Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 84

Morgunblaðið - 14.06.2000, Page 84
Heimavörn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Banaslys á Akranesi í _ gærkvöldi BANASLYS varð seint í gærkvöldi á mótum Kirkjubrautar og Akurgerðis á Akranesi. Lögreglu barst tilkynning um at- burðinn klukkan 22.30 í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að bifhjól, sem var á leið vestur Kirkjubraut, lenti á bifreið sem ekið var af Akur- gerði inn á Kirkjubraut. Ökumaður bifhjólsins var látinn þegar lögregla kom á staðinn. Ökumaður bifreiðar- innar og farþegi sluppu ómeiddir. Að sögn Ólafs Haukssonar, sýslu- manns á Akranesi, er atburðarásin ekki að öllu ljós en lögreglan á Akra- nesi vinnur að rannsókn málsins. Ólafur segir staðinn þar sem slysið ~,:'*~!?arð vera varasaman, hús hggi þétt að götunni og því erfítt að sjá af Akur- gerði inn á Kirkjubraut. --------------- Hafnarfjörður Fornleifum eytt í Aslandi ÁSLANDSHVE RFI í Hafnarfirði ^gr skipulagt yfir skráðar fomleifar og hefur nokkrum þeirra verið eytt eða raskað við framkvæmdir á svæð- inu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður hefur skrifað bæjaryf- irvöldum bréf vegna þessa þar sem fram kemur að vegna samkeppni um skipulag í Áslandi hafi fornleifadeild Þjóðminjasafnsins gert skrár um fomleifar á svæðinu, m.a. um þær sem nú hafí verið spillt. Skipulagsyf- irvöldum í Hafnarfirði hafi vel mátt vera kunnugt bæði um fornminjam- ar og reglur sem um þær gilda en eitt af markmiðum fornleifaskrán- ingar sé að sporna gegn því að minj- ar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að þarna hefðu orðið mannleg mistök sem leitt hefðu til þess að fomleifarnar hefðu rask- ast við framkvæmdir. ■ Svæðið skipuiagt/14 Morgunblaðið/Porkell Bakkelsið fór sýnlega býsna vel í forystumenn bifreiðastjóra og atvinnurekenda í kaffíboði ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (t.v.), gæðir sér á kökusneið en Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, situr kampakátur honum við hlið. Lögbann á verkfallsaðgerðir Sleipnis gegn Hópbifreiðum og Hagvögnum Lítið þokaðist á óformleg- um sáttafundi í gærkvöldi LÍTIÐ þokaðist á óformlegum við- ræðufundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær, en þó var ákveðið að boða til formlegs viðræðufundar á morgun. Fjögur hópferðafyrirtæki hafa nú fengið samþykkt lögbann á verkfalls- aðgerðir Sleipnis og ein lögbannsað- gerð til viðbótar var lögð fram í gær. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi, að menn Dræm laxveiði í 1 • J Dyrj LAXVEIÐI hefur v( dræm það sem af er sui veiðitímabilið er nú nýh Frá mörgum ám b fregnir að veiðin hafi s aldrei verið jafnlítil. M( þó eftir að veiðin au un veraoar ;rið mjög nálgast þjóðhátíðardaginn, en þá nri en lax- er stórstreymt. afið. Stærsti lax sem veiðst hefur í erast þær sumar er 17 pund. Honum var jaldan eða landað við Laxá í Aðaldal. >rm vnnast. dst þegar ■ Með því / 13 hefðu komið saman til að ræða stöð- una, en mikið bæri á milli. Erfitt verkefni væri framundan, en það væri mat sitt að rétt hefði verið að boða tO formlegs sáttafundar í deil- unni. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði eftir fundinn í gær- kvöldi - eða kaffiboðið eins og hann kallaði hann - að ekki sæi fyrir end- ann á þessari deilu. Þó hefðu menn orðið ásáttir um að ræða máhn frek- ar á fimmtudag. Óskar sagði að verkafólk úr öðrum stéttarfélögum tæki þátt í því með vinnuveitendum að reyna að brjóta niður verkfall Sleipnis. Hann segist sakna stuðnings annarra verkalýðs- félaga. Flugleiðir sendu í gær frá sér til- kynningu þar sem fram kom að vegna hótana um aðgerðir verka- lýðsfélaga hefði fyrirtækið ákveðið að hætta akstri með farþega til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enn- fremur segir í tUkynningunni að Flugleiðir telji sig í fullum lagalegum rétti til að sinna akstrinum og að að- gerðir tU að stöðva hann séu ólögleg- ar. Þá segir að það að akstrinum sé hætt muni ekki raska rekstri félags- ins á KeflavUíurflugvelli, en fyrst og fremst muni þetta hafa í för með sér óþægindi fyrir þá farþega sem eigi erfitt um gang, svo og barnafólk, eldri borgara og fatlaða. í bréfi sem Sleipnismenn sendu öðrum verkalýðsfélögum í gær segir að deila félagsins og atvinnurekenda sé komin á alvarlegra stig en dæmi séu um í áratugi. Þar segir ennfrem- ur að atvinnurekendur hafi fundið nýtt vopn tU þess að brjóta á bak aft- ur lögmætar aðgerðir verkalýðsfé- laga i verkfalli og hafi fjögur fyrir- tæki fengið lögbann sett á fullkomlega lögmætar aðgerðir Sleipnis. „Þetta þýðir einfaldlega að öll vopn hafa verið slegið úr höndunum á verkalýðshreyfingunni og við blas- ii- gersamlega ný staða fyrir verka- lýðshreyfinguna í heild,“ segir í bréf- inu. Aðspurður hvort kjaradeilan væri komin á alvarlegra stig en dæmi væru um í áratugi sagðist Ari Edwald ekki finna þeim orðum stað. Atvinnurekendur vildu aðeins að far- ið væri eftir þeim lögum sem giltu um framkvæmd verkfalla. ■ Fleiri fyrirtæki / 6 700 námsmenn á skrá Atvinnumiðstöðvar stúdenta Heldur vandlátari á störf en verið hefur /■ ÞITT FE Maestro HVAR SEM ÞÚ ERT ÞRÁTT fyrir gott atvinnuástand eru enn um 700 námsmenn á skrá hjá At- vinnumiðstöð stúdenta. Að sögn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, rekstrarstjóra Atvinnumiðstöðvar- innar, skrá sig um 10 námsmenn á hverjum degi nú í júnímánuði, sem eru í leit að sumarstarfi. Eyrún sagði að þessar skráning- artölur væru svipaðar og á sama tíma á seinasta ári. I Ijósi atvinnu- ástandsins verði þó að telja að veru- legur fjöldi námsmanna sé enn að leita sér að sumarstarfi. Það sem af er sumri hafa Atvinnu- miðstöðinni borist beiðnir um 460 sumarstarfsmenn en alls hafa um 200 námsmenn verið ráðnfr í sumar- störf á vegum miðstöðvarinnar. Ey- rún sagði að eftirspurn atvinnurek- enda eftir sumarstarfsmönnum væri mjög svipuð og í fyrra. Umönnunarstörf óvinsæl Að sögn hennar virðast náms- menn ekki leita eins stíft eftir at- vinnu nú og á undanfömum árum. Hún sagði að námsmenn virtust vera nokkuð vandlátari á störf en verið hefði og því væri erfiðara að ráða í ákveðin störf. „Við verðum vör við að umönnun- arstörfin eru ekki vinsæl. Það hefur gengið illa að manna sambýli og elli- heimili en heldur betur að manna gai’ðyi-kjustörfin.“ Eyrún sagði að enn væru góðir möguleikar fyrir atvinnulausa náms- menn að fá sumarstörf því atvinnu- rekendur væru enn að leita eftir starfsfólki. „Það er ekki öll von úti,“ sagði hún.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.