Morgunblaðið - 25.06.2000, Page 14
14 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
ÍÞRÓTTIR
KR-ingar
eiga gctða
„ÉG tel að KR-ingar eigi góða möguleika að hafa betur gegn Bir-
kikara í Evrópukeppninni, en til þess þurfa þeir bæði að leika fast
og vera sókndjarfir. Það er talsverður munur á knattspyrnunni á
Möltu og á íslandi. Hér eru knattspyrnumenn líkamlega sterkari
en á Möltu eru menn með meiri boltatækni," sagði Velemir Sarg-
ic frá Júgóslavíu og knattspyrnuþjálfari í Keflavík um möguleika
vesturbæjarliðs KR í Evrópukeppninni.
Velemir þjálfaði yngri flokkana í
Keflavík í nokkur ár en fór þá
til Möltu þar sem hann var lands-
liðsþjálfari ung-
mennalandsliða í tvö
Björn og hálft ár og þekkir
Blöndal því vel til þar á bæ.
Hann er nú kominn
aftur til Keflavíkur og tekinn við
fyrra starfi.
Velemir sagði að Birkikara væri
bæði öflugasta og ríkasta félagslið-
ið á Möltu um þessar mundir og
væri yfirburðalið. Liðið hefði tekið
þátt í Toto-keppninni undanfarin
þrjú ár en aldrei komist áfram.
Birkikara hefði styrkt lið sitt veru-
lega fyrir keppnina nú og væri
helmingur leikmanna erlendur.
Hann sagði að styrkur liðsins fæl-
ist í sterkum miðvallarleikmönnum
og góðum framherjum. Þar af væri
leikmaður frá Nígeríu sem nú væri
kominn með ríkisborgararétt á
Möltu. Markmaðurinn sem væri frá
Júgóslavíu væri einnig mjög góður.
Veiki hlekkurinn væri vörnin.
„Þeir leika ýmist með einn eða
tvo menn í sókn og eru mjög góðir í
skyndisóknum. Á þessu þurfa KR-
ingar að gæta sín. Heimavöllurinn
þeirra gæti orðið KR-ingum erfið-
ur vegna veðráttunnar og sterkum
stuðningsmannahópi sem styður
sína menn af miklu afli. Það er mik-
ill hiti á Möltu ojg hitastigið trúlega
um 30 gráður. Eg ráðlegg KR-ing-
um líka að velja sér hótel með loft-
kælingu þegar þeir fara til Möltu,“
sagði Velemir Sargic ennfremur.
Morgunblaðið/Bjöm Blöndal
Velemir Sargic frá Júgóslavíu og knattspyrnuþjálfari í Kef lavík þekkir vel til á Möltu þar sem hann
þjálfaði 12 og Vz ár áður en hann kom hingað til lands að nýju I febrúar.
Oft er fjör í Eyjum
Stórleikur 8. umferðar íslands-
mótsins verður háður í Vest-
mannaeyjum í dag kl. 14, en þá
koma íslands- og bikarmeistarar
KR þangað í heimsókn. Annað
kvöld, mánudag, verða þrír leikir
leiknir. Þá eigast við Keflavík - ÍA,
Fylkir - Grindavík og Stjarnan -
Breiðablik.
Hásteinsvöllur, 8. umferð, sunnu-
daginn 25. júní kl. 14.
Dómari: Gylfi Þór Orrason.
Aðstoðardómarar: Haukur Ingi
Jónsson og Magnús Þórisson.
ÍBV: Færeyski sóknarmaðurinn
Allan Mörköre er meiddur og óvíst
hvort hann verði búinn að ná sér
þegar leikurinn hefst annað kvöld.
KR: Allir Vesturbæingar tilbúnir í
Eyjaferð.
Fyrri leikir: Eyjamenn og KR-
ingar hafa leikið 56 leiki frá því þeir
mættust á fyrsta íslandsmótinu árið
1912. KR hefur unnið 28 leiki, ÍBV
16 en 12 háfa endað með jafntefli.
KR hefur skorað 107 mörk en ÍBV
73.
■ ÍBV vann KR í fyrsta skipti árið
1971 eftir að hafa tapað 10 sinnum og
gert 2 jafntefli í 12 fyrstu viðureign-
unum.
■ ÍBV hefur unnið fjóra af síðustu
fimm deildaleikjum liðanna en KR
vann þann síðasta, 3:0, á KR-vellin-
um í fyrra þar sem úrslitin réðust
nánast á íslandsmótinu.
■ Aðeins tvö jafntefli hafa litið
dagsins ljós í síðustu 18 viðureignum
liðanna í efstu deild.
Fylkir -
Fylkisvöllur, 8. umferð, mánudaginn
26. júní kl. 20.
Dómari: Pjetur Sigurðsson.
Aðstoðardómarar: Erlendur Eir-
íksson og Guðmundur Jónsson.
Fylkir: Sævar Þór Gíslason laus
úr leikbanni og allir leikmenn heilir.
Grindavík: Sinisa Kekic laus úr
leikbanni. Zoran Djuric er eitthvað
meiddur en búist er við að hann verði
tilbúinn á mánudaginn eins og aðrir
leikmenn Grindvíkinga.
Fyrri leikir: Fylkir og Grindavík
hafa aðeins einu sinni áður verið
samtímis í efstu deild, árið 1996.
Grindavík vann þá í Árbænum, 2:1,
en Fylkir vann síðan í Grindavík, 4:2.
■ Sinisa Kekic, sem á markamet
Grindvíkinga í efstu deild, skoraði
sitt fyrsta mark fyrir félagið gegn
Fylki í Árbænum, í sínum íyrsta leik
með Grindavík.
■ Kristinn Tómasson skoraði
þrennu fyrir Fylki í síðari leik lið-
anna í Grindavík 1996.
Keflavík -
Keflavíkurvöllur, 8. umferð, mánu-
daginn 26. júní kl. 20.
Dómari: Egill Már Markússon.
Aðstoðardómarar: Garðar Öm
Hinriksson og Einar Sigurðsson.
Keflavík: Kristján Brooks er
búinn að ná sér eftir meiðsli og verð-
ur með sem og aðrir leikmenn.
ÍA: Uni Arge laus úr leikbanni og
allir heilir nema Sigurður Jónsson á
við smávægilega tognun í læri að
stríða.
Fyrri leikir: IA hefur unnið 40 af
69 viðureignum liðanna í efstu deild.
Keflavík hefur unnið 19 og 10 hafa
endað með jafntefli. IA hefur skorað
146 mörk en Keflavík 84.
■ Skagamenn hafa aðeins tapað
tvívegis í 14 heimsóknum til Kefla-
víkur frá 1983. Keflavík vann í fyrra,
2:0, og 2:1 árið 1994.
■ Skagamenn eiga líka ljúfar
minningar frá fyrri tíð í Keflavík því
þar tryggðu þeir sér íslandsmeist-
aratitilinn með 2:1 sigri undir lok
tímabilsins 1970.
Stjarnan -
hhéíé iða
Stjörnuvöllur, 8. umferð, mánudag-
inn 26. júní kl. 20.
Dómari: Ólafur Ragnarsson.
Aðstoðardómarar: Einar Örn
Daníelsson og Eyjólfur M. Kristins-
son.
Stjarnan: Vladimir Sandulovic og
Goran Kristófer Micic þjálfari í
banni. Allir aðrir tilbúnir í þennan
mikilvæga leik.
Breiðablik: Marel Baldvinsson og
Andri Marteinsson eru meiddir og
Salih Heimir Porca er tæpur en
verður líklega tilbúinn í leikinn.
Fyrri leikir: Breiðablik hefur unn-
ið 3 af 6 leikjum liðanna í efstu deild,
Stjaman tvo og einn hefur endað
með jafntefli. Breiðablik hefur skor-
að 11 mörk en Stjaman 8.
■ Breiðablik hefur ekki tapað í
Garðabæ í efstu deild, unnið tvisvar
og síðast, árið 1996, gerðu liðin jafn-
tefli, 3:3.
Teitur vill
breytingar
hjá Norð-
mönnum
SLAKUR sóknarleikur norska
landsliðsins á EM f knatt-
spyrnu er vinsælt umræðuefni
í norskum fjölmiðlum þessa
dagana. Teitur Þórðarson
þjálfari Brann hefur ákveðnar
skoðanir í þeim efnum.
Varnarleikur liðsins er
mjög góður og við getum ekki
horft fram hjá því. En það er
virkilega kominn tími til að
huga að sóknarleiknum. Það
verður að gefa einstökum
leikmönnum tækifæri til að
nota þá hæfileika sem þeir
búa yfir. Að mfnu mati ætti
að ieggja meiri áherslu á að
halda boltanum innan liðsins
og setja í gang hraðar sóknir
þegar tækifæri gefast." Þetta
sagði íslenski þjálfarinn í við-
tali við netmiðil Verdens
Gang. Teitur bætti því við að
norska liðið sé svarti sauður-
inn á EM og önnur lið í úr-
slitakeppninni hafi lagt
áhersiu á að leika sóknarleik
sem skemmti áhorfendum.
„Noregur hefur ekki tekið
þátt í þeirri veislu sem önnur
lið hafa boðið upp á hvað
varðar sóknarleik. Það virðist
sem leikstíll iiðsins sé á góðri
leið með að eyðileggja þá
ímynd og stöðu sem norska
knattspyrnan hefur skapað
sér síðastliðinn áratug.“
Norski þjálfarinn Áge Har-
eide, sem þjálfaði meistaralið
Helsingborgar í Svíþjóð og er
nú við stjórnvölin hjá danska
liðinu Bröndby, segir: „Það er
eins og við Norðmenn trúum
því að Drilio liafi fundið upp
knattspyrnuna á sfnum tíma.
Eftir að Egil „Drillo“ Olsen
kom Noregi á knattspymu-
kortið höfum við ekki gert
mikið til að þróa leikstíl okk-
ar. Eg er ekki stuðningsmað-
ur langspyrnustflsins og það
er hægt að ná árangri með
öðrum Ieikaðferðum.“ Fleiri
norskir þjálfarar taka í sama
streng og þeir Teitur og Har-
eide. Það er því ljóst að erfið
verkefni bíða Iandsliðs-
þjálfarans Nils Johan Semb.