Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 2

Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 2
2 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Besta nálg- ast fremstu skúturnar SEGLSKÚTAN Besta hefur dregið á keppinauta sína í siglingakeppn- inni milli Paimpol og Reykjavíkur. Eins og greint var frá í Morgun- blaðinu í gær tók áhöfn Bestu það ráð að sigla mun vestar en keppi- nautamir og dróst þar af leiðandi aftur úr og var orðin næstsíðust um tíma. Samkvæmt upplýsingum á franskii heimasíðu keppninnar var Besta hins vegar komin upp í fjórða sæti í gærmorgun og stefndi á fullri ferð fram úr skútunum sem þá vom í öðm og þriðja sæti. Franska skútan Graviinga var enn í fyrsta sæti og stefnir því í bar- áttu Bestu og Graviinga um foryst- una, eins og í upphafí keppninnar. Staðan í gærmorgun. Siglinga- leið Bestu sést lengst til vinstri og leið frönsku skútunnar næst henni. Aðrar skútur sigla austar íþéttum hóp. Viðræður á bláþræði KJARADEILA Bifreiðastjórafé- lagsins Sleipnis og Samtaka at- vinnulífsins var á afar viðkvæmu stigi í gær að afloknum 17 klukku- stundalöngum fundi, sem stóð yfir frá kl. 9 á föstudagsmorgun til kl. 2 aðfaranótt laugardags. Boðað var til annars fundar kl. 14 í gær, laug- ardag. Samkvæmt heimildum Morgun- blaðsins eru viðræðurnar á bláþræði, en ríkissáttasemjari hef- ur farið þess á leit við deiluaðila að þeir greini ekki frá gangi við- ræðna. Enn ber mikið á milli og er það mat kunnugra að deilan fari í enn harðari hnút slitni upp úr við- ræðum að þessu sinni. Með Morgunblaðinu í dag er dreift blaði frá VISA, Visa-póstinum. Morgunblaðið/Golli Ráðherramir Sturla Böðvarsson og Charles J. Furey bragða á lambalæri úr trogi á Eiríksstöðum í gærmorgun. f hlutverki þjóna em Einar Mathiesen sveitarstjóri og Gunnar Björnsson veitingamaður. Upplifa víkingatímann Haukadal. Morgunblaðið. ÁHÖFN víkingaskipsins íslendings upplifði víkingatímann áður en skipið fór frá Búðardal í Vínlands- för sína í gær. Skipverjar borðuðu þjóðlegan íslenskan mat og kneif- uðu öl úr homum við langeld í til- gátubæ Eiríks rauða og Þjóðhildar á Eirxksstöðum í Haukadal, en þar er talið að Leifur heppni hafi fæðst. Viðstaddir vora Sturla Böðvars- son samgönguráðherra, Charles J. Furey, ferðamálaráðherra Ný- fundnalands, Bjarni Tryggvason geimfari og fleiri gestir. Þessi athöfn var hin fyrsta í ný- reistum skálanum, sem hannaður er út frá rannsóknum fornleifa- fræðinga á rústum Eiríksstaðabæj- arins. Áhöfn íslendings kom síðan ríð- andi að skipshlið í nýrri smábáta- höfn í Búðardal. Eftir athöfn þar leysti samgönguráðherra landfest- ar Islendings. Eftir að skipa stjórn Persónuverndar sem ekki hefur tekið til starfa Mjölverð á uppleið Veiði á kolmunna hefur þrefaldast KOLMUNNAAFLI er næni þrefalt meiri það sem af er þessu ári en á sama tíma í fyrra. Ætla má að útflutningsverð- mæti kolmunnaafurða það sem af er árinu nemi rúmum 600 milljónum króna. Hlé hefur ver- ið gert á veiðum þar sem skipin eru farin á síld- og loðnuveiðar. Markaðir fyrir mjöl og lýsi eru enn veikir og segir Teitur Stefánsson hjá Lýsi og mjöli að verðþróunin hafi alls ekki verið nægilega góð. „Verðþróunin hefur verið beint niður en þó eru nú einhver merki um að mjölmarkaðurinn sé eitthvað að jafna sig en því miður sjást eng- in batamerki á lýsinu." Verð hækkað um 1.700 krónur Samkvæmt vef Fjárfesting- arbanka atvinnulífsins hefur verð á „standard-mjöli“ hækk- að um 1.700 krónur tonnið frá því um mánaðamótin og er því á hægri uppleið en verð á tonninu er um 37.500 krónur. Lýsi hefur að mestu staðið í stað en verðið á lýsistonninu er um 18.600 krónur Um þetta leyti á síðasta ári var búið að landa 31 þúsund tonnum, en nú er aflinn um 80 þúsund tonn. Aukning á veiðun- um milli ára nemur því um 50 þúsund tonnum. Schengen-upplýsingakerfi meðal forgangsverkefna AÐ SÖGN Sigrúnar Jóhannesdótt- ur, framkvæmdastjóra Tölvunefnd- ar, bíða tvö stór verkefni afgreiðslu Persónuvemdar, en sú stofnun mun taka við verkefnum Tölvunefndar á þessu ári. Verkefnin eru að meta öryggiskröfur sem gerðar verða til upplýsingakerfis vegna Schengen- samstarfsins og að setja reglur um lífsýnasöfn. Þessi tvö verkefni myndu njóta forgangs hjá hinni nýju stofnun. ísland getur ekki gerst fullgildur aðili að Schengen- samstarfinu fyrr en landið er búið að setja upp upplýsingakerfi og sérfræðihópur á vegum Schengen er búinn að leggja mat á kerfið. Samkvæmt lögum frá Alþingi verður Tölvunefnd lögð niður og ný stofnun, Persónuvernd, tekur við verkefnum hennar. Ekki er búið að skipa nýju stofnuninni stjórn og hún er því ekki formlega tekin til starfa. Ákveðið var þegar lögin um Scheng- en-upplýsingakerfið vom samþykkt í vor að Persónuvernd en ekki Tölvunefnd myndi meta öryggis- kröfur upplýsingakerfisins. Gagna- safninu er ætlað að treysta eftirlit á ytri landamærum Schengen-svæð- isins og auka samvinnu lögreglu- yfirvalda ríkjanna til að koma í veg fyrir og uppræta brotastarfsemi. í öðrum Evrópulöndum hefur víða átt sér stað mikil umræða um þetta kerfi, en í gagnasafninu verð- ur að finna upplýsingar um afbrota- menn. Samkvæmt ákvæði Scheng- en-samningsins verða í upplýsingakerfinu skráðar upplýs- ingar um kenninafn og eiginnafn með vísun til hugsanlegrar sér- skráningar falskra nafna, sérstök varanleg líkamleg einkenni, fyrsti bókstafur annars eiginnafns, fæð- ingarstaður, fæðingardagur og -ár, kynferði, ríkisfang, hvort viðkom- andi er vopnaður, hvort viðkomandi er ofbeldishneigður, ástæða fyrir skráningu og aðgerðir sem farið er fram á. Aðrar upplýsingar verða ekki skráðar í upplýsingakerfið jafnvel þótt þær gætu komið að gagni við að ná því markmiði sem stefnt er að með skráningu í kerfið. Kostnaður við hönnun þessa upplýsingakerfis er áætlaður 244 milljónir króna. Inni í þeirri tölu er hönnun hugbún- aðar og kaup á tækjabúnaði. Sigrún sagði að það væri gríðar- mikið verkefni að fara yfir öryggis- kröfur vegna þessa upplýsingakerf- is og sama ætti raunar við um það verkefni að semja reglur um lífsfynasöfn. I vetur kom hingað sérfræðinga- hópur á vegum Schengen til að meta starf íslands við að ljúka afgreiðslu mála sem lúta að Schengen-sam- starfinu og eru á verksviði íslenskra stjórnvalda. Eitt af því sem hópurinn gagn- rýndi var að ekki væri búið að ljúka vinnu við gerð upplýsingakerfisins. Sambærilegar athugasemdir voru gerðar við stjórnvöld á öðrum Norð- urlöndum. Island er enn aðeins áheyrnarfulltrúi að Schengen-sam- starfinu þar sem ísland uppfyllir ekki lágmarkskröfur sem gerðar eru til þátttökuþjóðanna. Áfram mikil skjálftavirkni VIRKNI var áfram mikil á jarð- skjálftasvæðinu á Suðurlandi í fyrrinótt og segir Vigfús Eyjólfs- son jarðeðlisfræðingur að um 600 smáskjálftar hafi orðið frá mið- nætti á föstudag til hádegis í gær. Stærsti skjálftinn varð í Bláfjöllum um kl. 4:30 aðfaranótt laugardags, 2,5 á Richter.Virknin er stöðug, en hún hefur nokkuð færst úr Tung- unum vestur að Miðdalsfjalli. Kortið er fengið af vef Veður- stofunnar, http://www.vedur.is/ja/ skjalftar/svest.html, og uppfærist sjálfvirkt á hálftíma fresti. Dökk- rauðir punktar tákna nýjustu skjálftana og dökkbláir þá elstu. Elstu skjálftarnir urðu 48 tímum fyrir útgáfu kortsins um hádegi í gær. -225* -ZZ* -215* -21* -2DÆ* -20* -105* 644* 642* 64* 636* 636* -225* -22* 215* -21* -205* -20* -195* ísn, v. r"V ? ' •',<r O 10 20 % m . jþd > y 644 642 64* " ■*■' .............*»-.... 636 V*ðurstofa islands 2000-06-2413:46 :7llllir 0 4 8 121620» Aldur(klst) leae

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.