Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ LISTIR SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 2) Jubilate syngur kveðju frá Helsinki FINNSKI kammerkórinn Jubilate heldur tónleika í Hallgrímskirkju í kvöld, sunnudagskvöld, kl. 20 og í Reykholtskirkju á morgun, mánu- dagskvöld, kl. 21. í kórnum eru u.þ.b. 40 söngvarar undir stjórn Astrid Riska sem stofnaði kórinn fyrir 31 ári. Hann hefur frá byrjun teldð virk- an þátt í finnsku tónlistarlífi. A efnis- skrá kórsins má finna allt frá gregor- íönskum kirkjusöng til núk- tímatónlistar, en sérstök áhersla er þó lögð á finnska og norræna tónlist. Kórinn hefur verið í samvinnu við ýmsar finnskar hljómsveitir, þar á meðal Sinfóníuhljómsveit finnska út- varpsins, Fflharmóníusveit Helsinki- borgar og kammersveitina Avanti. Af erlendum hljómsveitum má nefna Sinfóníuhljómsveit Jerúsalems og Sinfóníuhljómsveit pólska útvarpsins. Þannig hefur kórinn fengið tækifæri til að vinna með stjórnendum á borð við Gary Bertini, Jean Pierre Wallez, John Alldis, Eliahu Inbal, Gennadij Rozdestvenskij, Jukka-Pekka Sar- aste og Esa-Pekka Salonen. Kórinn hefur hlotið ýmis verðlaun, Finnski kammerkórinn Jubilate bæði á finnskum og alþjóðlegum kóramótum, þ.á m. fyrstu verðlaun í hópi kammerkóra á kóramóti EBU 1990 „Let the people sing“. Þar hlaut kórinn einnig verðlaunin „The Silver Rose Bowl“. Kórinn hefur nýlega lok- ið upptökum á verki Jean Sibelius fyrir blandaðan kór a eappella (BIS). Jubilate hefur gefið út 14 plötur alls. Astrid Riska, stjórnandi kórsins, hlaut Astrid Riska-tónlistarverðlaun Fazers árið 1989 og 1995 hlaut hún aðalverðlaun sænska menningar- sjóðsins í Finnlandi fyrir störf sín í þágu tónlistarkennslu. Vorið 1997 var Astrid Riska kjörin kórstjómandi ár- sins í Finnlandi. Með tónleikaferð sinni til Reykja- víkur og Bergen flytur Jubilatekór- inn kveðjur menningarborgarinnar Helsinki. Morgunblaðið/Ingimundur Björk Jóhannsdóttir fyrir fram- an verk sín á sýningunni Himinn og jörð í Safnahúsinu. Himinn ogjörðí Safnahúsinu Borgames. Morgunblaðið. í SAFNAHÚSINU í Borgarnesi stendur nú yfir myndlistarsýning Bjarkar Jóhannsdóttur sem hún nefnir Himinn og jörð. Þar sýnir hún fjörutiu vatnslitamyndir. I myndröðinni Himinn og jörð segir í sýningarskrá að hún hafi tvöfalt gildi. Annars vegar á hún að minna okkur á að án himinsins og jarðarinnar værum við ekki til. Án föður og móður er ekkert barn. Hins vegar eru á myndunum text- ar til þakklætis þeim tveim sem við eigum allt okkar undir; föður og móður, himni og jörðu. Einn myndatextinn hljómar þannig: Og vindarnir björtu strjúka mjúklega lautir og dældir, vegna gleði sinn- ar lýsa þeir allt upp. Allt lifnar og ég finn dásamlega gleði streyma um allt. Og vindurinn hvíslar að mér kveðju sinni, Góði Guð. Og ég gleðst vegna vissunnar um tilvist þína, gæskuríki faðir minn. Myndröðin Athafnalausir englar á að minna okkur á hlutverk engl- anna, segir í sýningarskrá. Þeir eru sendiboðar Guðs og hafa það hlutverk að hlusta á óskir okkar og bænir. Við höfum fjarlægst Guð svo mikið að við gleymum oft til- vist englanna. Því eru þeir aðgerð- arlausir á meðal okkar. Björk Jóhannsdóttir stundaði nám við kennaradeild Myndlista- og handiðaskóla Islands. Þetta er fyrsta einkasýning hennar. Allar myndirnar á sýningunni eru til sölu. Sýningin stendur til 30. júní nk. -------------- ;aooo Sunnudagur 25. júní Leiklistarhátíð Bandalags ís- lenskra leikfélaga á Akureyri Kl. 10: Afrakstur úr leiksmiðjum á götum úti. Kl. 13:15: Gagnrýni á sýn- ingar laugardagsins. Kl. 14: Skaga- leikflokkurinn, Akranesi sýnir Lifðu - Yfir dauðans haf. Kl. 16: Litli leikk- lúbburinn, Isafirði sýnir Fuglinn í fjörunni. Kl. 20: Lokahóf og verð- launaafhendingar í KA heimilinu. Hátíðarklúbbur opinn um kvöldið í veitingahúsinu Við Pollinn. Upplýs- ingar í Kompaníinu, s. 462 2710. Miðaverð á einstakar sýningar 900 kr., passi á allar sýningar 5.000 kr. ...~ í* . . • Langbylgjan er Ríkisútvarpið gegnir lykilhlutverki í almannavarna- kerfi landsins. Langbylgjusendingar Ríkisútvarpsins nást um allt land og langt á haf út. Athugið hvort útvarpið ykkar er með langbylgju- móttöku og hyggilegt er að eiga útvarp með nýjum rafhlöðum ef rafmagn fer af. Ef FM sendingar falla niður, stillið þá útvarpið á langbylgju sem merkt er LW eða AM á tíðnum 189 kHz eða 207 kHz. þ/óðareign íþína þágu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.