Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 48

Morgunblaðið - 25.06.2000, Síða 48
MORGUNBLAÐIÐ Í*í8 SUNNUDAGUR 25. JÚNÍ 2000 Dýraglens 2R«rjjtmIiXnI>ií> BRÉF TIL BLAÐSINS Grettir Hundalíf Ljóska Kringlunni 1103 Reykjavik • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 RUV - örygg- istæki íþrótta- manna? Frá Ævari Rafni Kjartanssyni: Eftir alvarlegasta jarðskjálfta á Islandi síðan 1912 sýndi ríkis- sjónvarp allra landsmanna, á venjulegum fréttatíma sínum, Englendinga og Þjóðverja sparka bolta milli sín. Á meðan þjóðin panikeraði, hús höfðu eyðilagst og fólk á barmi taugaáfalls leitaði örvæntingarfullt upplýsinga sýndi ríkiskassinn okk- ur það að tíðindaleysið á vestur- vígstöðvunum í sparkleiknum skipti þá meira máli en hlutskipti þeirra í öryggismálum þjóðarinn- ar. Þessum sömu öryggismálum og eru alltaf notuð til að réttlæta til- vist ríkisrekins sjónvarps. Annar öryggisbúnaður stóð ekki undir væntingum. Útsendingar út- varps, gsm-kerfið og almanna- varnanefnd með sinni blaðsíðu í höfuðborgarsímaskránni fá fall- einkunn í vandræðagangi sínum en ríkiskassinn sást skýrt og greini- lega. Það var komið eitt-núll fyrir Englendinga. Mér létti stórlega. Verandi ekki mikill sófaíþrótta- kappi hefur það oft farið í taugarn- ar á mér að allt íþróttasprikl virð- ist vera eina efnið sem fær að tæta sundur áður útgefna dagskrá í hvert sinn sem spriklararnir vilja vera lengur að. Eins og svo margir aðrir hef ég borið þann harm minn í hljóði og hugsað með mér að ég geti svo sem lesið fréttir í Morgunblaðinu í fyrramálið. En fyrr má nú rota en dauðrota! Það eru liðnir rúmar 3 klst. frá jarðskjálfta á bilinu 6-6,6 á richter og aðalfréttatími ríkissjónvarpsins lítilsvirðir hlutverk sitt og fólkið í landinu með þögn frá fréttastofu og mönnum í sparkleik. Hvað á þetta að þýða? Fundu þeir ekki fyrir skjálftanum? Ríkissjónvarpið nýtur þeirra forréttinda að allir sem eiga sjón- varp eru skyldugir til að greiða af- notagjöld. Meðal rakanna fyrir þessari skattheimtu er öryggis- hlutverk ríkiskassans. Það er ekki nóg að segjast bara horfa á Stöð 2. Það er ekki einu sinni hægt að kaupa læsingu fyrir ríkisómyndina og komast þannig hjá þessari lög- bundnu innheimtu. Ó, nei, aðrir mega keppa á frjálsum markaði en sennilega veit ríkisfyrirbærið sem er að þar á það enga lífsvon. Því er það bara sett í lög að allir skuli greiða. Þetta er jú öryggistæki. Hneykslun mín og reiði var slík að ég gat ekki á mér setið og hringdi í fréttastofu sjónvarpsins einhverjar mínútur yfir sjö og spurði hvort það ætti virkilega að taka boltasparkið fram yfir nátt- úruhamfarirnar. „Það lítur út fyrir það,“ var svarið, að vísu með þeim upplýsingum að sennilega kæmu einhverjar fréttir kl. 19.45, sem ekki gerðist. Á sama tíma tjaldaði Stöð 2 af sinni amerísku dramatík öllu sem til var; hálfklipptum myndskeið- um, beinum útsendingum frá Suð- urlandi og það sem mest er um vert fréttamennsku af því sem var að gerast á Islandi, ekki í boltaleik í Belgíu. En það sjá ekki allir Stöð 2. Við stjórnendur RÚV vil ég segja þetta og tel mig mæla fyrir munn margra: Það getur vel verið að þið ræktið hlutverk ykkar sem öryggistæki fyrir íþróttamenn en íslensku þjóðinni brugðust þið. Svei ykkur og allri ykkar íþrótta- maníu. Þessi þjóðhátíðardags- skömm líður fólki seint úr minni og þið ættuð að sýna þó þann manndóm að hunskast frá störfum eða það sem betra er; að leggja þessa stofnun niður. ÆVAR RAFN K JARTAN SSON, Hverfisgötu 54, Hafnarfirði Betra blað Smáfólk m P06 HA5 60NE ' TO WEEPLE5 TO 5ELL 50UVENIR5 AT THE .OLVMPIC 6AME5. THAT 5TUPIP P06Í HOUJ UJILL HE KNOU) LUHICH UJAVT0 6O? Hundurinn minn er farinn til Nálaborgar til að selja minjagripi á Ólympíuleikunum Sá heimski hundur! Hvemig veit hann hvaða leið á að fara? rLET5 5EE NOIO..NEEPLE5 15 IN THE UIE5T..THE MOON 15 ALUJAV5 OVER HOLLYUJOOR ANP HOLLYUJOOP15 IN THE UJE5T..50... Látum okkur sjá... Nálaborg er í vestur.. tunglið er alltaf yfir Hollywood, og Hollywood er í vestur.. þannig að.. Frá Helga Steingímssyni: ÞETTA er skrifað 22.6. '00 - til þess eins að hvetja þá sem að Morgun- blaðinu standa að gefa frá sér fréttir á þeim tíma sem þær verða til. Að lesa stríðsfyrirsagnir um jarðskjálfta heilum þrem dögum síðar í Morgun- blaðinu er ekki bara þvi til hneisu, heldur mér, því ég er áskrifandi. Morgunblaðið gerir eflaust vel við sitt starfsfólk - og er það vel. Morg- unblaðið vill vissulega að fréttir ber- ist fjótt og vel - og er það gott. Er ekki tími til kominn fyrir Morg- unblaðið, eftir að það hætti að taka afstöðu til stjórnmála, að beina at- hyglinni að áskrifendum sem vilja stundum fá að vita hvað er að gerast - þegar það er að gerast. Gefið blaðið út, því það er gott, alla daga vikunar, og sannfærist um að sú ritstjórnarhefð sem ríkt hefur mun sýna og sanna að áskrifendur þurfa ekki að lesa bara eftirmál og afganga heldur það sem er að gerast í nútíma- þjóðfélagi, - þegar það gerist. HELGISTEINGRÍMSSON, Jörfabakka 18, Reykjavík. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók er varðveitt í upplýsinga- safni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu þaðan, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.