Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.06.2000, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 MORGUNBLAÐIÐ Starfsstúlkurnar á Hressingarskálanum í Reykjavík 1936 hafa sent Gonidec mynd af sér. Engin nöfn fylgja. s Heimilisfólkið í Straumsfirði, sem hjúkraði Gonidec: Frá vintri: Ingi- björg Friðgeirsdóttir frá Hofstöðum, skipbrotsmaðurinn Gonidec, Þór- dís húsfreyja Jónsdóttir og Sigríður Þorsteinsdóttir vinnukona. Ur mynda- albúmi skipbrots- mannsins I farteski skipherrans á frönsku gólett- unni Etiole sem hér var á dögunum var m.a. að fínna ýmisleg persónuleg gögn úr eigu Eugene Gonidec, sem einn komst af þegar Pourquoi-Pas? fórst við Mýrar 1936. Elín Pálmaddttir fékk að skoða þessi gögn um borð. Þórdís húsfreyja í Staumsfirði sendir franska skipbrotsmanninum þessa mynd af sér og ungri frænku sinni, Svölu Thorlacius, lögfræðingi, með tilkynningu um nýtt heimilisfang í Borgamesi. Gonidec hafði sagt sinu fólki að þetta væri síðasta myndin sem tekin var af Pour quoi-pas? er það sigldi út frá Reykjavík. Eugene Gonidec, eini skipveij- inn af Pour quoi-pas, sem af komst. en hann hefur sennilega borðað á Hressingaskálanum, þvi þarna er mynd af starfsstúlkum Hressing- arskálans, sem þær hafa sent hon- um. Og þar er siðasta myndin sem tekin var af Pourquoi-Pas?, þegar AÐEINS einn maður af áhöfninni, Eugene Gonidec, komst af þegar rannsóknaskip dr. Charcots POURQUOI-PAS? fórst við Mýrar 1936 með 39 manns og er sá harmleikur vel kunnur. Mörgum eldri Reykvíkingum er vel í minni þegar þessi maður gekk einn á eftir vörubílunum með kistunum niður Túngötuna frá kaþólsku kirkjunni og um borð í herskip franska flotans sem flutti hann og alla hina látnu félaga hans til Frakklands. Tvær gólettur franska flotans eru nú í Reykjavíkurhöfn. Til ís- lands hefur Yann Cariou, skip- herrann á Etoile, haft meðferðis ýmis persónuleg gögn úr eigu Gonidecs sem lést fyrir nokkrum árum. Fjölskylda hans hafði feng- ið skipherranum þau þegar lá fyr- ir að hann myndi sigla til íslands, ef áhugi skyldi vera hér á að sjá þau. Þetta eru merkilegar heim- ildir og forvitnileg gögn sem blaðamanni gafst færi á að skoða. Þarna er m.a. skýrsla sem Goni- dec skrifaði samkvæmt beiðni til skipstjórans á Freygátunni Marzin um aðdragann að slysinu þegar Pourquoi-Pas? fórst 16. september 1936 og er skýrslan dagsett 21. september. Rekur hann þar næstum tninútu fyrir mínútu hvað gerðist. í lokin segir hann að öll fjölskyldan á bænum Straumsfirði hafi hlynnt að hon- um á aðdáunarverðan hátt eftir að ungur bóndasonur, Kristján Þórólfsson, hafði bjargað honum á land. Þegar hann vissi ekki hvað- an á sig stóð veðrið og vildi ekki úr blautu flíkunum hafði Þórdís Guðjón Sigurðsson bóndi í Straumsfirði, Þórdís húsfreyja, Sigríður Þorsteinsdóttir vimiukona, Þórhallur Ólafsson, siðar læknir og 2 aðrir drengir í Straumsfirði þegar slysið varð 1936. húsfreyja hlýjað þurru skyrtuna og strokið henni um vanga hans, svo hann slakaði á, að því er Ingi- björg Friðgeirsdóttir, sem þar var en er nýdáin, hefur frá sagt. í gögnunum sem Yann Cariou skipherra hefur meðferðis eru myndir og albúm Gonidecs, þar sem má sjá að vináttan við þennan skipbrotsmann hefur haldist, því þar eru m.a. áletraðar myndir sem fjölskyldan í Straumsfirði hefur sent honum og við birtum hér með. I Reykjavík bjó skip- brotsmaðurinn í franska sendiráð- inu og er mynd af honum fyrir framan Næpuna í Þingholtunum, Þessa mynd af bænum í Straumsfirði fékk Gonidec með áletruninni: Með okkar bestu kveðjum frá fjölskyldunni 1 Straumsfirði, sem nú býr í Borgarnesi. skipið sigldi út frá Reykjavík á vald örlaga sinna. Eftir hina hátíðlegur minning- arathöfn í Notre Dame kirkjunni í París var Eugene Gonidec sýnd sæmd af franska flotanum. Hann var sæmdur háum heiðursmerkj- uin, sem þarna eru, og myndir sýna þá athöfn. Hann var 29 ára gamall þegar hann lenti í þessum mannraunum, og lifði svo heima í þorpinu sínu á Bretagne til hárrar elli. En frændi hans sem ætlar að koma hingað í tengslum við sigl- ingakeppnina hefur áhuga á að vita hver er á myndunum, m.a. hvort litla stúlkan er á lífi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.