Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 84

Morgunblaðið - 14.06.2000, Qupperneq 84
Heimavörn MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI1,103 REYKJAVÍK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF5691181, PÓSTHÓLF3040, ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 5691122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 14. JÚNÍ 2000 VERÐ í LAUSASÖLU 150 KR. MEÐ VSK. Banaslys á Akranesi í _ gærkvöldi BANASLYS varð seint í gærkvöldi á mótum Kirkjubrautar og Akurgerðis á Akranesi. Lögreglu barst tilkynning um at- burðinn klukkan 22.30 í gærkvöldi. Slysið varð með þeim hætti að bifhjól, sem var á leið vestur Kirkjubraut, lenti á bifreið sem ekið var af Akur- gerði inn á Kirkjubraut. Ökumaður bifhjólsins var látinn þegar lögregla kom á staðinn. Ökumaður bifreiðar- innar og farþegi sluppu ómeiddir. Að sögn Ólafs Haukssonar, sýslu- manns á Akranesi, er atburðarásin ekki að öllu ljós en lögreglan á Akra- nesi vinnur að rannsókn málsins. Ólafur segir staðinn þar sem slysið ~,:'*~!?arð vera varasaman, hús hggi þétt að götunni og því erfítt að sjá af Akur- gerði inn á Kirkjubraut. --------------- Hafnarfjörður Fornleifum eytt í Aslandi ÁSLANDSHVE RFI í Hafnarfirði ^gr skipulagt yfir skráðar fomleifar og hefur nokkrum þeirra verið eytt eða raskað við framkvæmdir á svæð- inu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður hefur skrifað bæjaryf- irvöldum bréf vegna þessa þar sem fram kemur að vegna samkeppni um skipulag í Áslandi hafi fornleifadeild Þjóðminjasafnsins gert skrár um fomleifar á svæðinu, m.a. um þær sem nú hafí verið spillt. Skipulagsyf- irvöldum í Hafnarfirði hafi vel mátt vera kunnugt bæði um fornminjam- ar og reglur sem um þær gilda en eitt af markmiðum fornleifaskrán- ingar sé að sporna gegn því að minj- ar verði fyrir skemmdum af gáleysi eða að nauðsynjalausu. Margrét Hallgrímsdóttir þjóð- minjavörður segir að þarna hefðu orðið mannleg mistök sem leitt hefðu til þess að fomleifarnar hefðu rask- ast við framkvæmdir. ■ Svæðið skipuiagt/14 Morgunblaðið/Porkell Bakkelsið fór sýnlega býsna vel í forystumenn bifreiðastjóra og atvinnurekenda í kaffíboði ríkissáttasemjara í gærkvöldi. Ari Edwald, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins (t.v.), gæðir sér á kökusneið en Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, situr kampakátur honum við hlið. Lögbann á verkfallsaðgerðir Sleipnis gegn Hópbifreiðum og Hagvögnum Lítið þokaðist á óformleg- um sáttafundi í gærkvöldi LÍTIÐ þokaðist á óformlegum við- ræðufundi Bifreiðastjórafélagsins Sleipnis og Samtaka atvinnulífsins í húsakynnum ríkissáttasemjara í gær, en þó var ákveðið að boða til formlegs viðræðufundar á morgun. Fjögur hópferðafyrirtæki hafa nú fengið samþykkt lögbann á verkfalls- aðgerðir Sleipnis og ein lögbannsað- gerð til viðbótar var lögð fram í gær. Ari Edwald, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, sagði við Morgunblaðið í gærkvöldi, að menn Dræm laxveiði í 1 • J Dyrj LAXVEIÐI hefur v( dræm það sem af er sui veiðitímabilið er nú nýh Frá mörgum ám b fregnir að veiðin hafi s aldrei verið jafnlítil. M( þó eftir að veiðin au un veraoar ;rið mjög nálgast þjóðhátíðardaginn, en þá nri en lax- er stórstreymt. afið. Stærsti lax sem veiðst hefur í erast þær sumar er 17 pund. Honum var jaldan eða landað við Laxá í Aðaldal. >rm vnnast. dst þegar ■ Með því / 13 hefðu komið saman til að ræða stöð- una, en mikið bæri á milli. Erfitt verkefni væri framundan, en það væri mat sitt að rétt hefði verið að boða tO formlegs sáttafundar í deil- unni. Óskar Stefánsson, formaður Sleipnis, sagði eftir fundinn í gær- kvöldi - eða kaffiboðið eins og hann kallaði hann - að ekki sæi fyrir end- ann á þessari deilu. Þó hefðu menn orðið ásáttir um að ræða máhn frek- ar á fimmtudag. Óskar sagði að verkafólk úr öðrum stéttarfélögum tæki þátt í því með vinnuveitendum að reyna að brjóta niður verkfall Sleipnis. Hann segist sakna stuðnings annarra verkalýðs- félaga. Flugleiðir sendu í gær frá sér til- kynningu þar sem fram kom að vegna hótana um aðgerðir verka- lýðsfélaga hefði fyrirtækið ákveðið að hætta akstri með farþega til og frá Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Enn- fremur segir í tUkynningunni að Flugleiðir telji sig í fullum lagalegum rétti til að sinna akstrinum og að að- gerðir tU að stöðva hann séu ólögleg- ar. Þá segir að það að akstrinum sé hætt muni ekki raska rekstri félags- ins á KeflavUíurflugvelli, en fyrst og fremst muni þetta hafa í för með sér óþægindi fyrir þá farþega sem eigi erfitt um gang, svo og barnafólk, eldri borgara og fatlaða. í bréfi sem Sleipnismenn sendu öðrum verkalýðsfélögum í gær segir að deila félagsins og atvinnurekenda sé komin á alvarlegra stig en dæmi séu um í áratugi. Þar segir ennfrem- ur að atvinnurekendur hafi fundið nýtt vopn tU þess að brjóta á bak aft- ur lögmætar aðgerðir verkalýðsfé- laga i verkfalli og hafi fjögur fyrir- tæki fengið lögbann sett á fullkomlega lögmætar aðgerðir Sleipnis. „Þetta þýðir einfaldlega að öll vopn hafa verið slegið úr höndunum á verkalýðshreyfingunni og við blas- ii- gersamlega ný staða fyrir verka- lýðshreyfinguna í heild,“ segir í bréf- inu. Aðspurður hvort kjaradeilan væri komin á alvarlegra stig en dæmi væru um í áratugi sagðist Ari Edwald ekki finna þeim orðum stað. Atvinnurekendur vildu aðeins að far- ið væri eftir þeim lögum sem giltu um framkvæmd verkfalla. ■ Fleiri fyrirtæki / 6 700 námsmenn á skrá Atvinnumiðstöðvar stúdenta Heldur vandlátari á störf en verið hefur /■ ÞITT FE Maestro HVAR SEM ÞÚ ERT ÞRÁTT fyrir gott atvinnuástand eru enn um 700 námsmenn á skrá hjá At- vinnumiðstöð stúdenta. Að sögn Eyrúnar Maríu Rúnarsdóttur, rekstrarstjóra Atvinnumiðstöðvar- innar, skrá sig um 10 námsmenn á hverjum degi nú í júnímánuði, sem eru í leit að sumarstarfi. Eyrún sagði að þessar skráning- artölur væru svipaðar og á sama tíma á seinasta ári. I Ijósi atvinnu- ástandsins verði þó að telja að veru- legur fjöldi námsmanna sé enn að leita sér að sumarstarfi. Það sem af er sumri hafa Atvinnu- miðstöðinni borist beiðnir um 460 sumarstarfsmenn en alls hafa um 200 námsmenn verið ráðnfr í sumar- störf á vegum miðstöðvarinnar. Ey- rún sagði að eftirspurn atvinnurek- enda eftir sumarstarfsmönnum væri mjög svipuð og í fyrra. Umönnunarstörf óvinsæl Að sögn hennar virðast náms- menn ekki leita eins stíft eftir at- vinnu nú og á undanfömum árum. Hún sagði að námsmenn virtust vera nokkuð vandlátari á störf en verið hefði og því væri erfiðara að ráða í ákveðin störf. „Við verðum vör við að umönnun- arstörfin eru ekki vinsæl. Það hefur gengið illa að manna sambýli og elli- heimili en heldur betur að manna gai’ðyi-kjustörfin.“ Eyrún sagði að enn væru góðir möguleikar fyrir atvinnulausa náms- menn að fá sumarstörf því atvinnu- rekendur væru enn að leita eftir starfsfólki. „Það er ekki öll von úti,“ sagði hún.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.