonar og
Halldórs Ásgrímssonar á vett-
vangi Atlantshafsbandalagsins
og í tvíhliða viðræðum við leið-
toga þeirra þjóða, sem hér eiga
hlut að máli hefur hnigið í þá
átt.
En jafnframt skiptir veru-
legu máli að við treystum
tengsl okkar við ESB-ríkin og
þá ekki sízt Þýzkaland.
Samskipti okkar við Þjóð-
verja hafa stóraukizt á undan-
förnum árum. Það á ekki sízt
við um samskipti æðstu ráða-
manna þessara þjóða. Heim-
sókn Schröders, kanslara
Þýzkalands í íslenzka skálann
á heimssýningunni í Hannover
er táknræn fyrir þessi nánu
samskipti. Kanslarinn heim-
sótti einungis örfáa skála við
opnun sýningarinnar. Það er
engin tilviljun, að íslenzki skál-
inn var meðal þeirra. I þeirri
heimsókn felst ákveðin yfirlýs-
ing af hálfu Þjóðverja um leið
og Schröder sýnir Islending-
um mikla persónulega vin-
semd.
Það er ekkert sjálfgefið um
stöðu Islands í breyttum
heimi. Við þurfum sjálfir að
gera okkur grein fyrir því,
hvernig við viljum tryggja
hagsmuni okkar. Það verður
m.a. gert með samskiptum við
ráðamenn ríkjanna beggja
vegna Atlantshafsins. Ágrein-
ingur, sem upp kemur á milli
okkar og einhverra þessara
ríkja um einstök málefni er
óþægilegur og ástæða til að
leggja áherzlu á að ljúka slík-
um ágreiningsmálum sem
fyrst.
Við eigum pólitískra og við-
skiptalegra hagsmuna að gæta
beggja vegna Atlantshafsins.
Að lokum segir
Gunnlaugur:
Landið hefur upp á
að bjóða margvísleg
áhrif. Ég held, að fjöl-
breytni Snæfellsness-
ins sé eitt skemmtileg-
asta viðfangsefni, sem völ er á fyrir
málara. Ég var oftast í Stykkishólmi
að sumrinu og sá út yfir Breiðafjörð.
Það verður mér ógleymanlegt: hæð
eða hryggur inni í bænum, þar sem
ég stóð og málaði, útsýni til tveggja
átta, hafs og lands, og breyttist eftir
því sem á leið daginn. Sólarupprásin
ógleymanleg. Einhver fölur litur yfir
hafi og eyjum, sem minnti mig á
dauðann, minnti mig á kvæði, sem ég
hef séð í íslenzkri þýðingu og heitir
Dauðinn að morgni, eftir Lorca.
Þetta tvennt rann einhvem veginn í
einn farveg í huga mínum. Ég hef
enga óþægilega tilfinningu af þessari
skírskotun til dauðans. Eg varð mjög
ánægður, þegar ég hugsaði um
kvæðið og birtuna yfir hafinu. Mér
fannst hún falleg, eins og það væri
eitthvað ósýnilegt, sem kæmi til mín
utan úr fjarlægðinni, færðist nær og
nær, þrengdi sér inn í mig og merði
mig sundur. Og svo fann ég þama
eitthvert samband við þessa sér-
stæðu tilfinningu, sem maður hefur
fyrir morgninum, miskunnarleysið í
birtunni neðst við sjóinn. Það er ein-
kennilegt, að mér hefur alltaf fundizt
morgunninn minna mig á dauðann,
en kvöldið á lifið. Ég veit ekki,
hvemig á því stendur.
Auðvitað er afstaða mín til listar
sprottin úr myndrænni hugsun. En
mér finnst eitthvað vanta í myndina,
þegar manneskjuna
vantar. Það er eins og
Cézanne segir, að and-
lit mannsins megi ekki
vanta, það sé aðal-
atriðið í myndlistinni.
Þegar ég mála myndir
af öðra en fólki, er það aðeins hvíld,
eins og þegar maður slappar af eftir
erfiði, léttir sér upp, losar sig við alla
ábyrgðartilfinningu og ímyndar sér
að það sé sunnudagur.
Éinu sinni var ég í Borgarfirði, hjá
Húsafelli. Þar var einhver andblær
þjóðsagna, öræfa og einvera, sem
greip mig sterkt. Langjökull eins og
endalaus skáhöll lína, þar sem him-
inn og jökull mættust. Mér fannst
þessi lína ganga í gegnum allt lands-
lagið. Ég málaði myndir, sem vora
byggðar á endurminningu um þessa
línu. Ég eyðilagði þær allar, en
kannski hafa þessar línur haldizt í
sjávarmyndum mínum, því að venju-
lega hef ég skáhalla línu bak við bát-
inn. Bæði hef ég kynnzt henni úr
náttúranni og auk þess veitir hún
fjöri í myndina.
Mér finnst Austfirðir, einkum
Seyðisfjörður, hrikalegri en aðrir
staðir, sem ég hef séð. Kannski að
Oræfum einum undan skildum. Þar
er ómögulegt að komast frá fjöllun-
um. Þau rísa yfir mann. Stundum er
ekki einu sinni hægt að sjá tindana.
Ég hef hvergi séð skemmtilegri
norðurljós en á Austfjörðum, þau
dansa við tindana, eins og jörðin
hverfi til himins. Þegar ég les Norð-
urljós eftir Einar Benediktsson,
dettur mér alltaf Seyðisfjörður í hug.
Fjöllin fyrir austan hafa orkað þann-
ig á mig, að það er eins og þau séu að
hálfu leyti draumur og að hálfu vera-
leiki. Veturinn á Seyðisfirði var ákaf-
lega harðneskjulegur, allt hvítt í
kringum mann, landið, fjöllin og
fjörðurinn fyrir neðan - allt nema
himinninn. En maður sá hann
sjaldnast, nema með erfiðismunum.
Það, sem ég man sérstaklega eftir
úr Öræfum, era sandarnir. Þegar
horft er til Öræfa frá Lómagnúpi,
virðist landið vera eyðimörk, samt
glyttir á græna bletti. Þar er byggð.
Og svo þegar komið er til bæja, fær
maður mikla smæðarkennd. Fluga á
sveimi í baðstofuloftinu leiðir hug-
ann að þessari smæð og eykur á
hana. Og svo er það birtan, það er
eitthvað ójarðneskt við hana. Hún er
íol, kannski endurskin frá jöklunum.
Ég sagði einhverju sinni við bónda í
Öræfum: „Það er fallegt hérna.“
Hann svaraði: „Já, það er ósköp
frjálst." Endurminningin um Öræfin
er lík endurminningu um draum.
Ég fór stundum upp í hlíðarnar of-
an við sandana og horfði yfir ótelj-
andi árkvíslarnar. Stundum sást líka
ofurlítil rönd af hafinu. Það var eitt-
hvað af dauðanum í þessum sandi.
En ég fann ekki til neins óhugnaðar,
þegar ég horfði yfir þetta ójarðneska
land.
Þegar ég kom í Öræfin, minntist
ég loka Njáls sögu. Fannst vel við
eigandi, að slíku snilldarverki skyldi
einmitt ljúka á þessum stað, þar sem
við eram minnt á eilífðina. Það getur
varla verið tilviljun. Þar renna líf og
dauði í einum farvegi, án þess gi’eint
verði á milli.
M.
HELGI
spjall
*
TEFÁN Jón Hafstein, fyrr-
um ritstjóri Dags, skrifar
grein í Dag sl. miðvikudag,
þar sem hann fjallar um
forsetaembættið, stöðu
þess og embættisfærslu
núverandi forseta Islands.
í sjálfu sér er eðlilegt að
fjallað sé um forsetaembættið á þeim tíma-
mótum, þegar fyrsta kjörtímabili Ólafs
Ragnars er að Ijúka og hann hefur verið
sjálfkjörinn til þess að gegna embættinu
næstu fjögur ár. Og vafalaust verður það
gert að einhverju marki á næstu vikum. í
ljósi þess hvernig embættið hefur þróazt er
eðlilegt að fjallað sé um forsetaembættið og
embættisfærslu forseta með áþekkum hætti
og gert er um aðrar opinberar stofnanir og
þá sem í fyrirsvari eru á hverjum tíma.
Hins vegar vekur athygli sú þunga gagn-
rýni, sem birtist í grein Stefáns Jóns Haf-
stein, ekki sízt vegna þess úr hvaða átt hún
kemur. Höfundur greinarinnar hefur lengi
notið trúnaðar í röðum vinstri manna og þá
ekki sízt þeirra hópa, sem verið hafa kjarn-
inn í stuðningsmannaliði núverandi forseta.
Umfjöllun um forsetaembættið hefur
breytzt á liðnum árum. Sú var tíðin, að það
vora óskráð lög á öllum íslenzkum fjölmiðl-
um að halda verndarhendi yfir embættinu
og þeim, sem því gegndi hverju sinni. Þess
vegna sást varla gagnrýni á fyrstu þrjá fpr-
seta lýðveldisins, þá Svein Björnsson, Ás-
geir Ásgeirsson og Kristján Eldjárn. Sveinn
Björnsson lá að vísu undir harðri gagnrýni
stjórnmálamanna að tjaldabaki á þeim tíma,
sem hann gegndi embætti ríkisstjóra, en sú
gagnrýni kom lítið upp á yfu'borðið, þótt
hennar mætti að vísu sjá merki við for-
setakjörið á Alþingi á Þingvöllum 17. júní
árið 1944. Þetta er einn af þeim þáttum ís-
landssögunnar, sem eftir er að fjalla um.
Þótt harkaleg pólitísk átök yrðu í for-
setakosningunum 1952 tók það ótrúlega
stuttan tíma að jafna þau mál meðal þeiraa,
sem harðast tókust á. Ásgeir Ásgeirsson sat
á friðarstóli til æviloka.
Kristján Eldjárn sigldi einnig lygnan sjó í
sinni forsetatíð að mestu leyti. Þó varð hann
fyrir gagnrýni í forystugrein í Morgunblað-
inu, þegar hann á sínum tíma veitti Lúðvík
Jósepssyni umboð til stjórnarmyndunar.
Forsetinn tók þá gagnrýni óstinnt upp og lét
vita af því með ótvíræðum hætti. Akvörðun
hans að veita Gunnari Thoroddsen umboð til
stjórnarmyndunar snemma árs 1980 var
mjög umdeild.
Það var fyrst á síðari hluta forsetatíðar
Vigdísar Finnbogadóttur, sem finna mátti
að hin gamla hefð , að halda verndarhendi
yfir forsetaembættinu í opinberum umræð-
um, var á undanhaldi. Segja má, að þar hafi
breyttur tíðarandi bæði hér og annars stað-
ar ráðið mestu. I öðrum löndum vora meiri
og opnari umræður um þjóðhöfðingja og
embættisfærslur þeirra orðnar algengar og
spurt var hvers vegna hið sama mætti ekki
eiga við hér.
Þó kom gagnrýni á Vigdísi Finnbogadótt-
ur lítið upp á yfirborðið. Á kvennafrídaginn
svonefnda varð mikil spenna í stjórnarráð-
inu þegar forsetinn dró í nokkra klukkutíma
að undirrita lög. Þegar kom að undirskrift
laganna um EES urðu samskipti æðstu
stjórnenda ríkisins ævintýraleg, þótt sú
saga sé enn ósögð.
I umræðum manna á milli kom í ljós, að
vaxandi gagnrýni var á þáverandi forseta á
þeirri forsendu fyrst og fremst, að sú hóg-
værð, sem einkenndi forsetaembættið í tíð
þriggja fyrstu forseta lýðveldisins, væri að
víkja. Vel má vera, að ósanngjarnt hafi verið
að beina þeirri gagnrýni að forsetanum. Al-
veg eins má ætla, að breytt fjölmiðlun hafi
átt þar töluverðan hlut að máli. Alla vega er
ljóst að vinsældir Vigdísar Finnbogadóttur
meðal þjóðarinnar voru miklar eins og
glöggt mátti finna á hálfrar aldar afmæli
lýðveldisins á Þingvöllum árið 1994.
Þótt átökin við kjör Ásgeirs Ásgeirssonar
hafi verið hin hörðustu, sem um getur í sögu
lýðveldisins, er Ólafur Ragnar Grímsson
umdeildasti stjórnmálamaður, sem kjörinn
hefur verið á forsetastól. Raunar má halda
því fram, að umdeildari stjórnmálamann
hafi ekki verið hægt að kjósa sem forseta.
Þess vegna þarf ekki að koma á óvart, þótt
forsetinn hafi búið við það síðustu fjögur ár-
in, að ákveðinn hluti þjóðarinnar hafi aldrei
sætt sig við kosningu hans, gagnstætt því,
sem átti við um Vigdísi Finnbogadóttur,
sem einungis var kjörin með um þriðjungi
atkvæða í upphafi.
Það má velta því fyrir sér, hvort forsetinn
hafi yfirleitt haft nokkurn áhuga á að ná
sáttum við andsstæðinga sína, en það er líka
vel hugsanlegt að það sé einfaldlega ekki
hægt gagnvart þeim aldurshópum, sem
fylgdust með stjórnmálaferli Ólafs Ragnars
fram að forsetakjöri fyrir fjórum áram.
Á síðustu tveimur áratugum hafa við og
við heyrzt raddir um, að leggja ætti for-
setaembættið niður og forseti Alþingis ætti
að gegna embættisskyldum þjóðhöfðingja,
þegar það ætti við. Þessum röddum hefur
fjölgað en hins vegar má telja líklegt, að for-
setaembættið sem slíkt skipti allan almenn-
ing í landinu meira máli en svo að menn vilji
afnema það.
En jafnframt hefur tvennt gerzt; fjölmiðl-
unin hefur orðið enn opnari og nú þykir ekk-
ert athugavert við að gagnrýni birtist á for-
setann. Að vísu hefur Morgunblaðið þá
reglu, þegar aðsendar greinar berast blað-
inu til birtingar um forsetann og málefni
hans, að gerð er krafa um ákveðna kurteisi
og tillitssemi í gagnrýni á forsetann og for-
setaembættið. I sumum tilvikum sætta
greinarhöfundar sig ekki við þá kröfu og
verða þá frá að hverfa.
En jafnframt hefur forsetinn sjálfur með
málflutningi sínum kallað yfir sig gagnrýni
og raunar hefur mátt skilja hann á þann
veg, að hann telji ekkert athugavert við, að
svolítið næði um forsetaembættið. Það kann
að vísu að vera álitamál enda verður þá erf-
iðara fyrir forseta að gegna því hlutverki að
vera sameiningartákn þjóðarinnar.Ætla má
að þetta sameiningartákn sé höfuðverkefni
embættisins, þótt það hljóti að vera erfitt,
þegar umdeildir stjórnmálamenn sitja í
embættinu.
Morgunblaðið hefur í forystugreinum
gagnrýnt forsetann fyrir að gera tilraun til
að færa út landamæri embættis síns, ef svo
má að orði komast og blanda sér í umræður
um þjóðfélagsmál á þann veg, að ekki hæfi
forsetaembættinu. Aðrir hafa talið sig sjá
merki slíkra tilrauna innan stjómkerfisins,
þótt gagnrýni þess efnis hafi ekki komið upp
á yfirborðið. En svo er líka ljóst, að sumir
virðast ekki hafa neitt við það að athuga.
Með breyttum tíðaranda, opnari fjölmiðl-
un og þeim breytingum, sem orðið hafa á
embættisrekstri forseta íslands er ekki
ósennilegt að forsetaembættið muni liggja
undir meiri gagnrýni en áður tíðkaðist og
má segja, að það sé í takt við það, sem gerzt
hefur í nálægum löndum.
Það er svo annað mál, að ekki er endilega
víst, að það verði forsetaembættinu til far-
sældar. Ef marka má viðleitni úr ýmsum
áttum til að koma á framfæri óvæginni
gagnrýni á forsetaembættið er vel hugsan-
legt að fjölmiðlarnir hafi mun íhaldssamari
og varfærnari afstöðu til þessara mála, en
sumir þjóðfélagshópar a.m.k.
SÚ GAGNRÝNI,
Grein Stefáns sem fram kemur 1
t/ grem Stefans Jóns
JOnS . Hafstein í Degi sl.
Hafstein miðvikudag, er hins
vegar allt annars eðl-
is en þær athugasemdir, sem hingað til hafa
verið gerðar við núverandi forseta og for-
vera hans í embætti. Gagnrýni Stefáns Jóns
beinist að því, að forsetinn blandi saman
embættisskyldum sínum og einkamálum.
Slíkar athugasemdir hafa ekki áður komið
fram um forseta Islands, þótt þær hafi
heyrzt manna á meðal undanfarið.
I grein sinni segir Stefán Jón m.a.: „Hér
fer Ölafur Ragnar inn á nýja vegi með em-
bættið og allt frá byrjun hefur honum farizt
það óhönduglega. Vegna þess, að ein megin-
regla hefur ekki verið í heiðri höfð; að halda
einkamálum þess, sem gegnir embættinu og
því sjálfu aðskildu eins og framast er kostur.
Þess í stað er embættið persónugert úr hófi.
Við þurfum vissulega að vera upplýst um
persónulega hagi þess, sem gegnir forseta-
embættinu. En hér er lengra gengið.“
Og nokkru síðar segir hann um sama efni:
„Hér er engin hefð fyrir því að meðhöndla ...
einkamál fyrirmenna, sem væru þau kon-
ungborin. Þvert á móti. Hér er rík og góð
hefð fyrir því að meðhöndla einkamál fyrir-
menna sem einkamál.“
Greinarhöfundur víkur síðan máli sínu að
fjölmiðlum og gagnrýnir þá fyrir þeirra
vinnubrögð í sambandi við forsetaembættið
REYKJAVÍKURBRÉF
Laugardagur 3. júní
og segir í því sambandi: „Ekki er forseta
einum um að kenna.“ Og bætir við: „Ríkis-
útvarpið verður að átta sig á því, að við bú-
um við lýðræði en ekki Hello-ræði.“
Stefán Jón fjallar um embættisfærslu for-
setans almennt og segir: „í forsetaembætt-
inu hefur Ólafur Ragnar fetað dyggilega það
einstigi, sem honum er ætlað, tekið sér hæfi-
legt olnbogarými á réttum augnablikum og
hvergi skjöplast. Þegar hann leitast við að
tengja einkalíf sitt, embættið og vitund
þjóðarinnar um það fatast honum. Þetta hef-
ur verið vandamál frá upphafi."
Hann segir, að forsetinn hafi í upphafi
fyrir fjórum árum tengt fjölskyldu sína
mjög við embættið. „Þá hlutverkaskipan
valdi forseti sjálfur. Hún var ekki hafin yfir
gagnrýni en var hluti af þeirri ímynd, sem
Olafur Ragnar kynnti í undanfara kosninga.
Að þeim loknum kom samt á óvart hve ræki-
lega fjölskyldunni var blandað í embættis-
verk. Ferill Vigdísar og Kristjáns Eldjárns
hafði sýnt og sannað að engin þörf var á
slíku. Þau héldu einkalífí sínu eins aðskildu
frá forsetaembættinu og mögulegt var.
Mörkin hér á milli hafa riðlast í meðförum
Ólafs Ragnars ... Séð-og-heyrt-væðing em-
bættisins á enga samsvörun í þeim gildum
og venjum, sem embættið á að standa vörð
um.“
Grein sinni lýkur Stefán Jón Hafstein
með þessum orðum:
„Látleysi og alþýðleiki hafa lengstum
einkennt embættið öðra fremur. Forseti vor
er þjóðkjörinn. Hann er fremstur meðal
jafningja, er hvorki meiri né betri en aðrir í
krafti embættis, sem hann þiggur frá fólk-
inu. Enginn hefur falið Ólafi Ragnari Gríms-
syni að breyta þessum megineinkennum for-
setaembættisins. Enginn hefur óskað eftir
því að fá að skyggnast í einkalíf, ástir og
sorgir á Bessastöðum. Þar eru mörkin dreg-
in við hluttekningu, þegar stormai' geisa
stríðir og við það hvernig við samgleðjumst,
þegar sólin skín. Allt þar umfram er óviðeig-
andi.“
Hér hefur verið stiklað á stóra í grein
Úr Krísuvíkurbjargi.
Stefáns Jóns Hafstein. Búast má við, að hún
verði forsetanum mikið umhugsunarefni
m.a. og ekki sízt vegna þess, að hún kann að
endurspegla viðhorf fleiri í hópi þeirra, sem
Ólafur Ragnar hefur aðallega sótt stuðning
til á opinberum ferli sínum.
^■^■■■■■■1 ÞAÐ ER áreiðanlega
Imvnd fvrir- snuið mál að meta
fœUlíT ^ „ímynd“ fyrirtækja -
lcUKjd, H(5 ekki sé talað um
einstaklinga t.d. í stjórnmálum. I Reykja-
víkurbréfi fyrir viku var fjallað um ímynd
fyrirtækja í tengslum við stuðning þeirra við
menningarviðburði, íþróttastarfsemi og
samfélagsþjónustu. Talið var að ímynd bæði
Islandsbanka og Eimskipafélags íslands
væri mjög sterk í menningarmálum og að
hluta til ætti það við um Búnaðarbanka Is-
lands á afmörkuðu sviði myndlistar.
Nú hefur Morgunblaðið undir höndum
niðurstöður Gallup-könnunar, sem gerð var
fyrir u.þ.b. hálfu ári, sem gefur allt aðra
mynd. Könnun þessi var gerð fyrir Lands-
síma Islands. I henni var m.a. spurt:
„Getur þú nefnt eitt fyrirtæki, sem þú
manst að styður við menningarstarfsemi á
íslandi?"
í ljós kom, að 65,6% gátu ekki nefnt neitt
fyrirtæki í þessu sambandi, sem er kannski
athyglisverðasta niðurstaðan. En að öðra
leyti nefndu 5% Landssímann, 4,2% Eim-
skipafélagið, 2,1% nefndur Flugleiðir og
1,9% Landsbankann.
Einungis 0,9% nefndu Islandsbanka og
0,5% SPRON, sem einnig kom við sögu í
umfjöllun Morgunblaðsins sl. sunnudag.
Það er alkunna, að niðurstöður í könnun-
um byggjast mjög á því, hvernig spurt er.
Hafi spyrjendur t.d. sagt að þeir væru að
gera þessa könnun fyrir Landssímann gæti
það haft áhrif á það hvað fyrirtækið fær
stóran hlut í þessari könnun en Morgun-
blaðinu er ekki kunnugt um hvort spurt var
á þann veg. Þær athugasemdir gætu hins
vegar ekki átt við um röðun annarra fyrir-
tækja í könnun Gallup og þess vegna segja
niðurstöður þessarar könnunar áreiðanlega
mikla sögu um það, hvernig þessi mál blasa
við hinum almenna borgara.
Þannig kemur Landsbankinn miklu betur
út úr þessari könnun en þau fjármálafyrir-
tæki, sem hér voru nefnd fyrir viku. Bank-
inn stóð m.a. að sýningu San Francisco-
balletsins á Svanavatninu. Búnaðarbankinn
kemst ekki á blað.
Niðurstöður könnunar Gallup sýna, að
varlega skyldi fara í að fella dóma um ímynd
fyrirtækja, hvort sem er á þessu sviði eða
öðrum.
I Reykjavíkurbréfi sl. sunnudag var að
því vikið, að forráðamenn fyrirtækja kvört-
uðu undan því, að þess væri sjaldan getið
hvaða fyrirtæki hefði gert kleift að efna til
ákveðins viðburðar í menningarlífi. Sú nið-
urstaða könnunar Landssímans að tæplega
66% aðspurðra gátu ekki nefnt neitt fyrir-
tæki er vísbending um að þeir hafi nokkuð
til síns máls.
Og það er vel hægt að skilja það sjónar-
mið fyrirtækjanna að ósanngjarnt sé hve lít-
ið er fjallað um þátt þeirra í viðburðum sem
þessum.
Hvað sem líður niðurstöðum kannana um
þetta efni er æskilegt að umræður fari fram
um það, hvernig hægt er að efla stuðning at-
vinnulífsins við menningarviðburði, íþrótta-
starfsemi og samfélagsþjónustu. Nú orðið
byggist þessi starfsemi að verulegu leyti á
stuðningi atvinnulífsins.
Raunar snýst þetta mál ekki bara um við-
kvæmni fjölmiðla gagnvart því að veita fyr-
irtækjum „ókeypis auglýsingu" með umfjöll-
un um þeirra þátt. Listamennirnir, sem
koma fram, eru afar viðkvæmir fyrir því að
nöfnum fyrirtækja sé hampað um of. Þeir
geta fengið á tilfinninguna, að sé farið yfir
strikið í þeim efnum skapist sú ímynd af
þeim sjálfum að þeir hafi verið „keyptir" af
viðkomandi fyrirtæki.
Hér kemur því tilfinningalíf margra aðila
við sögu, sem þarf að vera í jafnvægi til þess
að hægt sé að standa sæmilega að þessum
málum.
Morgunblaðið/Golli
„Hér hefur verið
stiklað á stóru í
grein Stefáns Jóns
Hafstein. Búast
má við, að hún
verði forsetanum
mikið umhugsun-
arefni m.a. og
ekki sízt vegna
þess, að hún kann
að endurspegla
viðhorf fleiri í
hópi þeirra, sem
Ólafur Ragnar
hefur aðallega
sótt stuðning til á
opinberum ferli
sínum.“
+