Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 25.06.2000, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FRETTIR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 11 V w w ý Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Dr. Ragnar Sigbjörnsson, prófessor og forstöðumaður Rannsóknarstofnunar Háskóla íslands í jarðskjálftafræðum. birtar í fjölmiðlum. Auk þess voru teknar saman það sem Ragnar kallar sértækar íeiðbeiningar. Þær leiðbeiningar hafi einkum verið nánari ábendingar til þess að auð- velda viðkomandi húseigendum framkvæmd úrbóta. „Allir þeir sem í úrtakinu voru fengu sendar sér- tækar leiðbeiningar, ásamt þeim al- mennu, en eins og gefur að skilja eru slíkar sértækar leiðbeiningar einkamál hvers og eins á sama hátt og sjúkraskrár lækna.“ Bendir hann á að það hafi síðan verið í valdi hvers og eins að fara eftir leiðbeiningunum. Ragnar segir að einnig hafi verið haldnir fundir með sveitarstjórnar- mönnum til þess að kynna þeim verkefnið og niðurstöður þess, en jafnframt hringt í þátttakendur og þeir beðnir um að skýra frá því hvort þeir hefðu farið eftir þeim leiðbeiningum sem þeim hafi verið gefnar. I ljós kom, segir Ragnar, að það höfðu flestir gert að öllu leyti eða að hluta. Þess ber að gera að SEISMIS- verkefninu var hrundið af stað að frumkvæði prófessors Þorsteins I. Sigfússonar hjá Háskóla íslands og heimamönnum í héraði. „Ber þar sérstaklega að nefna Friðjón Guð- röðarson sýslumann, fremstan meðal jafningja," segir Ragnar. Verkefnið var mótað í samráði við jarðvísindamenn, almannavarna- nefndir í héraði, Samtök sunn- lenskra sveitarfélaga, Verkfræði- stofu Suðurlands og Almannavamir ríksins, en fjármagnað að verulegu leyti af Viðlagatryggingu íslands og Rannsóknarráði Islands. Einnig var við verkefnið leitað fanga hjá erlendum sérfræðingum bæði í Japan og Bandaríkjunum. Voru niðurstöður þess kynntar á alþjóð- legri ráðstefnu í París 1998. Þátttakendur ánægðir með verkefnið Ragnar segir að nú þegar Suður- landsskjálftinn sé að ríða yfir sé ekki úr vegi að fylgja verkefninu eftir og kanna m.a. hvort fólk hafi farið eftir þeim ráðleggingum sem þeim hafi verið gefnar og meta hvort þær hefðu skilað árangri. Þá sé ástæða til að bera saman þá sem fóru eftir leiðbeiningum verkefnis- ins og þá sem ekki fóru eftir þeim. Telur Ragnar að með því að fara út í slíka rannsókn nú í kjölfar jarð- skjálftanna megi leggja mat á það hvað forvarnir á borð við þær sem verkefnið hafi lagt áherslu á geti haft mikinn sparnað og jafnvel fjár- hagslegan ávinning í för með sér. Þegar Ragnar er spurður um ástand húsa á svæðinu eftir jarð- skjálftana á Suðurlandi að undan- förnu kveðst hann þess fullviss að verr hefði farið hefði umrætt verk- efni um viðbúnað og vamir gegn jarðskjálftum ekki komið til. Segir hann í þessu sambandi að ýmsir þátttakendanna hefðu hringt til hans síðustu daga og þakkað þær ábendingar sem þeir hefðu fengið á sínum tíma. Dæmið um bakaraofn- inn sem fyrr var minnst á sé aðeins eitt af mörgum. Hann segir enn fremur að húsin á svæðinu hafi reyndar staðist ótrúlega vel þá áraun sem þau hefðu orðið fyrir í jarðskjálftunum og það sama mætti segja um brýr á svæðinu, svo sem Þjórsárbrú, en hún hefði ekki stað- ist álagið hefðu svokallaðar jarð- skjálftalegur ekki verið settar und- ir hana. Þær voru hannaðar af Einari Hafliðasyni hjá Vegagerð- inni og dr. Bjama Bessasyni hjá Rannsóknarmiðstöðinni. Ragnar tekur fram í umræðu um þetta efni að vafamál sé hvort rétt sé að gera við þau hús sem illa hafi farið út úr jarðskjálftanum, einkum þegar um er að ræða eldri hús byggð úr óbentri steinsteypu eða hlaðin. Minnir hann á í þessu sam- bandi að ævilengd húsa í „verk- fræðilegu hönnunarsamhengi,“ eins og hann orðar það, sé að jafnaði ekki nema rétt rúm fimmtíu ár. „Viðhald á gömlum húsum er dýrt og þegar við bætast skemmdir vegna jarðskjálftans er matsatriði hvort það borgi sig ekki að byggja nýtt í staðinn.“ Fylgir jarðskjálfti í kjölfarið á Norðurlandi ? Ragnar fjallar að síðustu í sam- tali við blaðamann um áhrif jarð- skjálftans á Suðurlandi á önnur jarðskjálftasvæði á landinu. „Sagan hefur kennt okkur að jarðskjálftar á Suðurlandi og jarðskjálftar á Norðurlandi fylgjast gjaman að. Flestum ef ekki öllum er nú kunn- ugt um jarðskjálftann á Suðurlandi árið 1912 en ekki svo margir muna eftir jarðskjálftanum 1910. Sá jarð- skjálfti átti upptök sín djúpt norður af Tjörnesi og er hann sá stærsti sem mælst hefur í kringum ís- land.“ Ragnar bendir á að meginjarð- skjálftasvæði á íslandi séu á Suðurlandsundirlendinu og undan strönd Norðurlands og segir að þegar orka leysist úr læðingi á öðr- um staðnum magni það orkuna á hinum. „Þegar aukin jarðskjálfta- virkni er hér fyrir sunnan gerist alla jafna eitthvað fyrir norðan. Kannski ekki alveg strax en að jafnaði áður en langt um líður.“ Ragnar vill með þessu ekki vekja ugg meðal Norðlendinga en telur þó ástæðu til að benda á þetta þannig að þeir hafi allan varan á og taki leiðbeiningar um varnir og við- búnað gegn jarðskjálftum ekki síð- ur til skoðunar en Sunnlendingar. Hluti þeirra leiðbeininga er birtur hér fyrir neðan á opnunni. festir í hlaðna milliveggi. Mælt er með að festa þá þannig að ekki sé hætta á að þeir falli niður. Til dæmis með því að festa þá upp í steinsteypt loft eða burðarsperrur í tréþaki. Oryggislæs- ingar (bamalæsingar) á skápum koma í veg fyrir að hlutir, svo sem glös og leirtau, falli niður á gólf. Hættuleg efni og þunga hluti skal ávallt setja í neðstu hillur á skápum með öryggislæsingum ef þörf krefur. Þvottavél og þurrkara ber að festa tryggilega. Þvottavél sem færist úr stað eða veltur getur rofið vatnslögn og valdið vatnsskaða. Vanda skal frágang festinga þar sem þurrkari stendur uppi á þvottavél. Baðherbergi Hætta í baðherbergi stafar einkum af glerbrotum. Speglar, glerhurðir á sturtuklefum, flöskur fyrir snyrtivör- ur og lyf geta brotnað. Æskilegt er að nota umbúðir úr plasti og „óbijótan- legt“ gler eftir því sem við verður komið. Komið snyrtivömm og meðulum í glerumbúðum þannig fyrir að þessir hlutir geti ekki dottið, t.d. í tryggilega festum skáp með öryggislæsingu (bamalæsingu). Stofa, borðstofa og sjónvarpsherbergi Hillur og skápa ber að festa tryggi- lega í burðarveggi. Munir í hillum skulu staðsettir þannig að þeir geti ekki fallið á þann sem situr nálægt þeim, t.d. fyrir framan sjónvarp. Setj- ið þunga hluti ávallt í neðstu hillumar. Æskilegt er að hurðir í skápum séu með öryggislæsingu (bamalæsingu), einkum ef glermunir eru geymdir í þeim. Stór málverk og myndir á veggjum ber að hengja á króka eða jámfestingar. Nauðsynlegt er að gæta að hvort festing í veggnum er næg og hvort vírinn eða þráðurinn í myndinni er nógu sterkur. Ganga skal þannig frá, til dæmis með öryggislykkju, að þráðurinn losni ekki af króknum eða myndin hristist ekki af festingunni. Ljósakrónur skal festa tryggilega og nota skal öryggislykkju til að vama því að þær geti losnað af krókn- um. Sjónvarpstæki og tölvur er æski- legt að festa sem og hljómflutnings- tæki en þau síðamefndu er æskilegt að hafa neðarlega í hillum. Gangar ogforstofur Tryggið að útgönguleiðir séu greið- ar. Forðist að setja hluti á ganga eða í forstofu þar sem þeir geta valdið slys- um eða lokað útgönguleiðum. Geymsla og bílskúr Hillur í geymslum skal festa þannig að þær velti ekki. Enn fremur skal ganga frá hlutum í geymslu þannig að Morgunblaðið/RAX Mikilvægt er að tryggja að útgönguleiðir í hiisum geti verið greiðar. þeir detti ekki og torveldi að nálgast búnað sem þarf að nota í kjölfar jarð- skjálfta. Ganga skal þannig frá hlutum í bíl- skúr að ekki sé hætta á að þeir detti á bíl sem er inni í bílskúmum. Ekki er ráðlegt að hengja hluti fyrir ofan bíl- inn. Skápa og hillur skal festa tryggi- lega og setja skal þunga hluti, hættu- leg efrd og málningu í neðstu hillumar. Notið öryggislæsingar (bamalæsingar) ef nauðsyn krefur. Mælt er með því að láta bfla að jafn- aði standa úti fremur en inni í bílskúr, einkum í þeim tilvikum þar sem bfl- skúrinn er ekki traustlega byggður. Enn fremur skal forðast að láta bfla standa nálægt húsi þar sem hætta er á að þeir geti skemmst vegna hmns. Viðbúnaður Mælt er með því að heimilisfólk kynni sér leiðbeiningar um viðbrögð í jarðskjálfta frá Almannavömum rfldsins, sem m.a. er að finna í síma- skránni. Þá er m.a. mælt með því að heimilisfólk sem hefur aldur til viti hvar aðalrofi fyrir rafmagn er stað- settur og viti hvar unnt er að loka fyr- ir kalda og heita vatnið inn í húsið. Auk þess er mælt með því að heimilis- fólk kynni sér hvert á að tilkynna um slys eða eldsvoða og kynni sér hvar næsta hjálparstöð er en á neyðartím- um eru það skólabyggingar á ömggu svæði.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.