Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 26
26 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
Samtals 89 öldrunarstofnanir á landinu öllu bjóða upp á dvalarog/eða hjúkrunarrými fyriraldraða
en afþessum stofnunum eru sautján ÍReykjavík, tólfá Reykjanesi, þrettán á Suðurlandi ogað
jafnaði um tíu í hverju hinna kjördæmanna fimmM Rekstur dvalar- og hjukrunarheimila er í hönd-
um sveitarfélaga, félagasamtaka eða annarra einkaaðila en fjármögnun þjónustunnar hefur að
mestu leyti verið í höndum ríkisins og þeirra sem þjónustunnar njóta. Ríkið greiðir sinn hlut af
rekstrarkostnaði stofnananna með daggjöldum annars vegaren með föstum fjárlögum hins vegar.
þeim eigi að „skammta" daggjöld.
Bendir Júlíus á að rekstrarkostnaður
Grundar sé verulega umfram tekjur
og það þrátt fyrir ítrustu ráðdeild í
rekstri.
I gerðardóm voru skipaðir af
Hæstaréttir þeir Magnús Thorodd-
sen hæstaréttarlögmaður og Lárus
Eh'asson verkfræðingur en af Grund
var skipaður Halldór Steingrímsson
viðskiptafræðingur. Að sögn Magn-
úsar Thoroddsens er ekki gert ráð
fyrir því að niðurstöður dómsins Uggi
fyrir fyrr en í haust en í samtali
Morgunblaðsins við Guðríði Þor-
steinsdóttur, skrifstofustjóra í heil-
brigðisráðuneytinu, í vor er ljóst að
það muni hafa fordæmisgildi fyrir
aðrar daggjaldastofnanir staðfesti
dómstólar niðurstöðu gerðardóms
hver svo sem sú niðurstaða verður.
„Níu prósent halli á rekstri
hjúkrunarheimila“
Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytis-
stjóri í heilbrigðis-og tryggingamála-
ráðuneytinu, segir um hærri dag-
gjaldagreiðslu til Sóltúns miðað við
auglýsingu ráðuneytisins um dag-
gjaldagreiðslur til sjúkrahúsa að gert
sé ráð fyrir því að hjúkrunarþyngdin
á Sóltúni verði nokkuð meiri en hjá
þeim hjúkrunarheimilum sem nú hafa
mestu hjúkrunarþyngdina sam-
kvæmt RAI-mælingu. Bendir hann á
til útskýringar að hjúkrunarheimihð
Sólvangur í Hafnarfirði hafi mestu
hjúkrunarþyngdina samkvæmt RAI-
mælingu sem fram fór árið 1998, eða
stuðulinn 1,07, en reiknað sé með því
að hjúkrunarþyngdin í Sóltúni verði
nær 1,20. Þessi mikla hjúkrunar-
þyngd heimilisins sé í samræmi við
það markmið að Sóltún taki við vist-
mönnum frá öldrunarsjúkrahúsum
Reykjavíkur, þeim einstaklingum
sem þarfnast hvað mestrar hjúkrun-
ar. „Það má því segja að Sóltúnsheim-
ihð verði millistig milli sjúkrahúss og
hjúkrunarheimilis en það gleymist oft
í umræðunni," segir hann.
Kveður hann stigsmun vera á því
hvort hjúkrunarstofnanir taki inn
vistmenn frá einkaheimilum, dvalar-
heimilum og öldrunarsjúkrahúsum
eða aðeins frá öldrunarsjúkrahúsum.
„Þær stofnanir sem einungis taka inn
vistmenn frá öldrunarsjúkrahúsum
hljóta að vera með veikustu einstakl-
ingana,“ útskýrir Davíð.
Þetta sjónarmið var ítrekað af heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra,
Ingibjörgu Pálmadóttur, í utandag-
skrárumræðu þeirri á Alþingi, sem
áður var vitnað til og fram fór í maí sl.
Benti ráðherra þar m.a. á að tilgang-
ur Sóltúnssamningsins væri að mæta
brýnni þörf fyrir mjög veika aldraða
einstaklinga á Reykjavíkursvæðinu
sem nú lægju inni á sjúkrahúsum þar
sem kostnaður á rúm væri langtum
hærri en verður á Sóltúnsheimilinu.
„Rekstrarkostnaður á legudag er um
tuttugu þúsund krónur á bráðadeild
en hann er um 16.500 kr. á öldrunar-
lækningadeild og verður um tólf þús-
und krónur í Sóltúni. Með einkafram-
kvæmd teljum við okkur því hafa náð
góðum samningum á grundvelh
strangra, faglegra skilyrða," sagði
ráðherra.
Þegar Davíð var í samtali við
Morgunblaðið spurður að því hvers
vegna ekki hafi verið miðað við að
Sóltún fengi daggjaldargreiðsluna
10.250 í stað 11.880 þar sem kveðið sé
á um í auglýsingu um daggjöld
sjúkrastofnana að þær stofnanir sem
hafi hjúkrunarþyngdina 1,05 og yfir
fái fyrri upphæðina, segir hann að
auglýsingin um daggjöld hafi verið
birt áður en samningamir við Sóltún
hafi verið gerðir og að í henni hafi ver-
ið gert ráð fyrir að hjúkrunarþyngd
heimilanna færi ekki mikið yfir 1,05.
„Þegar auglýsingin um daggjöldin
var sett var ekkert hjúkrunarheimih
með meiri hjúkrunarþyngd en 1,07 og
þar að auki var ekkert heimilanna til-
búið til að taka eingöngu við vist-
mönnum beint af heilbrigðisstofnun-
um á borð við öldrunarsjúkrahúsum,"
segir Davíð og bætir við aðspurður að
hugsanlega verði gert ráð fyrir hærri
þyngdarstuðh og þar með hærri dag-
gjöldum næst þegar auglýsing um
daggjöld sjúkrastofnana verður birt.
„En það fer auðvitað eftir því hversu
veikir einstaklingar verða vistaðir á
viðkomandi stofnunum." Þegar Davíð
er í framhaldinu inntur eftir því hvort
daggjöld til Sóltúns komi ekki til með
að verða lægri verði hjúkrunarþyngd-
in á heimilinu mun minni, af einhveij-
um ástæðum en 1,2, segir hann svo
vera og það sama gildi reyndar um
önnur hjúkrunarheimili. Það er að
segja komi hjúkrunarþyngd heimil-
anna til með að breytast hljóti gjaldið
að breytast í samræmi við það.
Þetta kom einnig fram í ræðu heil-
brigðis- og tryggingamálaráðherra í
fyrrgreindri utandagskrárumræðu á
Alþingi. Þar sagði hún að daggjöld á
hjúkrunar- og dvalarheimilum hefðu
frá áramótum verið ákvörðuð á
grundvelli RAI-mats og því væru
daggjöld ekki lengur ákvörðuð á
„grundvelli tilfinninga fyrir hjúkrun-
arþyngd sjúklinga,“ eins og hún orð-
aði það. Benti hún jafnframt á að
stofnanimar sjálfar mætu vistmenn-
ina á grundvelli RAI-matsins undir
eftirliti RAI-matsnefndar sem starf-
aði á vegum heilbrigðis- og trygg-
ingamálaráðuneytisins. „Ef forsvars-
menn stofnana koma nú og telja sig
vera með þyngri sjúklinga en RAI-
matið segir til um og að þeir séu þess
vegna með of lág daggjöld þá er eitt-
hvað að matinu sem þeir gera eða þá
að þörf vistmanna fyrir þjónustu hef-
ur breyst og aukist.“
Miklar vonir bundnar
við RAI-mælingamar
Eins og fram kom í byijun þessai’-
ar greinar fær Sóltún ekki aðeins það
sem kallað er daggjald heldur líka
gjald fyrir húsnæði á hvem legudag.
Þessi húsnæðisgreiðsla hefur einnig
sætt mildlli gagnrýni og hafa
forsvarsmenn Grandai- m.a. bent á að
þeir hafi aldrei fengið neina auka-
greiðslu sem þessa fyrir húsnæði. Um
þetta segir Davíð m.a. að húsnæðis-
gjaldið til Sóltúns sé hugsað sem leiga
fyrir húsnæðið og að sú leiga sé ódýr
miðað við það ef ríkið hefði byggt upp
húsnæðið sjálft. Bendir hann á í þessu
sambandi að önnur heimili hafi í raun
fengið slík gjöld frá opinberum
aðilum en með öðram hætti. Til að
mynda hafi sveitarfélögin og Fram-
kvæmdasjóður aldraðra yfirleitt lagt
þeim til fé til uppbyggingar og við-
halds húsnæðis. „Það má þó auðvitað
ekki gleyma því að ýmis félagasamtök
og einstaklingar hafa með fijálsum
framlögum og ýmiss konar tekjuöfl-
un, dugnaði og útsjónarsemi byggt
upp öfluga og góða þjónustu. Ríkið
getur þó ekki ætlast til að með þess-
um hætti sé hægt að standa undir
stóram hluta þjónustunnar við j
aldraða.“ /
Davíð ítrekar sömuleiðis að í Sól-
túnssamningnum sé kveðið á um að
verksali, þ.e. Öldnm hf, sé, skuld-
bundinn til að sækja ekki um framlög
úr Framkvæmdasjóði aldi'aðra eða
þeim sjóðum sem kynnu að taka við
hlutverki hans vegna framkvæmda
við byggingu sem viðkemur samning-
num.
Davíð tekur fram, eins og reyndar
fleiii viðmælendur blaðamanns, að
þegar verið sé að taka upp nýtt kerfi, í
þessu tilfelli útboð hjúkrunarrýma og
notkun RAI-mælingar við mat á
daggjaldargreiðslum, eigi að sjálf-
sögðu sér stað einhver umræða sem
leiðir vonandi til þess, ásamt frekari
faglegri þróun kerfisins, að ýmsir
agnúar sníðist af; kerfið verði betra
með tilliti til markmiðsins.
„Það er reyndar fróðlegt að fylgj-
ast með að þetta [að þeir veikustu hafi
forgang inn á hjúkranarheimilin]
skuli nú vera íjárhagslega eftirsókn-
arvert fyrir hjúkrunarstofnanir," seg-
ir Davíð og bætir við að markmiðinu
sé náttúralega náð sé það tryggt að
þeir sem veikastir séu hafi forgang
fram yfir hina.
Greinilegt er í samtölum við þá sem
til þekkja að miklar vonir era bundn-
ar við að RAI-mælingakerfið verði til
þess að daggjöld ríldsins til
hjúkrunarheimila verði meira í sam-
ræmi við raunveralegan kostnað
þeirrar þjónustu sem þar er veitt en
einnig til þess að hvetja slíkar stofn-
anfr til að taka þá aldraða inn sem era
í brýnustu þörf fyrir hjúkranarrými.
Formaður RAI-matsnefndarinnar,
Hrafn Pálsson, bendir þó á að það
taki ár og daga að fínpússa RAI-mat-
ið þannig að það nái tilgangi sínum og
í sama streng tekur Anna Bima Jens-
dóttir, hjúkranarframkvæmdastjóri
og einn fulltrúa í RAI-matsnefndinni.
Hún segir að með því að miða
daggjaldagreiðslur við RAI-matið sé
verið að reyna að láta fjármagnið
fylgja þörfum sjúklinganna en auðvit-
að verði menn hræddir þegar verið sé
að taka upp nýtt keríi ekki síst þegar
það snýst um peninga. í fyrrgreind-
um drögum að skýrslu um öldranar-
þjónustu er fullyrt að með greiðslu
daggjalda samkvæmt RAI-mæling-
um sé orðið sýnilegra fyrir hvaða S
þjónustu sé verið að greiða og að
daggjaldagreiðslur séu í auknu sam-
ræmi við raunveralegan kostnað.
„Þetta er mikilvægur þáttur í því að
móta skýrari stefnu um þá stofnana-
þjónustu sem ríkið greiðir fyrir. I því
skyni er einnig nauðsynlegt að skil-
greina betur hvaða þjónustu skuli
veita í dvalarrými annars vegar og þá
sérstaklega í hjúkranarrými hins ;
vegar og þar geta RAI-mælingamar
einnig komið að gagni. Loks má geta
að RAI-mælingarnar gera kleift að
sinna eftirliti með þjónustu stofnana
og veita þannig nauðsynlegt aðhald til
að tryggja gæði hennar,“ segir í drög-
um að skýrslunni.
Sigurður Helgi Guðmundsson,
prestur og forstjóri hjúkranarheimil-
anna Skjóls og Eirar, hefur þó orðið
til þess að gagnrýna það að RAI-mat-
ið taki ekki tillit til þeirrar þjónustu
sem veita þurfi þeim sem búi við
skerta heilastarfsemi. í grein sinni í
Morgunblaðinu í maí sl. segir hann
m.a. að það hjúkranarmat sem ekki
taki tillit til sérstöðu þeirra sem búa
við minnistap og aðra skerðingu af
álíka toga sé ekki fært um að vera
grandvöllur greiðslumats þótt það sé
vel úr garði gert að öðra leyti. Að-
spurð kveðst Anna Bfrna taka undir
þá gagnrýni að RAI-þyngdarstuðull
einstaklinga með langt gengna heila-
bilun mælist of lágur miðað við fjölda
þess hjúkranarfólks sem nauðsynleg-
ur er til að mæta þörfum þeirra.
„Eg tek undir þessa gagnrýni
hans,“ segir Anna Birna. „Ut frá al-
þjóðlegri reynslu og þeirri reynslu
sem við höfum á öldrunarþjónustunni
á Landakoti er alveg ljóst að einstak-
lingar með skerta vitræna getu þurfa
ekki færri hjúkrunarklukkustundir
[þ.e. minni umönnun á hveija klukku-
stund] á sólarhring en mjög líkam-
lega fjölfatlaðir sjúklingar." Anna
Bima segir að það sé þekkt vandamál
að RAI- mælitækið sem og önnur
hjúkranarþyngdarmælitæki svo sem
Rush Medicus hafi átt erfitt með að
ná utan um þá sértæku þjónustu sem
minnissjúkir þurfi á að halda. Þeir séu
með öðram orðum háðir stöðugum
stuðningi við athafnir daglegs lífs sem
erfítt sé að mæla. „Það þarf að finna
lausn á þessum vanda þegar metnar
eru greiðslur til öldrunarstofnana og
er það meðal annars gert í nýgerðum
samningi um „Hjúkranar-
heimili-einkaframkvæmd," segir hún
og á þar við Sóltúnssamninginn. „I
samningnum var tekið tillit til sér-
þarfa aldraðra með minnissjúkdóma
og út frá því ákvörðuð meðaltalsút-
koma RAI-þyngdarstuðuls fyrir hlut-
aðeigandi heimili. Breytileiki í
greiðslum til hjúkranarinnar tekur
síðan mið af breytingum á hjúkranar-
þörfum þeirra einstaklinga sem búa á
heimilinu hverju sinni. Slíkt kerfi get-
ur ekki annað en verið jákvæð þróun
og ákveðin fyrirmynd af þjónustu- !
samningum rikis við sjálfseignar-
stofnanir, og mun það án efa koma
öðrum sambærilegum stofnunum til
góða. Þannig á það ekki að vaxa öld-
ranarstofnunum í augum að taka inn
þá sem í mestri þörf era,“ segir Anna
Bima að síðustu.
íauknum mœli stuðst við RAI-mœlingu
I AUKNUM maeli er farið að styðjast við
hið svokallaða RAI-mælitæki til þess að
meta hjúkrunarþyngd stofnana, bæði hér
á landi sem og erlendis, en RAI er
skammstöfun á hugtakinu Resident Ass-
essment Instrument. Á íslensku hefur það
hlotið þýðinguna raunverulegur aðbúnaður
íbúa. RAI-mælitækið rekur uppruna sinn
til Bandaríkjanna og er í stuttu máli að-
ferð sem notuð er til þess að mæla
hjúkrunarþyngd (eða hjúkrunarálag) ein-
staklings, með öðrum orðum umönnunar-
þörf hans út frá heilsufarsástandi. Aðferð
RAI-mæiitækisins til að meta heilsu-
farsástand einstaklingsins felst í því að
meta ákveðin heilsufarsleg atriði sjúk-
lingsins á borð við líkamlega og andlega
færni, líffræðilegar upplýsingar, sjón,
tjáskipti og lyfjanotkun svo dæmi séu
nefnd. Er mælingin m.a. gerð með því að
fara yfir sjukraskra einstaklingsins, ræða
við hann og fylgjast með honum sem og
að afla upplýsinga um hann frá þeim sem
hann annast. svo sem hjúkrunarfræðing-
um, læknum og ættingjum. Þegar heilsu-
farsástand einstaklingsins hefur verið
metið á þennan hátt eru umönnunarþarfir
hans metnar, þ.e. fundið er út með
ákveðnum aðferðum hve miklnn mannafla
þarf til þess að hægt sé að mæta þörfum
hans svo vel sé. Breytist heilsufar ein-
stakllngsins eftir RAI-matsmælingu þarf
að gera hana að nýju.
Með því að finna út hjúkrunarálag hvers
einstaklings á ákveðinni delld er hægt að
finna út meðalhjúkrunarálag deildarinnar
og á sama hátt er hægt að finna út með-
alhjúkrunarálag stofnunarinnar. Áhersla er
lögð á að þeir aðilar sem annast einstak-
linginn, til að mynda hjúkrunarfræðingar,
séu ábyrgir fyrir RAI-matsmælingunni á
viðkomandi einstaklingi en áreiðanleiki
mælingarinnar er m.a. mældur með því að
láta sitthvorn hjúkrunarfræðinginn meta
sama aðilann tvisvar.
RAI-mælingin tölvuvædd
Til þess að halda utan um rnælingar
RAI-mælingakerfisins hér á landi hefur
verið sett á laggirnar sérstök RAI-mats
nefnd undir hatti heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytisins og veitir Hrafn Pálsson
deildarstjóri ráðuneytisins henni forstöðu.
Anna Bfrna Jensdóttir hjúkrunarfram-
kvæmdastjóri er elnn fulltrúa í nefndinni
og segir hún að Alfred Styrkársson kerfis-
fræðingur hafi samið tölvuforrit sem ætlað
er til notkunar á öldrunarstofnum vlð
skráningu RAI-matsupplýsinga en aukin-
heldur er Hjörleifur Pálsson, nemi í
meistaranámi í tölvunarverkfræði við Há-
skóla fslands, að útfæra forritið til
hagnýtra nota fyrlr öldrunarstofnanir.
„Notkun forritsins gerir yfirmönnum öld-
runarstofnana til dæmis kleift að hafa
betri yfirsýn yfir ástand einstakra vist-
manna og deilda og færa hjúkrunarstarfs-
lið mílli deilda með tilliti til þess,“ segir
hún. „Á þann hátt getur kerfið hjálpað til
við innra fyrirkomulag stofnana sem og
bætt þá þjónustu sem vistmenn þurfa á
að halda."
Þá býður tölvuvæðing mælitækisins upp
á að auðveldara verður að bera saman
hjúkrunarálag hinna ýmsu stofnana sam-
an sem og hjúkrunarþyngd hinna ýmsu
landa en að sögn Önnu Birnu er notast við
RAI-mælitækið í Bandaríkjunum, Kanada
og í um 18 öðrum löndum.
í