Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 34
34 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000
MORGUNBLAÐIÐ
SUMARNÁMSKEIÐ ÍSLENSKA ARKITEKTASKÓLANS
Við höfnina í Árósum.
Rými í
borginni
Reykjavík stendur aldrei í stað heldur er í
sífelldri mótun eins og lifandi fyrirbæri og
krefst athygli okkar og umhyggju. Guja
Dögg Hauksdóttir segir hér frá verkefni
arkitektanema að takast á við gleymda,
niðurnídda eða áður ónumda staði innan
borgarmarka Reykjavíkur
Reykjavík á það sameiginlegt
flestum öðrum borgum að vera af-
urð skipulags og tilviljana. Hún
birtist okkur sem óvænt stefnumót
yfirvegaðra hugsjóna og skyndi-
ákvarðana, lituð af þeim menning-
arstigum og þjóðfélagsmyndum
sem íbúar hennar hafa lifað frá
upphafi. Hún er í senn fortíð okkar
og nútíð, hið besta og hið versta
sem við höfum gengið í gegnum.
Hér eru saman komnir frumkvöðl-
arnir Ingólfur Amarson (súlurnar í
merki borgarinnar) og Skúli Magn-
ússon (innréttingarnar í Aðal-
stræti), sjálfstæðið og konungsrík-
ið (Alþingishúsið með kórónu-
skreytingu Danakonungs á fram-
hliðinni), trúin á menninguna (Há-
skólabyggingin) og lífið (sund-
laugarnar).
Rýmið
Borgin er byggð upp af húsum
en ekki síður rýminu á milli hús-
anna, torgum, götum og görðum.
Þessi sameiginlegu svæði allra
íbúanna gegna ýmsum hlutverkum
og eru undirorpin sífelldum breyt-
ingum á tíðaranda, þörfum og kröf-
Yfirlitsmynd af höfuðborginni þar sem sjá má nokkra þeirra staða sem hópamir tóku fyrir.
í lok markaðsdags í Róm.
um fólksins. Þau skila okkur áfram
á hraða hversdagsins, leyfa okkur
að njóta frístunda í einveru eða
með öðrum, í misjöfnu veðri árs-
tíðanna, ár eftir ár.
Reykjavík sprettur úr sérstöku
landslagi og gróðurfari, návígi við
hafið og ríkjandi vindáttir. Þetta
eru skilyrði sem aftra okkur á
stundum að nota útirýmin á eins
heimilislegan máta og tíðkast í
heitari löndum þar sem torg og
stræti virka nánast eins og dag-
stofur íbúanna, en krefjast kannski
einmitt því meiri útsjónarsemi og
vilja til að móta þau og nota. Það
færist sífellt í vöxt að hundsa duttl-
unga veðurguðanna og nota opin-
ber rými borgarinnar undir við-
burði og samkomur, fólk lítur orðið
á það sem fastan lið í tilverunni að
ganga niður Laugaveginn á Þor-
láksmessu með kyndlum og kór-
söng, skokka meðfram ströndinni
eftir vinnu eða hittast á kaffihúsi
við Austurvöll. Með því móti auk-
ast tengsl borgaranna við borgina
og hún verður lifandi hluti af þeim.
Skynjun
Eins og allar aðrar borgir er
Reykjavík ekki eingöngu fast efni,
steypa og gler, fyrirkomulag um-
ferðaræða og bílastæða, heldur
fljótandi sviðsmynd eða rammi ut-
an um flókið samspil daglegs lífs
fólksins í borginni sem og sér-
stakra atburða og hefða, nýjunga
og afreka framtíðarinnar. Borgina,
byggingar hennar og rými, má sem
heild skrifa og lesa á mörgum svið-
um, ekki síst þeim sem tengjast
huglægari þáttum tilverunnar,
heimspeki og sjálfsímynd. Við
skynjum ekki vélrænt, eins og
hljóðnemi eða ljósmyndavél, heldur
í sífelldri víxlverkun ytra áreitis og
þess sem við berum innra með
okkur. Skynjun rýmis er háð sam-
spili upplifunar núsins og minninga
eða fortíðar hvers og eins. Túlkun
rýmisins getur ákvarðast af hugar-
ástandi, birtu dagsins, árstíðinni,
hvort við erum ein eða í samfylgd
annarra. Forsenda birtu er myrk-
ur, hið létta sker sig úr í nærveru
þyngdar. Rými sem eru mótuð á
forsendum hins mannlega mæli-
kvarða, þ.e. miðuð við stærð
mannslíkamans og beina skynjun
meðfæddra skynfæra hans, ýta
undir upplifun fleiri þátta samtím-
is; hljóð fótataksins á stéttinni, ilm-
ur konunnar sem gengur framúr,
hitinn sem eykst þegar ský dregur
frá sólu. Við hægari yfirferð gefast
fleri tækifæri til óvæntra sam-
skipta. Þessi frumskilyrði manns-
ins hafa lítið breyst.
Dýrt gaman að
byggja illa og ódýrt
Arkitektarnir og kennararnir Fredrik
Lund frá Gautaborg og Regin Schwaen frá
Kaupmannahöfn héldu fyrirlestra um eigin
hönnun og vinnuaðferðir á námskeiðinu og
jafnframt notuðu þeir tækifærið til að reifa
viðhorf sín um stöðu arkitektúrs 1 samfélagi
nútímans. Dagur Eggertsson og Guja
Dögg Hauksdóttir komu að máli við þá.
Morgunblaðið /Amaldur
Regin Th. Schwaen frá Danmörku og Fredrik Lund frá Noregi voru
meðal leiðbeinenda á sumamámskeiðinu.
Á síðustu árum hefur starf arkitekta
tekið töluverðum stakkaskiptum og
áherslumar færst yfir á hinar tækni-
legu hliðar greinarinnar. Þetta hefur
haft margvísleg áhrif á byggingar-
listina.
Fredrik Lund: „Ef litið er á sam-
félag nútímans er margt sem bendir
til þess að það ríki meiri hræðsla við
að hleypa yngra fólki að. Þetta stafar
kannski af ótta almennings við hið
óþekkta og það sem ég kalla hús-
varðarhugsunarhátt. Ég lít á þetta
sem afar neikvæða þróun. Ef við vilj-
um tryggja framþróun greinarinnar
verður samfélagið að taka þá áhættu
að hleypa ungu og fersku fólki að.
Svo dæmi séu tekin, hafa arkitekta-
samkeppnir þróast frá því að vera
vettvangur góðra hugmynda til þess
að vera keppnir um að komast í gegn
um viðamikil rýmisprógrömm. Þetta
gerir það að verkum að samfélagið
missir af tækifærum sem gera kleift
að láta snjalla hluti verða að veru-
leika. Ástæða er til að spyrja hvers
vegna samfélagið sé að þróast í
þessa átt. Okkur ber öllum skylda til
að spoma við þessu. Við nemendur
mína segi ég alltaf: „Þið verðið sjálfir
að sækjast eftir því að komast í þær
aðstæður sem loera af sér góðan
arkitektúr.““
Regin Schwaen: „Þetta er alveg
hárrétt að mínu mati, en ég myndi
vilja bæta því við að það eru margir
samfélagslegir þættir sem stjóma
þessu ástandi líka. Þegar fólk fjár-
festir í byggingum bindur það oft lán
sín til 20 til 30 ára. Það gerir það að
verkum að fólk sýnir lítinn áhuga á
að hugsa lengra en þetta langt fram í
tímann. Það hefur svo aftur áhrif á
val fólks á efnum og aðferðum til
húsbygginga. Afleiðingin er gífur-
legur óstöðugleiki í þróun arkitekt-
úrs. Fyrir starfsgrein sem miðlar af
reynslu fortíðarinnar og vinnur úr
menningu samtímans, er það mikið
vandamál að geta ekki skipulagt
rými og umhverfi okkar til lengri
frambúðar. Það getur hver og einn
gert sér það í hugarlund að við þess-
ar aðstæður er það erfitt að stuðla að
framvexti hæfileikaríkra einstak-
linga (arkitekta). Þetta á að sjálf-
sögðu bæði við um nemendur og
starfandi arkitekta."
Fredrik Lund: „Þetta er áhuga-
vert, vegna þess að ef hugsað er til
lengri tíma við skipulag umhverfis-
ins verður að byggja sterkari hús.
Það er nefnilega mjög dýrt gaman að
byggja illa og ódýrt. Það held ég að
fólk og samfélagið í heild geri sér
ekki nógu vel grein fyrir.“
Hvaða möguleika sjáið þið í að
setja á stofn arkitektaskóla á Is-
landi?
Regin Schwaen: „Það sem vekur
athygli mína mest er hvað náttúran
og umhverfið er óspillt hér á Islandi.
í Danmörku er allt landslagið meira
og minna gert af manna höndum. Við
þróun umhverfisins eru byggingar
staðsettar handahófskennt í lands-
laginu og samhengið er á góðri leið
með að glatast. Hér á íslandi gætu